Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Blaðsíða 9
FMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 I>V Viðskipti Seðlabankinn spáir 8% verðbólgu yf ir árið - bankinn segir ekki tilefni til lækkunar vaxta í bráð Seölabankinn spáir 8% verðbólgu yflr árið 2001 en 6,5% verðbólgu milli áranna 2000 og 2001. Bankinn spáir nú meiri verðbólgu en hann gerði í maí vegna lækkunar á gengi krónunnar í maí og fyrri hluta júní og mikilla verðhækkana síðustu mánuði. Þetta kom fram á frétta- mannafundi sem bankinn hélt í til- efni útkomu Peningamála, ársfjórð- ungsrits Seðlabanka íslands. Á fundinum sagði Birgir ísleifur Gunnarson seðlabankastjóri að framhaldið réðist að verulegu leyti af þremur þáttum, þ.e. þróun gengis krónunnar, hvort kjarasamningar verða endurskoðaðir til hækkunar snemma á næsta ári og hversu hratt ofþensla eftirspurnar hjaðnar á næstunni. „Komi ekki til launa- hækkana á næsta ári umfram þegar gerða kjarasamninga er það mat bankans að verðbólga geti hjaðnað nokkuð hratt á því ári, jafnvel þótt nafngengi krónunnar hækki ekki að Eins og endranær er mikil óvissa um þessar horfur og háar verðbólguvæntingar benda til þess að viss hætta sé á að skrúfa verðlags, iauna og gfaldeyristekna nái að festast í sessi. sagði ráði frá því sem það er nú,' Birgir ísleifur. Gengislækkun krónunnar, aukin verðbólga og verðbólguvæntingar, sem eru töluvert hærri en verð- bólgumarkmið bankans, draga mjög úr svig- rúmi hans til aö milda hugs- anlegan sam- drátt í hagkerf- inu á næstunni með lækkun vaxta. „Bank- inn telur því ekki tilefni til að lækka vexti í bráð. Hann mun hins vegar nú sem endranær vaka yfir öllum þeim vísbendingum sem varpað geta ljósi á horfur í efnahagsmál- um," sagði Birgir ísleifur. Verðbólga fór yfir þolmörk verð- bólgumarkmiða Seðlabankans í júní. Komi ekki til frekari gengis- lækkunar eða launahækkana um- fram núgildandi kjarasamninga mun verðbólga hins vegar hjaðna á næsta ári og gæti verið komin inn fyrir þolmörk verðbólgumarkmiða bankans um mitt ár en þá munu efri þolmörk hafa lækkað í 4,5%. Miðað við þessar forsendur næst 2,5% verðbólgumarkmið bankans um mitt ár 2003. Eins og endranær er mikil óvissa um þessar horfur og háar verðbólguvæntingar benda til þess að viss hætta sé á að skrúfa verðlags, launa og gjaldeyristekna nái að festast í sessi. Bankinn hefur því ekki talið rétt að lækka vexti frekar að sinni, enda hærri verð- bólguvæntingar frekar rök fyrir hækkun vaxta en hitt. Á sömu sveif leggst að krafturinn í efnahagslifinu hefur reynst mun meiri á allra síð- ustu mánuðum en væntingar stóðu til. Alls er því óvíst að framleiðslu- spenna hafi hjaðnað svo nokkru hafi numið á fyrri hluta ársins. Tap Skeljungs 40 milljónir Tap af rekstri Skeljungs á fyrri hluta ársins nam 40 milljónum króna að teknu tilliti til dóttur- og hlutdeildarfélaga. Hagnaður móður- félagsins fyrir afskriftir og fjár- magnsliði jókst um 174 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra og nam 655 milljónum króna en var 481 milljón króna á fyrri helmingi síð- asta árs. Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld var 500 milljónir króna en var 312 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Óhagstæð gengisþróun á fyrstu sex mánuðum ársins veldur þvi að fjár- magnsgjöld félagsins aukast úr 83 milljónum króna á fyrri hluta síð- ásta árs í 499 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum yfirstandandi árs. Gengistap á fyrstu sex mánuð- um ársins nam 539 milljónum króna en á sama tíma á síðasta ári var gengistapið um 82 mUljónir króna. Afskriftir félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins voru 154 mUljónir króna. Hagnaður án dóttur- og hlut- - á fyrri helmingi ársins deildarfélaga er 17 milljónir króna en var 163 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur aukast um 21% Hreinar rekstrartekjur Skeljungs hf. á fyrri helmingi ársins námu 1.691 milljón króna en voru á sama tíma á síðasta ári 1.397 milljónir króna sem er 21% aukning. Rekstr- argjöld félagsins ásamt afskriftum á fyrri helmingi ársins voru hins veg- ar 1.190 milljónir króna á móti 1.085 milljónum króna á sama tíma á sið- asta ári sem er 9,7% hækkun. Fjárfest var i eignarhlutum í öðr- um félögum fyrir 243 milljónir króna á fyrri hluta ársins og fjár- festingar í varanlegum rekstrarfjár- munum námu 170 milljónum króna á sama tíma en þær voru 81 milljón króna á fyrri hluta árs 2000. Olíu- skipið Kyndill var selt á tímabilinu og nam söluhagnaður 45 milljónum króna. Ytri aðstæöur voru rekstri Skelj- Ohagstæð gengisþróun á fyrstu sex mánuðum ársins veldur því að fjár- magnsgjöld félagslns aukast. ungs hf. erfiðar á fyrri hluta ársins. Veiking íslensku krónunnar og hátt gengi dollars höfðu neikvæð áhrif á fjármagnsliði félagsins. Hátt heims- markaðsverð gerði félaginu einnig erfltt fyrir vegna fjárbindinga í birgðum. Þrátt fyrir sex vikna sjó- mannaverkfall í april og maí síðast- liðnum jókst heildarsala Skeljungs hf. á fljótandi eldsneyti um 0,8% á milli ára. Heildarsala á fljótandi eldsneyti varð 165 miUjónir litra sem er minna en áætlað var. Að teknu tilliti til erfiðra ytri að- stæðna er afkoma Skeljungs hf. á fyrri hluta ársins þolanleg að mati stjórnenda félagsins. Hækkun rekstrarkostnaðar er umfram áætl- anir en það má fyrst og fremst rekja til hækkandi launakostnaðar. Óhag- stæð gengisþróun á uppgjörstíma- bilinu var félaginu erfið. Ljóst er að jafnmiklar sveiflur og verið hafa í gengismálum undanfarið setja strik I reikning félags eins og Skeljungs hf. Hátt olíuverð leiðir til mikillar fjárbindingar, bæði í birgðum og í viðskiptakröfum. Hækkun vaxta, lækkun gengis krónu og styrking dollars hafa einnig neikvæð áhrif á fjármagnsliði eins og árshlutareikn- ingurinn ber með sér. Þróun þess- ara þátta munu hafa mikil áhrif á rekstur félagsins á næstu misserum og einnig mun gengi sjávarútvegs sem fyrr ráða miklu um afkomu þess. Stjórnendur Skeljungs hf. gera ráð fyrir að hagnaður veröi af rekstri félagsins á árinu 2001. Landsbankinn og íslandsbanki: Spá -0,1 til 0,23% verðbólgu í águst Landsbankinn og islandsbanki spá á bilinu -0,1 til 0,23% verðbólgu milli júlí og ágúst. Landsbankinn spáir 0,23% hækkun á vísitölu neysluverðs milli júlí og ágúst. Gangi spáin eftir mun vísitalan hafa hækkað um 7,8% síðustu 12 mán- uði. Ágústmánuður er að jafnaði verð- hjöðnunarmánuður og til samanburð- ar lækkaði vísitalan um 0,5% á sama tíma í fyrra. Þeir þættir sem helst hafa áhrif á spá um vísitöluria eru að gert er ráð fyrir að enn séu hækkanir að koma fram á innlendum vörum en inn- Tilboð verslana fluttar vörur standi i stað og innfluttar vörur á útsölu lækki. Opinber þjón- usta, s.s dagvistun, er að hækka um og yfir 10%, póstur og sími um tæp 5% og tóbak hækkar um rúm 3%. Til lækk- unar kemur bensínliður með um 4% lækkun og þá er gert ráð fyrir litillegri hækkun á húsnæðislið núlli mánaða. Krónan hefur styrkst nokkuð síð- asta mánuð og líklegt að gengislækkun krónu sé gengin yfir. Fram til þessa hefur gengislækkunin komið fram í hækkun á innfiuttri vöru og nú ætti þeim hækkunum að linna. Trúlegt er þó að innflutningsaðilar vilji bíða eitt- hvað og sjá hvort þessi styrking krónu sé komin til að vera og munu því verð- lækkanir vegna styrkingar krónu lík- lega eitthvað láta á sér standa. ísiandsbanki spáir 0,1% verö- hjóönun Greining íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,1% milli júlí og ágúst. Rætist spáin mun verðbólgan á síðustu tólf mánuðum hafa verið 7,5% og ekki hærri á þann mælikvarða síðan í desember 1991. Gangi spáin eftir muni verðbólgan frá áramótum þá hafa verið 5,7%. Helstu forsendur spárinnar eru þær að leik- skólagjöld og pakkaferðir til útlanda hafi hækkað nokkuð í mánuðinum og matvara og húsnæði lítillega. Gert er ráð fyrir nokkrum verðlækkunum vegna útsalna, sérstaklega í fatnaði og skóm. Þá hefur bensínverð einnig lækkað. í spánni vegast á fyrstu áhrif af styrkingu krónunnar undanfarnar vikur og seinni tíma áhrif af lækkun hennar á síðustu mánuðum. Þá hafa launahækkanir talsverð áhrif. Aukin smásala í Bretlandi Smásala í Bretlandi hefur ekki auk- ist eins hratt eins og hún gerði í júlí í meira en ár. Þetta hefur aukið vænt- ingar manna um að breski Seðlabank- inn muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum en næsti vaxtarákvörðunar- fundur hans er í þessari viku. Seðlabankinn hefur lækkað vexti þrisvar sinnum á þessu ári til að auka eftirspurn neytenda. Seðlabankinn evr- ópski hefur hins vegar einungis lækk- að vexti einu sinni á þessu ári. Smá- sala í þeim tólf löndum sem eru aðilar að myntsamstarfinu féll óvænt í maí. Báðir bankarnir tilkynna hvort vextir bankanna verði hreyfðir á morgun eða ekki. 57% breskra smásala segja að salan hjá þeim hafi aukist en 13% segja að hún hafi dregist saman. Mismunurinn, 44%, er sá mesti síðan í maí i fyrra. í júni var þessi munur 30%. frabæru verói! £VJíUB) jeppatelgur \ Steríir 15" 1P1 ir o GVS Gúmmírámistofan ehf. Réttarhálsi 2, sími: 587 5S88 Skipholti 35, sími: 553 1055 Þjónustuaðilar um land allL p.WJIIII,l.JII'IUJM..I'iJi.-M Tilbobln gilda tll 29. ágúst. Q Maarud flögur, 100 g 149 kr. Q Mónu Rex súkkulaölkex 49 kr. Q Nóa-kropp, ÍSO g 199 kr. O Maltabltar, 200 g 229 kr. Q Tomma/Jenna safar. 3 stk. 119 kr. Q Mc Vltes homewheat kex 179 kr. Q SnakkHskur, ýsa og stelnb. 199 kr. Q Blue dragon núölur 49 kr. Q Oeteker pltsur, 330 g 369 kr. Q) Oeteker pltsur, 430 g 399 kr. Tilboðin gilda tll 3. ágúst. Lambagrlllkótllettur 1149 kr. kg KJamafæba hrásalat, 350 g 113 kr. Góu tvenna 298 kr. 7up, 0,5 l,8á veröl 6 576 kr. Pampers duo + 20 melra 1898 kr. Tilboblln gilda út ágúst. Q Maarud Sprö Mlx 315 kr. Q Freyju Draumur, 2 stk. 149 kr. Q Remi myntukex 129 kr. O Kók, 0,51 + Freyju staur 169 kr. Q Maryland kex, allar teg. 109 kr. Q C.B. yflrbr. 45" heavy duty 998 kr. Q C.B. yflrbr. 53" heavy duty 1198 kr. Q Elnnota grlll Bar-b-quick 348 kr. o e Tilbobin gilda tll 8. ágúst. Q Júmbó samktkur 99 kr. Q7up,2l 99 kr. Q Maggl bollasúpur, 3 stk. 99 kr. O Risabraub, 1 kg 169 kr. Q Pscual, allar teg. 189 kr. Q Bláber, 454 g 199 kr. Q BKI lúxus, 500 g 319 kr. Q Grillborgarar m/öllu, 2 stk. 399 kr. Q e Tilbobin gilda tll 4. ágúst. Q VSOP koníaskl. kötll. 1867 kr. kg Q VSOP koníakslegnar lærissnelbar 1. iiokkur 1327 kr. kg Q VSOP koníakslegnar lærissnelbar 2. fiokkur 899 kr. kg O Holdanauta prime ribs 1574 kr. kg Q Holdanauta Hlle 2024 kr. kg Q Vatnsmelónur 99 kr. kg Q Þykkvab. grillkart., 750 g 249 kr. Q

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.