Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2001, Blaðsíða 28
Opel Zafira Bífheimar FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 * Allt fór vel DV-MYNDIR SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Hér er fólkiö komlö saman í Kirkjuhvoli, félagsheimilinu á Klaustri, dauöskelkaö eftir aö hafa barist um í ísköldu jökulvatninu. Nítján hætt komn- ir í flúðasiglingu - réttur búnaður fólksins kom í veg fyrir stórslys Skaftá vatnsmlkll Brúin á Hunkubökkum en óhappiö varö um 400 metra ofan viö brúna. Pólsk stúlka handtekin: Með 1600 e-töflur - verðmætið 4,4 millj. Pólsk stúlka, tuttugu og tveggja ára, hefur veriö úrskurðuð i gæsluvarðhald til þriggja vikna eftir aö hafa verið handtekin með 1600 e-töflur inni á sér í sl. viku. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöövaði konuna þegar hún var aö koma til landsins frá Kaup- mannahöfn. Ljóst þykir að fíkni- efnunum hafi átt að dreifa hér á landi, sem ekki er ólíklegt þegar útihátiðir verslunarmannahelg- arinnar, sem oft eru nefndar í tengslum við fikniefnaneyslu, fara í hönd. Samkvæmt nýlegri könnun SÁÁ á gangverði fíkniefna, sem birt er á heimasíðu samtakanna, var gangverð á hverri e-töflu í síöasta mánuði 2750 kr. þannig að ætla má að verðmæti efnanna sem pólska stúlkan flutti hingað til lands hafi verið um 4,4 millj- ónir kr. -sbs Skattakóngur og meik í Helgarblaði DV á morgun er um- fjöllun um Eirik Sigurðsson, skatta- konung íslands fyrir árið 2000. Eiríkur á að baki fjölbreyttan feril í verslunar- rekstri sem fróðlegt er að kynnast en hann seldi Baugi verslunarkeðju sína 10-11 á síðasta ári og fær nafnbót skattakonungs vegna þess. í Helgarblaðinu er einnig viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra sem svarar pólitískum ávirðingum Davíðs Oddssonar vegna spillingar- mála fullum hálsi. Það er fjallað um sögu Eiðastaðar, farið í kjötsúpu og kúltúr á Hvolsvelli, sagt frá magnaðri gönguferð frá Lakagígum í Núpsstað- arskóga og rætt við heljarmennið sem leikur Gunnar á Hlíðarenda í sam- nefndum söngleik. I Fókus á morgun er rifjað upp þeg- ar nokkrar íslenskar hljómsveitir voru klæddar upp í erlendan búning á geisladiskinum Icebreakers og fjallaö um íslenska meikið almennt. Rætt er við Hildi Guðnadóttur, sem stjómar hljómsveitinni Rúnk, tekinn er saman neyslupakki verslunarmannahelgar- innar og sagt frá nýjasta æðinu í mið- borg Reykjavíkur. Tveir starfsmenn á Hótel Kirkjubæjarklaustri voru hætt komnir i Skaftá seint í gærkvöld þegar tveim bátum í flúðasiglingu, með 19 manns innanborðs, hvolfdi í straumharðri ánni. Fólkinu var bjargað í iand við illan leik eftir að hafa borist meö flaumnum all- langa leið. í morgun var fólkið flest við bestu heilsu að best var vitað. Ein kona var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Skaftá var óvenju straumhörð í gær og hitastigið aðeins 6 gráður í jökulvatninu. Starfsfólk hótelsins gerði sér glaðan dag í gær til að bæta upp komandi verslunar- mannahelgi þegar 40 manna starfs- lið hótelsins verður við vinnu sína meðan aðrir eiga frí. Starfsmenn og leiðsögumenn hófu siglingu niður ána upp úr klukkan tíu og átti hún að standa í klukkutíma og ljúka fyrir framan hótelið. Eftir 10 minútna siglingu steyttu tveir bát- anna á skeri og hvolfdi þeim. Flestir komust af sjálfsdáðum upp á árbakka en við illan leik. öðrum var bjargað upp í þriðja gúmbát- inn. Ungur piltur og kona á miðj- um aldri voru hættast komin en var bjargað mjög köldum og hrökt- um. Björgunarsveitir voru kallað- ar út, heimamenn og Víkverji frá Vík í Mýrdal og þyrla gæslunnar Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkis- ins, segir að ákvöröun Skipulags- stofhunar ríkisins að leggjast gegn byggingu Kárahnjúkavirkjunar vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa og ófullnægjandi upplýsinga um ein- staka þætti framkvæmdarinnar sé byggð á lögum. Stefán segir að Skipu- lagsstofnun sé alls ekki að fara út fyr- ir sitt verksvið og taka sér völd kjör- inna fulltrúa fólksins. „Þeir sem kynna sér þennan úr- skurð sjá það strax að í rauninni er var kölluð út en hennar reyndist ekki þörf og var kölluð til baka. „Þetta var alveg hræðilegt en fór þó betur en á horfðist i fyrstu," sagði Bessi Þorsteinsson hótel- stjóri í morgun. „Fólk var eölilega skelkað og í miklu sjokki. Lengi var ekki vitað hvernig þessu reiddi af. En allt fór vel og það er fyrir mestu en þetta sýnir okkur að allt getur gerst, þarna mátti þetta nákvæmlega í samræmi við lög, og raunar gat niður- staðan ekki orðið önnur á grundvelli gildandi laga. Úr- skurðurinn hefði ekki átt að koma ráðherrum ríkis- stjómarinnar á óvart, þ. á m. forsæt- isráðherra." Er meó þessum úrskurði verið aó engu muna að illa færi.“ Bessi segir að það sem gerði gæfumun- inn hafi verið að allt var fólkið í réttum útbúnaði, í flotbúningum og með góða hjálma. „Við sátum saman fram á nótt og ræddum málin. Mér finnst ótrúlegt að allir séu enn búnir að jafna sig eftir volkið, þetta var hræðileg lífs- reynsla,“ sagði Bessi í morgun. blúsa á allar virkjunarframkvœmdir noróan jökla? „Nei, nei, síður en svo, og víðtæk- ari ályktanir er ekki hægt að draga af því. Þama liggur fyrir ákveðin fram- kvæmd sem fer í mat og það er á grundvelli þeirra gagna sem þar era lögð fram sem þeirri framkvæmd er hafnað. Niðurstaðan segir ekkert meira. Það er þeirra tíma ákvörðun ef horft er til einhverra annarra svæða með raforkuversframkvæmdir," segir Stefán Thors. -GG -JBP Skipulagsstjóri ríkisins: Ekki lagst gegn öllum fram- kvæmdum norðan jökla Vestmannaey j ar: Keyrði á stúlkur Ekið var á tvær stúlkur í mið- bænum í Vestmannaeyjum í nótt. Atvik þetta varð um tvöleytið og svo viröist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum sínum með þeim afleiðingum að hann ók upp á gangstétt, á ljósastaur og á tvær stúlkur sem þarna voru. önnur þeirra slasaðist alvarlega og var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Hún var þó ekki lífshættulega slösuð. Hin stúlkan slapp betur og var hún á sjúkra- húsinu í Vestmannaeyjum í nótt. Að sögn lögreglu er ökumaöur- inn grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. -sbs Engin afsögn Arni Johnsen. Ámi Johnsen al- þingismaður hafði i morgun ekki sagt af sér þingmennsku svo sem Davíð Odds- son forsætisráðherra boðaði fyrir hálfum mánuði að hann myndi gera. Um þessi mánaðamót fékk þingmaðurinn greidd laun sín sem milljón króna á því fyrir fram nema rúmri hálfri mánuði. Páll Sigurjónsson, forstjóri ístaks, hefur lýst því að Árni hafi misnotað traust fyrirtækisins. ístak hefur um árabil gert þingmanninum greiða en snýr nú baki við honum og fordæmir notkun hans á beiðnum til kaupa á byggingarvörum. Enn hefur ístak ekki getað sýnt DV kvittanir vegna vinnu sem starfsmað- ur fyrirtækisins innti af hendi á heim- ili Árna og við smíði á mublum fyrir hann. Borið er við umfangsmiklu bók- haldi. Lögreglurannsókn á máli þing- mannsins er enn ekki hafin. -rt Verslunarmannahelgin: Fínt veður „Hitinn gæti slegið upp í 20 stig víða á suðvesturhorninu um helg- ina. Það verður fínt veður,“ sagði Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur í morgun þegar hann leit til himins. „Það verður víðast hvar bjart nema hvað ég sé úr- komubelti fyrir Austurlandi en það ætti að ganga yfir á sunnu- dag. Það verður bjart og hlýtt bæöi á Eldborg og í Vestmanna- eyjum og á kántríhátíð á Skaga- strönd ætti að verða gott á sunnu- dag,“ sagði Sigurður sem einnig sá fyrir sér ágætis veður í Galta- lækjarskógi, hlýtt en skýjað með köflum. „Fólk ætti að halda sig vestan Mýrdalsjökuls og sunnan Snæfellsjökuls vilji það vera í góða veðrinu," sagði Sigurður. -EIR Heihudýnur t sérflokki! Svefn&heilsa HEILSUNNAB veG Reykjavik 581 2233 Akureyri 461 1150 i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.