Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2001 DV Utlönd 11 Norður-England: 120 logreglumenn slösuðust í óeirðum Sól og öryggisfilma. Sandblástursfilmur 120 lögreglumenn slösuöust í kyn- þáttaóeirðum i borginni Bradford í Noröur-Englandi á laugardags- kvöld. Óeirðirnar blossuðu upp eftir að andrasistar mótmæltu áætlunum hins nasiska Þjóðarflokks um að halda fjöldafund í borginni. Upptök átakanna má rekja til þess að hópur hvítra manna sem kom út úr öldur- húsi í borginni hreytti niðrandi kynþáttatengdum ummælum í mót- mælendurna. Um þúsund ungmenni, flest af pakistönsku og indversku bergi brotin, köstuðu flöskum, múrstein- um og bensínsprengjum í lögreglu- menn og byggingar. Meðal annarra vopna sem voru notuð má nefna lás- boga, sleggjur og neyðarblys. Múg- urinn kveikti í bifreiðum og húsum, auk þess sem bílar voru ítrekað not- aðir til að keyra inn í varnarlínu lögreglunnar. Fyrir utan 120 slasaða lögregluþjóna voru tveir lögreglu- Vígvöllur í Bradford Múgur fór um Bradford og skemmdi bíla og byggingar og særði 120 lögreglu- þjóna. Auk þess var einn lögregluhestur stunginn með hnífi. Bolahlaup í Pamplona Hin árlega San Fermin hátíð í Pamplona á Spáni hófst um helgina með bolahlaupi. Hundruð manna hlupu á undan eða með fram sex mannýgum nautum á laugardag og sunnudag. Níu manns eru slasaðir eftir hlaupin, einn var stang- aður í brjóstið og bandarísk kona fékk horn í lærið. Mannfall hefur ekki orðið í bolahlaupinu í Pamplona síðan 1995. Hamas hótar tíu sjálfsmorðsárásum 11 ára palestínskur drengur var skotinn til bana á Gaza-svæðinu á laugardag. Hann var ásamt fleiri drengjum að kasta grjóti í ísraelska hermenn þegar þeir hófu skyndi- lega skothríð. Talsmenn ísraelshers segja hermennina hafa verið að svara handsprengjuárás palest- ínskra byssumanna en segjast að öðru leyti ekki hafa upplýsingar um málið. Palestínsku baráttusamtökin Hamas hótuðu því að senda út af örkinni tiu sjálfsmorðsárásir í hefndarskyni fyrir morðið drengn- um. „Við höfum tiu píslarvætti í biðstöðu innan ísraels. Þeir eru til- búnir til að koma fram hefndum á ísraelsku morðingjunum." Palestínskir embættismenn til- kynntu í fyrradag að ísraelskir her- 11 ára drengur skotinn Israelsher skaut 11 ára Palestínu- mann á laugardag. menn í dulargervi hafi numið á brott einn framvígismann Hamas- samtakanna í Hebron á Vesturbakk- anum. Handtakan var framkvæmd á svæði sem á að vera undir fullri stjórn Palestínumanna. 400 ísraelsk- ir landnemar búa undir verndar- væng hersins í Hebron, á meðal 120 þúsunda Palestínumanna. ísraelskir landnemar sækja í auknum mæli í aðferðir til að verj- ast ágengni palestínskra íbúa í grennd við landnemabyggðirnar. 20 brynvarðar Merzedes Benz-bifreiðar ísraelshers verða eftirlátnar land- nemum á næstunni. Flestir þeirra ganga um vopnaðir og í skotheldu vesti. Margt bendir til þess að vopnahlé siðustu vikna sé í raun runnið út í sandinn. hestar særðir, annar stunginn með hnífi. Einnig sló í brýnu milli asískra mótmælenda og hópa hvítra and- stæðinga þeirra og voru tveir menn stungnir með hnífum. Lögreglan handtók 36 manns, 13 hvíta og 23 asíska. David Blunkett, innanríkisráð- herra Bretlands, kallaði í gær óeirð- irnar hugsunarlaust ofbeldi. Hann sagði íbúa Bradford hafa skemmt sitt eigið samfélag og framtíð. Óeirðirnar í Bradford koma í kjölfar kynþáttaóeirða í Burnley og Oldham í Norður-Englandi fyrr í sumar. Óvenju heitt hefur verið í veðri í Englandi í sumar og er það talið ýta undir samsöfnuð ofbeldis- fulls múgs á götum úti. Bradford leit út eins og vigvöllur á sunnudaginn, brennd bílhræ og rúðubrot þöktu göturnar. Mikil reiði kraumaði í íbúum borgarinn- ar yfir eyðileggingunni. Margir vildu meina að óeirðirnar hafi lítið haft með kynþáttaátök að gera, þarna hafi verið að verki hópur fólks í leit að slagsmálum. Staðsetning átakanna kemur nokkuð á óvart. Bradford er þekkt fyrir góðar samvistir mismunandi kynþátta. Af tæplega 500 þúsund íbúum á borgarsvæðinu er fólk af asísku bergi brotið um 100 þúsund. • Stórminnkar sólarhita • Gerir sólabirtuna mildari og þægilegri • Útilokar nánast útfjólubláa geisla og upplitun • Eykur öryggi í fátviðrum og jarðskjálftum • Eykur öryggi gegn innbrotum • Branavarnarstuðull er F15 ■ Einangrar gegn kulda, hita og hávaða ■ Glerið verður 300% sterkara • Minnkar hættu á glerfiísum í andlit • Gerir bílinn/húsið glæsilegra GLÓIHF Dalbrekku 22 • Kópavogi sími 544 5770 Toyota Nissan Range Rover Ford Chevrolet Suzuki Cherokee JeepWillys Land Rover Musso Isuzu mmmmt mm heim8SÍ6ð: JSE E www.slmnet.lt/aplait ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 Framíeiðum brettakanta, sðlskyggni og boddihluti á fiestar aerðir jeppa, einnig boddihluti í vórubila og vanbíla. Séfsm® og viðgerðir. Vikuferð til Benidorm 20. júlí frá kr. 29.985 Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til Benidorm 20. júlí í vikuferð. Miðað við heimflug þann 27.júlí.Þú bókar núna og 2 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Kr 29.985 Kr. 39.985 Verð á mann miðað við hjón Kr. 39.985Verð á mann með 2 böm, 2—11 ára, flug, miðað við 2 í íbúð/stúdíó gisting, skattar. Heimsferðir Skógarhlíð 18 sími 595 1000. www.heimsferdir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.