Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jönsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: (safoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Vandi umhvetýisráðherra Erfitt verkefni bíður Sivjar Friðleifsdóttur umhverfis- ráðherra eftir úrskurð Skipulagsstofnunar um Kára- hnjúkavirkjun. Stofnunin lagðist gegn virkjuninni enda er það mat hennar að hún muni hafa í för með sér umtals- verð umhverfisáhrif og að ekki hafi verið sýnt fram á að annar ávinningur af fyrirhuguðum framkvæmdum verði slíkur að hann vegi upp þau verulegu, óafturkræfu og nei- kvæðu umhverfisáhrif sem framkvæmdin mun fyrirsjáan- lega hafa. Landsvirkjun hefur látið að því liggja að úrskurðurinn verði kærður til umhverfisráðherra enda segir í tilkynn- ingu frá fyrirtækinu að standi þessi úrskurður óbreyttur verði ekki séð að vatnsorka í jökulánum á Austurlandi verði nýtt. Virkjana- og stóriðjuáform þau sem ríkisstjórn- in hefur beitt sér fyrir á Austurlandi eru því í uppnámi eft- ir úrskurð Skipulagsstofnunar. Stór hópur Austfirðinga hefur sótt það fast að fá virkj- un og stóriðju í framhaldi hennar í fjórðunginn. Undirbún- ingur álbræðslu i Reyðarfirði hefur staðið lengi. Fram- kvæmdin er hins vegar afar dýr og hefur óvéfengjanlega mikil áhrif á umhverfi og náttúrufar á viðkvæmu hálendi íslands. Afstaða almennings hefur verið að breytast og því eiga slíkar stórframkvæmdir undir högg að sækja. Nátt- úruverndarsinnum hefur vaxið fiskur um hrygg. í viða- mikilli matsskýrslu Skipulagsstofnunar kemur fram að Kárahnjúkavirkjun valdi verulegri umhverfisröskun, upp- blæstri og hafi áhrif á jarðveg, gróðurfar og dýralíf. Þessir þættir vega þyngra en áður. Náttúruverndar- menn og aðilar í ferðaþjónustu hafa bent á að ósnortið víð- erni landsins skapi ekki síður verðmæti en stóriðjufram- kvæmdirnar. í tilkynningu Náttúruverndarsamtaka ís- lands kemur raunar fram að niðurstaða Skipulagsstofnun- ar sé talinn stærsti sigur náttúruverndar hér á landi. Þar kemur fram að nú gefist tími til að meta vandlega þann kost sem felst í stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls. Umhverfisráðherra á því úr vöndu að ráða. Siv Frið- leifsdóttir stendur frammi fyrir vel rökstuddri skýrslu og höfnun Skipulagsstofnunar en horfir um leið til fleiri þátta, stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, atvinnu- mála á Austurlandi og kröftugra óska margra Austfirðinga um framkvæmdirnar. En ráðherrann verður einnig að líta til þess hvernig fjárfestar bregðast við þessum úrskurði. í DV í gær kom fram að úrskurðurinn gæti breytt afstöðu þeirra íslensku lífeyrissjóða sem eru að kanna aðkomu og fjárfestingu í álveri við Reyðaríjörð. Þátttaka þessara stóru lífeyrissjóða er mikilvæg eigi álvershugmyndirnar að verða að veruleika. Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformað- ur Reyðaráls, segir úrskurðinn óneitanlega setja strik í reikninginn. Menn væru óraunsæir ef þeir viðurkenndu það ekki. Þá liggur enn ekki fyrir hvaða áhrif þessi niðurstaða Skipulagsstofnunar hefur á hug Norsk Hydro til álvers- framkvæmdanna í Reyðarfirði. Fulltrúi norska stórfyrir- tækisins segir í DV í dag að beðið verði pólitískrar ákvörð- unar á íslandi. Sú ákvörðun virðist liggja í orðum Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og formanns Framsókn- arflokksins, í blaðinu í dag. Það er stefna stjórnvalda, seg- ir Halldór, að þessi virkjun verði byggð og þessi úrskurð- ur Skipulagsstofnunar breytir engu þar um. Kjósi umhverfisráðherra að fylgja virkjana- og stóriðju- stefnu stjórnvalda fast eftir og ganga gegn úrskurði Skipu- lagsstofnunar má búast við hörðum deilum í samfélaginu og allt eins er víst að málið fari þá til úrskurðar dómstóla. Jónas Haraldsson DV Sama gamla glóruleysið Jóhannes Sígurjónsson blaðamaður jjjSiJJJ Verslunarmannahelgin. Ung- lingafyllirí. (Aö ógleymdri of- drykkja eldri borgara sem ekki má þegja yfir). Umferðarslys. Slagsmál. Óvæntar uppákomur. Óvæntar uppáferðir. Nauðganir og fleira nöt- urlegt. Börn og unglingar sem koma heim á mánudegi illa til reika á sál og líkama. Ekki mörg, sem betur fer. En eitt er einu of mikið. En það þarf auðvitað ekki versl- unarmannahelgi til að standa und- ir svona lýsingu, venjulegar helgar hafa dugað hingað til. En líkurnar eru kannski meiri á slysum af ýms- um toga um þessa helgi ársins en aðrar. Það þarf svo sem engan að undra þó við foreldrar þessa lands séum ekki í rónni fyrir og um þessa helgi. Ekki síst vegna þess að við þekkjum flest sjálf þessa helgi af eigin raun. Við vorum þar, gerðum þetta, lentum í hinu, upplifðum eitt og annað og ekki allt jafngott og bless- að um verslunarmannahelgar þeg- ar við vorum á sama reki og börn- in okkar eru í dag. Forpokaðir foreldrar Ástandið var oft dálítið glórulaust þegar við vorum á dögum sem ung- lingar. Og það hefur lítið breyst, a.m.k. varla batnað mikið og kannski heldur ekki versnað veru- lega. Af því að börnin okkar eru eins og við vorum á þeirra aldri, hvorki betri nér verri, vitlausari eða vísari. Þetta vitum við vel og þess vegna höfum við áhyggjur. Við sluppum kannski með skrekkinn á sínum tíma en við munum hvað stund- um gerðist, vitum hvað hefði getað gerst og hvað mun kannski gerast um þessa helgi sem nú fer í hönd. En það er i raun ósköp lítið sem við getum gert í málinu. Á sama hátt stóðu foreldrar okkar ráðalausir og kv'ðn- fullir þegar við æddum á úti- hátíðir á sín- um tíma, óttalaus og hams- laus í stuðið, stútinn, strák- ana og stelpurn- ar. Umvanu- anir og fortölur forpokaðra for- eldra dugðu skammt í denn og duga síst lengra á unglingana um þessa helgi. Þessi kynslóð verður eins og við og æskan á öllum tímum að læra af reynsl- unni. Misstíga sig og kunna síðan fótum sínum forráð, brenna sig og forðast upp frá þvi eldinn. Vonandi. En auðvitað er alltaf ákveðinn hóp- ur sem aldrei lærir af reynslunni. Og reynslan reynist sumum of dýru verði keypt. Það er lífsins saga. Tuð um stuð Auðvitað skilja unglingarnir Nú tekur í (Kára)hnjúkana Jón Birgir Pétursson blaðamaður Hvað er skrifstofufólk í Reykja- vík að skipta sér af því hvað Austfirðingar gera? Eru Austfirð- ir of fallegir til að þar megi virkja fallvötnin? Mundi álver í Reyðar- firði fylla þann fjörð og nágranna- firði af skit og ógeðslegu, lífs- hættulegu ryki og reyk? Austfirð- ingar eru í vanda í atvinnumál- um og árum saman hafa þeir beð- ið eftir að virkjað verði norðan Vatnajökuls og raforkunni veitt til stóriðju í þeirra landsfjórð- ungi. Tugir manna, einkum á höf- uðborgarsvæðinu, hafa haft ágætt lifibrauð af hugmyndum um aust- firska stóriðju. Mér er sagt að kostnaðurinn við alls konar und- irbúning, rannsóknir og álitsgjöf hlaupi á hundruðum milljóna. Gamli Thors og ungi Thors Raunamæddir Austfirðingar hringdu í mig í gær, góðir vinir minir og daglegir samstarfsmenn við fréttaöflunina eystra. Þeir eiga ekki orð yfir þau vandræði sem steðja að þeirra góöa lands- fjórðungi. Núna síðast slengir skipulagsstjóri ríkisins, staffirug- ur Thórsari, firnamiklu og þungu plaggi á borðið og nánast dauð- rotar vonir Austfirðinga um bætt kjör sér til handa. Thors vill ekki virkjun við Kárahnjúka. En gamli Thor, langafi hans og sann- ur frumkvöðull, hefði ekki beðið um álit skipulags ríkisins. Hann hefði skellt upp álveri án þess að spyrja kóng eða prest, og rok- grætt á því. Svona breytast tím- arnir. „Það er alveg ljóst að nú tekur í hnjúkana," sagði vinur minn og mikill merkismaður eystra. „Hér mun skella á landflótti úr fjórð- ungnum. Þið skuluð fara að und- irbúa að taka á móti nokkur þús- und austfirskum flóttamönnum,“ sagði sá góði maður svona hér um bil. Það er alltaf gaman að hitta góða Austfirðinga og auðvit- að eru þeir velkomnir á malbik- inu - en skemmtilegast er þó að hitta þá í ómengaðri ausfirskri náttúru. Vonandi verður svo áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.