Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 2. AGUST 2001 I>V Fréttir Fjölþjóðlegur rannsóknarleiðangur á úthafskarfa Karfinn sunnar og i vestar en aður I Nýlokiö er mánaðarlöngum sam- eiginlegum leiðangri íslendinga, Norðmanna, Þjóðverja og Rússa þar sem tilgangurinn var að meta stofn- stærðir karfa í úthafinu. Auk ís- lensku rannsóknarskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmunds- sonar voru það þýska rannsóknar- skipið Walther Herwig III og rúss- neska skipið Atlantniro ásamt norska skipinu G.O. Sars sem þátt tóku i þessum leiðangri. Aðstæður til mælinga voru að mörgu leyti góðar, t.d. var veður yf- irleitt skaplegt og hindranir vegna íss voru hverfandí. Fyrstu vísbend- ingar sýna að úthafskarfinn var nú mun sunnar og vestar en hin fyrri ár og lítið mældist af úthafskarfa þar sem yfirleitt var mest af honum á fyrri hluta síðasta áratugar, en það er svæðið norðan og austan við Hvarf, syðsta odda Grænlands. Út- hafskarfinn fannst allt vestur að lögsögu Kanada og talið er að náðst hafi að mestu að fara yfir út- breiðslusvæði hans. Líkt og árin 1996 og 1999 var karflnn á meira dýpi nú en árin 1992-1994. Nokkuð bar á blöndun karfans við laxsíld og aðrar smærri lífverur. Reyndist á stundum erfitt að greina karfann frá öðrum lífverum. Auk þess að mæla með bergmáls- aðferð magn úthafskarfa var reynt að meta magn djúpkarfa sem heldur sig dýpra en úthafskarfinn og hefur m.a. verið uppistaðan í úthafskarfa- veiðum íslendinga undanfarin ár. Djúpkarfmn fannst á öllu athugun- arsvæðinu, en yfirleitt í litlu magni. Það var áberandi að karfi fannst mjög víða neðan þess dýpis sem bergmálstæki náðu að mæla, eða frá um 400 og allt niður á um 900 metra dýpi. Sjávarhiti i leiðangrinum mæld- ist nokkru hærri nú en á fyrri hluta síðasta áratugar, þó svipaður og hann var árið 1999. Hugsanlega má rekja breytta dýpisdreifingu út- hafskarfa nú, samanborið við 1992-1994, til hærri sjávarhita. í leiðangrinum fékkst úthafskarfi allt niður á um 700-900 metra dýpi, en það er mun dýpra en hægt hefur verið að mæla með bergmálsaðferð á þessu svæði. -GG Karflnn flytur um set Úthafskarfinn fannst allt vestur aö lögsögu Kanada. * m '-^rm^ ~'<:'ýSS?' /4T|yfiask6mm,u"ar' m Eöm TOLVUSTYRÐ L Y F J A S K O M M T U N Markar tímamót Handhæg i DV-MYND EINAR J. Upprennandi flsklmenn Veiöimennirnir Bjarni Þór og Marteinn voru nýbúnir aö landa vænum mar- hnúti í Grindavíkurhöfn þegar Ijósmyndari DV átti þar leið um á dögunum. Haekvæm Tölvustýrð lyfjaskömmtun Lyfjavers fæst í Lyf & heilsu um land allt ¦f i i: j; i i)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.