Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 Fréttir I>V Ný tóbaksvarnarlög tóku gildi um mánaðamótin: ak úr hillum verslana undir borðið - tóbaksvarnarlögin ganga lengra en áfengisvarnarlögin DV, SELFOSSI: Ný lög um tóbaksvarnir tóku gildi nú um mánaðamótin. Með gildistöku laganna er aukin sú áhersla að gera aðgengi að tóbaki erfiðara fyrir neytendur þess. Nú verða þeir sem versla með tóbak að hafa til þess sérstakt leyfi frá heilbrigöisnefnd viðkomandi svæðis. Verslanir fá ekki tóbak frá birgjum nema gegn framvísun leyf- isins. Tóbak má ekki vera sýnilegt á fullgildum sölustööum þess. Áhersla á að halda tóbaki frá þeim sem eru yngri en 18 ára er einnig aukin. Samkvæmt lögunum er óheimilt að selja þeim sem ekki hafa náð 18 ára aldri tóbak. Þá mega þeir sem ekki eru orðnir 18 ára ekki selja tóbak nema að á sölustaðnum vinni einhver yfir 18 ára aldri. Búið að afgreiða fjöhnörg leyfi „Menn hafa verið duglegir að koma með umsóknir og við bú- umst við að þær verði að berast nú um mánaðamótin því söluaðilar fá ekki afgreitt tóbak frá heildsölum nema gegn framvísun leyfis Heil- brigðiseftirlitsins," sagði Elsa Ingj- aldsdóttir, framkvæmdastjóri Heil- brigðiseftirlits Suðurlands, við DV. Heilbrigðiseftirlitið var þegar búið DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON. Sótt um leyfi Stefán Þormar Guömundsson, veitingamaöur í Litlu Kaffistofunni, sækir um leyfi til að selja tóbak hjá Elsu Ingjaldsdóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðis- eftirlitsins á Suöurlandi að afgreiða 61 leyfi til söluaðila tó- baks á Suðurlandi. Elsa segir að leyfisveitingarnar. hafi gengið ótrú- lega vel fyrir sig þrátt fyrir þann stutta tima sem hafi verið til aö undirbúa sig fyrir afgreiðslu þeirra. „Söluaðilar virðast sækja um leyfin þrátt fyrir að með útgáfu þeirra séu gerðar til þeirra miklar kröfur í nýju lögimum, eins og að tóbak skuli ekki vera sýnilegt og ákvæðin um aldur afgreiðslufólks- ins, Þetta eru miklar breytingar fyrir verslanir," segir Elsa. Hún segir að mörgum finnist lögin ganga heldur langt. „Einn sagði að sér þætti það skjóta skökku við að starfsmaður sinn mætti ekki af- greiða tóbak í verslun sinni en hann mætti aka bíl á götum og veg- um á talsverðum hraða og í mikilli umferð," sagði Elsa. Ýmsum þykja nýju tóbaksvarn- arlögin stinga i stuf við áfengis- varnarlögin. Tóbak má ekki selja þeim sem hafa náð 18 ára aldri. En áfengi má ekki selja fólki undir tví- tugu. Afgreiðsla á tóbaki er bundin við 18 ára aldur en aldurstakmörk vegna starfsfólks á veitingastöðum með vínveitingaleyfi er bundið lög- um um vinnuvernd barna og ung- linga. „Tóbaksvarnarlögin ganga mun lengra en áfengisvarnarlögin í þessum málum. Við erum búin að komast að því í vinnu okkar vegna söluleyfa tóbaksins," sagði Elsa Ingjaldsdóttir hjá Heilbrigöiseftir- liti Suðurlands. -NH Tóbak að tjaldabaki á Selfossi „Ég geri þetta til að tóbaksvör- urnar verði ósýnilegar viðskipta- vinum mínum. Lögin segja að þær verði að vera úr augsýn þeirra. Reyndar er ég að bíöa eft- ir varanlegri geymslu fyrir tóbak- ið sem er verið að smíða fyrir mig, þar sem það verður geymt lögum samkvæmt, undir borði og aðeins afgreitt af fulltiða fólki," sagði Gunnar B. Guðmundsson, verslunarmaður í Horninu á Sel- fossi. Hann brá á það ráð að hengja svartan dúk yfir tóbaks- vörur í verslun sinni á miðviku- dagsmorgun, fyrsta morguninn eftir að ný tóbakslög tóku gildi. Á svarta dúknum er síðan leyfis- bréfið sem Heilbrigöiseftirlit Suð- urlands gaf út. „Allt gert samkvæmt reglun- um," sagði Gunnar. -NH DV-MYND NJORÐUR HELGASON Tóbak að tjaldabaki Gunnar B. Guömundsson, kaupmaöur í Horninu á Selfossi, teygir sig bak viö svarta tjaldiö eftir forboönu vörunni. Vargur í Vaðlaheiði ¦ . - skildi þar við bílhræ - allar upplýsingar fylgdu „Bíll virðist vera búinn að vera allnokkrar vikur þarna í gryfj- unni," segir Sveinberg Laxdal, bóndi á Túnsbergi á Svalbarðs- strönd, í samtali við DV. Hann var á ferð um Vaðlaheiði fyrr í vikunni og fann þá í malargryfju í heiðinni austanverði hræ af bíl, MMC Lancer. Vafalaust hefur ætlan eig- enda bilsins, sem var afskráður í maílok, verið að skilja hann eftir og hylja slóð sína. Það tókst þó ekki betur en svo að í hanskahólfi bílsins var skilin eftir smurbók með skrán- ingarnúmeri bílsins og öðrum upp- lýsingum. „Þetta er ekki sniðug aðferð til þess að losa sig við bíla," segir Sveinberg sem ekki var skemmt yfir þessu. Með upplýsingum frá Skráningarstofunni fann hann út hver hefði átt bílinn og þá væntan- lega skilið hann þarna eftir. „Fólk á ekki að vera að skilja bílahræ eftir út um hvippinn og hvappinn og eng- in ástæða er heldur til slíks. Ekki er innheimt skilagjald fyrir bilhræ. Hér fyrir norðan þarf fólk ekkert annað að gera en fara með bílinn í brotajárnsmóttöku og þá ætti málið að vera úr sögunni," segir Svein- berg sem kom upplýsingum um fundinn til oddvita Hálshrepps, en gryfjan sem bílinn var i var innan hreppamarka hans. Að sögn oddvitans, Jóns Óskars- sonar á Illugastöðum, mun sveitar- félagið sem slíkt ekki grípa til neinna sérstakra aðgerða vegna þessa máls. Gryfjan þar sem bíllinn fannst er í heimalandi jarðarinnar Háls í Fnjóskadal og því tilheyrir A vettvangi dv-mynd sbs Sveinberg Laxdal viö bílhræið sem hann fann á hábungu Vaðlaheiðar. máliö í raun ábúendum þar. Segir andanum að hann fjarlægi hræið en Jón Óskarsson aö ábúendur þar ella gripið til þeirra aðgerða sem ættu að geta krafist þess af bíleig- þurfa þykir. -sbs Heíti potturinn Umsjón: Birgir Guðmundsson Kvikmynda Brekkusöng Islendingar hafa jafnan gaman af því þegar erlendir fjölmiðlamenn koma til landsins og fjalla um land og þjóð. Nú i hefur frést af I heimsókn | breskra sjón- varpsmanna | til íslands en þeir munu ætla að fara á I þjóðhátíð í Eyj- um og gera um I hana mikla' heimildamynd. Eftir því sem full- yrt er þá voru þaö mál Árna Johnsens sem kveiktu áhuga Bret- anna á þjóðhátíðinni og aðalerind- ið mun vera að mynda Árna að stjórna Brekkusöngnum víðfræga. Áð dokúmentera restina af hátíð- inni er síðan talinn bónus... Utan þjónustusvæöis í pottinum var verið að ræða um tímasetningu úrskurðar Skipulags- stofnunar um Kárahnjúkavirkjun. Svo vildi nefnilega til að þeir tveir ráðherrar sem málið varðar hvað mest, þær Siv Frið- leifsdóttir um- hverfisráð- herra og Val- gerður Sverr- isdóttir iðnaðarráðherra, voru báð- ar á ferðalagi og ekki í símasam- bandi og fengu því að vita af úr- skurðinum siðastar manna. Val- gerður er í gönguferð um fjöll á Austfjörðum og utan símasam- bands en Siv var í Kanada á ferð- um milli símasvæða og sambands- laus að mestu. Pottverjar töldu þð líklegt að þeim hafi veri slétt sama þótt þessi tiðindi hafi tafist aðeins á leiðinni til þeirra!...... Eitthvað fyrir alla Fjölskylduhátíðin „Ein með öllu", sem haldin er á Akureyri um verslunarmannahelgina, hefur nú verið kynnt með látum um skeið og ljóst þykir | að þar á eitthvað að vera við allra hæfi.' Þannig þykir dagskráin sem skipu- lögð er á tjaldsvæðinu að Hömrum t.d. til mikillar fyrirmyndar og ým- islegt er þar gert fyrir börnin - morgunstund, óvissuferðir og kvöldvökur. í bæklingi, sem dreift hefur verið um hátíðina og þar sem dagskrá er kynnt, kemur fram að enginn verður út undan á þess- ari fjölskylduhátíð og þegar pabb- inn er orðinn leiður á fjölskyld- unni getur hann komið við á hin- um fjölskylduföðurvænu nektar- stöðum sem auglýstir eru i bæk- lingnum, Venusi og Setrinu!... Burt með gamla settið! í pottinum voru menn að ræða um eplið og eikiria. Ágúst Ágústs- son, skeleggur ritstjóri vefritsins Pólitíku, og varaformaður ungra jafnað- armanna skrifar á síðu sína pistil þar sem hann lýsir þvi að skipta þurfi út fjöl- mörgum þing- mönnum Sam- fylkingarinnar því þetta séu gömul andlit sem hafi fengið sín tækifæri og þeirra tími sé liðinn. 1 pottinum biöa menn spenntir eftir að sjá hvort hinn skeleggi varaþingmaður og forustumaður Samfylkingarinn- ar, Ágúst Einarsson, taki ekki upp vörn fyrir hina gömlu þing- menn en Ágúst er einmitt faðir Ágústs yngri!...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.