Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 Fréttir I>V Vatnsból undir Ingólfsf jalli þornaði í jaröskjálftahrinu í sumar: Magn saurgerla yfir viðmiðu nar mörku m - Viðlagatrygging hlýtur að koma að málinu, segir Páll Þorláksson DV, SUÐURLANDI: „Vatnsmagnið í vatnsbólinu i Ing- ólfsfjalli stórminnkaði eftir jarð- skjálfta-hrinu i fjallinu 9. til 15. júlí. Þann 15. júlí höfðu bændurnir á Hvoli, sem er hæsti bær veitunnar, samband við mig, þá var orðið vatnslaust hjá þeim. Þegar ég fór að vatnsbólinu var brunnurinn sem vatnið úr lindunum rennur í orðinn nánast þurr. Þarna rennur yfir- borðsvatn fram hjá brunninum sem ég stíflaði til að koma vatni inn á kerfið. Með því hækkaði í vatns- bólinu svo að hægt var að halda þrýstingi á kerfmu," sagði Páll Þor- láksson hjá vatnsveitunni Berglindi í Ölfusi í samtali við DV. Yfirborðsvatnið sem nú rennur saman við lindarvatnið er ekki sam- bærilegt að gæðum og lindarvatnið. í bréfi sem Heilbrigðiseftirlit Suður- lands sendi vatnsveitunni 26. júlí er bent á að í sýnum sem tekin voru úr vatninu hafi fundist 9 saurkólígerl- ar í hverjum 100 ml vatns í brunni við vatnsbólið, sýrustig vatnsins hafi verið 8,7 og hitastig þess 9 gráð- ur. Saurkólígerlar mega samkvæmt reglugerð ekki finnast í neysluvatni þar sem þeir geta verið sjúkdóms- valdandi. „Við erum þó ánægðir með að ekki skuli finnast DV-MYND NJORDUR HELGASON Varhugavert vatnsból Pall Þorláksson vlö vatnsból vatnsveitunnar Berglindar sem nú hefur meng- ast af völdum yfírborösvatns. Hugmyndir um hundarækt til manneldis: Oj-bara - segir ráðherra og tekur undir með símastúlku sinni Siðiaus hugmynd - ekki \ nýjung í landbúnaði - - »^.,:-\ <WJ M. Kvörtunum hefur rignt yfir Guðna Ágústsson landbúnaðarráð- herra vegna frétta þess efnis að ís- lenskur rafvirki, búsettur í Dan- mörku, sé með hugmyndir um að hefja hundarækt til manneldis hér á landi. Leitaði hann upplýsinga í ráðuneyti Guöna um hvernig best væri að standa að málum til að fá starfsleyfi. „Ég held að símastúlkan mín hafi svarað fyrir mig og alla landsmenn þegar hún sagði: Oj-bara. Ég get full- vissað fólk um að ekkert verði að- *<rt?x hafst í ráðuneyt- inu vegna þessa máls. Þvi verður einfaldlega vísað frá," segir Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra og leggur áherslu á að hvorki hunda- né kattaát samrýmist siðum. og venjum ís- lensku þjóðarinnar. „Við þurfum ekki að fara niður á Heitur hundur .,.......wm Frétt um hundarækt Dýravinir mótmæltu hástöfum og land- búnaðar- rábherra tekur undir meö þeim. , Guönl Agústsson. menningarstig fátækra þjóða þar sem eymd hefur neytt fölk til að borða gæludýrin sín. íslendingar borða ekki gæludýr. Ég geng meira að segja svo langt að segja að ég hafi hálfgerða skömm á þeim sið Vest- firðinga að borða ref. Við eigum nægan annan mat hér i þessu hreina og fallega landi okkar," segir landbúnaðarráðherra. -EIR campylobacter eöa salmonella i vatninu en erum samt uggandi yfir þvi að vatnið skuli vera mengað, það fer hér heim á um 20 býli með ýmiss konar búskap, frá hefðbundn- um búskap til svína-, loðdýra- og kjúklingabúa, að auki fer vatnið i 14 sumarbústaði og aðrar stofnanir," sagði Páll. Fólki er bent á að fara varlega með vatn, enn hefur því ekki verið beint til neytenda að sjóða vatnið en Páll segir að vissara sé að fara að öllu með gát. Hann segir að nú sé unnið að því að fmna leiðir til að koma vatnsbólinu í lag. „Við höfum leitað til sveitarstjórnarinnar og þar hefur okkur verið tekið vel. En ég tel að Viðlagatrygging hljóti að koma að þessu máli þar sem um er að ræða tjón af náttúruhamfórum," sagði Páíl Þorláksson vatnsveitu- stjóri. Getur haft áhrif á við- kvæma matvælatramleíðslu „Vatnið er yfir viðmiðunar- mörkum varðandi gerlatölu, þarna er verið að vinna að úrbótum en þangað til vatnið er komið í lag er vissara að fara að öllu með gát. Það þarf kannski ekki að hafa stðr- ar áhyggjur af því að vatnið sýki fólk en það getur haft áhrif á við- kvæmari matvælaframleiðslu sem er rekin þarna á svæðinu eins og kjúklinga- og eggjabú," sagði Elsa Ingjaldsdóttir hjá Heilbrigðiseftir- liti Suðurlands. Á svæðinu er einnig rekið svínabú en Elsa segir að þar sé áhættan minni vegna stærðar dýranna. „Menn eru að reyna að halda veitunni gangandi þarna með þessu magni, sem upp- fyllir ekki fyllstu kröfur um gæði, frekar en að verða vatnslausir sem getur valdið miklu tjóni. En auð- vitað verður að fara varlega í þess- um málum og láta notendur vatns- ins vita um ástand þess. Það er mikil ábyrgð að vera með vatn sem uppfyllir ekki kröfur um gæði, því verður að láta neytendur vita sé svo," sagði Elsa Ingjaldsdóttir hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. -NH Guðsþjónusta í Austurdal: Býst viö fjöl- menni í Ábæj- armessu „Jú ég á von á talsvert miklum fjölda í messuna, þetta eru orðið að fostum lið hjá mörgum og í fyrra komu um 160 manns. Spáin er góð núna þannig að það er ólíklegt að það verði færri í ár," segir Ólafur Þ. Hallgrímsson, prestur á Mælifelli, en hann mun 4X - Sr. Olafur Þ. Hallgrímsson messa í Ábæjar- kirkju í Austur- dal í Skagafirði á sunnudaginn kl 14. Að sögn Ólafs er það gömul hefð að messa þarna og henn heldur að sá sið- ur að messa þarna einu sinni á ári hafi haldist í ein 70 ár. Hin síðari ár hefur þessi messa átt miklum vinsældum að fagna. Þykir fólki sérstakt að koma langt inn í þennan eyðidal til að vera viðstatt messu i lítilli en fal- legri og vel við haldinni kirkju. Hef- ur sú orðið raunin að kirkjan hefur ekki rúmað allan þann fjölda sem kemur og hefur fólk þá verið á gras- inu fyrír utan. í messunni á sunnu- daginn mun Óskar Pétursson syngja einsöng en organisti verður Jón Bjarnason frá Víðihlíð. Sjálfur mun svo sr. Ólafur Hallgrímsson sjá um prédikun og að þjóna fyrir alt- ari. Sr. Ólafur segir brýnt að menn geri sér grein fyrir að leiðin inn í Ábæ sé seinfarin og ráðleggur því þeim sem ætla á staðinn að gefa sér góðan tíma en ef rólega sé farið ætti leiðin að vera fær öllum vel búnum bilum._______________-BG Seyðisfjörður: 500 ferðamenn fylltu bæinn DV. SEYDISFIRÐI:_________________________ Skemmtiferðaskipið Black Prince lagðist að bryggju á Seyðisfirði í gærmorgun á leið sinni til Sval- barða. Skipið er 11.209 brúttólestir að stærð og farþegar um borð 428 og voru þeir að vonum áberandi í bæj- arlífmu. Seyðfirðingar er því ekki óvanir að ferðafólk fylli bæinn að sumarlagi enda kemur Norræna reglulega með fjölda ferðamanna til hafnar á Seyðisfirði. Farþegar á Svarta prinsinum fóru í gær í skoö- unarferðir um svæðið, 50 fóru til Borgarfjarðar,120 í göngu að Hengi- fossi og um 100 fóru í ferð kringum Löginn. Skipið er á vegum Ferða- skrifstofunnar Atlanta. -KÞ Veðrið i kvold 6* 9" ' $3 -. ar- rs* v.v ^- ^ 456° f .^9" /^S ' "'.' 1 Iflf Sólargangur og sjávarföll | Veðrið á morgun REYKJAVIK AKUREYRI Sölarlag í kvöld 22.25 22.23 Sólarupprás á morgun 04.44 04.14 Síödegisflóð 18.24 22.57 Árdfgisflóft á morgun 06.38 11.11 ,„ 10V- HITI Veðríð kl. 6 V •t "XVÍNDSIYRKUR í metríim k sörtúrnhi -10 *V HEIÐSKIRT & £> 0 O LETTSKYJAD • HALF- SKÝJAD SKYJAD ALSKYJAO Hlýjast suövestan tíl Norðlæg átt, 5 til 10 m/s. Bjart veður suövestan- og vestanlands en dálítil rigning á austanverðu landinu. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast suðvestan til. SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA y ir ÉUAGANGUR PRUMU- SKAF- VEÐUR RENNINGUR Ástand fjallvega Brýnt að fara varlega Flestir landsmenn veröa líklega á faraldsfæti um helgina og þá er mikilvægt að menn fari varlega í umferðinni og fari eftir settum reglum. Ef menn ætla að ferðast um hálendi landsins er nauösynlegt aö athuga fyrst ástand fjallvega og þær upplýsingar má fá hjá Vegagerðinni. Vtglr á iJcygg&uni tmðwn HulokMlrþ-tllaniist vwfturBuglýit www.vogag.ls/faord HVIilir A UI11.YSINr.llM ni> VtCACERI) RIMSINi p ^. 6 6 A ^ V *¦ £M Bjart veður suðvestan- og vestanlands Norðlæg átt, 5 til 10 m/s. Bjart veður suðvestan- og vestanlands en dálítil rigning á austanveröu landinu. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast suövestan til. J^!l'i)'Aií'hj.^j/ Vindur. /f7i 3—5 m/» Hiti 8° «118" Fremur hæg nor&austlæg eöa breytlleg átt. BJart veour sunnan- og vestan- lands en stöku síodcgis- skúrir. SkýjaB en arj mestu þurrt noroaustan tll. w< Vindur: /^/ 3—5m/» Hiti 8° til 18° Fremur hæg nor&austlæg eoa breytlleg átt. BJart vebur sunnan- og vestan- lands en stöku síbdegls- skúrlr. Skýjab en a& mestu þurrt nor&austan tll. Vindur: t* 3—5 vn/% Hiti 8° til 18° Fremur hæg nor&austlæg e&a breytlleg átt. BJart ve&ur sunnan- og vestan- lands en stöku sí&degls- skúrir. SkýJa& en ab mestu þurrt nor&austan tll. AKUREYRI alskýjaö 8 BERGSSTAÐIR þoka 8 BOLUNGARVÍK léttskýjaö 5 EGILSSTAÐIR rigning 8 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 9 KEFLAVÍK léttskýjaö 10 RAUFARHÖFN skýjaö 8 REYKJAVlK hálfskýjað 8 STÓRHÖFÐI þoka 10 BERGEN rigning 14 HELSINKI léttskýjað 14 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 17 ÓSLÓ rigning 13 STOKKHÓLMUR 17 PÓRSHÖFN léttskýjaö 12 ÞRÁNDHEIMUR hálfskýjað 9 ALGARVE þokumóöa 19 AMSTERDAM þokumóða 18 BARCELONA BERLÍN skúrir 19 CHICAGO DUBLIN rigning 12 HAUFAX skýjaö 18 FRANKFURT skýjaö 24 HAMB0RG skýjaö 18 JAN MAYEN skýjaö 6 LONDON mistur 15 LÚXEMBORG skúrir 19 MALLORCA þokumóöa 24 MONTREAL heiöskírt 22 NARSSARSSUAQ heiðskírt 5 NEW YORK ORLANDO PARÍS skýjað 18 VÍN léttskýjað 23 WASHINGTON WINNIPEG alskýjað 22 lsH*Mil,liiiíWilMK nTTTTTSTlPITp?T|l 2ÍJÍ1&1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.