Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 2. AGUST 2001 Fréttir I>V FÍB telur naglaskattinn ekki vænlega leið: Hrannar byggir á 15 ára gömlum gögnum _^ „Hrannar B. Arnarsson, for- maður heilbrigð- isnefndar Reykja- víkur, er á slæm- um villigötum í málflutningi sín- um þegar hann heldur því fram að ef dísilbílum fjölgi í umferð- inni en bensínbíl- um fækki að sama skapi þá muni svifryks- mengun aukast. Hrannar viröist byggja málfiutning sinn á tíu til fimmtán ára gömlum gögnum," seg- ir Stefán Ásgrímsson hjá Félagi ís- lenskra bifreiðaeigenda. Stefán segir að disilvélar sem framleiddar eru í dag í litla og með- alstóra fólksbíla séu búnar mjög há- Stefán Ásgrímsson Skattur á örygg- isbúnaö orkar tvímælis. þrýstum samrásarinnsprautun- arbúnaði - auk breytilegs opn- unartíma yenfla. Vélar með þessum búnaði nýti eldsneytið mun betur en eldri gerðir dísil- véla gerðu. Þessu til viðbótar séu nýjar dísilvélar með út- blásturshreinsibúnað sem fjar- Iægi 90% sótagna úr útblæstrin- um. Mengun frá þeim sé því sáralítil. „í Danmörku hefur það verið hálfopinber stefna yfirvalda i samgöngumálum að draga sem mest úr kaupum almennings á dísilbílum vegna þess að sótagn- ir í útblæstri þeirra séu krabba- meinsvaldar. Nú hefur umhverfis- ráðherra Dana, Svend Auken, kom- ist á aðra skoðun eftir að hafa kynnt sé málið. Hann er búinn að selja gamla ráðherrabílinn, sem var bensínbíll - og er kominn á dísilbíl, lUtiDrÍMðUiwliW boís»rinoul l»ii»r 1*10» Lll •& &*** ¦ «Ui>'"i*«Wu'u Dísilbílar valda meira svifryki en bensínbílar § Svifryk Hrannar B. Arnarsson hélt því fram í DV aö dísilbílar yllu meiri svifryksmengun en bensínbílar. Peugeot 607. Ráðherrann sagði í við- tali við Jyllands-Posten nýlega að hann teldi nýja orkugjafa fyrir bíla, svo sem vetni og rafmagn, í sjón- máli og verða að veruleika á næsta áratug eða svo. Þangað til skipti það mestu máli að al- menningur nýtti þá bíla sem minnstu jarðefnaeldsneyti eyddu og minnst menguðu. Það séu einmitt disilbílar." Um hugmyndir um nagla- dekkjaskatt segir Stefán Ás- grímsson að ávallt orki tvímælis að skattleggja hvers konar ör- yggisbúnað fyrir bíla - nagla- dekk ekkert siður en barnabíl- stóla og öryggisbelti. Þá sé sér- stakur nagladekkjaskattur sem einvörðungu ætti að innheimta í borginni flókinn í framkvæmd. „Reykjavikurborg getur ekki upp á sitt eindæmi lagt á nýja skatta held- ur þarf til þess sérstakar lagaheim- ildir sem ekki eru til staðar í dag," segir Stefán. -sbs. Óku go-kart bílum með ölvunarakstursgleraugu: Ætlum aldrei að aka undir áhrifum DV, HORNAFIRÐI: Ökuleiknin var nýlega haldin á Höfn og hófst með því að um 50 ung- lingar úr vinnuskólanum mættu við íþróttahúsið. Byrjað var á að aka go-kart-bilum með ruglaða sjón, þ.e. með ölvunarakstursgleraugum og svo án þeirra. Eftir þennan saman- burð á akstursgetu og hæfni hlust- uðu unglingarnir á leikþátt um ölv- unarakstur og hvaða afleiðingar hljótast af slíkum akstri. Athygli þeirra var óskert meðan þátturinn var fiuttur og var auðséö að hann hafði mikil áhrif á allan hópinn en þarna var sögð saga íslenskra ung- menna sem lent höfðu í alvarlegum bílslysum vegna áfengisnotkunar og hverjar afleiðingarnar hefðu orðiö og hver viðhorf þeirra til lífsins væru í dag. Nær allir unglingarnir undirrituðu yfirlýsingu um að þau hefðu tekið þá ákvörðun að aka aldrei undir áhrifum áfengis. Um kvóldið var ökuleikni við íþróttahúsið þar sem fram fór reið- hjólakeppni, go-kart-leikni og öku- leikni. Beltasleðinn og veltibillinn voru á staðnum og í gangi allt kvöldið en þeir eru sérlega vinsælir hjá krökkunum sem fjölmenntu á staðinn. Þátttaka í keppni var mjög góð, voru keppendur 51 og var áberandi mikil þátttaka kvenna í go-kart og ökuleikni. Sigurvegarar í hjóla- keppni voru Þröstur Þ. Ágústsson í eldri flokki og Baldvin Haraldsson hjá þeim yngri. í go-kart-leikni kvenna sigraði Sig- urborg J. Björnsdóttir og í karla- flokki Freysteinn Borgþórsson. í öku- leikni kvenna sigraði Sólveig M. Hauksdóttir og Karl Sigurösson í karlafiokki. Nú þegar hafa 1.447 manns, bæði í vinnuskólafræðslunni og keppnunum þrem, tekið þátt í þessu stærsta umferöarátaki á sumr- inu sem Sjóvá-Almennar og Bindind- isfélag ókumanna halda í samstarfi DV-MYND JULIA IMSLAND. Ogeðslega gaman. Biöröð var allt kvöldið eftir að komast í veltibílinn og sagði einn afyngri far- þegum bílsins að þetta værí alveg „ógeðslega gaman". við Rás 2, Heklu, Umferðarráð, Flyrj- anda og Skeljung. Úrslitakeppnin verður 25. ágúst við Kringluna 5 i Reykjavík -JI Veðurspáin fyrir ágúst: Hitamet jafnvel slegið - besta veðrið fyrir norðan seinni part verslunarmannahelgar DV, DALVIK: Júlíspáin gekk ágætlega eftir á köfium, segja félagar í Veðurklúbbi Dalbæjar á Dalvík. Félögum líst ekki alveg á að bæði tunglið og hundadagarnir sviku, sem kallað er. Hann tók tunglinu vel fyrstu tvo dagana og sama var með hundadag- ana sem áttu að lofa góðu en svo breytti hann um og sveik og oftast boðar það ekki gott. Eins og kom fram í síðustu spá bjóst einn félag- inn við þoku og svölu eitthvað áfram og það má segja að hann hafi nú komist næst því sem rétt var. Mikil skoðanaskipti urðu um ágústspána og skiptust menn í tvo ef ekki þrjá hópa. „Kannski var þetta vegna þess að ýmis veðurtákn voru að stríða okk- ur og hlýddu ekki sem skyldi. En flestir eru svona hæfilega bjartsýnir og aðrir bjuggust við svipuðu og verið hefur. Sæmilegt með góðum dögum á milli, það er helst að menn séu ekki sáttir við þennan loftkulda og meðan að svo er þá sé kannski ekki hægt að búast við miklu," segja félágarnir í Dalbæ. Bjartsýnlr veöurspámenn Félagar í veðurklúbbnum á Dalvík gera ráð fyrír því að égústmánuður verði góður og strax upp úr helgi hlýni í veðrí með suðlægum áttum. En niðurstaðan er þessi: „Þeir bjartsýnustu búast við því að það fari að hlýna eitthvað meira og verði jafnara og betra veður upp úr 4. ágúst á fullu tungli og að við för- um þá að fá suðlægar áttir. Sem þýðir að seinni hluta verslunar- mannahelgarinnar verði besta veðr- ið á Norðurlandi. Annars verður veðrið frekar köflótt en meö mjög góðum dögum inn á milli og klúbb- félagar eru nokkuð vissir um að það komi tveggja til fjögurra daga kafli þar sem jafnvel verða slegin hita- met, alla vega verði mjög hlýtt og gott, aftur á móti koma líka dagar í mánuðinum þar sem hann verður mjög kaldur. Veðrið þann 11. ágúst, á „fiskidaginn mikla", verður gott. Nýtt rungl kviknar í NNA þann 19. ágúst og voru menn hugsi yflr því tungli á fundinum en vonandi tekur hann því vel og svíkur ekki. Klúbbfélagar trúa því ekki að kall- inn í tunglinu sviki tvisvar í röð og búast við að seinni hluti ágústmán- aðar verði góður. Bjart veður á Lárentíusarmessu 10. ágúst boðar oft hvassviðri og veit á kaldan eða votan vetur, sól- skin á Maríumessu fyrri, 15. ágúst, boðar sólskin fram undan. Höfuð- dagur 29. ágúst ræður mjög miklu í trú margra á veður, breytir þá vana- lega um veður og helst eins næstu 20 daga. -hiá Hsiti potiurinn Umsjón: Birgir Guðmundsson Árni og írafáriö í pottinum hafa menn verið að skoða auglýsingar um þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum og það hefur ekki farið fram, hjá þeim að þar er Árni John- sen auglýstur í | brekkusöngnum. Raunar er sagt I að Árni og Birgitta muni sjá um að halda uppi söngstuði! og mun hér átt við söngkonuna góðkunnu úr hljómsveitinni tra- fári, Birgittu Haukdal. Þykir mörgum sem hér sé á ferðinni merkileg tilviljun, í fyrsta lagi að söngkonan sem syngur með Árna syngi venjulega með írafári og í öðru lagi að hún skuli bera eftir- nafnið Haukdal, eins og hinn forni fjandvinur Árna úr pólitíkinni, Eggert Haukdal, sem líka hefur átt í nokkrum samskiptum við landslög og rétt... í fótspor fedranna Fréttir af veöri á sjónvarpsstöð- inni Popptíuí hafa vakið nokkra at- hygli upp á siðkastið en þar flytur ung stúlka, Margrét Hild- ur Guðmunds- dóttir, veður- fréttirnar klædd eftir spá morg- undagsins. í við- tali í íslandi í dag á Stöð 2, sagði Margrét Hildur, sem er dóttir Guðmundar Árna Stefánssonar alþingis- manns, spurð hvernig föður henn- ar litist á tiltækið, að hann hefði í fyrstu verið því mótfallinn en síð- ar sá hann að þetta var stórt tæki- færi fyrir hana. Menn velta nú fyr- ir sér hvort þetta sé upphafið að því að Margrét sé á leið í stjórn- málin - rétt eins og pabbi.... Jarðakaup í Svarfaðardal Ekkert lát virðist ætla að verða á jarðakaupum frægra Reykvík- inga. Helgl Valdimarsson, læknir í Rey&javík, og, Guðrún Agn- arsdóttir, fyrr- um forsetafram- bjóðandi, munu I nú hafa fest kaup á jörðinni 1 Gröf í Svarfaöar- dal af landbúnað- arráöuneytinu.' Jörðin var boðin út og fékkst hún fyrir 8 milljónir en Sigurður M. Kristjánsson á Brautarhóli og frændi Helga átti hæsta tilboðið, 8,5 milljónir en féll síðan frá því enda maður við aldur. í pottinum er hvíslað að ýmsir heimamenn séu hugsi yfir þróuninni enda munu bændur á svæðinu hafa boð- ið í jörðina í því skyni að nýta hana en ekki fengið. Ekki er að efa að þau Guðrún og Helgi uni sér vel í Svarfaðardalnum en þar á margt frægra manna sér athvarf, s.s. Þór- arinn Eldjárn og annað Tjarnar- fólk, og þau Guðmundur Ólí Gunnarsson hljómsveitarstjóri og Helga Bryndís Magnúsdóttir pí- anóleikari búa þar, svo einhverjir séu nefndir... valgerdur.is Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytin gefa út fréttabréf og er ekki nema gott eitt um það að segja. Þó væri réttara, ef skoð- að er nýjasta bréf ráðuneyt- anna, að kalla það fréttabréf iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Bréfið er 8 síður og í því eru hvorki fleiri né færri en 7 mynd- ir af ráðherranum og að sjálfsögðu bæði á forsíðu og baksíðu. í fréttabréfinu góða er meðal annars bent á heimasíðu ráðherrans, valgerdur. is, auk þess sem áherslur hans eru tíundaðar... w* !^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.