Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2001, Page 3
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 17 Sport Öttu kappi í Sydney Þeir Örn Arnarson og Aaron Peirsol heilsast aö góðum siö íþróttamanna eftir keppninna í 200 m baksundi á Ólymp- íuleikunum í Sydney. Þar varö Örn eins og kunnugt er fjóröi en Peirsol nældi í silfriö en þessir tveir teljast nú sigur- stranglegastir í 200 m baksundskeppninni á HM i Japan ásamt Matthew Welsh, sigurvegaranum í gærmorgun. í bak- grunni sést landi Peirsol, Lenny Krayzelburg, fagna sigri í greininni en hann er ekki meöal þátttakenda í Japan. Úr- slitin fara fram á föstudagsmorgun. DV-mynd Pjetur Örn Arnarson náöi sögulegum árangri á HM í sundi í gær: Hef mín markmið - en gef þau ekki upp, sagði Örn eftir silfrið í gær Það var að vonum gott hljóð í Erni Arnarsyni að keppni lokinni í Fukuoka í gær. Blaðamaður DV- Sports slð á þráðinn til hans. - Fyrst og fremst - hvemig líður þér? „Bara ágætlega, þakka þér fyrir," segir Öm í léttum tón. - Hvernig tilfinning var það að standa á verðlaunapallinum með peninginn um hálsinn? „Það var ekki leiðinlegt, ég get alls ekki kvartað." - Fannstu fyrir hvatningu frá áhorfendapöllunum? „Já, íslenski keppnishópurinn studdi mig auðvitað vel, sem og keppendur og áhorfendur frá Norð- urlöndunum. - Hversu mikla áherslu hefur þú lagt á 100 m baksundið á æfingum? „Litla. Já, þetta er frekar auka- grein hjá mér. Munurinn á þessum tveimur greinum, 100 og 200 m greinunum, er fyrst og fremst sá að 100 m eru „sprettgrein" en hitt er frekar þolgrein. Enda sást það líka á því að ég var í 5. sæti eftir fyrstu 50 metrana en náði svo að vinna mig upp í annað sætið. Ég þurfti bara að byrja eins hratt og ég mögulega gæti. En þetta gekk mjög vel að mínu mati, ég er mjög ánægður með sjálfan mig þessa stundina." Orðinn einn af hópnum - Heldurðu áfram að koma keppi- nautum þínum á óvart með árangri þínum? „Fólk er farið að þekkja mig meira en það gerði i fyrra. Nú er maður orðinn eitt af þessu stóru nöfnum sem eru búin að vera koma upp síðustu ár. Maður er bara orð- inn einn af hópnum." - Hvernig líst þér á keppnina í 200 m baksundi á fimmtudag og fóstudag? „Bara mjög vel. Þetta lítur mjög vel út.“ - Hefur þú sett þér einhver mark- mið fyrir þá keppni? „Það kemur bara í ljós, ég gef nú ekkert upp um það. Ég er auðvitaö með mín markmið en held þeim fyr- ir mig í bili. -esá Bætti eigiö íslandsmet - Jakob Jóhann varö í 28. sæti í bringunni Jakob Jóhann Sveinsson, sund- maður úr Ægi, keppti í gærmorg- un í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Japan og bætti Jakob eigið íslandsmet. Hann kom í mark á tímanum 1:04,41 en sá tími dugði honum að- eins í 28. sætið. Fyrra met Jakobs var 1:04,50 og það setti hann á Smáþjóðaleikun- um á San Marínó 30. maí sl. Jakob á síðan eftir að synda 50 og 200 metra bringusund í vikunni. -Ben Blcmd í poka Manchester United er þessa dagana að ganga frá kaupum á Roy Carroll, 26 ára noröur-irskum markverði sem leikur með Wigan Athletic í ensku 2. deildinni, fyrir 2,5 milljónir punda. Carroll er ætlað að leysa af Hollend- inginn Raimond van Der Gouw sem varamaður Fabien Barthez. United hefur lengi verið á höttunum eftir varamarkverði og í síðustu viku neit- aði Þjóðverjinn Robert Enke tilboði ensku meistaranna. Ekkert slíkt er hins vegar uppi á teningnum hjá Car- roll, sem er okkur íslendingum að góðu kunnur. Carroll færði landsliði okkar nefnilega sigur gegn Norður-ír- um í undankeppni HM á silfurfati er mistök hans undir lokin leiddu til sigurmarks Þóróar Guójónssonar. Parma hefur fest kaup á franska varnarmanninum Martin Djetou fyrir 6,5 miiljónir punda, 962 milljón- ir króna. Djetou, sem er 26 ára og hef- ur alla tíð leikið með Monaco, er hugsaður sem eftirmaður landa síns Lilians Thurams sem varð dýrasti varnarmaður sögunnar á dögunum er Juventus keypti hann fyrir 3,25 milljarða króna. Nýliðar ensku úr- valsdeildarinnar, Fulham, höfðu einnig áhuga á að fá Djetou til liðs við sig en þátttaka Parma í Evrópu- keppni á næstu leiktíð gerði gæfumuninn. Tyrkneski framherjinn Hakan Suk- ur, sem leikur með Inter Milan, hef- ur hafnað tilboði frá enska úrvals- deildarliðinu Fulham. Sukur vill frekar reyna aö festa sig i sessi hjá Inter Milan heldur en ganga til liös við nýliða Fulham. Tveir landar hans, Okan Buruk og Emre Belozoglu, gengu nýverið i raðir Inter og á það án efa nokkurn þátt í ákvörðun Sukurs. -Ben/AÁ Jakob Jóhann Sveinsson á fleygiferö. DV-mynd Pjetur DV I>V Síðasta liðið inn í undanúrslit Coca-Cola bikarkeppni karla: FVIkir áfram - vann Grindavík í annað skiptið á viku iBland + i po ka Dýrasti knattspyrnumaður heims, Frakkinn Zinedine Zidane, vonast eft- ir að vinna eina stórmótið sem hann hefur ekki unnið á ferlinum, meistara- deild Evrópu, með Real Madrid á næsta keppnistímabili. Zidane, sem var keyptur til Real Madrid frá Juventus í sumar fyrir 6,5 milljarða króna, hefur veriö einstaklega sigur- sæll leikmaður en hann tapaði úrslita- leik meistaradeRdarinnar tvisvar með Juventus og fyrir það vill hann bæta. „Ég er kominn hingað til þess að vinna allt en það mikilvægasta fyrir mig er að vinna meistaradeild Evrópu. Ég er yfir mig ánægður með að vera kominn til Real Madrid, sérstaklega i ljósi þess að ég fæ tækifæri til að spila með Luis Figo," sagði Zidane. Útsendarar frá franska 1. deildar lið- inu Troyes voru mættir á leik Stabæk og Bryne í norsku úrvalsdeildinni í fyrradag til þess að fylgjast með ís- lenska landsliðsmanninum Pétri Marteinssyni. Samningur Péturs við Stabæk rennur út í haust og þá getur hann farið frítt til hvaða liðs sem er. Troyes kom mjög á óvart í frönsku 1. deildinni á síðasta keppnistímabili og hafnaði í sjöunda sæti. Félagið er einnig komið í ijórðu umferð Intertoto- keppninnar eftir að hafa slegið AIK frá Svíþjóð út um helgina. Argentínski varnarmaðurinn Jose Luis Chamot, sem leikið hefur með AC Milan undanfarin ár, mun að öll- um líkindum ganga til liðs við Totten- ham á næstu dögum. Chamot, sem kemur til með að leysa Sol Campbell af hólmi, á aðeins eftir að fara í lækn- isskoðun áður en gengið verður frá kaupunum. Þar með hefur Glenn Hoddle, knattspyrnustjóri Tottenham, keypt fimm leikmenn í sumar. Teddy Sheringham, Gustavo Poyet, Christi- an Ziege og Goran Bunjevcevic eru allir komnir til liðsins frá því að síð- asta keppnistímabili lauk. Branislav Trojanovic, eigandi Zvezd- ara Belgrad í Júgóslavíu, var um síð- ustu helgi myrtur fyrir framan heimili sitt. Trojanvic er þriðji eigandi knatt- spyrnuliðs í Belgrad sem myrtur er á þremur árum. Arsenal gekk í gær frá kaupunum á japanska leikmanninn Junichi Ina- moto og hann er fimmti leikmaöur- inn sem Arsenal hefur fengið í sum- ar. Arsenal borgaði 4 milljónir punda fyrir kappann. Þá staðfestir Arsene Wenger það aö Patrick Vieira muni vera áfram hjá Arsenal þrátt fyrir að orðrómur sé um annað. -Ben/AÁ 0-1 Ólafur Stigsson (52.) 1-1 Óli Stefán Flóventsson (53.) 1-2 Gunnar Þór Pétursson (98.) 1-3 Steingrímur Jóhannesson (119.) Fylkismenn slógu Grindvíkinga úr Coca-Cola bikarnum í Grindavík í gær- kvöld með því að sigra þá, 3-1. Leikur- inn fór í framlengingu en liðin voru jöfn, 1-1, að loknum 90 mínútna leik. Leikurinn fór ágætlega af stað og það var mikil breyting á liði heimamanna frá því í deildarleiknum sl. fimmtudag. Sinisa Kekic kom inn í liðið eftir meiðsli og þá voru þeir aftur í byrjunarliðinu Scott Ramsey og Paul McShane. Það var augljóst strax í byrjun hve Kekic er mik- ilvægur liðinu því þó hann léki ekki á fullum hraða virtist sem hann skapaði liðinu stöðugleika á miðjunni. Lið Fylk- ismanna var einnig breytt því Stein- grímur Jóhannsson var á bekknum og í hans stað kom Errol Edderson McFar- land og þá kom Kristinn Tómasson inn í liðið í stað Péturs Björns Jónssonar. Stööubarátta á miöjunni Fylkismenn áttu fyrsta færi leiksins á 8. mínútu þegar Kristinn Tómasson skaut fram hjá eftir góða rispu Sævars Þórs og fyrirgjöf frá honum. Kekic átti síðan skot yfir mark Fylkismanna úr aukaspymu og á 21. mínútu bjargaði Kjartan Sturluson vel eftir skalla frá Grétari Ólafi Hjartarsyni. Eftir þessi færi tók við mikil stöðubarátta á miðj- unni þar sem liðin skiptust á að hafa yf- irhöndina þar til á 39. mínútu þegar Scott Ramsey átti hörkuskot af löngu færi sem Kjartan sló yfir markið. Skömmu fyrir hálfleik átti Scott síðan fyrirgjöf sem Kjartan sló fram hjá stöng- inni. Seinni hálfleikur byrjaði mjög fjör- lega og hinir tæplega 1000 áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir marki því Ólafur Stígsson skallaði að marki Grindavíkur á 52. mínútu af löngu færi en Albert, sem virtist ekki vera í full- komnu jafnvægi, sló boltann en ekki nógu langt. Grindvíkingar voru íljótir að svara fyrir sig því þeir fóra í sókn og Óli Stefán Flóventsson skallaði óverjandi fyrir Kjartan í marki Fylkismanna. Grétar meiddist Fjör hljóp í leikinn við mörkin og áttu bæði liðin góða kaíla. Scott Ramsey átti skot hárfínt fram hjá marki Fylkis- manna og Zoran Djuric komst fyrir skot frá Ólafi Stígssyni. Grétar Hjartarson átti skalla að marki Fylkismanna sem Kjartan varði. Grindvíkingar urðu síðan fyrir áfalli á 79. mínútu þegar Sinisa Kekic meidd- ist og þurfti að fara af velli. Við það virt- ist eins og leikmenn liðsins misstu það sjálfstraust sem hafði einkennt leik þeirra fram að því. Leikurinn fiaraði út og framlenging fram undan. Grétar Hjartarson meiddist einnig og var skipt út í byrjun framlengingar þannig að mesti broddurinn var úr sóknarleik heimamanna auk þess sem nokkuð var af Scott Ramsey dregið. Fylkismenn voru sterkari í fyrri hálf- leik framlengingarinnar og Ólafur Stígs- son átti hörkuskot á 98. mínútu sem hafði viðkomu í varnarmanni Grindvík- inga, breytti um stefnu og endaði í markinu án þess að Albert fengi rönd við reist. Steingrímur Jóhannsson skor- aði síðan 3. mark Fylkismanna á lokamínútunni og gulltryggði sigur Fylkismanna. Fylkir meö heilsteypt lið og fáir veikir hlekkir Fylkismenn halda því áfram í bikar- keppninni en Grindvíkingar sátu eftir með sárt ennið eftir góða baráttu. Það var allt annað að sjá til liðsins eftir síð- asta leik og nú, þegar þeir eru fallnir úr bikarnum, geta þeir einbeitt sér að deildinni. Fylkismenn voru vel að sigrinum komnir. Leikur þeirra mjög heilsteyptur og fáir veikir hlekkir. Þórhallur Dan stjórnaði vörninni að hætti herforingja og Ólafur Stígsson var mjög sterkur á miðjunni. Þeirra sterku hliðar eru vam- arbarátta og hraðar sóknir þar sem hraði framlínumanna er mikill. Nýi framlínu- maðurinn þeirra, Errol McFarland, lofar góðu og er leikinn með knöttinn. Er svekktur að hafa tapað „Mér fannst við betra liðið í 90 mín- útur en þegar Kekic fór út af urðu smá- breytingar á liðinu. Það hefði verið betra að skora á undan en mér fannst við spila betur í leiknum. Ég er svekkt- ur að tapa þessum leik en bæði liðin spiluðu mjög agað og vel. Ég er mjög ánægður með mína stráka, þeir börðust vel í leiknum og nú getum við einbeitt okkur að deildinni," sagði Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. Kominn tími til aö fá heimaleik „Maður er þreyttur eftir svona erfið- an leik. Þeir voru miklu grimmari núna heldur en á fimmtudaginn. Við héldum áfram í leiknum þrátt fyrir að þeir kæmu strax í bakið á okkur með jöfnun- armark og í framlengingunni bættum við bara við. Ég er mjög sáttur við sigur- inn, það er ekki hægt annað. Ég á enga sérstaka ósk um framhaldið aðra en þá að fá heimaleik. Við erum búnir að vera á útivöllum hingað til,“ sagði Finnur Kolbeinsson, fyrirliði Fylkismanna, eftir leikinn. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Fylkis- manna, var brosmildur eftir leikinn. „Það er þungu fargi af manni létt. Svona bikarleikir sem fara í 120 mínútur taka á en maður verður bara að vera undir- búinn í það. Þetta var alveg hörkubar- átta og við sáum það að þetta gat lent hvoru megin sem var i venjulegum leik- tíma. Mér fannst við hins vegar eiga frum- kvæðið í framlengingunni. Þeir misstu úr sóknarleiknum þegar þeir misstu Grétar út og Kekic en þetta var þolin- mæðisvinna og nú erum við komnir áfram. Ég á enga sérstaka ósk um fram- haldið aðra en að fá heimavöll," sagði hann eftir leikinn. -FÓ Bland í poka Kjartan Sturluson, | i.‘rWJl^Si markvörður Fylkis, hafði I haldiö hreinu í 404 leikmínútur þegar Óli m m Stefán Flóventsson skor- R aði með skalla á 53. mín- útu í leik liðanna í gær- R* ’ kvöld. Bjarni Jó- m hannesson jafnaði í gær- kvöld met Guöjóns Þórð- arsonar þegar Guðjón fór með Skagaliöið í undanúr- slit fimm tímabil í röö, 1992-1996. Bjarni fór með ÍBV1 undanúrslit þau þrjú tímabil sem hann var í Eyjum og nú með Fylki bæði timabilin sem hann hefur verið við stjórnvölinn. Gunnar Þór Pétursson, Fylki, hefur skorað 3 mörk i bikarnum í sumar en ekkert í deildinni. Gunnar skoraði ekk- ert í fyrra. -ÓÓJ/Ben Sinisa Kekic, Grindvíkingur, er hér á milli tveggja Fylkismanna, þeirra Kristins Tómassonar og Finns Kolbeinssonar, í leik liðanna í Grindavík í gær. Fylkismenn unnu sigur, 1-3, eftir framlengdan leik og komust því áfram í undanúrslit ásamt FH, KA og ÍA. Dregið verður í undanúrslitin í hádeginu í dag. DV-mynd E.C Sport Sportvörugerðin lif., skipholt 5. s. 562 8383. Blanda og Svartá hafa gefið 466 laxa saman en þeir Hilmar Hansson og Gestur Gestsson voru á árbakkanum fyrir nokkru og þá veiddi Gestur maríulaxinn sinn á flugu. DV-mynd FF Laxá á Ásum: Ríflega tvö hundruð laxar - veiðin gengur rólega í húnvetnsku veiðiánum Veiðin hefur oft gengið betur en núna í húnvetnsku laxveiðiánum, en staðan í gærkvöld var þessi: Blanda og Svartá voru komnar með 466 laxa saman, Laxá á Ásum hefur gefið rétt ríflega 200 laxa, sem ekki er neitt til að hrópa húrra yfir, Vatnsdalsá hefur gefið um 60 laxa á aðalsvæðinu, Víðidalsá hefur gefið 220 laxa, Miðfjarðará hefur aðeins gefið 173 laxa og Hrútafjarðará hefur gefið um 50 laxa. Blanda og Svartá eru að taka „spretti" og standa sig ágætlega. Á nokkrum dögum hafa veiðst um 150 laxar i Blöndu, en erlendir veiðimenn eru núna við veiðar. Það sem vantar á þessu svæði, og jafnvel víða um land, eru kröftugar göngur laxa, 100-150 laxa göngur eins og komu í árnar fyrir nokkrum tugum ára, en eru orðnar sjaldséðar eins og hvitir hrafnar. „Veiðin gengur rólega hjá okkur en það togast upp laxar - það vantar meiri göngur og miklu kraftmeiri, stærsti laxinn er 15 pund, Það hafa veiðst 220 laxar núna,“ sagði Theódór Már Sigurjónsson, leiðsögumaður við Víðidalsá, í gær. „Síðasta holl sem ég frétti af í ánni veiddi 6 laxa, en síðan komu flóð og það var erfitt að veiða, en þetta hefur allt lagast síðan. Tengdasonur minn er að veiða og hann fær örugglega eitthvað af fiski,“ sagði Sverrir Hermannsson, leigutaki Hrútafjarðarár, er við spurðum um stöðuna í ánni. Sá stærsti 17 punda í Hrútafjaröará „Við erum búnir að veiða 10 laxa hollið og það eru komnir á milli 30 og 40 laxar í ánni núna, veiðiskapurinn mætti samt ganga betur,“ sagði Matthías Sveinsson en hann var við veiðar í Hrútafjarðará í gær og var að landa laxi skömmu áður en við heyrðum í honum. „Ég var að landa laxi í Ármótunum fyrir nokkrum mínútum - hann var 7 punda og var grálúsugur. Stærsti laxinn sem hefur veiðst hérna í ánni er 17 pund,“ sagði Matthías 1 lokin. I Hrútafjarðará er aðeins veitt á flugu eins og reyndar er orðið í mörgum laxveiðiám landsins, eitthvað hefur veiðst af bleikju í Hrútafjarðará og sumar eru vel vænar. -G.Bender Sérfræðingar í fluguveiði Mælum stangir. splæsum línur og setjum upp aui gir. i lur Ja íslenski handboltinn: 3 Letti til Grótt u/KR Lettinn Dainis Tarakanovs kemur á fimmtudag til reynslu hjá Gróttu/KR. Miklar líkur eru taldar á því að Tarakanovs muni leika með liðinu næsta vetur en menn vilja skoða kappann áður en gengið er frá samningi. Sam- kvæmt upplýsingum sem forráða- menn Gróttu/KR hafa fengið er Tarakanovs einn besti leikmaður landsliðs Lettlands. Hann er 23 ára, 195 cm á hæð og er rétthent- ur. Tarakanovs spilaði í Króatíu 7 sl. vetur. -Ben

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.