Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Síða 13
13 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 DV Bak við andlit ókunnra kvenna Unnur Ösp Stefáns- dóttir á eftir eitt ár í leik- listardeild Listaháskóla íslands. Verk hennar, Venjuleg kona?, sem hún œtlar aó frumsýna í Ný- listasafninu í kvöld, var að hluta til sett saman í námi hennar í Listahá- skólanum en í sumar hlaut hún styrk úr Ný- sköpunarsjóði náms- manna til þess að þróa verkið áfram. í upphafi þriðja árs er leiklistarnemum gert að vinna einstaklingsverk- efni en námið byggist annars nær eingöngu á hópvinnu. „Ég varð mjög spennt fyrir því að semja verk sjálf i stað þess að fínna mér einleik úr leikbók- menntunum. Leikarar eru oftar en ekki í hlut- verki nokkurs konar strengjabrúða þar sem þeir hafa fyrir framan sig tilbúinn texta og verða auk þess að taka mið af hópnum öllum í vinnu sinni. Það varð mér mikil hvatning að skólinn byði okkur að gera það sem okkur lá á hjarta og mér þótti góð reynsla að prófa að standa ein í minni vinnu.“ Margar og merkilegar sögur Unnur segir að hana hafi lengi langað að reyna sig við form sem við þekkjum einkum úr sjónvarpi - sem heim- ildamyndagerð en gæti kallast heimildaleikhús þegar það er sett á svið með þessum hætti. „Mig langaði að draga raunveruleikann upp á leiksvið og bera hann á borð fyrir áhorfendur. Mér finnst eins og raun- veruleikinn sé oft fjar- verandi, t.d. úr aíþrey- ingarefni í sjónvarpi, og ég get nefnt sápuóperur sem dæmi um efni sem ekki birtir okkur inn- sýn í lif raunverulegra manneskja, heldur ein- hvers konar gerviver- öld.“ Hvemig viðaðirðu að þér efni í heimildaleik- inn? „Ég fór út á götu með upptökutæki og tók viðtöl við konur sem vom mér ókunnugar. Ég lagði fyrir þær margs konar spurningar sem mjög vel, konurnar hafi verið óragar við að tala við hana um líf sitt og hún hafi fengið að heyra margar og merkilegar sögur. Viðtölin við konurn- ar urðu síðan efni í hljóðverk sem hún leikur meðan hún sjálf stendur á sviðinu og flytur textabrot úr völdum sjálfsævisög- um kvenna. Verkið er eins konar klippiverk þar sem frásagnir kvennanna af atburð- um úr lífi þeirra kall- ast á við frásagnir ann- arra kvenna - og túlk- un leikkonunnar. Ást og óhugnaður Unnur Ösp segist hafa sett sér skýran ramma strax í upphafi og ákveðið að tala ein- ungis við konur þar sem það hafi staðið henni næst. „Það er svo margt á bak við andlit þeirra ókunnugu kvenna sem við mætum á götunni en við gerum okkur sjaldnast grein fyrir því,“ segir hún. „Frá- sagnir þeirra eru lika einhvers konar blanda af öllu því sem getur hent okkur. Þær eru sumar dramatískar og erfiðar en aðrar falleg- ar og rómantískar. Þær segja frá hamingjurík- ustu stundunum í lífi sínu, frá ástinni og fæð- ingu barna sinna, en líka eru þarna hrotta- legar lýsingar á óhugn- anlegum atburðum sem hafa hent þær. í raun- inni má segja að verkið í heild spanni allt litróf tilfinninganna." Björn Thors leiklist- arnemi hefur aðstoðað Unni Ösp við uppsetn- ingu sýningarinnar. Hann sér um „tækni- legu hliðina“ en hefur einnig tekið þátt í þró- un verksins. Viðar Egg- ertsson, leikari og leik- stjóri, hefur líka verið Unni innan handar. Auk Nýsköpunarsjóðs námsmanna styrkja Listaháskóli íslands og Nýlistasafnið verkefnið. Frumsýning á verkinu Venjuleg kona? verður i Nýlistasafninu kl. 21 í kvöld. Miða- pantanir eru í síma 821 8211. Unnur Ösp Stefánsdóttir leiklistarnemi Hún segir að frásagnir kvennanna, sem hún byggir á heimildaleikinn Venjuieg kona?, séu blanda af öllu því sem getur hent okkur. Þær eru sumar dramatískar og erfiöar en aörar fal- iegar og rómantískar. Þær segja frá hamingjuríkustu stundunum í lífi sínu, frá ástinni og fæö- ingu barna sinna, en líka eru þarna hrottalegar lýsingar á óhugnanlegum atburöum sem hafa hent þær. voru allt frá því að biðja þær að lýsa venjuleg- um degi í lífi sínu - til þess að segja frá því áhrifamesta sem þær hefðu upplifað." Unnur segir að heimildaöflunin hafi gengið Irving skrifar um heim húðflúrara Hinn þekkti rithöfundur, John Irving, eyðir um þessar mundir miklum tíma á húð- flúrstofum til þess að viða að sér efni i næstu bók - Until I Find You - sem gerist að hluta til í heimi húðflúrara. Irving sló eftirminnilega í gegn með bók sinni The World According to Garp - eða Heim- urinn með augum Garps, en hefur einnig öðlast vinsældir fyrir skáldsögur sínar The Cider House Rules og A Widow for One Year, en sú fyrrnefnda var kvikmynduð og hlaut höf- undurinn óskarsverðlaun fyrir handritið. Þó að verk Johns Irvings séu skáldverk hefur hann ætíð lagt í mikla rannsóknarvinnu við gerð þeirra. Sem dæmi má nefna að hann tók fjöhnörg við- töl við vændiskonur og lög- regluþjóna í Amsterdam, þegar hann vann að bókinni A Widow for One Year. Bókin Until I Find You er fyrstu persónu frásögn og segir af leit drengs af foður sín- eins konar blekfíkill sem hefur sterka þörf fyrir að þekja líkama sinn myndum og sonurinn þarf því að rekja slóð föður síns um hinar ýmsu húðflúrstofur. í rannsóknarvinnu sinni lærði Irving að húðflúra. Hann segist hafa æft sig á greipávöxtum og appelsín- um en að endingu hafi hann flúrað mynd á kven- mannshandlegg og má því teljast fullnuma f grein- inni. Irving skartar sjálfur tveimur húðflúrum: Laufi á vinstri öxl, en það er til heiðurs eiginkonu hans, sem er kanadísk og tákni á hægri framhandlegg, sem vísar til eldlegs áhuga hans á fjölbragðaglímu. „Húðflúr eru minjagrip- ir,“ segir Irving. „Þau eru kort sem sýna hvar líkami þinn hefur ver- ið.“ Byggt á Times John Irving, rithöfundur um, sem er kirkjuorganisti. Faðirinn yfir- gaf móður hans, sem einmitt var húðflúr- meistari, en síðan hefur ekkert til hans spurst. Organistinn safnar húðflúrum, er Menning Umsjón: Þórupn Hrefna Sigurjönsdóttir Loksins, loksins Kirkeby Á laugardaginn verður opnuð sýning á verkum danska listamannsins Pers Kirkebys í Listasafninu á Akureyri sem samanstendur af málverkum, einþrykkjum, teikningum og skúlptúrum frá árunum 1983-1999. Á sama tíma verður opnuð sýning i vestursal safnsins á innsetningu eftir Heklu Dögg Jónsdóttur sem nýverið hlaut verðlaun úr Listasjóði Pennans. Kirkeby (f. 1938) er án efa þekktasti núlifandi myndlistarmaður Norðurlanda og er þetta fyrsta einkasýning hans á íslandi. Sýningin er unnin í samstarfi við Michael Werner-galleríið í Köln sem annast hefur öll hans kynningarmál á heimsvísu undanfarna áratugi. Það má nokkurri furðu sæta að ekki hafl fyrr verið haldin sýning á verkum Kirke- bys hérlendis þar sem hann hefur löngum haft mikinn áhuga á landi og þjóð og meðal annars skrifað ítarlega grein um Kjarval er haft hef- ur drjúg áhrif á hann sem listamann. Leiðir Kirkebys lágu oft til íslands, einkum á hans yngri árum. Sýningunni lýkur 16. september. Ruppel í i8 í dag opnar Thomas Ruppel sýningu á verk- um sínum í neðra rýminu í iSgallerí. Thomas Ruppel er fæddur í Ebingen, Baden-Wúrttemberg árið 1960. Hann stundaði nám í málun og grafík við Staatliche Aka- demie der Bildende Kunste. Thomas Ruppel hlaut Felix Hollenberg-verðlaunin árið 1997. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum í Þýskalandi og fleiri löndum frá árinu 1989. Auk þess hefur hann unnið við kennslu og rekið grafikverkstæði þar sem hann býr og vinnur í Stuttgart. Tómas og Gunnar djassa Á sjötta Tuborgdjassi í Deiglunni á Heitum fimmtu- degi í kvöld kl. 21.30 leikur píanódúó, skipað þeim Gunnari Gunnarssyni á pí- anó og Tómasi R. Einarssyni á kontrabassa. Þeir Gunnar og Tómas R. hafa starfað mikið saman imdanfarin 6 ár og leikið bæði innanlands og utan. Efnisskráin er óvenju fjölbreytt af djass- prógrammi að vera. Þar eru lög klassískra djasshöfunda, latíndansar, norrænar vísur í djassbúningi og íslensk tónlist, m.a. lög eftir þá Magnús Eiríksson og Magnús Blöndal Jó- hannsson. Manuela Wiesler í Akureyrarkirkju Fimmtu og síðustu Sum- artónleikar í Akureyrar- kirkju verða haldnir á sunnudaginn kl. 17 og verð- ur flytjandi að þessu sinni Manuela Wiesler flautuleik- ari. Manuela Wiesler er aust- urrísk en fæddist 1 Brasilíu árið 1955. Hún ólst upp í Vín og bjó síðan í áratug á íslandi. Hún var einnig nokkur ár í Sviþjóð en hefur verið búsett í Vín frá 1988. Manuela lauk einleikaraprófi frá Tónlistarháskólanum í Vín 1971 og síðar naut hún leiðsagnar Alains Marions, James Galwa- ys og Auréle Nicolet. Manuela hefur komið fram sem einleikari víða um heim og á efnis- skrá hennar eru verk frá öllum tímum. Hún hefur hlotiö margvíslegar viðurkenningar fyr- ir leik sinn. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir: Akira Mimura, Katherine Hoover, Charles Koechlin, Sofia Gubadidulina, Johann Sebast- ian Bach, Ernö v. Dohnáni. Aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum við kirkjudyr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.