Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 Fréttir I>V Hörð viðbrögð við mikilli hækkun komugjalda til sérfræðinga og í röntgengreiningu: Umtalsverð kjaraskerðing - segir Ögmundur Jónasson. Öryggisnetin á sínum stað, segir Jón Kristjánsson ÍTSIIITIIIITII Hækkun gjalda Ögmundur Jónasson þingmaður segir Ijóst að hér sé um verulega kjaraskerð- ingu að ræða fyrir fólk sem veikist og Ijóst að stjórnvöld séu hér að ganga enn lengra en áður í innheimtu sjúklingaskatta í formi þjónustugjalda. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir það af og frá að verið sé að vega að velferðarkerfinu með auknum tekjutengingum í heilbrigðiskerfinu, en um mánaðamótin síðustu hækkaði hlutur sjúklinga verulega í þjónust- unni með hærri komugjöldum til sér- fræðinga og gjaldi fyrir röntgenþjón- ustu. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður VG, segir ljóst að hér sé um verulega kjaraskerðingu að ræða fyrir fólk sem veikist og ljóst að stjórnvöld séu hér að ganga énn lengra en áður í innheimtu sjúklingaskatta í formi þjónustugjalda. Ögmundur segir infflrmirfeíiflíMli Birgir Guðmundsson blaðamaður hækkunina ótrúlega mikla, sérstak- lega á þeirri upphæð sem þarf til að fá afsláttarkort. Hann segir ríkisstjóm- ina guma af því að fylgja skattalækk- unarstefnu, sem raunar sé ekki fylgt eftir í reynd gagnvart einstaklingum, en á móti komi auðvitað þessar álögur á einstaklingana. ögmundur minnir á könnun sem BSRB lét gera fyrir nokkmm áram þar sem fram kom að mikill meirihluti þjóðarinnar sé ein- dregið á móti því að borga fyrir lækn- isþjónustu með þjónustugjöldum og telur réttara að slíkt sé gert með al- mennri skattheimtu, enda væri „orðið þjónustugjald aðeins fínt orð yfir skatta á sjúklinga og skólanema". „Þetta er því þvert á vilja þjóðarinnar og það eru því ekki bara réttlætissjón- armið sem mæla gegn þessu heldur er þetta beinlínis pólitískt óskynsam- legt,“ segir Ögmundur. Upplýsingar um ferðir norsku loðnuskipanna þriggja sem færð voru til Seyðisfjarðar fyrr í vikunni vegna meintra veiða á loðnu innan íslensku lögsögunnar milli íslands og Grænlands, komu frá Noregi. Norska blaðið Sunnmorsposten upplýsti að eftirlitsstofnun norsku Hækkun gjalda Minnkandi hlutur Tryggingastofnunar í þessari þjónustu, sem nemur 300 millj- ónum, var ákveðinn í forsendum fjárlaga og segir Jón Krist- jánsson að grund- vallarákvörðunin jón um auknar álögur á Kristjánsson. sjúklinga hafi verið tekin þá. Helstu breytingarnar sem um ræð- ir eru í fyrsta lagi að í stað fastagjalds þá greiða menn nú fastagjald'og hlut- fallsgjald fyrir röntgenrannsóknir. Hér getur hækkunin orðið veruleg því áður borguðu menn einungis 1000 kr. fastagjald en verða nú að greiöa 1500 kr. fastagjaid að viðbætum 40% af raunverulegum kostnaði. fiskveiðastofnunarinnar sem stað- sett er í Bergen og fylgist með ferð- um allra norskra veiðiskipa sem eru 24 metra löng og lengri hafi staðsett skipin að veiðum í íslenskri lögsögu. Norska eftirlitsstofnunin kom þeim upplýsingum síðan til Landhelgisgæslunnar sem leiddi til í öðru lagi hækka komugjöld til sér- fræðilækna úr 1400 í 1800 kr. og til við- bótar því þurfa menn að borga 40% af heildarverði. í þriðja lagi hækka þök vegna afsláttarskírteina sem og þök vegna hámarksgreiðslu. Þannig þarf greiðsla sjúklings á aldrinum 18-70 ára vegna sérfræði- kostnaðar á almanaksárinu að vera orðinn 18.000 kr. áður en menn fá af- sláttarkort, en var áður 12.000 krón- ur. Hámarksgjald fyrir hverja komu er nú 6000 krónur en var áður 5000. Sérstakar reglur gilda þó um líf- eyrisþega og böm þar sem viðmiðin eru mun lægri. Þannig er gjald fyr- þess að norsku skipin voru tekin og færð til Seyðisfjarðar þegar þau voru á leiðinni til Noregs með loðnu sem sögð var hafa veiðst innan lög- sögu Grænlands, en veiddist í ís- lenskri lögsögu samkvæmt gervi- hnattamælingum frá Noregi. Norsku skipin þrjú héldu frá ir röngengreiningu 500 kr. að við- bættum rúmlega 13% hlutfalli af heildarkostnaði hjá þessum hópi og eins þurfa lífeyrisþegar að hafa greitt 4.500 kr. á árinu til að fá af- sláttarkort en ekki 18.000 eins og aðrir. Þegar menn eru síðan komn- ir með þessi afsláttarkort er komu- gjald til sérfræðings 600 krónur að viðbættum rúmlega 13% hlut í heildarkostnaði. Pólitísk skilaboð Jón Kristjánsson segir það vissu- lega slæmt að þurfa að koma með þessar hækkanir nú en bendir á nauðsyn þess að sporna við ört hækkandi kostnaði til að tryggja velferðarkerfið til lengri tíma. Hann bendir hins vegar á að komugjöldin á heilsugæslustöðvar hækki ekki í þessum breytingum og í því felist ákveðin pólitísk skilaboð til þjóðar- innar um að hún reyni að nýta sér fyrst þjónustu heilsugæslunnar í landinu og fá úrlausn mála sinna á þeim vettvangi fyrst. Að vísu standi heilsugæslan frammi fyrir ýmsum vandamálum, ekki síst hvað varðar mönnun, en meiningin sé að taka á þeim málum. Þá undirstrikar Jón að í þessum breytingum sé enn tvö- falt öryggisnet. Annars vegar sé sett upp afsláttarkerfi eöa þak fyrir þá sem nota þjónustuna mikið eða sem nemur meira en 1500 kr. að meðal- tali. „Og fyrir þá allra verst settu er meiningin að reglugerðin um end- urgreiðslu sjúkrakostnaðar sé ör- yggisnet fyrir þá sem allra lægst hafa launin. Sú reglugerð verður tekin til endurskoðunar á næstunni en fyrir ári var hún tekin til skoð- unar. Við vitum enn ekki hvemig árangurinn varð af þeirri endur- skoðun en við eigum von á niður- stöðunni um þá útkomu fljótlega,“ segir Jón. Seyðisfriði í gær eftir að kyrrsetn- ingu þeirra hafði verið aflétt gegn ríflega 30 milljóna króna tryggingu. Skipstjórar skipanna þriggja neit- uðu sök við yfirheyrslur, en réttað verður í máli þeirra í september. -gk Loðnuafli yfir 60 þúsund tonn Loðnuaflinn á sumarvertíðinni er kominn yfir 60 þúsund tonn sem er með því albesta á þessum árstíma sem gerst hefm undanfarin ár. Veiðin á sumar- og haustvertíð hefur reyndar oft farið mjög vel af stað, en síðan dregið úr henni jafnt og þétt eftir hefð- bundið uppihald síðari hluta sumars. Mestri loðnu á vertíðinni hefur ver- ið landað á Þórshöfn eða 11.296 tonn- um, samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva í gær. Þá höfðu borist 9.705 toirn til Raufarhafn- ar, 8.305 tonn til Siglufjarðar, 7.445 tonn til Akraness, 6.497 til Vopnafiarð- ar og 6.035 til Akureyrar. -gk Kolmunnaveiðin: Yfir 100 þús- und tonn á land Alls hefur hátt í 120 þúsund tonnum verið landað hérlendis það sem af er árinu, en þar hafa erlend veiðiskip landað rétt um 41 þúsund tonnum. Afli íslensku skipanna nemur hins vegar ríflega 76 þúsund tonnum. Langmestum hluta kolmunnans hef- ur verið landað á Austfjörðum. Þar er Eskifjörður hæsta löndunarstöð með 31.357 tonn en síðan koma Fáskrúðs- fjörður með 24.083 tonn, Neskaupstaö- ur með 20.835 tonn og Seyðisfjörður með 14.626 tonn. -gk Lélegri vertíö lýkur Grásleþpukarl að taka upp netin eft- ir slæm aflabrögö. Hroðaleg grá- sleppuvertíð DV, AKRANESI: ~~ Mjög léleg grásleppuveiði hefur ver- ið hjá þeim trillukörlum á Akranesi sem stundað hafa grásleppuveiðar á þessari vertið en henni lauk sL mánu- dag. Margir eru fyrir löngu hættir þar sem þeir misstu mikiö af netum í ótíð en aðrir hafa reynt að þrauka. Hörður Jónsson er einn þessara manna. Hann segir í samtali við DV að þessi vertíð sé búin að vera hroðaleg og stafi það aðallega af ótíð. Hörður sagðist hafa verið að taka netin upp enda höfðu karlarnir frest þar til í dag til þess að taka þau upp. „Grásleppuvertíðin árið 1999 var hroðaleg en þessi er enn verri,“ sagði Hörður Jónsson. -DVÓ Staðsetning norsku loðnuskipanna: Upplýsingarnar frá Noregi Hlýjast sunnan til Norðlæg átt 5-8 m/s eöa hafgola og skýjaö að mestu um landið noröanvert en annars yfirleitt léttskýjaö. Þó víöa síödegisskúrir til landsins. Hiti 10 til 17 stig að deginum, hlýjast sunnan til. Sojargangur og sjavarfóll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 23.33 23.52 Sólarupprás á morgun 03.35 02.40. Síðdegisflóó 23.05 15.17 Árdegisflóö á morgun 11.35 03.38 Skýringar á veöurtáknum •VINDATT 10°4-HITI -10° ■VINDSTYRKUR NfrROST 15{’ I metrum á sekúndu HBDSKÍRT : O lÉTtSHÝJAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ ® Aa | ‘Q5 ■ © RIGNING SKÚRÍR SIYDDA SNJÓKOMA ;W 1 m lr == ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Fært í Fjörður Nýjustu fregnir af hálendisvegunum herma að orðið sé fært í Fjörður því búið er að gera viö brúna sem bilaði á þeirri leið. Einnig er fært í Snæfell, Loömundarfjörð og Kverkfjöll. Hægt er aka langleiðina í Öskju en ganga verður síðasta spölinn. Veglr á skyggðum íveeium eru lokaðlr þar til annað ,«6u,.ujiý.i www.vogag.Is/faerd Yfirleitt léttskýjað Norðlæg átt 5-8 m/s eöa hafgola og skýjaö að mestu um landið norðanvert. Annars yfirleitt léttskýjað en víöa síðdegisskúrir til landsins. Hiti 10 til 17 stig aö deginum, hlýjast sunnan til. SuntuHl.!giir ð9HB Vindur: ( vJL/ 4-6 Hiti 8” til 18° 1 Vindur. V vl—s a-5,v. ) -Xt.< \ Hiti 8° til 18° Vindur: c—" -v 8-13 m/í, ) Hiti 7° til 12° Fremur hæg norðvestlæg Hæg suðlæg eða breytileg eða breytileg átt og víöa átt og skýjað með köflum Austan 8-13 m/s við bjart veöur. Hiti 8 tll 18 en víöa síðdeglsskúrlr tii suöurströndina og rígning stlg, hlýjast í Innsveltum landslsns. Hitl 8 tll 18 en mun hægari noröan tii sunnan tll. stlg, hlýjast austan til. og úrkomulítið. IWHWI'WBg AKUREYRI skýjaö 6 BERGSSTAÐIR skýjaö 6 BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR 6 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 7 KEFLAVÍK skýjaö 9 RAUFARHÖFN alskýjaö 5 REYKJAVÍK léttskýjaö 9 STÓRHÖFÐI léttskýjað 10 BERGEN skúr 12 HELSINKI skýjað 17 KAUPMANNAHÖFN skúr á síö. klst. 16 ÓSLÓ rigning 12 STOKKHÓLMUR 17 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 8 ÞRÁNDHEIMUR hálfskýjaö 15 ALGARVE heiöskírt 22 AMSTERDAM léttskýjaö 16 BARCELONA mistur 23 BERLÍN léttskýjaö 16 CHICAGO mistur 17 DUBLIN léttskýjaö 10 HALIFAX skúr 15 FRANKFURT hálfskýjaö 15 HAMBORG hálfskýjaö 15 JAN MAYEN súld 2 LONDON skýjað 13 LÚXEMBORG skýjað 13 MALLORCA léttskýjað 23 MONTREAL alskýjað 16 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 6 NEW YORK léttskýjaö 22 ORLANDO léttskýjaö 25 PARÍS skýjað 14 VÍN rigning 17 WASHINGTON hálfskýjað 18 WINNIPEG heiöskírt 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.