Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Side 10
10 Útlönd FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 JDV Ken Livingstone Hefur ávallt haft horn í síðu Tony Blairs og vina hans. Rauði Ken pirrar Blair Ráðgjafi borgarstjóra London, Ken Livingstone, hefur gagnrýnt einkavæðingaráform rikisstjórnar Tony Blairs á neðanjarðarlestakerfí borgarinnar. Ráðgjafinn Robert Kiley er virtur á sínu sviði og hefur m.a. endurbætt lestakerfin í Chicago og New York. Hann segir að áform stjómarinnar komi til með að enda í sömu ósköpunum og einkavæðing bresku járnbrautanna, sem taldar eru þær dýrustu, hættu- legustu og ótraustustu í Evrópu. Kiley var ráðinn sem ráðgjafi Bla- irs fyrir kosningar en rekinn aftur eftir þær. Hann er þó enn í vinnu hjá Livingstone. Þeir berjast nú fyr- ir dómstólum fyrir að mega birta efni skýrslu Kiley um galla einka- væðingar og hugmyndir sínar um endurbætur á þeim. Vilja bora eftir olíu í Alaska Fulltrúadeild Bandarikjaþings samþykkti í gær lagafrumvarp rík- isstjórnar George W. Bush forseta um orkuáætlun fyrir landið. í frum- varpinu er gert ráð fyrir að borað verði eftir olíu á vernduðum svæð- um innan heimskautsbaugs, viö Alaska. Viðauki við lagafrumvarpið frá demókrötum og nokkrum hófsöm- um repúblikönum um að ekki yrði borað á verndarsvæðunum var felldur, enda fulltrúadeildin á valdi repúblikana. Samkvæmt ríkisstjórn Bush koma olíuboranir ekki til með að menga á vemdarsvæöunum. Frumvarpið á enn eftir að fara í gegnum öldungadeildina þar sem demókratar eru í meirihluta. Kofi Annan Er orðinn langeygur eftir að Bandaríkin geri upp skuldir sínar. Bandaríkin borgi Kofi Annan, aðalritari Samein- uðu þjóðanna, hvatti bandarísk stjórnvöld til að borga skuldir sínar við samtökin. Bandaríkin skulda Sameinuðu þjóðunum tæpa 60 millj- arða króna. Bandaríkin hafa verið treg til aö borga vegna þess að þar- lendum stjórnvöldum þykir landið axla of mikið af fjárhagslegri ábyrgð. Samkomulag náðist um greiðslur í vetur en bandaríska þingið hefur ekki samþykkt greiðsl- una enn. Annan segir að tregða til að borga grafi undan leiðtogahlut- verki landsins innan samtakanna. Yasser Arafat: Kallar á erlenda eftirlitsmenn Einn Palestinumaður féll í klukkutímalöngum skotbardaga milli palestínskra byssumanna og ísraelskra landnema við borgina Hebron. Auk þess særðist einn land- nemi lítillega sem og þrír Palestínu- menn, þ.a. einn krakki sem fékk skot í hendina. Bardaginn hófst eft- ir mikil mótmæli syrgjenda þeirra átta sem létust í þyrluárás ísraels- manna á þriðjudaginn. Yasser Arafat, leiðtogi Palestinu- manna, er nú staddur i opinberri heimsókn á Ítalíu. Hann kallaði á aðstoð frá alþjóðaheiminum og ítrekaði ósk sína um að erlendir eft- irlitsmenn verði sendir á átaka- svæðin fyrir botni Miðjarðarhafs. Fordæming erlendra ríkja á þyrluárásina virðist engin áhrif hafa á stefnu ísraelsmanna. Á með- an á mótmælum tugþúsunda Palest- ínumanna stóð, þar sem kallað var á hefnd og dauða ísraels, réttlættu ísraelsk stjórnvöld þyrluárásina. Útför fórnarlamba Lík þeirra er féllu í þyrluárás ísraels- hers við upphaf útfarar. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísra- els, kallaði árásina eina best heppn- uðu árás sem ísraelsher hefur gert. Varnarmálaráðherra ísraels, Binya- min Ben, sagði að árásin hefði lík- lega bjargað hundruðum mannslífa. ísraelska ríkisstjórnin ætlar aö halda árásum á valin skotmörk á svæði Palestinumanna áfram. Raana Gissin, einn helsti aðstoð- armaður Ariels Sharons, gagnrýndi vestrænt fólk sem kemur til að vera „mannlegir skildir" fyrir Palestínu- menn. Nokkur friðarsamtök senda félaga sína til að gista hjá palest- ínskum fjölskyldum á átakasvæðum til að draga úr hættunni á að ísra- elskir hermenn skjóti á húsin. Giss- in sagði þetta fólk vera notað af palestínskum hermdarverkamönn- um til að skýla sér í skotbardögum. Hann sagði einnig að það væri á ábyrgð þeirra sem hleyptu fólkinu inn á átakasvæðin ef eitthvert þeirra særðist eða félli. Umhverfisverndarsinnar á járnbraut Frönskum umhverfisverndarsinnum tókst að tefja lestarferð frá Þýskalandi með kjarnorkuúrgang um hálfíma í gær, með því að hlekkja sig við járnbrautarteinana. Lögreglan sagaði þá lausa og handtók þá svo. Fylgismenn mótmæl- endanna voru með uppsteyt fyrir framan lögreglustöðina í kjölfarið og heimtuðu lausn þeirra. Friðartillögur fyrir Norður-írland: Sprengja aftengd á flugvellinum í Belfast Sérfræðingar breska hersins af- tengdu stóra bílasprengju á alþjóða- flugvellinum í Belfast í gær. Sprengjan var viðbrögð kaþólska hryðjuverkahópsins „Hins sanna IRA“ við nýjum friðartillögum á Norður-írlandi frá Tony Blair, for- sætisráðherra Breta, og Bertie Ahern, forseta írlands. Tvær sima- viðvaranir voru gerðar við sprengj- unni. Sú fyrri var óskýr og reyndist sprengjusérfræðingum erfitt að hafa uppi á sprengjunni. Leit var gerð í þúsundum bifreiða en það var ekki fyrr en frekari upplýsingar bárust að i ljós kom að silfurgrár Volvo innihélt sprengjuna. Ekki er efast um að fjöldi fólks hefði getað fallið eða slasast ef sprenging hefði orðið. Nú beinast augu allra að hryðju- verkahópum á Norður-írlandi. Það Belfast Sérfræðingar breska hersins af- stýrðu hörmungum í gær þegar þeir aftengdu sprengju á flugvellinum. skiptir sköpum fyrir viðhald friðar- samkomulags á svæðinu að þeir haldi ekki einungis að sér höndum heldur aíhendi vopn sín. Tregða írska lýðveldishersins til að fram- fylgja þeim skuldbindingum sínum varð til þess, fyrir nokkrum vikum, að stefna friðarferlinu í uppnám. David Trimble, leiðtogi mótmæl- enda, sagði þá skilið við friðarvið- ræðumar. Blair og Ahern hafa gefið deiluaðilum frest þar til á mánudag til að bregðast við tillögunum. Þeir setja kaþólikkum og mótmælendum úrslitakosti. Tillögurnar fela meðal annars í sér að endurbætur verði gerðar á her- og lögreglusveitum á Norður-írlandi sem samanstanda mestmegnis af mótmælendum. Líf heimastjómarinnar veltur á því að þeim verði tekið fyrir 12. ágúst. pffTtrmi'n—i Fékk blóðgjöf Elísabet drottn- ingarmóðir i Bret- landi var lögð inn á sjúkrahús í gær. Fjöldi hvítra blóð- korna var of lítill hjá henni og fékk hún því blóðgjöf. Hún verður 101 árs þykir kjarnakona. Smokkar á Suðurskautið Tveir smokkasjálfsalar hafa verið sendir á nýsjálenska bækistöð á Suðurskautslandinu. Um 400 manns fara í gegnum stöðina á ári hverju og þar dveljast vísindamenn og verkamenn langdvölum. á laugardag og Ráðgáta með flugnema Yfirvöld í Kúbu og Bandaríkjun- um velta nú vöngum yfir þvi hvað fékk 55 ára gamlan flugnema og pitsusendil til að nýta fyrsta sóló- flug sitt í að stinga af og brotlenda á strönd Kúbu. Talið er að hann eigi við geðvandamál að stríða. Samkynhneigðar giftast Frá því í gær mega hommar og lesbíur gifta sig í Þýskalandi. Kampavínið freyddi í gær og fjöldi samkynhneigðra notaði tækifærið til að opinbera ást sína. Toppar í 9 milljöröum Nýir útreikningar visindamanna benda til þess að mannkynið muni mest ná 9 milljörðum árið 2070 en fækka svo. Um 40 prósent fólks verður yfir 60 ára gamalt árið 2100. Sýnir ráðherra hörku Talsmaður Jun- ichiro Koizumis, for- sætisráðherra Jap- ans, segir líklegt að utanríkisráðherrann Makiko Tanaka muni gefa eftir í deilu ráðherranna, ellegar verði hún rekin. Ráðherrarnir eiga í deilu um mannaráðningar. Meira ofbeldi í sjónvarpi Bandarísk börn upplifa meira of- beldi og ljótara tal í sjónvarpi á virkasta áhorfstímanum en áður. Minna var um kynlíf en það er gróf- ara. Algengasta blótsyrðið var orðið „rass“ og heyrðist það einu sinni á hverjum klukkutíma. Vill loka herstöðvum George W. Bush Bandaríkjaforseti mun í dag biðja þingið um að loka fleiri herstöðvum heima fyrir. Hann vill beina auknu Qármagni í að nú- tímavæða vopna- búr Bandaríkjahers. Fiskveiðideilur við Japan Japanar hafa kallað heim sendi- herra sína í Rússlandi og Suður- Kóreu eftir að síðarnefnda þjóðin hóf fiskveiðar við eyjar sem Rússar halda eftir seinni heimsstyrjöld. Þeir gerðu samning við Suður- Kóreumenn og leyfa 26 skipum að veiða við eyjarnar. Kim Jong-il fór úr lestinni Kim Jong-il, leiðtogi Norður- Kóreumanna, gerði 24 tíma stopp á lestarferð sinni í Omsk í gær. Hann kemur til Moskvu á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.