Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jönsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: (safoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Vandi umhvetýisráðherra Erfitt verkefni bíður Sivjar Friðleifsdóttur umhverfis- ráðherra eftir úrskurð Skipulagsstofnunar um Kára- hnjúkavirkjun. Stofnunin lagðist gegn virkjuninni enda er það mat hennar að hún muni hafa í för með sér umtals- verð umhverfisáhrif og að ekki hafi verið sýnt fram á að annar ávinningur af fyrirhuguðum framkvæmdum verði slíkur að hann vegi upp þau verulegu, óafturkræfu og nei- kvæðu umhverfisáhrif sem framkvæmdin mun fyrirsjáan- lega hafa. Landsvirkjun hefur látið að því liggja að úrskurðurinn verði kærður til umhverfisráðherra enda segir í tilkynn- ingu frá fyrirtækinu að standi þessi úrskurður óbreyttur verði ekki séð að vatnsorka í jökulánum á Austurlandi verði nýtt. Virkjana- og stóriðjuáform þau sem ríkisstjórn- in hefur beitt sér fyrir á Austurlandi eru því í uppnámi eft- ir úrskurð Skipulagsstofnunar. Stór hópur Austfirðinga hefur sótt það fast að fá virkj- un og stóriðju í framhaldi hennar í fjórðunginn. Undirbún- ingur álbræðslu i Reyðarfirði hefur staðið lengi. Fram- kvæmdin er hins vegar afar dýr og hefur óvéfengjanlega mikil áhrif á umhverfi og náttúrufar á viðkvæmu hálendi íslands. Afstaða almennings hefur verið að breytast og því eiga slíkar stórframkvæmdir undir högg að sækja. Nátt- úruverndarsinnum hefur vaxið fiskur um hrygg. í viða- mikilli matsskýrslu Skipulagsstofnunar kemur fram að Kárahnjúkavirkjun valdi verulegri umhverfisröskun, upp- blæstri og hafi áhrif á jarðveg, gróðurfar og dýralíf. Þessir þættir vega þyngra en áður. Náttúruverndar- menn og aðilar í ferðaþjónustu hafa bent á að ósnortið víð- erni landsins skapi ekki síður verðmæti en stóriðjufram- kvæmdirnar. í tilkynningu Náttúruverndarsamtaka ís- lands kemur raunar fram að niðurstaða Skipulagsstofnun- ar sé talinn stærsti sigur náttúruverndar hér á landi. Þar kemur fram að nú gefist tími til að meta vandlega þann kost sem felst í stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls. Umhverfisráðherra á því úr vöndu að ráða. Siv Frið- leifsdóttir stendur frammi fyrir vel rökstuddri skýrslu og höfnun Skipulagsstofnunar en horfir um leið til fleiri þátta, stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, atvinnu- mála á Austurlandi og kröftugra óska margra Austfirðinga um framkvæmdirnar. En ráðherrann verður einnig að líta til þess hvernig fjárfestar bregðast við þessum úrskurði. í DV í gær kom fram að úrskurðurinn gæti breytt afstöðu þeirra íslensku lífeyrissjóða sem eru að kanna aðkomu og fjárfestingu í álveri við Reyðaríjörð. Þátttaka þessara stóru lífeyrissjóða er mikilvæg eigi álvershugmyndirnar að verða að veruleika. Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformað- ur Reyðaráls, segir úrskurðinn óneitanlega setja strik í reikninginn. Menn væru óraunsæir ef þeir viðurkenndu það ekki. Þá liggur enn ekki fyrir hvaða áhrif þessi niðurstaða Skipulagsstofnunar hefur á hug Norsk Hydro til álvers- framkvæmdanna í Reyðarfirði. Fulltrúi norska stórfyrir- tækisins segir í DV í dag að beðið verði pólitískrar ákvörð- unar á íslandi. Sú ákvörðun virðist liggja í orðum Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og formanns Framsókn- arflokksins, í blaðinu í dag. Það er stefna stjórnvalda, seg- ir Halldór, að þessi virkjun verði byggð og þessi úrskurð- ur Skipulagsstofnunar breytir engu þar um. Kjósi umhverfisráðherra að fylgja virkjana- og stóriðju- stefnu stjórnvalda fast eftir og ganga gegn úrskurði Skipu- lagsstofnunar má búast við hörðum deilum í samfélaginu og allt eins er víst að málið fari þá til úrskurðar dómstóla. Jónas Haraldsson DV Sama gamla glóruleysið Jóhannes Sígurjónsson blaðamaður jjjSiJJJ Verslunarmannahelgin. Ung- lingafyllirí. (Aö ógleymdri of- drykkja eldri borgara sem ekki má þegja yfir). Umferðarslys. Slagsmál. Óvæntar uppákomur. Óvæntar uppáferðir. Nauðganir og fleira nöt- urlegt. Börn og unglingar sem koma heim á mánudegi illa til reika á sál og líkama. Ekki mörg, sem betur fer. En eitt er einu of mikið. En það þarf auðvitað ekki versl- unarmannahelgi til að standa und- ir svona lýsingu, venjulegar helgar hafa dugað hingað til. En líkurnar eru kannski meiri á slysum af ýms- um toga um þessa helgi ársins en aðrar. Það þarf svo sem engan að undra þó við foreldrar þessa lands séum ekki í rónni fyrir og um þessa helgi. Ekki síst vegna þess að við þekkjum flest sjálf þessa helgi af eigin raun. Við vorum þar, gerðum þetta, lentum í hinu, upplifðum eitt og annað og ekki allt jafngott og bless- að um verslunarmannahelgar þeg- ar við vorum á sama reki og börn- in okkar eru í dag. Forpokaðir foreldrar Ástandið var oft dálítið glórulaust þegar við vorum á dögum sem ung- lingar. Og það hefur lítið breyst, a.m.k. varla batnað mikið og kannski heldur ekki versnað veru- lega. Af því að börnin okkar eru eins og við vorum á þeirra aldri, hvorki betri nér verri, vitlausari eða vísari. Þetta vitum við vel og þess vegna höfum við áhyggjur. Við sluppum kannski með skrekkinn á sínum tíma en við munum hvað stund- um gerðist, vitum hvað hefði getað gerst og hvað mun kannski gerast um þessa helgi sem nú fer í hönd. En það er i raun ósköp lítið sem við getum gert í málinu. Á sama hátt stóðu foreldrar okkar ráðalausir og kv'ðn- fullir þegar við æddum á úti- hátíðir á sín- um tíma, óttalaus og hams- laus í stuðið, stútinn, strák- ana og stelpurn- ar. Umvanu- anir og fortölur forpokaðra for- eldra dugðu skammt í denn og duga síst lengra á unglingana um þessa helgi. Þessi kynslóð verður eins og við og æskan á öllum tímum að læra af reynsl- unni. Misstíga sig og kunna síðan fótum sínum forráð, brenna sig og forðast upp frá þvi eldinn. Vonandi. En auðvitað er alltaf ákveðinn hóp- ur sem aldrei lærir af reynslunni. Og reynslan reynist sumum of dýru verði keypt. Það er lífsins saga. Tuð um stuð Auðvitað skilja unglingarnir Nú tekur í (Kára)hnjúkana Jón Birgir Pétursson blaðamaður Hvað er skrifstofufólk í Reykja- vík að skipta sér af því hvað Austfirðingar gera? Eru Austfirð- ir of fallegir til að þar megi virkja fallvötnin? Mundi álver í Reyðar- firði fylla þann fjörð og nágranna- firði af skit og ógeðslegu, lífs- hættulegu ryki og reyk? Austfirð- ingar eru í vanda í atvinnumál- um og árum saman hafa þeir beð- ið eftir að virkjað verði norðan Vatnajökuls og raforkunni veitt til stóriðju í þeirra landsfjórð- ungi. Tugir manna, einkum á höf- uðborgarsvæðinu, hafa haft ágætt lifibrauð af hugmyndum um aust- firska stóriðju. Mér er sagt að kostnaðurinn við alls konar und- irbúning, rannsóknir og álitsgjöf hlaupi á hundruðum milljóna. Gamli Thors og ungi Thors Raunamæddir Austfirðingar hringdu í mig í gær, góðir vinir minir og daglegir samstarfsmenn við fréttaöflunina eystra. Þeir eiga ekki orð yfir þau vandræði sem steðja að þeirra góöa lands- fjórðungi. Núna síðast slengir skipulagsstjóri ríkisins, staffirug- ur Thórsari, firnamiklu og þungu plaggi á borðið og nánast dauð- rotar vonir Austfirðinga um bætt kjör sér til handa. Thors vill ekki virkjun við Kárahnjúka. En gamli Thor, langafi hans og sann- ur frumkvöðull, hefði ekki beðið um álit skipulags ríkisins. Hann hefði skellt upp álveri án þess að spyrja kóng eða prest, og rok- grætt á því. Svona breytast tím- arnir. „Það er alveg ljóst að nú tekur í hnjúkana," sagði vinur minn og mikill merkismaður eystra. „Hér mun skella á landflótti úr fjórð- ungnum. Þið skuluð fara að und- irbúa að taka á móti nokkur þús- und austfirskum flóttamönnum,“ sagði sá góði maður svona hér um bil. Það er alltaf gaman að hitta góða Austfirðinga og auðvit- að eru þeir velkomnir á malbik- inu - en skemmtilegast er þó að hitta þá í ómengaðri ausfirskri náttúru. Vonandi verður svo áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.