Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 I>V Fréttir Eignir þrotabús Skelfisks undir nýtt fyrirtæki í eigu Einars Odds Kristjánssonar: Sameining kúfisk- fyrirtækja rædd - að sögn framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðvar Þórshafnar „Þetta hefur borið á góma en er ekki að gerast í dag eða á morg- un,“ segir Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, um hugsanlega sam- einingu hluta þrotabús Skelflsks á Flateyri við þann hluta Hrað- frystistöðvar Þórs- hafhar sem snýr að vinnslu á kúfiski. Á Þórs- höfn gengur kúfiskvinnsla vel en samkvæmt heimildum DV er vilji fyrir því með- al ákveðins hóps hluthafa HÞ að sameinast Bragð- efni ehf., arftaka Skelfisks, og taka yflr fyrri eigur fyr- irtækisins. Skelfiskur er nú í gjaldþrotameð- ferð og milljóna- kröfur hvíla á þrotabúinu vegna vörslugjalda, svo sem lífeyrisiðgjalda og skatta. Hæst ber kröfu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga sem á útistandandi 4,8 milljónir. Ríkisábyrgðasjóður hefur þegar greitt lífeyrissjóðnum 3 milljón- ir króna af þeim peningum. Sigurbjöm Þorbergsson skiptastjóri sagði í sam- tali við DV að hann hefði enn ekki lok- ið skiptum vegna þess að skaðabóta- mál vegna konu sem missti handlegg í verksmiðju fyrirtækisins væri í gangi. Engar eignir era í búinu og að sögn Sigurbjöms taldi hann veiðileyfi Skelj- ar vera útrunnið og verðlaust. Skel ÍS, skip Skelfisks, er nú í eigu fyrirtækisins Bragðefhis ehf. og liggur í HafnarQarðarhöfn. Skip Skelfisks var á sínum tima boðið upp og Sparisjóða- bankinn innleysti það til sín en seldi síðan nýju fyrirtæki i eigu sömu aðila. Skipið er annnað tveggja sem hafa veiði- leyfi á kúfisk á Islandsmiðum. Hitt skip- ið er Fossá sem er í eigu Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar. Að auki eru tvö Einar Oddur Kristjánsson. Gylfi Arnbjörnsson. Árni Vilhjálmsson. Gunnar Felixson. Jóhann A. Jónsson. vinnsluleyfi á kúfisk; annað á Flateyri en hitt á Þórshöfn. Fossá nýtir nú veiðileyfi Skeljar ÍS sem ekki hefur ver- ið gerð út í annað ár. En leyfi Skeljar má endurvekja síð- ar samkvæmt upp- lýsingum frá sjáv- arútvegsráðuneyt- inu. Þar liggja verðmætin að mati þeirra sem vilja sameiningu við HÞ. Ávinningur Þórshafnarmanna yrði sá að ráða þeim tveimur leyf- um sem gefin hafa verið út til þessara veiða. Gangi þeir til kaupanna má jafnframt leysa þau greiðsluvandamál sem í þrotabúinu eru. Einkaleyfi á veiðum Einar Oddur Kristjánsson alþingis- Skel ÍS Liggur í Hafnarfiröi. maður er frumheiji i þessum veiðum og stofnandi Skelfisks og var lengst af aðaleigandi fyrirtækisins. Hann fékk á sínum tíma einkaleyfi til veiða á kúfiski fyrir öllu norðvestanverðu ís- landi að tilstuðlan Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra en einkaleyfið rann út um aldamót. Hann er jafn- framt einn eigenda Bragðefnis ehf. Nokkru fyrir gjaldþrotið hafði fyrir- tækið gengið i gegnum nauðasamn- inga þar sem felld voru niður 80 pró- sent af skuldum. Eftir nauðasamning- ÞH Gerir þaö gott á kúfiskveiöum. ana breyttist nafn fyrirtækisins úr Vestfirskur skelfiskur í Skelfiskur. Stjóm Skelfisks fyrir gjaldþrotið var skipuð þungavigtarmönnum úr ís- lensku efnhagslífi. Þar má nefna stjórnarformanninn, Ólaf B. Ólafsson, fyrrverandi formann Vinnuveitenda- sambandsins, og Gylfa Ambjömsson, fyrrum hagfræðing Alþýðusambands íslands. í varastjóm var einnig mikið mannaval en þar sátu m.a. Ámi Vil- hjálmsson í Granda og Gunnar Felix- son, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinn- ar. Þetta mannaval kom þó ekki í veg fyrir 200 miiljóna króna gjaldþrot. Enginn þessara manna á sæti í stjóm hins nýja Bragðefnis. -rt Velta á Vesturlandsvegi Jeppabifreiö valt á tíunda tímanum í gærkvöld á móts viö Keldnaholt rétt ofan viö Reykjavík. Ökumaöur bifreiöarinnar sofnaöi en vaknaöi þegar hann var kominn út fyrir veg. Honum tókst aö stýra bílnum aftur inn á veginn en við þaö fór afturdekk af felgu bílsins sem fór heila veltu og endaöi loks aftur á hjólunum. Lögregla haföi mikinn viöbúnaö og voru þrír sjúkrabíiar sendir á vettvang en góöu heilli sluppu ökumaöurinn og farþegi meö skrámur og beinbrot. Vesturlands- vegi var lokaö í um þrjá stundarfjóröunga vegna óhappsins en umferð var hleypt á aö nýju laust eftir klukkan tíu. -sbs Árni Johnsen alþingismaður sagði af sér í gær: Biðst afsökunar á hrapallegu hliöarspori - Ríkisendurskoðun rannsakar fjölda tilvika Ami Johnsen axlaði i gær ábyrgð á misgjörðum sín- um og sagði af sér þingmennsku, 20 dögum eftir að upp- lýst var um vöruúb tekt hans í BYKO. í kjölfar fréttar um BYKO-málið hrúg- uðust inn vísbend- ingar um að þing- maðurinn hefði tekið út vömr í nafni Þjóðleikhúss- ins, ýmist beint eða í gegnum verktaka- fyrirtækið ístak. Ríkisútvarpið Hættur og fárinn Árni Johnsen hefur sagt af sér sem alþingis- maöur. Þetta er í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem þingmaöur segir afsér. upplýsti að þingmaðurinn hefði tekið út óðalssteina og lagt við hús sitt í Breið- holti. Þingmaðurinn þrætti fyrir það verk sitt en varð síðar að viðurkenna í fréttaviðtali að hann hefði tekið stein- ana ófrjálsri hendi. Þá kom fram í fjöl- miðlum að þingmaðurinn hefði tekið út dúk fyrir 160 þúsund krónur í Garð- heimum og flutt til Vestmannaeyja. Árni reyndi í örvæntingu að senda dúk- inn aftur til Reykjavíkur með aðstoð eiganda Flutningaþjónustu Magnúsar. Þingmaðurinn fékk sína gömlu vinnufé- laga á Morgunblaðinu til að segja frá því að dúkurinn væri i geymslu i Gufú- nesi en hefði aldrei fariö til Eyja. Hann vísaði blaðamanni og ljósmyndara Morgunblaðsins á dúkinn og fostudag- inn 20. júlí birtist mynd og frétt þess eðl- is í blaðinu. Starfsmenn Flytjanda í Reykjavík staðfestu sama dag við DV að dúkur- inn hefði farið til Eyja en síðan komið suður aftur. Um það leyti sem blaðið kom út tilkynnti Davíð Oddsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, að Ámi myndi segja af sér. Síðan hafa komið fleiri mál upp á borðið þar sem þingmaðurinn hefur tekið út byggingarvörur í óleyfí. Fjölmiðlar sögðu frá því að Ámi hefði tekið út sturtu- botn og fleira í versl- uninni Tengi í Kópa- vogi. Forsvarsmaður þeirrar verslunar hafði nokkra áður sagt DV að þingmað- urinn hefði ekki tek- ið út vörar þar. Rík- isútvarpið sagði frá því að hann hefði tekið út hurðir í tré- smiðju á Suðurlandi og Morgunblaðið sagði frá úttekt Áma í Húsasmiðjunni. Samkvæmt heim- ildum DV er þetta þó aðeins lítill hluti þess sem Ríkisendurskoð- un er með til rann- sóknar. Þá era einnig í athugun fiár- reiður þingmannsins vegna uppbygg- ingar í Brattahlíð á Grænlandi. Þar kemur verktakafyrirtækið ístak við sögu en Ámi hefur út- hlutað fyrirtækinu fiölda verka og hlotið umbun fyrir í formi greiða og beiðna. í bréfi til kjósenda sinna í gær segist þingmaðurinn hafa leitað skýringa á því „hrappallega hliðar- spori sem ég tók“. Hann segir brot sín blasa við öllum og að ákvörðun um að segja af sér þingmennsku sé „næstum óbærileg". í lok bréfsins lætur Ámi Johnsen í ljósi von um að honum tak- ist að vinna traust og trúnað kjósenda sinna. Hans bíður nú lögreglurannsókn og nær borðleggjandi er að hann muni fá fangelsisdóm. Það er aðeins spuming um tima. -rt Bréf tll kjósenda Þingmaöurinn biöst afsökunar á misgjöröum sínum. Hæst á Hallormsstað Tvær trjátegundir I Hallormsstaðar- skógi hafa náð 21 metra hæð sem er nýtt hæðarmet í skóginum og yfir landið allt. Alaska- öspin hefur reynst sú tegund í Hallorms- staðarskógi sem sprettur hraðast en henni var fyrst stungið niður sem stiklingi 1951. Græðlingamir smáu eru orðnir hæstu trén í skóginum i dag. íslandsfugl á markað Islandsfugl hyggst setja kjúklinga á markað um miðjan ágústmánuð. Fyrir- tækið er í Dalvíkurbyggð og er með starfsstöðvar á Árskógsströnd, Dalvík og í landi Ytra-Holts, sunnan Dalvíkur. Á undanfómum mánuðum hefúr verið unnið af krafti að byggingu eldishúss fyrirtækisins, sem er það stærsta á land- inu, um 3500 fermetrar. Framkvæmda- stjóri er Auðbjöm Kristinsson. Nýtt Hótel Búðir Nýtt deiliskipulag fyrir Hótel Búðir hefur verið samþykkt hjá Skipuiags- stofnun. Um nýbyggingu er að ræða og verður staðsetning og útlit ekki það sama og gamla hótelsins sem brann. Skipulags- og byggingarnefnd Snæfells- bæjar er að fialla um málið en þaðan verður það sent bæjarráði til af- greiðslu. Afkoma Eimskips versnar Fyrstu sex mánuði ársins varð 1.446 milljóna króna tap af rekstri Eimskips og dótturfélaga saman- borið við 523 milljóna króna hagnað yfir sama tímabil árið 2000. Afkoman hefúr því versnað um 1.969 milljónir króna og er helsta ástæðan gengistap. Krónan hefur lækkað um 16,4% frá áramótum og gengistapið var 2,3 milljarðar króna. Einbreiðum brúm fækkar Nýja brúin á ísafiarðará í Inndjúpi hefur verið opnuð fyrir umferð. Frá miðju síðasta ári hafa verið aflagðar fiórar einbreiðar brýr i Isafirði og ný brú verður tekin i notkun á Múlá í haust. Auk þessara samgöngubóta í ísafirði var i síðasta mánuði lagt bund- ið slitlag á um 7 km kafla vegarins á þessum slóðum. Óli Þ. Guðbjartsson hætti Óli Þ. Guðbjarts- son, fyrrverandi skólastjóri Sólvalla- skóla á Selfossi, var 10. júlí síðastliðinn beðinn um að hætta störfum 15. sama mán- aðar en hann hafði þá áður reiknað með að starfa að ráðningamálum og undirbún- ingi skólaársins fram í ágústmánuð. Kennarar eru fúrðu lostnir yfir vinnu- brögðum bæjarfélagsins Árborgar. Óli Þ. er fyrrverandi dómsmálaráðherra. Fjörutíu e-töflur Lögreglumenn í Vestmannaeyjum fóru í þrjár húsleitir í gær vegna fikni- efnamála. Fundust nokkur grömm af hassi og 17 e-töflur, en frá þvi í viku- byrjun hafa i Eyjum fundist nær fiöru- tíu e-töflur. Aukin verktakastarfsemi Bessi Vésteinsson í Hofsstaðaseli hefur á undanfómum árum byggt upp öfluga verktakastarfsemi sem hann býður bændum í Skagafirði. Hann býr í Hofsstaðaseli með sauðfé og hross. Verktakastarfsemin hefur stöðugt ver- ið vinda upp á sig og segir Bessi enga spumingu í sínum huga að slik starfsemi í landbúnaði eigi framtíð fyr- ir sér, sé rétt haldið á spilum alveg frá hyó™' -GG/-sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.