Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Blaðsíða 11
I FIMMTUDAGUR 2. AGÚST 2001 11 I>V Utlönd I Málamiðlun náð um tungumál Albana Mikilvægt skref i átt til friðar banska verði gert opin- milli slavneskra og albanskra íbúa Makedóníu náðist í gær. Fjórir helstu stjórnmálaflokkar landsins sættust á um málamiðlun í deilu- málinu um hvort albanska verði gerð opinber sem annað ríkismál í landinu. Það hefur lengi staðið frið- arviðræðum fyrir þrifum að Makedónar vilja ekki viðurkenna albönsku sem opinbert tungumál en það er grundvallarskilyrði Albana fyrir sátt. Þeir vilja aukin réttindi fyrir albanska þjóðarbrotið og við- urkenning tungumálsins er helsti áfanginn í því. Samkomulagið felst i því að al- bert tungumál á svæð- um í Makedóniu þar sem 20 prósent íbú- anna eru Albanar, en um þriðjungur lands- manna eru af albönsk- um uppruna. Makedónska verður sem áður helsta tungu- málið. Francois Leotard, sendifulltrúi Evrópu- sambandsins í Makedóníu, varar þó við því að björninn sé ekki unninn með þessu. Þó að deilan um eins og ráðgert hafi verið. Nefndin Francois Leotard Sendifulltrúi ESB i Makedóníu loksins með góöar fregnir. tungumálið hafi verið stærsti steinninn i götu friðarviðræðnanna velt- ur árangur á því að sátt náist í öðrum pólitísk- um deilumálum. Stærsta málið sem nú þarf að leysa snýst um að Albanar vilja fá meiri aðild að löggæslu í landinu. Norður-Atlantshafs- bandalagið hefur til- kynnt að stefnumark- andi nefnd bandalagsins fari ekki í sumarleyfi verður vakandi fyrir árangri í Makedóníu en ætlunin er að Nató gegni mikilvægu hlutverki í fram- kvæmd friðarsamkomulags. Ef sam- komulag næst hyggst bandalagið senda 3000 hermenn til Makedóníu sem munu standa að afvopnun al- banskra skæruliða. Gagnrýnt hefur verið að ferlið eigi einungis að taka mánuð, sem þykir fullknappur tími. Ekki voru allir í sáttahug í Makedóníu í gær, þrátt fyrir al- menna bjartsýni. Innanríkisráð- herra landsins lýsti því yfir að eina leiðin til að koma á friði væri að sigra Albana í stríði. Bandaríkin: Missa af lestinni Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa lýst yfir verulegum áhyggjum með samþykkt fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um bann við klón- un. í lögunum segir að þeir sem klóni til að búa til börn eða búa til fósturvísa í rannsóknir eigi yfir höfði sér háar sektir eða fangelsis- vist. Bannið nær einnig yfir inn- flutning á klónuðum fósturvísum sem og lyfjum eða aðrar læknismeð- ferðir sem byggðar eru á klónun. Bush forseti styður lagafrumvarpið. Bandarískir vísindamenn óttast að Bandaríkin dragist aftur úr á vís- indasviðinu og að toppvísindamenn flykkist úr landi til að vinna við rannsóknir á klónun sem leyfðar eru annars staðar í heiminum, t.d. Bretlandi. Paul Berg, prófessor við Stanford-háskóla og nóbelsverð- launahafi í sameindafræði, segir það hræsni að ætla að svipta banda- rískan almenning þeim rétti að njóta þeirra lækninga sem kunni að verða til út frá klónun. Hann telur þó klónun til barnsburðar ósiðlega. Fómarlamb flóöanna Maður og drengur frá þorpinu Desa Sihareo standa nálægt fórnarlambi flóða, undir blöðunum, sem gekk yfir eyna Súmötru í fyrradag. Að minnsta kosti 60 manns létust í flóðum og aurskriðum og 200 er enn saknað. Fella þarf tvær milljónir lamba Bændur á Bretlandi búast við að þurfa að slá af hátt í tvær milljónir lamba á næstunni. Bann ríkir á út- flutningi lambakjöts frá Bretlandi vegna gin- og klaufaveikifaraldursins og því er ljóst að mikið kjöt verður ekki hægt að selja. Sérstaklega bitnar þetta á þeim sem rækta unglömb sem fara eiga í slátrun. Engin venja er fyr- ir því að borða slíkt kjöt á Bretlandi og því eru þau að mestu ræktuð til út- flutnings. Lítill tilgangur er að ala þau og fá engan pening fyrir og þvi verður að slátra lömbunum. Matvælaráðherra Bretlands, Whitty lávarður, situr neyðarfund Bændasamtaka Bretlands í dag. Talið er að hann muni kynna áætlun ríkisstjórnarinnar um að kaupa lömbin af bændunum til slátr- unar og frystingar. Ætlunin er að reyna að markaðssetja kjötið í Bret- landi en talið er miklu'verði hent. Ríkisstjórn Bretlands ræðir nú að hefja bólusetningarherferð gegn gin- og klaufaveikifaraldrinum. Hátt 1 4 milljónir sauðfjár hefur verið fellt síð- an faraldurinn gaus upp. Hlutabréfarabb - í Garðheimum Mjódd ^^ o' GARÐHEIMAR I kvöld kl. 20-21 veröur hið vinsæla hlutabréfarabb Islandsbanka haldið í síðasta skipti í sumar. Yfir rjúkandi kaffibolla og smákökum njóta gestir líflegrar fræðslu og taka þátt í umræðum um hlutabréfamarkaðinn í þægilegu umhverfi. Umræðuefni fundarins verður til umfjöllunar í DV. Létt djasssveifla frá kl. 19.30. Árni Heiðar Karlsson spilar á píanó og Ólafur Stolzenvald á kontrabassa. Umræðuefni: Bandarísk hlutabréf - hvernig velur þú þau bestu? Willy Blumenstein sjóðstjóri. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. GARÐHEIMAR VIB ber nú heiliö Islandsbanki - Eignastýring og mun framvegis verða kynnt undir nýju merki bankans. ISLANDSBANKI EIGNASTYRING www.isb.is V.1< *- ^„.JL'-tX,.l^k_Á«j..--l.»|... %**.- •%,.. -4. %..J!..L,*r %.,*.XJE,,%. • í 11 MI»

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.