Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 2. AGÚST 2001 Fréttir I>V Úrskuröur skipulagsstjóra um Kárahnjúka: Getur breytt afstööu lifeyrissjoðanna - segir Þorgeir Eyjólfsson. Setur strik í reikninginn, segir Geir í Reyðaráli „Þaö er ekki útilokað að þessi úr- skurður skipulagsstjóra um Kára- hnjúkavirkjun geti breytt einhverju um aðkomu lífeyrissjóðanna að álvers- málum. En við þurfum núna að kynna okkur þennan úrskurð og meta málið í heild sinni," sagði Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunar- manna, í samtali við DV. Sem kunnugt er hafa fimm stærstu lífeyrissjóðirnir í landinu kannað hugsanlega fjárfestingu í álversfram- kvæmdum á Austurlandi. Fimm lífeyr- issjóðir hafa ákveðið að taka þátt í dæminu og hefur þátttaka þeirra verið talin mikilvæg eigi álvershugmyndir að ná fram að ganga. Þorgeir sagði að úrskurðurinn hefði enn ekkert verið ræddur meðal for- ystumanna lífeyr- issjóðanna og taldi að það yrði ekki gert fyrr en eftir verslunarmanna- helgi. „Þessi úrskurð- ur setur óneitan- lega strik í reikn- inginn, menn væru óraunsæir ef þeir viðurkenndu það ekki," segir Geir A. Gunn- laugsson, stjórnarformaður Reyðaráls. Hann segir að menn hafi vissulega vænst þess að skipulagsstjóri myndi Þorgeir Eyjólfsson Getur breytt af- stööu lífeyris- sjóðanna. með úrskurði sín- um gefa grænt ljós á virkjun við Kárahnjúka og út frá því hafi allt undirbúningsstarf vegna álversins hingað til verið unnið. „Nú verða menn að fara ná- kvæmlega yflr málið og ákveða hver næstu skref verða. Gaumgæfa hvað í úrskurðin- um felst og hvort rétt er að kæra hann til umhveríisráðherra," sagði Geir og minnti á að forystumenn Landsvirkj- Geir A. Gunnlaugsson Þurfum að gaumgæfa máliö. unar hefðu þegar geflð sterklega í skyn að sú leið yrði farin. Geir kvaðst ekki treysta sér til að bera mál í það hvort niðurstaða skipu- lagsstjóra hefði áhrif á áhuga Norsk Hydro á að byggja álver við Reyðar- fjörð. Hins vegar lagði Geir áherslu á að stefna stjórnvalda í landinu væri skýr að því leyti að virkja skyldi fall- vötnin og byggja upp stóriðju. Hann sagði að talið væri að allt að þriðjung- ur af allri óbeislaðri orku fallvatnanna í landinu væri á svæðinu norðan Vatnajökuls. Stæði úrskurður skipu- lagsstjóra óhaggaður mætti hins vegar i raun afskrifa að sá orkumöguleiki væri yfirleitt til staðar. -sbs Kviknaði í fisk- verkunarhúsi Eldur kom upp í fiskverkunarhús- um að Hrannargötu 4 í Keflavík undir lok vinnudags í gær. Slökkviliðið réð niðurlögum eldsins á hálfum öðrum tima, en hann kom upp hjá fyrirtæk- inu Ljósflski. Þak hússins skemmdist en eldurinn var stöðvaður áður en hann breiddist út í sambyggð hús. Talsvert vatn barst inn í húsið og olli nokkru tjóni á húsnæði og afurð- um, en í morgun var ekki ljóst hversu mikið rjónið kann að vera. Eldurinn er talinn hafa kviknað vegna rafmagns. -JBP Össur Skarphéðinsson: Er sáttur „Ég er mjög sáttur við þessa niður- stöðu enda er hún unnin á faglegum forsendum," segir össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingarinnar, um úrskurð Skipulagsstofnunar. „Niðurstaðan er afdráttarlaus og vel rökstudd, og erfitt að ímynda sér að henni verði breytt í kæru- ferli nema þá sam- kvæmt pólitískum pöntunarlista úr stjórnarráðinu. Við- brögð forsætisráð- herra voru fyrirsjá- anleg: Hefðbundinn hótunartónn gagn- vart opinberum sem ekki spila eftir DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON Verðmætum bjargaö Strax og menn komust inn í fiskverkunarhúsin var hafist handa um aö bjarga miklum verömætum, dýrum físki úr fryst/geyms/um og vinnslu. Smári Geirsson: Alvarlegt fyrir þjóðarbúið - og einsýnt að kæra Ossur Skarphéölnsson. starfsmönnum hans eigin nótum," segir Össur. Hann segir niðurstöðuna þýða að ís- lendingar geti ekki lengur virkjað eða aukið stóriðju í landinu. „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það kæmi sér vel fyrir þróun efnahags- lífsins að við réðumst núna í stækkun ísals og Norðuráls, enda er vel hægt að afla orku til þess án þess aö ráðast á friðlandið í Þjórsárverum" segir hann. Össur segir að ríkisstjórnin standi í skuld gagnvart Austflrðingum: „Hún hefur dregið þá á asnaeyrum." -rt „Það er alvörumál ef þessi úr- skurður skipulagsstjóra mun koma í veg fyrir að hægt verði að nýta fallorkuna á svæðinu norðan Vatna- jökuls. Málið er alvarlegt fyrir þjóð- arbúið allt," sagði Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggð- ar. Smári sagði að sér virtist fljótt á litið að Skipulagsstofhun tæki frem- ur tillit til sjónarmiða þeirra sem væru mótfallnir virkjun við Kára- hnjúka en Landsvirkjunar sem lét gera umhverfismatiö. „Því tel ég að stofnunin hafi nálgast þetta mál á pólitískum fremur en faglegum for- sendum," sagði Smári. Skipulagsstofnun segir að í mats- skýrslu Lands- virkjunar vanti upplýsingar um vissa þætti fyrir- hugaðra fram- kvæmda við Kára- hnjúka svo unnt sé að meta um- hverfisáhrif þeirra. Einnig hafi ekki verið sýnt með nægi- lega glbggum hætti hver ávinn- ingur af fyrirhug- uðum framkvæmdum verði, þ.e. hvort hann vegi upp þau umhverfis- Smári Gelrsson Úrskuröurinn er alvörumál. áhrif sem virkjun hafi í för með sér. Smári segist vera þessu ósammála; skýrslan, sem kostaði hundruð millj- óna að vinna, sé að sínum dómi vönd- uð og þeirrar skoðunar hafi einnig verið erlendur ráðgjafi sem vann að gerð hennar. „Úrskurður skipulagsstjóra kemur mér ekki endilega á óvart að fenginni reynslu af samskiptum við stofnanir sem vinna að skipulags- og náttúru- verndarmálum," segir Smári sem seg- ir það ekki mega gerast að ekki verði virkjað eystra. Því sé einsýnt að kæra skuli úrskurð skipulagsstjóra til um- hverfisráðherra en ákvörðun þar um sé auðvitað Landsvirkjunar. -sbs Steingrímur J. Sigfússon segir fásinnu að halda áfram: Úrskurðurinn er afdráttarlaus „Ég fagna þessum úrskurði skipu- lagsstjóra. Róksemdirnar gegn Kárahnjúkavirkjun hafa verið yfir- gnæfandi og því gerði ég mér vonir um að umhverfisáhrifin yrðu metin á þá lund sem nú hefur gengið eft- ir," sagði Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og formaður VG. „Mér hefur þótt meintur ávinningur af þessum framkvæmdum hafa ver- ið of óljós til að hægt sé að nota hann til réttlætingar á jafnmiklum umhverfisáhrifum og þetta hefði í för með sér," sagöi Steingrímur og nefndi sérstaklega gerð uppistöðu- lóns. Steingrímur kvaðst vænta þess að stjórnvöld drægju sinn lærdóm af þessu máli. „Þaö væri fásinna ef stjórnvöld þrjóskuðust áfram í málinu. Nú á tafarlaust að setja af stað áætlun um byggðamál á Austurlandi til að mæta þeirri hættu á bakslagi sem get- ur komið í kjölfar þessa úrskurðar. Ál- vershugmyndir hafa skapað miklar væntingar eystra og þann byr verður Stelngrímur J. Slgfússon Ávinningurinn var óljós. að nýta en ég vil þó undirstrika hve mikil hætta hefur verið fólgin í þess- ari nauðhyggju að setja málið upp sem annaðhvort álver eða dauði." Aðspurður hvort úrskurður skipulagsstjóra væri ekki áfall fyr- ir forystumenn Framsóknarfiokksins og aðra þá sem helst hafa talað fyrir orkuverum og stóriöju á Austurlandi kvaðst Stein- grímur biðjast undan að svara þeirri spurningu. „Nú vil ég að menn skapi nýjar byggðaaðgerðir á Austurlandi. Það er affarasælasta leiðin fremur en að að kæra úrskurðinn, sem er mjög vel afdráttarlaus. Umhverflsráðherr- ann er líka kominn 1 gapastokkinn ef hann gengur gegn úrskurði skipulags- stjóra," sagði Steingrímur. -sbs Stuttar fréttir 60 komið á nauðgunarmóttöku Níu stúlkur leituðu til Stígamóta eft- ir að hafa verið nauðgað um verslun- armannahelgina í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Stígamótum koma að- eins örfáar þeirra stúlkna sem er nauðgað á neyðarmóttöku Landspital- ans en 97 einstaklingar leituðu þangað í fyrra. Talan er komin í 60 það sem af er þessu ári. Meiri greiðslur til lækna Heildargreiðslur hins opinbera til lækna á síðasta ári námu 8,1 milljarði króna að meðtöldum rekstrarkostnaði. Þær höfðu hækkað um 86% frá 1992 þeg- ar greiðslurnar námu 4,3 milljörðum. Þetta er niður- staða könnunar sem Ríkisendurskoð- un hefur gert fyrir heilbrigðis- og tryggingaráöuneytið. Meðallauna- greiðslur til lækna námu 6,5 miltjón- um króna á siðasta ári en 4,2 milljón- um árið 1992 sem er 53% hækkun. Það er í samræmi við almenna launaþróun i landinu. RÚV greindi frá. Póstur í síma Póstur í sima er ný þjónusta hjá Símanum sem hentar vel þeim sem vilja hafa góðan og stöðugan aðgang að tölvupóstinum sínum og geta skoðað hann hvar sem er og hvenær sem er. Aðgengi að póstinum er frá mörgum viðmótum í simanum. Hægt er að nálg- ast póstinn í gegnum VIT-valmynd, WAP-valmynd eða með SMS-skamm- vali. Aðgangur að pósthólfinu er alger- lega óháður því hvaðan netföngin eru. Sigurbjöm keppir Sigurbjörn Bárðar- son mun keppa með landsliðinu á heims- meistaramóti ís- lenskra hesta í Aust- urríki síðar í mánuð- inum. í upphafi var hann ekki valinn í liðið þar sem Sigurð- ur Sæmundsson landsliðseinvaldur taldi hann ekki nægjanlega vel ríðandi á úrtökumótinu. Nú hefur veriö geng- ið frá því að Sigubjörn keppi á Gordon frá Stóru-Ásgeirsá og er búist við tíð- indum þegar þessi knapi og þessi hest- ur leggja saman. Morgunblaðið greindi frá. Ekki hunsað Alþingi Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir það rangt að hann hafl hunsað vilja Alþingis og ekki látið gera könnun á læsi fullorðinna ís- lendinga. Svanfriður Jónasdóttir alþingis- maður hélt þessu fram í kvöldfréttum útvarps fyrr í vikunni. Björn segir að strax eftir að þingsályktun um könnun á læsi íslendinga var samþykkt í mai i fyrra hafl menntamálaráðuneytið leit- að til Jóns Torfa Jónssonar, prófessors við félagsvísindadeild Háskóla Islands, og beðið um álit hans á því hvernig best væri að standa að slíkri könnun. Jón Toríi skilaði áliti sínu í sumar og þar kemur fram að hann telji slíka könnun ekki þjóna miklum tilgangi. Þetta kom fram hjá RÚV. Krónan styrktist Krónan styrktist nokkuð í gær og endaði gengisvísitala hennar í 135,0 stigum sem er 1% styrking innan dags- ins. Leita þarf aftur til 11. maí til að flnna svo lágt lokagildi vísitölunnar. Helst má rekja þessa styrkingu til auk- innar bjartsýni um minnkandi fjár- streymi úr landi sem rekja má til minnkandi vöruskiptahalla á fyrri hluta ársins og neikvæðra hreinna er- lendra verðbréfakaupa í júní. Þetta kemur fram í Hálffimmfréttum Búnað- arbankans. -BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.