Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Blaðsíða 15
14 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjaltl Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Bjðrn Kárason A&stoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverhoití 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, simi: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. 1-2 mittjarða rnengun Robert Watson, sérfræðingur Alþjóðabankans í meng- unarmálum, metur verðgildi mengunarréttar fyrir koltví- sýring á 15-30 dollara tonnið. Það eru tölurnar, sem bank- inn miðar við, þegar hann er að reyna að meta mengun- arþátt stórverkefna, sem hann fjármagnar. Mengunarskattur er á næsta leiti í Evrópu. Frakkland byrjaði að nota slíkan skatt í tilraunaskyni fyrir ári. Bú- izt er við, að staðfesting Kyoto-bókunarinnar um takmörk- un á útblæstri koltvísýrings og annarra gróðurhúsaloft- tegunda leiði til samevrópsks mengunarskatts. Stórfyrirtæki eru byrjuð að búa sig undir skattinn, þar á meðal olíufélögin Shell og BP. Stjórnarformaður British Airways er formaður brezkrar nefndar af hálfu viðskipta- lífsins, sem hefur mælt með mengunarskatti í Bretlandi. Menn hafa þegar sætt sig við hugmyndina. Verðgildi mengunar með koltvísýringi er mikilvæg reikningseining, þegar ríki og fyrirtæki fara að verzla með réttinn til að menga. Flestir sérfróðir menn telja slíka verzlun með mengun gagnlega til að gera minnkun meng- unar í heiminum sem hagkvæmasta í kostnaði. Verðgildið ræðst auðvitað að lokum af framboði og eft- irspum. En nota má spátölur Alþjóðabankans til að verð- leggja ýmis atriði, sem varða ísland. Þannig er verðgildi íslenzka ákvæðisins í tengslum við Kyoto-bókunina frá 2,5 milljörðum upp í 5 milljarða króna á hverju ári. Mengunarverð Reyðaráls eins verður samkvæmt tölum Alþjóðabankans 1-2 milljarðar króna á hverju ári. Það er skatturinn, sem Reyðarál þarf að bera, ef íslenzk stjórn- völd taka á sama hátt og aðrar ríkisstjórnir á Vesturlönd- um á kostnaði við nýja mengun stórfyrirtækja. Þótt ísland fái ókeypis mengunarkvóta við frágang Kyoto-bókunarinnar, er ekkert, sem segir, að gefa eigi Reyðaráli þennan kvóta. Sjávarútvegurinn mun vafalaust telja sig standa nær slíkri fyrirgreiðslu ríkisvaldsins. Og bíleigendur telja sig þegar borga miklu meira. ísland verður fyrr eða síðar að leggja á mengunarskatta og leyfa verzlun með mengun eins og nágrannaríkin. Þar með verður fyrr eða síðar ekki komizt hjá því að skatt- leggja Reyðarál um 1-2 milljarða króna á ári, jafnvel þótt núverandi ríkisstjórn vilji gefa skattinn eftir. Nauðsynlegt verður fyrir íslenzka lífeyrissjóði og aðra stórfjárfesta í Reyðaráli að gera sér grein fyrir, að fyrr eða síðar kemur þessi skattur á fyrirtækið. Engin pólitísk samstaða er í landinu um að veita þessu fyrirtæki meng- unarlegan forgang fram yfir önnur fyrirtæki. Á allra næstu árum munu Vesturlandabúar vakna til meðvitundar um vandræðin í tengslum við gróðurhúsa- lofttegundir. Öll vísindaleg rök hafa á síðustu misserum hneigzt að sömu niðurstöðu, sem segir okkur, að minnka verði mengun til mikilla muna á næstu árum. Evrópskir og amerískir framleiðendur mengunar í álfyrirtækjum munu ekki sætta sig við til lengdar að keppa við dótturfyrirtæki Norsk Hydro á íslandi, sem hafi þá samkeppnisaðstöðu umfram önnur slík fyrirtæki að þurfa ekki að borga mengunarskatt á koltvísýring. Þeir, sem gæla við hugmyndir um fjárfestingu i Reyðar- áli, þurfa að gera ráð fyrir, að fyrirtækið verði fyrr eða síðar að borga 1-2 milljarða króna á ári fyrir réttinn til að menga andrúmsloftið í heiminum. Umheimurinn setur annars innflutningsbann á afurðir verksmiðjunnar. Hingað til hafa málsaðilar ekki reiknað meö að þurfa að borga slíkar upphæðir. Þeir hafa verið að leika sér með óraunhæfar tölur um rekstrarkostnað Reyðaráls. Jónas Kristjánsson DV Hafi samband við ríkisstiórnina Kjallari Ritstjóri DV, ÓIi Björn Kárason, gerir fjárfestingar lífeyrissjööa í stóriðju að umræðuefni í leiðara fyrir fáeinum dögum. í leiðaran- um gerir ritstjórinn trúverð- ugleika minn einnig sérstak- lega að umræðuefni og fer þess á leit að ég skýri út hvar raunveruleg skil á milli stjórnmálamannsins og stjórnarmanns í lífeyrissjóði liggi. í upphafi skal upplýst að í stjórn LSR, þar sem ég á sæti, sitja átta einstaklingar. Þeir eru annars vegar skipaðir af samtökum launa- fólks í BSRB, BHM og Kennarasam- bandi íslands og hins vegar af fjár- málaráðherra. Ákvarðanir sem teknar eru þurfa að byggja á meirihlutavilja stjórnar. Innan stjórnar LSR hefur ekki reynst vera meirihluti fyrir því viðhorfi fjármálaráðherra sem fulltrú- ar hans í sjóðsstjóminni báru fram um að teknar skyldu upp könnunar- viðræður um fjárfestingar í álveri. Ef til vill hefði legið beinna við fyrir rit- stjóra DV að beina spurningu sinni til fjármálaráðherra í stað mín. Þegar allt kemur til alls þá er það ég sem hef fylkt mér með þeim sem hafa reynt að Ogmundur Jónasson stjórnarformaöur LSR verja lífeyrissjóðinn gegn S— pólitískri afskiptasemi. Ég er nefnilega sammála því meg- insjónarmiði sem fram kem- ur í upphafsorðum fyrr- nefnds leiðara. Þar segir: „Uppbygging stóriðju, hvort heldur er álvers eða annarra orkufrekra fyrirtækja, er í eðli sínu áhættufjárfesting. Þeir sem leggja fram fé til slíkrar starfsemi eru því að taka verulega áhættu - mun meiri áhættu en tekin er í flestum öðrum atvinnurekstri." Hvers kyns leynimakki hafnað Lífeyrissjóðir eru myndaðir til þess að halda utan um lífeyrissparnað landsmanna. I samræmi við landslög og heilbrigða skynsemi einnig ber þeim að sýna mikla ráðdeild og var- færni í fjárfestingum og forðast alla áhættu. Hart hefur verið lagt að lífeyr- issjóðunum aö gefa í sumar fyrirheit um tjárfestingu í Reyðaráli. Slík lof- orð yrðu hins vegar ekki „innheimt" fyrr en í upphafi næsta árs, svo vitn- að sé í orð talsmanns fjárfesta á fundi með lífeyrissjóðsmönnum í vor. Fljót- lega eftir þennan fund var stjórnum lífeyrissjóðanna kynnt svokallað „Secrecy agreement" eða sam- komulag um þagnarskyldu til undirritunar. Ekki reyndist meirihluti stjórnar LSR ginn- keyptur fyrir vinnubrögðum af þessu tagi. Sjálfur skal ég fúslega játa að ég hef miklar efasemdir um rétt- mæti þess að verja fjármunum lífeyrissjóða í ijármögnun á stór- iðjudraumum stjórnvalda. Það sjónarmið liggur hins vegar ekki að baki þeirri ákvörðun fulltrúa stéttarfélaganna í stjórn LSR að fallast ekki á tillögu um að setj- ast nú að viðræðuborði með fjár- mögnunarhópnum. Menn töldu einfaldlega að forsendur væru ekki fyrir hendi fyrir slíkum við- ræðum hvað sem því máli svo aftur liði ef það yrði ofan á að virkja og reisa álver. Þá efast ég ekki um að innan sjóðsstjórnar- innar kynni að skapast meiri- hluti fyrir þvi að skoða þann fjár- festingarkost eins og aðra. Þessi fjárfestingarkostur er hins vegar ekki til og óeðlilegt aö lífeyrissjóðirnir séu á þessu stigi notaðir í pólitískum tilgangi beinlínis til að styðja stóriðju- áform stjórnvalda. Ég ætla að J ÚtftðNf0ir®6 DV eW. Ut<*tu5tjGri: Eyjóifur Bvé.ns&on ............iri; Hjaiti Jóncson , n OÉ Óti Bjöm Kóiiuujo n og S.fimuíHJur t'.mr RúMfMðn 8ug»4SSSSnSSSe RiUtptn, sknfstofur, RufJýsinfiO', smMuftlpUfift*, OJftCúMfgjetficiJ. á*knft: Þvarhottl 11 101 Rvlk *iml' SOOO Faxi AuelýimíOf; L50 6727 - R.UV>tn 550 6020 - A&*r 550 Ormt RéiMr. Amfýomfar: HÖO 5550. Átkntv 800 6777 ttafraa étc*fa: fiiipy/wvm.netheimar.tsJð-/ 0 NKWj: httpV/'vwwv.viAtfJ* ItlUgémi ntsljotfvðdv.15 - Augfýsmta'' au*fy*iniþMOOv.i». - ored‘n*87.'tv.rt Akureyri: SimrKlArita 31. 460 6100, ffix: 460 6171 OetnlnO og umkret: Utf.AfufélagÆ DV eht. Plotu*eré: IkrifokJarprermmto^ W Preutun: Vvnku-' h'. Awnftarmb 6 m«nu6. 2060 ta. m. v*k. Uu&atötuvn'ð 100 ►/. m. «*.. ildjí-rtjiofc 280 tí. m, vtk. OV éaMur »ff rfitt tll «6 btrui oótent efn. tMten* > *\*ueru ftvnv og < dn emk«gji»0». DV fr*Mr ekkl wömatondum fynr vlöiði vtð þö rtto fyrir mynœwtinjAf af þe.m Álver og tífeyrissjóðir Uppbygging stériðju. hvort hcldur er álvers eöa annarra orkufrekra fyrlrtœkja, er i eðlí sínu áhættufjarfesting. Þelr sem leggia fram (é tll uppbyggingar slikrar starfsemi eru þvf að taka verulega áhættu mun meiri áhættu en tekin Ég ætla að leyfa mér að óska eftir því við Óla Bjöm Kárason að hann beini spumingu sinni um trúverðugleika til þeirra sem vilja nota lífeyrissjóðina í pólitískum tilgangi en ekki til mín sem reyni eftir fremsta megni að hamla gegn sliku. leyfa mér að óska eftir því við Óla Bjöm Kárason að hann beini spurningu sinni um trúverðug- leika tO þeirra sem vUja nota líf- eyrissjóðina í pólitískum tilgangi en ekki tU mín sem reyni eftir fremsta megni að hamla gegn slíku. Vopnaiðnaður, barnaþrælk- un og umhverfismál Hitt er svo annað mál að spum- ingu ritstjórans er engan veginn auðsvarað: Hvar liggja skUin á miUi stjórnmálaskoðana okkar og svokaUaðra faglegra viðhorfa? Nú er það svo að lifeyrissjóðir viðs vegar um heiminn leyfa sér - og þessi sjónarmið eru að ryðja sér til rúms - að hugsa pólitískt að því leyti að sumir þeirra vUja ekki fjárfesta í vopnaiðnaði, svo dæmi sé tekið, eða í fyrirtækjum sem byggja á barnaþrælkun. Aðrir sjóðir horfa til umhverfisþátta og erum við þar farin að nálgast það viðfangsefni sem hér er til um- ræðu. Ég skal játa að ég er hallur undir þessi sjónarmið. Það er hins vegar ekki komið að því að á þau reyni. Ögmundur Jónasson Kyoto í dauðateygjunum Það hefur verið mikið að gera hjá íslenskum sendimönnum á alþjóða- vettvangi. Þeir standa i miðjum hring- leikahúsum alþjóðlegra rástefna en reyna samt að beita einfóldum skyn- semisrökum búmannsins. Það gengur ekki lengur á alþjóðavettvangi, þar ráða umhverfisöfgahreyfingarnar og skriffinnar sem þurfa að gera sig mik- Uvæga svo þeir missi ekki vinnuna. Alþjóða hvalveiðiráðið hefur verið með skemmtUega sýningu; þar virðast vera komnir fósturforeldrar hvalanna sjálfra sem umhverfisöfgaiðnaðurinn fær fjármagn frá. „Loftslagsráðstefn- an“ í Bonn er þó mun stórkostlegri - þar sátu þúsundir skriffinna að gera skammarstrik á kostnað skattgreið- enda. Gagnslaus samnlngur Kyotobókuninni var beint fyrst og Margt bendir til að koltvísýringsmagn- ið í loftinu fari eftir hitastiginu, ekki starfsemi mannanna. Spurt og svarað fremst gegn alþjóða iðnaðarauð- magninu og aðaUega því bandaríska. Evrópuþjóðir hafa, ásamt umhverf- isöfgaiðnaðinum, hagsmuni af að gera samkeppnisstöðuna verri hjá bandarisku stóriðnaðarfyrirtækjun- um sem eru leiðandi og vaxandi á að heita má öUum sviðum. Nú hafa Bandaríkin dregið sig úr og ætla ekki að samþykkja Kyoto. Japönum finnst Kyoto of dýr og fengu sérþarf- ir frá sér samþykktar. Það er í raun búið að afnema áform um refsingar fyrir þá sem gerast brotlegir. Og ekki einu sinni Evrópuþjóðir geta staðið við Kyotobókunina nema með því að byggja upp meiri kjarnorku- iðnað. Það eru erindrekar umhverf- isöfgahreyfinganna, Græningjar, sem sitja í helstu umhverfisráð- herrastólum Evrópu og þegar raun- veruleikinn kemur fram geta hinir stjómmálamennim- ir ekki staðið við lof- orðin sem Græn- ingjarnir gáfu. Óþarfa upphlaup Það er enginn sem veit hvort mennimir geta haft einhver teljandi áhrif á loftslagið. Koltvísýringsút- blástur mannanna er eins og dropi í hafið í hinni tröU- vöxnu hringrás koltvísýringsins á jörðinni. Margt bendir tU að koltví- sýringsmagnið í loft- inu fari aðaUega eft- ir hitastiginu, ekki starfsemi mannanna. Hita- aukningin sem varð á 20. öldinni var mUli 1920 og 1940. Það er kaldara núna en þá þó að koltvísýr- ingslosun mannanna nú sé um tíföld á við það sem var um þær mundir. ReiknUík- ön fræðinganna eru svo ónákvæm að þau sýna ekki einu sinni rétta mynd af loftslaginu eins og það er núna. Þróuðustu vísinda- stofnanirnar í Bandaríkjun- um hafa kveðið upp úr meö að spárnar séu óöruggar og hvUi á veikum vísindagrunni. Það eru hug- myndafræði og hagsmunir sem reka Kyótobókunina áfram, ekki vísindi. Og það versta: Ef „gróðurhúsaáhrif- in af mannavöldum" skyldu nú fara að sýna sig einhvern tíma yrðu þau jákvæð fyrir flesta jarðarbúa, sér- staklega íslendinga! Okkar menn til fyrirmyndar íslenska ríkisstjórnin hefur staðið sig betur en aðrar Evrópustjórnir og hefur staðfastlega neitað aö skrifa undir Kyoto nema ísland fái að byggja upp iðnað með íslenskri orku. Þaö lenti líka á herðum okkar manna að koma ráðstefnufuUtrúum í skilning um að gróðurinn á jörðinni bindur koltvísýringinn, jafnvel þó að það standi í skólabókunum, a.m.k. á hér íslandi. (Gróðurinn þiggur reyndar með þökkum aUan koltví- sýring sem hann getur fengið og bindur þeim mun hraðar sem menn- irnir blása meiru út.) Sjálfskipaðar siðalögreglur heimsins, Norðurlönd- in, ætluðu að ganga á undan og leika góðar ömmur, eins og þau eru vön Friðrik Daníelsson efnaverkfræóingur að gera á alþjóðavettvangi, og undirrita meiningar- lausa stuðningsyfirlýsingu við Kyoto. Umhverfisráð- herrar Norðurlanda ætluð- ust tU að Siv skrifaði undir en okkar kona sagði „nej tack“, sjálfsagt með sínu bjarta brosi, enda færi henni iUa að leika ömmu heimsins. ísland er ekki í sömu stöðu og Evrópulönd. Hér er vaxandi þjóð sem missti af aldaþróun meðan iðnað- ur óx upp í Evrópu. ísland á meira sameiginlegt með þróunarlöndunum en Evrópu að þessu leyti og iðnaðar- uppbygging á íslandi er ekki stöðnuð eins og í Evrópu. Evrópuþjóðum fækkar og þær geta aðeins haldið í horfinu með innflutningi fólks frá öðrum heimsálfum. íslendingar framtíðarinnar þurfa frelsi tU að eiga bíla, skip og flugvélar eftir þörf- 1 um vaxandi fjölda landsmanna. ís- lendingar þurfa aö byggja upp margs konar iðnað, ekki bara orkufrekan iðnað: Það þarf verksmiðjur tU mat- vælaframleiðslu eða fóðurfram- leiðslu sem senda frá sér koltvísýr- ing. Efnaverksmiðjur og lífefnaverk- smiðjur, m.a. tU að vinna úr íslensk- um hráefnum sem senda frá sér koltvísýring. Olíuhreinsunarstöðvar - nú er meira segja farið að leita að olíu hér viö land. ísland á samleið með Bandaríkjunum - þar er vöxtur og efnahagsuppbygging. íslendingar geta því ekki samþykkt Kyoto þar eð það mundi setja hömlur á framtíðar- uppbyggingu vaxandi þjóðar i land- inu. Friðrik Daníelsson Beltin bjarga „Þau eru fjölmörg tU- vikin þar sem fólk i bU- beltum hefur sloppið nánast án meiðsla en þeir sem ekki hafa verið með þau spennt hafa lát- ið lífið. Enginn vafi leik- ur á að bUbeltin geta bjargað mannslífum og þess vegna hafa Uestar þjóðir krafist þess að notk- un þeirra sé skylda, eins og raunin er hér á landi. Þá má heldur ekki gleyma þvi að börn mega ekki vera laus í bU- um og að þau yngstu þurfa að njóta vemdar barnabUstóla sem hæfa stærð þeirra og þroska. Börn mega aldrei sitja i framsæti bils meö öryggispúða, það er lífshættulegt. Og svo er einnig rétt að árétta að öryggispúðinn gerir ekki fuUt gagn nema við séum líka með bUbeltin spennt." Siguröur Helgason, upplýsingafulltrúi Umferðarráös, á Netdoktor.is Alltaf frjóir „Ég er ekki að segja að getnaðarvarnir eigi aUar að vera þægUegar og fyrirhafnarlausar fyrir konur og óþægi- legar fyrir karla. En það á heldur ekki að vera öfugt. Ekki bara fyrirhöfn fyrir konur og þægindi fyrir karla. Það má vera meira úrval svo hægt sé að skipta þessu bróðurlega á mUli para. Þetta snertir báða aðUa jafnmikið, þó konan beri þvi miður oftar byrðina ef um ótímabæra óléttu er aö ræða. Svo eru það jú karlmenn- irnir sem era aUtaf frjóir en við kon- ur aðeins nokkra daga í mánuði. Þess vegna ættu þeir líka að leggja sitt af mörkum í getnaðarvamabransanum." Elva Dögg Melsted i pistli á www.strik.is Sigurpáll Ámi Aðálsteinsson, handboltaþjálfari Þórs. Smíða, stilla, tengja og mála „Ég ætla aö halda mig í heimaranni um komandi helgi enda vísast besti leikurinn í stöðunni þar sem spáð er rign- ingu. Engu að síður heiUar Akureyri nú sem fyrr - og fjöldi ágætra vina minna í Reykjavík er á norðurleiö og ætlar að líta við hjá mér. Sið- an er raunar í hundrað horn að líta hjá mér, ég er nýlega búinn að kaupa mér hús hér í bænum og nú fara allir mínir peningar og stundir í að smíða, stilla, tengja og mála. Starfið er margt. Ef einhver eyða kemur í þéttskipaða dagskrá hús- byggjandans fer ég upp á golfvöU og tek eina sveiflu.“ um verslunarmannahelgina? íris Björk Ámadóttir, í 2. sœti sem fegurdardrottning. ■■ ■! Akureyri eða Eldborg „Stefnan hefur verið sett á Akureyri, bæði er góð veðurspá fyrir Norðurlandið og eins á ég góða vinkonu fyrir norðan sem mig langar tU þess að heimsækja. Mér finnst aUtaf gaman aö fara í sund á Akureyri og í ís- búðina Brynju. Þá hefur Kjarnaskógur alltaf heiUað mig og jólabærinn á HrafnagUi. Það hef- ur lengi verið takmarkið hjá mér að fara norð- ur einu sinni á sumri. Og ef Akureyri klikkar þá fer ég á hátiðina á Eldborg því þar eru góðar hljómsveitir og ekki svo ýkja langt þangað héð- an úr Reykjavík." Ámi Sigfusson, forstjóri Ako-Tœknivals hf. Vinnuhelgi - og garðurinn „Þetta verður vinnuhelgi hjá mér, enda að mörgu að hyggja vegna sameiningar Aco-Tækni- vals í eitt stórt fyrirtæki. Flutn- ingar úr Skaftahlíð og hingað niður í Skeifu standa fyrir dyrum á næstu tveimur vikum og einnig þarf að samkeyra upplýsingakerfi þess- ara fyrirtækja. Þá þarf einnig að ganga frá sex mánaða uppgjöri fyrirtækisins, sem er auðvitað nokkuð flókið þegar verið er að taka tölur frá tveimur fyrirtækjum og sameina þær í uppgjöri eins. Utan vinnunnar þarf ég síðan eitthvaö að vinna í garöinum mínum, negla spýtur í vegg og leggja stétt. Þetta verður góö helgi.“ Finnur Ámason, framkvœmdastjóri Hagkaups. Rólegheit aust- anfjalls „Þetta verður rólegheitahelgi hjá fjölskyldunni og við höfum sett stefnuna austur yfir fjall þar sem bæði foreldrar mínir og tengdaforeldrar eiga sumarhús. Við hjónin erum með fiögur börn og margt skemmtilegt hægt aö gera með þeim; fara í sund, gönguferð- ir og fleira slíkt. Við í Hagkaupi erum með opið bæði laugardag og sunnudag en á mánudaginn - frídag verslunarmanna - er hins vegar lokað. Efalaust hefði starfsfólk okkar flest hvað kosið að eiga frí alla þessa helgi, enda vinnudagur þess yfirleitt langur - og ekki margir dagar á ár- inu þar sem allir geta verið í fríi á sama tíma.“ Stærsta feröahelgi ársins er fram undan og þúsundir veröa á faraldsfæti Skoðun HRMN HHFR F L_Ö 5 t-<r<J ~ ‘5METTJ Ríkiseinkasala á hassi? neyslan séu uppi á yfirborðinu en ekki í skúmaskotum samfélagsins. Og það styrkir auðvitað þennan málflutning að andstæðingar lögleið- ingar hafa margir óljósar hugmynd- ir um efnið (eða efnin) og gera kannski ekki greinarmun á heróíni og hassi en á þeim er svona svipað- ur munur og á Musso-jeppa og Matchbox-bíl. Það er örugglega langt í aö fleiri fikniefni verði lögleidd á íslandi. En ef það gerist þá er grundvallarskil- yrði að salan fari ekki á frjálsan markað og verði sett í hendur á gróðapungum. Ef samkomulag næst einhvem tímann um takmarkaða lögleiðingu fikniefna á íslandi þá verður hún alfarið að vera í höndum ríkisins, hvaö svo sem öllu markaðs- frelsi líður, enda mun ríkið með ein- um eða öðrum hætti bera kostnað af aukinni fikniefnaneyslu sem óhjá- kvæmilega myndi fylgja í kjölfar lög- leiðingar. En það myndi hins vegar kannski spara eitthvað á móti. Ríkiseinkasala á hassi kemur sem sé hugsanlega tii greina en ekki Bræðurnir Hass og Kók ehf. Óvæntir samherjar Ekki em öll fikniefni ólögleg. Bölvað tóbakið er löglegt þó að því sé þrengt á ýmsum sviðum. Og áfeng- ið er löglegt þó margir sér- fróðir séu á því að það sé mun harðara og skaðvæn- legra efni en til að mynda hass. Og auðvitað þarf ekki að fara mörgum orðum um það að ýmsir græða ótæpi- lega á framleiðslu og sölu á tóbaki og áfengi. Hins vegar er alveg ljóst að þeir sem mest græða á sölu og dreifingu ólöglegra fikniefna gera það ein- göngu vegna þess að þau eru ólögleg. Þannig er nokkuð víst að eiturlyfia- barónarnir í Cali og Medellin munu berjast harkalega gegn auknu frelsi til fikniefnaneyslu og eiga örugglega eftir að leggja fé (svo lítið beri á) til Og áfengið er löglegt þó margir sérfróðir séu á því að það sé mun harðara og skaðvœnlegra efni en til að mynda hass. Og auðvitað þarf ekki að fara mörgum orðum um það að ýmsir grœða ótœpilega á framleiðslu og söiu á tóbaki og áfengi. Það eru eiginlega orðin skilyrt viðbrögð hjá ansi mörgum þegar minnst er á frelsi á einhverjum svið- um og nauðsyn þess að hitt og þetta verði gefið frjálst að bregðast við með því að tauta í barm sér: „Já, það er nefnilega það. Og hverjir ætla nú að fara að maka krókinn?“ Og þessi viðbrögð eru í sjálfu sér ekki undarleg því hugtökin frelsi og frjálsræði hafa á síðustu árum nánast alfarið verið notuð í tengslum við viðskiptafrelsi af einhverju tagi, athafnafrelsi til að græða á einhverju sem ekki hefur verið hægt til þessa vegna einhverra „úreltra" siðferðishugmynda, tak- markana og laga í samfélaginu. Þess vegna er það ekkert undar- legt, þegar umræða fer vaxandi um að kannski sé skynsamlegt að leyfa notkun fikniefna með tilteknum tak- mörkunum, að ýmsum fljúgi í hug að hagsmunaaðilar, einhverjir sem ætla að græða á málinu, hafi þar hönd í bagga. Og það er auðvitað ekkert nýtt að menn velti fyrir sér hags- munatengslum. Cui bono? spurðu Rómverjar til forna og enn er spurt á sömu nót- um. samtaka sem berjast gegn lögleiðingu fikniefna þannig að bindindishreyfingar viða um lönd eiga von á öflugum stuðningi. í þessu máli fara saman hagsmunir andstæð- inga fikniefna og glæpa- mannanna sem selja þau og eru hér nokkuð óvæntir samherjar á ferð. Hass ehf.? En eru einhverjir sem telja sig geta grætt á lögleið- ingu fikniefna? Helstu tals- menn þess hér á íslandi hafa verið ungir sjálfstæöis/frjálshyggju- menn og mætir lögspekingar á borö við Jón Steinar Gunnlaugsson. Þess- ir aðiiar hafa fært fram margvísleg og oft á tíöum sannfærandi rök fyrir máli sínu. Erlendis hafa sams konar rök komið fram, m.a. í umtalaöri grein i The Economist á dögunum. Talsmenn lögleiðingar eru flestir á móti fikniefnum en telja ástandið svo slæmt að það verði illskárra með því að leyfa þessi efni undir ströngu eftirliti þannig að viðskiptin og Jóhannes Sigutjónsson skrifar:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.