Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2001, Blaðsíða 8
8 Útlönd FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2001 r>v Frelsum Milosevic Stuöningshópar fyrir meinta stríös- glæpamanninn Milosevic hyggjast verja hann ásökunum Nató. Vilja verja sak- lausan Milosevic Kanadíski lögfræðingurinn Christopher Black, leiðtogi alþjóð- legra stuöningssamtaka Slobodans Milosevic, segir Júgóslavíuforset- ann fyrrverandi vera blásaklausan. Auk þess séu sannanir um fjölda- grafir grunsamlegar. Hann segir Serba og bandamenn þeirra víða um heim munu verja Milosevic fyr- ir ákærum Nató. Black hitti Milosevic i fangelsi Stríðsglæpadómstólsins í Haag í byrjun vikunnar. Hann sagöi forset- ann fyrrverandi vera hvergi af baki dottinn. Fregnir um yfirvofandi sjálfsmorð hans væru uppspuni. Alþjóðleg samtök um vörn Milos- evic voru stofnuð i mars síðastliðn- um. 24 menntamenn stofnuðu sam- bærileg samtök í Búlgaríu fyrir tveimur dögum. FBI spáir fleiri hryðjuverkum Bandaríska alríkislögreglan, FBI, spáir því að stórar hryðjuverkaárás- ir verði gerðar á bandaríska aðila erlendis á hverju ári næstu fimm árin. Þá segir hún yfirvofandi að hryðjuverkamenn beiti gjöreyðing- arvopnum í Bandaríkjunum. Með gjöreyðingarvopnum er átt við efna- vopn, sýklahernað eða kjamorku- vopn. FBI berast 25 hótanir um hryðjuverkaárásir á hverjum degi. Síðastliðið árið hefur beiting gjör- eyðingarvopna verið hótað 257 sinn- um. Helst er óttast að Osama bin Laden láti til skarar skriða. Skæruliðar skjóta við vör u narskotu m Hápunktur göngutímabils mót- mælenda í Óraníureglunni verð- ur í dag. Mikill viðbúnaður er viðhafður af lögreglu og breska hernum. Til átaka kom í gær- kvöldi á milli öryggissveita og mótmælenda í bænum Porta- down. Einnig kom til átaka þar í fyrra á sama tímabili. Lögregla og her sprautuðu vatni með háþrýstibyssum og skutu plastkúlum að mótmælend- um til að dreifa mannfjöldanum. Átökin hófust þegar lögregla og hermenn stöðvuðu mótmælendur þegar þeir reyndu að vinna skemmdarverk á eignum kaþ- ólikka. Mótmælendur hófu þá að henda bensínssprengjum, grjóti og hvellhettum að lögreglu- og hermönnum. Auk þess var einni sprengju fleygt að þeim. Forsvarsmenn mótmælenda kvörtuðu undan ruddaskap lög- reglunnar eftir að hún gerði hús- leit að bensínsprengjum á heimil- um mótmælenda í Portadown. Þeir telja að réttur fólksins hafi Viðvörunarskot Frelsishermenn Uister skjóta hér upp í loftiö á brennu í Belfast. verið brotinn vegna eins eða tveggja manna sem hent hafi slík- um sprengjum. í Belfast sýndu hryðjuverka- menn í tveim mismunandi fylking- um styrk sinn. Þeir komu fram á brennum mótmælenda og lýstu því yfir að þeir væru viðbúnir því að fara í stríð við IRA ef þeir fara að láta kræla á sér á ný. Auk þess gagnrýndu þeir hversu mikla lin- kind IRA og kaþólikkar fengju í friðarferlinu á Norður-lrlandi á kostnað mótmælenda. Að því loknu skutu þeir úr skammbyssum og litlum vélbyssum upp í loftið til að undirstrika orð sin. Að minnsta kosti 19 göngur fara fram í dag sem ber dagsetn- ingu sigurs mótmælenda á kaþ- ólikkum í orrustu sem átti sér stað fyrir mörgum öldum. Nokkrum göngum hefur verið bannað að fara í gegnum hverfi kaþólikka, eitthvað sem mótmæl- endur eiga erfitt með að sætta sig við. Búist er við vandræðum þess vegna og er viðbúnaður mikill. Hannelore fylgt til grafar Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, sést hér ásamt tengdadóttur sinni, Elif, vinum og vandamönnum fylgja konu sinni Hannelore til grafar. Hannelore framdi sjálfsmorö í seinustu viku eftir aö hafa þjáöst af Ijósofnæmi og verkjum vegna þess undanfarin ár. Uósofnæmiö olli því aö Hannelore þurfti aö búa í myrkvuöum herbergjum 15 mánuöi á ári. Sonur þeirra hjóna, Walter, sést þerra tárin fyrir aftan Kohl. ^öötoupsveislur — úfcamtomur—skemmtanlr—tóntoítor—sýníngar—kynnJngor og fl. og <1. og fi. i Riscröjðtci & - mhhtjöld. ..og ýmsir fylgihlutir Ekkl freysta á veðrið þeqar skiputeggja á eftírminnilegan vlðburð - Tryggíð yWcur og leiglð stórt fjald á staðtnn - það marg borgar sig. Tjöld af öHum sfœrðum frá 20 - 700 m*. Leígjum einnig borð og stóla I tjöldin. slml 550 9800 • fax 550 9801 • bU@*coutJs Bandaríkin deila um fósturvísa Miklar umræður eiga sér nú stað í Bandaríkjun- um vegna frétta um að vís- indamenn hjá einkareknu frjóvgunarfyrirtæki hafi ræktað mennska fóstur- vísa eingöngu til að stunda á þeim stofnfrumu- rannsóknir. George W. Bush Banda- ríkjaforseti ætlar að hitta líftæknisiðfræðinga, bæöi með og á móti stofnfrumu- rannsóknum, til að ræða málið. Ríkisstjórn Bush þarf að ákveða hvort fjármagna á slíkar rannsóknir. Bush er sjálfur á móti fóstureyðingum. Tom Daschle, leiðtogi bandarísku öldungadeild- arinnar, hvatti i gær Bush til að hefja fjármögnun á rannsóknum af þessu tagi. Hins vegar hafa trúarleið- togar og íhaldsmenn í Bandaríkjunum lagst mjög gegn rannsóknum á fóstur- vísum. Stofnfrumur er aðeins að finna í fósturvísum. Þær eru ósérhæfðar og geta því vaxið í hvaða frumur sem er, s.s. húðfrumu eða taugafrumu. Vonast er til að rann- sóknir á frumunum geti leitt til lækninga á ýmsum sjúkdómum. Tom Daschle Leiötogi demókrata styöur rannsóknir. HK<’ Áhorfandi skakkafóllum þegar áhorfandi reyndi að fremja harakiri. Gjörning- urinn er hefðbundin sjálfsmorðsað- ferð samúræja, þýðir magarista. Sígaunar fari frá Noregi Búlgörsk yfirvöld hafa ákveðið að taka aftur við 650 þarlendum sígaunum sem komu til Noregs í júní og leituðu þar pólitísks hælis. Þeir hafa búið í tjöldum og bröggum fyrir utan Ósló síðan þeir komu. Vietnömum fjölgar ört Víetnömsku þjóðinni mun fjölga um eina milljón á hverju ári næsta áratuginn. íbúar landsins eru nú um 80 milljónir. Mótmælt kínverskum ÓL Borgimar fimm sem keppa um að halda Ólympíuleikana árið 2008 lögðu fram lokaumsókn i morgun. Peking þykir standa vel að vígi, en því hefur verið mótmælt mikið vegna mannréttindamála í Kina. Ákvörðun Alþjóða Ólympíunefndar- innar er væntanleg á morgun. Kóngur aftur til valda Bnæsti forsætisráð- andi konunglegur valdhafi i austantjaldslöndum Evr- ópu nær völdum aftur. Gallabuxnaklædd kona Kona sem klædd var í gallabuxur og bol olli uppnámi á þingi Marokkó í gær. íslamskir þingmenn töldu konuna reyna að forfæra sig. Hún starfar við að taka myndir fyr- ir sjónvarpsstöð. Berlusconi í mál við blað Silvio Berlusconi, mold- ríkur forsætisráð- herra Italíu, hyggst lögsækja breska vikublaðið The Economist fyr- ir andvirði meira en 90 milljóna króna. Hann segh- blaðið hafa rógborið sig fyrir þing- kosningarnar í vor. í mál við Coca Cola Fjölskylda 19 ára kanadísks pilts sem kramdist til bana undir gossjálfsala fyrir tveimur árum ætl- ar í mál við Coca Cola og fleiri. Mótmælt morðum ETA Þúsundir Spánverja mótmæltu í gær morðum basknesku hryðju- verkasamtakanna ETA. Lögreglu- maður lést í bílsprengju í gær. Dóttir Chiracs yfirheyrð Dóttir Jacques Chiracs Frakk- landsforseta var yfirheyrð af rann- sóknardómurum í meintu spilling- armáli forsetans. Hann er sagður hafa nýtt sér opinbert fé í dýrar or- lofsferðir fjölskyldunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.