Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Qupperneq 8
8 Útlönd FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 I>V Ovinsælt eldflaugavarnakerfi Bush þarf líka að sannfæra heima- menn um ágæti kerfisins. Eldflaugavarnir stöðvaðar á þingi Ef George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, tekst ekki að sann- faera umheiminn, sérstaklega Rússa og Kínverja, um ágæti eldflauga- varnakerfis síns er lítill möguleiki að það verði samþykkt á bandaríska þinginu. Öldungadeildarþingmaðurinn og demókratinn Joe Bliden stendur á bak við þessa stefnu. Bliden er einn af áhrifameiri þingmönnum 1 öld- ungadeildinni og stýrir utanríkis- nefnd þingsins. Hann segir nokkuð öruggt að hann nái að.tryggja sér nægan atkvæðafjölda til að stöðva verkefnið á þingi. Ef samningavið- ræður ganga hins vegar vel við er- lend ríki mun Bliden ekki standa fyrir eldflaugavarnarkerfinu. Frekari landtökur í Zimbabwe Landbúnaðarráðherra Zimbabwe, Joseph Made, tilkynnti í gær sam- tökum bænda í landinu, sem eru að miklum meirihluta hvítir, að ríkis- stjórn landsins hygðist taka meira land fyrir svarta. í upphaflegum áætlunum var ákveðið að taka 5 milljónir hektara en sú tala hefur nú verið hækkuð í 8,3 milljónir. Landið verður tekið og miðlað til svartra íbúa landsins. Made varaði bænduma við að reyna að hindra landtökuna þá geti málin endað með ósköpum. Hann varaði þá einnig við því að reyna takast á við landtökumenn sem sitja nú á mörgum jörðum. Ríkisstjóm Zimbabwe hefur sett lög sem vernda þá gegn málsóknum og árásum. Radislav Krstic Ber ábyrgð á dauða þúsunda. Þrír Bosníumenn handteknir Stjómaher Bosníu handtók í gær þrjá háttsetta herforingja sem stýrðu Bosníu-múslímum í borgar- styrjöldinni í Bosníu. Ekki er vitað hverjar ákærurnar á hendur þeim eru. Stríðsglæpir meðal Bosníu- múslíma voru ekki jafn algengir og meðal króatískar og serbneskra samlanda þeirra. Bosníu-serbinn og fyrrverandi herforingi Radislav Krstic var í gær dæmdur í 46 ára fangelsi fyrir þjóð- armorð af alþjóðadómstólnum í Haag. Hryðjuverk í Lundúnum Bílasprengja sprakk nærri krá i Vestur-Lundúnum um klukkan ell- efu í gærkvöld. 7 slösuðust í spreng- ingunni sem varð nærri neðanjarð- arlestarstöðinni Ealing Broadway. Lögreglan segir það kraftaverk að ekki skyldi fara verr. Verknaðurinn hefði auðveldlega getað breyst í íjöldamorö, enda er um líflegt hverfi að ræða og eru þar jafnan margir á ferli á kvöldin. 40 kílógramma sprengjan var skilin eftir á verslun- argötu þar sem eru margir veitinga- staðir og krár. Höggbylgja frá sprengingunni olli því að rúður í 200 metra fjarlægð brotnuðu og fólk hentist í götuna. Vitni segja örvænt- ingu hafa gripið fólk eftir spreng- inguna og streymdi ungt fólk út úr öldurhúsum i nágrenninu. Líklegt er talið að norður-írski hryðjuverkahópurinn Hinn sanni írski lýðveldisher hafi staðið að Ealing í London Lögreglan kallar það kraftaverk að enginn skyidi farast í sprengju- árásinni í Vestur-London í gærkvöld. verknaðinum. Enginn hafði lýst verknaðinum á hendur sér i morg- un. Viðvörun var hringd inn á spít- ala um hálftíma fyrir sprenginguna. Hún var of óskýr til þess að lögregla gæti fundið sprengjuna. Hryðjuverkið kemur í kjölfar þess að Tony Blair, forsætisráð- herra Breta, og Bertie Ahem, for- seti írlands, kynna friðartillögur sínar varðandi Norður-írland. Vopnahlé, kennt við föstudaginn langa, hefur verið við lýði frá árinu 1998. Irski lýðveldisherinn, IRA, virðir enn vopnahléið en klofnings- hópar eins og Hinn sanni lýðveldis- her eru ekki á sama máli. Sanni lýð- veldisherinn ber ábyrgð á versta hryðjuverki í sögu átakanna á Norður-írlandi þegar sprengja varð 29 manns að bana í verslunarstöð í Omagh og 300 slösuðust. Ekki með viðskiptavild í hollenskum bönkum Gleðikonur í Hollandi hafa undanfarið kvartað yfir vandkvæðum við að fá viöskiptavild í bönkum í landinu. Starfskonur þessarar elstu iðngreinar í heimi fá hvergi meiri viðurkenningu en í Hollandi og borga m.a. skatta eins og hver annar borgari. Ljósmyndari Reuters fékk að smella mynd af þessari ónefndu gleðikonu þótt slíkt sé jafnan bannað. Forsætisráðherra hvetur til hernaðaraðgerða Þjóðhátíðarræða sem Ljubco Georgievski, forsætisráðherra Makedóníu, hélt í suðurhluta Júgóslavíu í gær varpaði nokkrum skugga yfir friðarviðræður milli al- banska minnihlutans þar í landi og stjórnmálamanna af slavnesku bergi brotinna. Georgievski, sem tilheyrir harð- línuhluta makedónsku ríkisstjórn- arinnar, hvatti til hernaðar í því skyni að endurheimta landsvæði sem albanskir skæruliðar hafa náð í norður- og vesturhluta Makedóniu. Þar búa margir af albönskum ætt- um. Forsætisráðherrann sagði það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að albanskir skæruliðar í Makedón- iu, Kosovo, Serbíu og Svartfjalla- landi komi áætlunum sinum í fram- kvæmd sem að mati hans er að stofna stórt albanskt ríki. Aðstoö berst Aibönsk kona grætur þegar hjáipar- stofnanir ber að með aðstoð. Georgievski gagnrýndi einnig frjáls- lyndari stjórnmálamenn með forseta Makedóníu, Boris Trajkovski, í broddi fylkingar. Hann sagði öflugt fólk búa í Makedóníu en hefði óákveðna leiðtoga. Forsætisráöherr- ann sagöi að lokum að hann vonaðist til að hægt yrði að koma í veg fyrir borgarastríð með samningum. Hins vegar ætti ekki að skrifa undir neitt fyrr en landsvæðin hafi verið endur- heimt. Þónokkur bjartsýni hefur verið með samningahorfur milli deiluaðila i Makedóniu. Samkomulag hefur verið um flest nema stöðu albanskrar tungu í landinu. Erlendir embættismenn telja samkomulag ekki langt undan. Makedónskur lögreglumaður særð- ist i gær í skotbardaga við albanska skæruliða. Læknar segja hann ekki í lífshættu. Evrópuvirkið burt Tony Blair, for- sætisráðherra Bret- lands, áminnir önn- ur Evrópusam- bandsríki um að búa ekki til Evrópu- virki með við- skiptahömlum. Fleiri en ESB-lönd- in verði að fá aðgang að mörkuðun- um. Hann lét ummælin falla í Mexíkóheimsókn í gær. Forsætisráðherra allsber Tveir blaðamenn í Senegal hafa verið handteknir fyrir að birta fals- aðar nektarmyndir af fyrsta kven- kyns forsætisráðherra landsins. Birt var samsett mynd af höfði for- sætisráðherrans sem skeytt var við nakinn búk. Þeir bera við gríni. G8-löggur reknar Innanríkisráðherra Ítalíu hefur látið reka tvo lögreglustjóra vegna taumlauss ofbeldis lögreglunnar gegn mótmælendurn á G8-fundi í síðasta mánuði. Ekki meira ofbeldi Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, segir að menn ættu að bera klæði á vopnin í Palestínu hið fyrsta. Hann fór frá Róm í gær, þar sem hann hitti meðal annars Jó- hannes Pál páfa annan. Kristnir viija fiengja Kirkja Guðs, samtök bókstafstrú- aðra kristinna Kanadamanna, eiga nú í harðvítugri deilu um að fá að flengja börn sín. Yfirvöld tóku tvö börn úr forræði foreldra í samtök- unum vegna flenginga með prikum. Handtökuskipun gefin út Perúskur dómari gaf í gær út alþjóð- lega handtökuskip- un á Alberto Fuji- mori, fyrrverandi forseta. Hann flúði úr landi undir lok síðasta árs og er nú ákærður fyrir að skyldum sínum. Strippari sveik aldraða Ljóshærður strippari stal 800 þús- und krónum af ellilífeyri frá 73 ára og 80 ára gömlum Norðmönnum á heimili þeirra á dögunum. Félag- amir fengu 15 mínútna nektardans fyrir vikið. hlaupast undan Kemur með lýöræðiö Abdurrahman Wahid, atvinnulaus fyrrverandi forseti Indónesíu, sneri aft- ur til heimalands- ins í morgun eftir vikudvöl í Banda- ríkjunum í læknis- rannsóknum. Hann var rekinn úr forsetastól af þinginu í síðustu viku og heitir því nú að berjast fyrir lýðræði í landinu. Afhöföuöu fjóra kristna Múslímskir uppreisnarmenn á Suður-Filippseyjum afhöfðuðu fjóra kristna þorpsbúa í morgun eftir að hafa rænt um 30 þeirra. Etna róast Gosið í eldfjallinu Etnu á Sikiley fer minnkandi og er hraungos að hætta. Enn rýkur duglega úr fjall- inu og björgunarsveitir vilja ekki slaka á verðinum of snemma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.