Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 33V Fréttir Skipulagsstofnun úrskurðar um umhverfismat Kárahnjúkavirkjunar: Neikvæð umhverfisáhrif og ónógur ávinningur - standi úrskurðurinn þýðir það endalok virkjana á Austurlandi, segir Landsvirkjun Úrskurðaö um umhverfisspjöll Hér má sjá Kárahnjúk en Skipulagsstofnun hefur að öðru óbreyttu lagst gegn Kárahnjúkavirkjun og í leiðinni sett öll virkjunar- og stóriðjuáform stjórnvalda í uppnám. Myndin er tekin þegar verið var að skoða fyrirhugaðan virkjunarstað. „í samræmi við 11. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum hefur Skipulags- stofnun farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af Landsvirkjun ásamt sér- fræðiálitum, umsögnum, athugasemd- um og svörum Landsvirkjunar við þeim. Með vísan til niðurstöðu Skipu- lagsstofhunar sem gerð er grein fyrir í 5. kafla þessa úrskurðar er lagst gegn Kárahnjúkavirkjun allt að 750 MW, eins og hún er lögð fram í tveimur áfóngum og fjórum verkhlutum, vegna umtalsverðra umhverflsáhrifa og ófull- nægjandi upplýsinga um einstaka þætti framkvæmdarinnar og umhverf- isáhrif hennar." Þannig hljóða hin afdrifaríku úr- skurðarorð Skipulagsstofnunar varð- andi umhverfismat á Kárahnjúka- virkjun. Röksemdafærslan sem sett er fram áður en að sjálfum úrskurðarorð- unum kemur er að það sé mat Skipu- lagsstofhunar að Kárahnjúkavirkjun „muni hafa í fór með sér umtalsverð umhverfisáhrif og að ekki hafi verið sýnt fram á að annar ávinningur af fyrirhuguðum framkvæmdum verði slíkur að hann vegi upp þau verulegu, óafturkræfu, neikvæðu umhverfisá- hrif sem framkvæmdin mun fyrirsjá- anlega hafa“. Endalok virkjana fyrir austan Landsvirkjun fékk í gær í hendur úrskurðinn. Viðbrögðin þar á bæ eru líka skýr: „Standi þessi úrskurður óbreyttur verður ekki séð að vatns- orka í jökulánum á Austurlandi verði nýtt,“ segir í yfirlýsingu frá fyrirtæk- inu. Landsvirkjun mun fara vandlega yfir úrskurðinn á næstu dögum og meta hvort og þá á hvaða forsendum fyrirtækið muni kæra hann til um- hverfísráðherra. Kærufrestur er til 5. september nk. og ráðherra hefur síðan átta vikna frest til að kveða upp fulln- aðarúrskurð. Samkvæmt heimildum blaðsins kom úrskurðurinn stjómar- liðum og virkjunarmönnum á óvart, þeir hafi átt von á mótlæti en ekki af þessari stærðargráðu. Niðurstaðan er afgerandi og setur um leið öll virkjana- og stóriðjuáform stjómvalda í uppnám. Úrskurðurinn er hátt í 300 blaðsíður og tekur á fjölda atriða sem snerta þessa risavöxnu virkjun. Meöal þeirra atriða er fram- kvæmdalýsingin í matsskýrslunni, umfang framkvæmdanna, áhrif rofs og áfoks, áhrif á dýralíf og gróðurfar, áhrif á vatnabúskap, sjónræn áhrif og síðast en ekki sist þjóðhagsleg. Viðamiklar athugasemdir Athygli vekur að viðamiklar at- hugasemdir em gerðar við frágang á framkvæmdalýsingu í matsskýrslu Landsvirkjunar í úrskurðinum. Þannig kemur fram að frágangur á kortum og ýmsum gögnum hafi verið ófullnægjandi þannig að ekki hafi ver- ið mögulegt að gera sér grein fyrir hvað nákvæmlega felst í þessum fram- kvæmdum og em í því sambandi nefndar stórframkvæmdir, s.s. sjálf stiflan, frárennslisskurðir og vinnu- búðir. Uppblástur og áfok Ljóst er að fyrri áfangi virkjunar- innar mun valda verulegri umhverfis- röskun, einkum hvað varðar uppblást- ur og áfok í tenglsum við Hálslón. Al- mennt er það sem rauður þráður i gegnum úrskurðinn að upplýsingar um þá þætti séu ónógir. Einnig eru uppi efasemdir um að mótvægisað- gerðir sem Landsvirkjun hafi í hyggju muni duga, t.d. að hefta uppblástur með þvi að planta víðiplöntum á aust- ari bakka Hálslóns. Þó er það ekki al- veg afskrifað en talað um að upplýsing- ar vanti. Um þessi atriði segir m.a. í úrskurðinum: „Skipulagsstofnun minnir á að við mat á umhverfisáhrif- um skal hafa hliðsjón af varúðarsjón- armiðum varðandi nýtingu náttúru- auðlinda og aðgerðir á sviði umhverf- ismála. Skipulagsstofnun telur því að þegar veruleg óvissa er um umfang umhverfisáhrifa á þann umhverfisþátt sem fyrir áhrifunum verður og þegar jafnframt er óvissa um virkni mótvæg- isaðgerða beri að gera grein fyrir og taka mið af verstu spá (worst case prediction). Skipulagsstofmm telur að þegar eingöngu er litið til áhrifa Háls- lóns á jarðvegsrof og áfok miðað við fyrirliggjandi vitneskju bendi margt til þess að lónið muni hafa varanleg nei- kvæð umhverfisáhrif á víðfeðmu svæði austan Jökulsár á Dal sem hafi verulegt gildi m.a. m.t.t. jarðvegs og gróðurfars og að ekki hafi verið sýnt fram á með nægjanlegri vissu að unnt sé að koma í veg fyrir eða draga úr þeim með mótvægisaðgerðum að ásættanlegu marki.“ Lagarfijót og Brúarjökull Enn telur Skipulagsstofnun að upp- lýsingum sé áfátt þegar kemur að mati á áhrifum á vatnafar vegna virkjunar- innar og efasemdir eru því uppi um að matið sem kemur fram i matsskýrslu Landsvirkjunar muni standast. Þá á t.d. við bæði um fyrirsjáanlegt fram- hlaup Brúarjökuls í Hálslón og eins um áhrif af hækkun vatnsborðs Lagar- fljóts. „Skipulagsstofnun vekur athygii á framkomnum ábendingum Orku- stofnunar og Landvemdar um að gera megi ráð fyrir að vatnsborðshækkunar gæti lengra frá Lagarfljóti en fram kemur í matsskýrslu. Áreiðanlegar upplýsingar um hvar og hversu mik- illa áhrifa á vatnsborðshæð er að vænta era grundvallargögn fyrir mat á áhrifum framkvæmdanna á ýmsa um- hverfisþætti. Skipulagsstofnun telur að ábendingar Orkustofnunar og Land- vemdar gefi tilefni til að ætla að þau áhrif sem leitt geta af hækkun vatns- borðs, s.s. á gróður og fuglalíf, land- búnaðarland og neysluvatn kunni að vera vanmetin og því sé ekki unnt að álykta með vissu um umhverfisáhrif framkvæmdanna út frá upplýsingum um vatnsborðshækkun í framlögðum gögnum Landsvirkjunar. Af sömu ástæðu telur Skipulagsstofnun ekki unnt að taka afstöðu til þess hvort fyr- irhugaðar mótvægisaðgerðir séu full- nægjandi." Áhrif á dýralíf í úrskurði sínum fer Skipulagsstofn- un yfir umhverfisáhrifin á vatnadýr, fugla, landseli í Héraðsflóa, sjávarlíf úti fyrir landi og hreindýr lið fyrir lið og fjallai' þar gagnrýnið um áhrif Háls- lóns og kólnun Lagarfljóts á dýralífið svo dæmi sé tekið. í nær öllum tilfell- um telur stofnunin að um veruleg nei- kvæð áhrif sé að ræða. Um hreindýrin segir t.d: „Eins og fram hefur komið gengur um helmingur íslenska hrein- dýrastofnsins á áhrifasvæði fyrirhug- aðrar virkjunar og er talinn verða fyr- ir áhrifum vegna framkvæmdanna. Hafi framkvæmdir veruleg áhrif á stærð þeirrar hjarðar, sem talið er lík- legt, getur að mati Skipulagsstofnunar verið um að ræða umtalsverð áhrif á stofninn í heild.“ Niðurstaðan Auk þeirra atriða sem hér hafa ver- ið nefnd er fjallað um fjölmarga aðra þætti í matsskýrslu Landsvirkjunar, s.s. áhrif á landslag, menningarminjar, loftslag, samfélagið á Austurlandi o.fl. o.fl. Heildamiðurstaða stofnunarinnar - eftir að hafa tekið tillit til þeirra u.þ.b. 320 athugasemda sem gerðar vora við skýrsluna - er því þveröfug við þá niðurstöðu sem Landsvirkjun kemst að í sinni matskýrslu. Lands- virkjun taldi þá hagsmuni sem ynnust með Kárahnjúkavirkjun vega þyngra en þá sem glötuðust. Þeirri niðurstöðu hefur Skipulagsstofnun nú snúið við. -BG Veðrið í kvöld "'iT (13 A3 /jG ‘Vt ‘gjj ? FÉli6 Skýjað víða um land Fremur hæg norðaustlæg eöa breytileg átt en norðaustan 5 til 10 m/s suðaustan til. Dálítil súld eða rigning með köflum á Suðausturlandi og á Austfjörðum en annars skýjað aö mestu og hætta á síðdegisskúrum. REYKJAvlk Sólartag í kvöld 22.28 Sólarupprás á morgun 04.41 Siódeglsflóð 17.48 Árdegisflóð á morgun 06.03 Skýrtngsr á veöurtáknum 10V-HITI AKUREYRI 22.31 04.11 22.21 10.36 VINDÁTT -10° VINDSTYRKUR N.- ! nmtruíh i sokóndu LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ o ALSKÝJAÐ ■ W w ö RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓKOMA w ÉUAGANGUR ÞRUMIF VEOUR SKAF- RENNiNGUR POKA /'Í3 é '' Astand fjallvega Ástnnd flallvoga y/PmMkM J : % : v /yy ) &■ \ Gæsavatnaleið og Dyngjufjallaleiö eru nú færar vel búnum fjallabílum. Mikilvægt er fyrir ferðamenn að hafa í ■• J, , • ^ "j h V-i-';** ! Y JfT huga að ekki er ráðlegt að reyna yf t ferðalag á þessum leiðum á * vo?" ' vanbúnum eða minnijeppum. r-y f VatnajéfcuN r ' Gæsavatnaleið milli Óskju og r :-K._ . V"": Sprengisandsleiðar er ein erfiöasta '~j. y. o [ /■ •- ' .J fjallaleiö landsins fýrir farartæki jafnt Veglr A akyggftum svasftum «ýfa*l#jo*w« •ru lokaölr þar tU annað j^rj sem feröalanga. ,“s“' “»lý" www.vegag.ls/faard WBBB——iirrill’,TTi •yj.y.Uil.UV. Bjart veður suðvestanlands Norðaustan 5 til 10 m/s suöaustan- og austan til og súld með köflum en annars hæg norölæg eöa breytileg átt og stöku skúrir. Skýjað að mestu á Norðurlandi en yfirleitt bjart veður suðvestanlands. Laugardagu it Sunnudagu Mánudagur Vindun 3-5 m/s Hiti 7“ «117“ Fremur hæg norðlæg eða breytlleg átt. Skýjað að mestu á Norðausturlandl. Yflrleitt bjart veður sunnanlands en stöku skúrir síðdegls. Hiti 7“ tii 17' Fremur hæg norðlæg eða breytlleg átt. Skýjað að mestu á Norðausturlandi. Yflrleitt bjart veður sunnanlands en stöku skúrir siðdegis. Vindur: 3-5 m/s Hiti 9° tii 18° Hæg norðaustlæg eða breytlleg átt, viða bjart veður tll landslns og hætt við siðdegisskúrum en sums staðar þokuloft við ströndlna. AKUREYRI skýjaö 9 BERGSTAÐIR þoka 9 BOLUNGARVÍK alskýjaö 9 EGILSSTAÐIR skýjaö 8 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 9 keflavIk skýjaö 10 RAUFARHÖFN þoka 7 REYKJAVÍK skýjaö 10 STÓRHÖFÐI skýjað 9 BERGEN skýjaö 12 HELSINKI skýjaö 13 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 15 ÓSLÓ léttskýjaö 14 STOKKHÓLMUR 13 PÓRSHÖFN þoka 10 ÞRÁNDHEIMUR skúrir 8 ALGARVE þokumóöa 19 AMSTERDAM skýjað 15 BARCELONA léttskýjaö 22 BERLÍN léttskýjað 17 CHICAGO rigning 25 DUBLIN rigning 15 HALIFAX heiöskírt 15 FRANKFURT skýjaö 18 HAMBORG léttskýjaö 15 JAN MAYEN skýjaö 3 LONDON skýjaö 16 LÚXEMB0RG hálfskýjaö 17 MALLORCA skýjaö 23 MONTREAL heiöskírt 23 NARSSARSSUAQ alskýjaö 6 NEW YORK léttskýjaö 26 ORLANDO rigning 22 PARÍS skýjaö 20 VÍN léttskýjaö 18 WASHINGTON heiöskírt 17 WINNIPEG heiöskírt 17 ■ BYCGT A Dt'PLYSINGUM FRA VEDDHSTOI U ISI ANDS 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.