Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Qupperneq 12
12 Helgarblað FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 DV Lögbann á vímuefni verra en lögleiðing Yfirvöld í Kanada lögleiddu á mánudaginn síðastliðinn notkun kannabisjurtarinnar marijúana í lækningaskyni fyrir dauðvona sjúk- linga og þá sem þjást af krónískum verkjum, fyrst allra ríkja í heimin- um. Yfirvöld hafa síðasta árið veitt undanþágur fyrir fólk sem er dauð- vona að nota vímuefnið. Með lögun- um geta, auk dauðvona einstak- linga, eyðni- og krabbameinssjúk- lingar og fólk sem þjáist af gigt, MS og flogaveiki fengið leyfi til að rækta eigið marijúana eða látið aðra rækta fyrir sig. Kanadíska rik- ið hefur líka gert samning við fyrir- tæki um að rækta marijúana fyrir sig svo hægt sé að deila út til þeirra sem ekki hafa færi á að rækta. Helmingur vill lögleiða Um áratugaskeið hefur farið fram umræða um lögleiðingu kannabis- efna, auk þess sem frjálshyggju- menn hafa í síauknum mæli kallað eftir lögleiðingu allra vímuefna, harðra eða veikra. Yfirvöld í Kanada vilja þó ekki stíga skreflð til fulls og lögleiða marijúana í afþrey- ingarskyni. Hins vegar hafa þau gef- ið í skyn að þau séu tilbúin að ræða möguleikann á því. Hæstiréttur landsins hefur einnig samþykkt að taka fyrir mál um hvort lögbann marijúana gengur gegn stjórnar- skrá landsins, þar sem lyfið ógni ekki heilsu fólks að neinu verulegu leyti. Almenningur í Kanada virðist líka tilbúinn í umræðuna ef marka má skoðanakönnun sem kanadíska blaðið Ottawa Citizen lét gera. Spurt var hvort lögleiða ætti marijúana algerlega og voru nálægt 50% aðspurðra hlynntir lögleiðingu. Þessi niðurstaða virðist vera í samræmi við þá þróun sem á sér stað i mörgum öðrum rikjum, þá sérstaklega vestrænum. Raddir ger- ast æ háværari um að lögleiða eigi kannabisefni. Rökin sem beitt er eru einmitt þau að lyfið gagnist í lækningum og sé í raun skaðlaus- ara efni heldur en bæði sígarettur og áfengi, sem bæði eru lögleg vímuefni. Rökin á móti eru yfirleitt þau sömu; að um hættulegt eiturlyf sé að ræða, auk þess sem fikt við kannabisreykingar leiði til iðulega út í neyslu sterkari efna. Seinni rök- in hafa reyndar orðið vopn í hönd- um lögleiðingarsinna sem benda á að sömu aðilarnir sjái um að dreifa kannabisefnum og sterkari efnum. Með lögleiðingu verður komið i veg fyrir tengslin á milli kannabisefna og sterkra efna með þeim afleiðing- um að færri fara úr því veika yfir í það sterka. Umburöarlyndi eykst Svo virðist sem sumir stjómmála- menn séu að átta sig á þessum rök- um. Þekkt er orðin ákvörðun hol- lenskra yfirvalda að sýna umburð- arlyndi gagnvart kannabis. Deilt hefur verið um ágæti árangurs til- raunarinnar þar sem því er haldið fram að ástandið, t.d. í Amsterdam, hafi versnað. Yfirvöld hafa hins veg- ar sagt að t.d. hafi heróinfíklum fækkað frá lögleiðingu. Könnun Trimbos-stofnunarinnar í Hollandi, stofnunar fyrir geðsjúka og fíkla, sýndi að 41% 15 ára unglinga í Bret- landi hafði prófað kannabisefni, þar af 24% í mánuðinum fyrir könnun- ina. 1 Hollandi höfðu aðeins 29% 15 Marijúanaumræöan nógu þroskuð til lögleiðingar Umræöa um lögleiðingu kannabis hefur verið í gangi í áratugi. Svo virðist sem sú umræða sé að bera ávöxt um bessar mundir. Kanada hefur t.d. lögleitt það til notkunar í iækningaskyni. hefur blaðið skrifað reglulega um gagnsleysi hinnar hörðu löggjafar ríkja gegn vímuefnum, sem segja má að eigi rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna á miðjum níunda áratugnum. Mörgum þykir það hafa sýnt sig að slík löggjöf hafí í engu gengið upp. Hægt er að taka Banda- ríkin sem dæmi. Á hverju ári er þar eytt 3500-4000 milljörðum króna í stríðið gegn vímuefnum, bæði inn- anlands sem og utan. Samt sem áð- ur hefur neysla vímuefna aukist þar. Nú er svo komið að þriðjungur Bandaríkjamanna yfir 12 ára aldri hefur prófað vímuefni og rétt tæp 10% hafa neytt þeirra einhvern tím- ann síðustu 12 mánuðina. Rök The Economist með lögleiö- ingu vímuefna, fyrir utan dæmið að ofan, eru tvenns konar. Það fyrsta sem The Economist hefur við lög- bann á vímuefni að athuga er réttur hvers einstaklings til að ráða yfír eigin líkama og sál, svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Hugsun sem er tekin upp eftir breska heimspek- ingnum John Stuart Mill. Þetta er að mestu gert í dag. Fólk má vera á reiðhjólinu sínu úti á götu, fara í fjallgöngur, fallhlífarstökk og reykja sígarettur. Risastórt efnahagskerfi Hin rökin eru efnahagsleg. Með því að herða stöðugt lög og reglur um vímuefni hefur verið búið til undirheimaefnahagskerfi sem blað- ið telur að velti tæpum 15.000 millj- arða á ársgrundvelli. Sem er svipað og tóbaks- og áfengisiðnaðurinn veltir árlega. Blaðamenn The Economist benda á að þessir pen- ingar renni allir til glæpamanna sem síðan noti þá til spillingar. Til að dreifa vímuefnunum um víðan heim þarf burðardýr. Ein- staklingar sem taka slíkt að sér eru oftar en ekki saklausir einstakling- ar sem af einhverjum sökum þurfa ára unglinga prófað kannabis og þar af 15% mánuðinn fyrir könnun- ina. í Sviss er nú búið að slaka veru- lega á lögum um kannabisefni. Raunar hefur verið löglegt i nokkurn tíma að rækta virkar hampplöntur sem er annað nafn yf- ir kannabisplöntur. Hins vegar mátti ekki selja blöð eða blóm til neyslu, bann sem margir sneyddu hjá með því að selja tepoka og opn- anlega plastkubba með kannabis í og merkimiðum um að vörurnar væru ekki til neyslu. Neysla hefur hins vegar verið leyfð núna. Á Ital- íu er leyfilegt að vera með allt að tvö grömm á sér án þess að fá sekt eða missa efnið í hendur lögregl- unnar. í einu lögregluumdæmi í Bretlandi er svo tilraun í gangi um að sleppa þeim sem nást með lítið af kannabisefnum. Stjómmálaleiðtog- ar þar í landi hafa líka gerst æ op- inskárri i umræðunni og jafnvel hafa meðlimir í íhaldsflokknum sagt að skoða megi málið, sumir jafnvel stutt lögleiðingu. Sterk efni líka lögleg Á meðan umræða um lögleiðingu veikari vímuefna er smám saman að hafa áhrif á stefnumörkun hefur umræða um lögleiðingu sterkra efna hingað til ekki náð álíka hæð- um enda hvílir mikil bannhelgi yfir slikri umræðu. Þó hefur lítill hópur fólks tekið af skarið og þar í hópi er breska blað- ið The Economist. I þónokkur ár Bandaríkjamenn berjast með kjafti og klóm gegn vímuefnainnflutningi sem þrátt fyrir það hefur aukist jafnt og þétt ásamt neyslu. á peningum að halda, hvort sem það er vegna atvinnuleysis eða þá að um fíkla er að ræða sem vantar peninga fyrir meiri vímuefnum eða eru að borga skuldir. Enn fremur grafa þeir glæpa- hringir sem myndast í kringum vímuefnaframleiðslu og -dreifingu undan lýðræði. Þetta á bæði við i framleiðslulöndunum sem og þeim löndum sem flutt er inn í. Þetta ger- ist með mútum til embættismanna á öllum stigum stjórnkerfisins. Barátt- an gegn glæpahringjunum gerir lítið betra. Þetta hefur sýnt sig með bar- áttu Bandaríkjanna. Með loforðum um stór fjárframlög þvinga banda- rísk stjórnvöld rikisstjórnir fátækari ríkja jafnvel út í það að brjóta mann- réttindi svo árangri sé náð. Besta dæmið er sjálfsagt Kólumbía. Með lögleiðingu er nokkuð vist að spill- ing og glæpastarfsemi hefði ekki til- verugrundvöll lengur. Hættan á aukinni neyslu Þeir sem berjast fyrir umræðu um lögleiðingu allra vímuefna ganga ekki um með þær ranghugmyndir í höfðinu að vímuefni séu skaðlaus skemmtiefhi. Þvert á móti gera flest- ir sér grein fyrir þvi að með lögleið- ingu yrði örugglega einhver aukning í neyslu og fleiri leiddust út í neyslu. Ekki síst vegna þess að vímuefni bjóða upp á vellíðan sem fólk sækist í aftur. Flest vímuefni valda andlegri fíkn og er hlutfall fíkla miðað við þá sem prófa um 1 af hverjum tíu. Lík- amleg fíkn er þó til eins og heróín þar sem nálægt 1 af hverjum 3 verð- ur fíkn að bráð. Tölurnar eru fengn- ar úr The Economist. Það eru samt sem áður heilbrigð- isleg rök fyrir lögleiðingu. Vegna þeirrar bannhelgi sem hvílt hefur yf- ir vímuefnum hafa vísindamenn ekki haft tækifæri sem skyldi til að rannsaka virkni efna til hlítar né áhrif þeirra á einstaklinga. Með lög- leiðingu ykist þekking á virkni þeirra og hægt yrði að láta vita ef einhver líkamlegur kvilli gerði það eða hitt vímuefnið óæskilegt fyrir þá einstaklinga er slíkan kvilla hefðu. ístað þeirra gífurlegu fjármuna sem fara í baráttuna gegn vímuefn- um, plús það sem fengist í skatttekj- ur af sölu þeirra, væri með lögleið- ingu hægt að bæta meðferðarmögu- leika fyrir þá sem falla í fíkn, auk þess sem fjármagn í fræðsluherferð fengst. Stjómvöld eiga mun auðveld- ara með að stýra flæði vímuefna eft- ir lögleiðingu. T.d. yrði auðveldara að stjórna aðgangi barna að vímu- efnum eins og nú er gert með tóbak og áfengi. Að lokum væri hægt að stjóma gæðum og styrkleika efna sem seld yrðu. Oftar en ekki er vafasöm samsetning vímuefna notuð í forvarnarherferðir. Vitsmunaleg umræöa Umræðan um vímuefni er til stað- ar i heiminum. Það sem hefur hins vegar bagað hana hingað til er það siðferðislega svið sem hún er á. Allt er gert til að koma í veg fyrir vits- munalega umræðu um kosti þess og galla að lögleiða vímuefni. í staðinn eru þau úthrópuð eitur, sem flestir eru sammála um, og meiri og meiri fjármunum ausið í baráttuna gegn þeim, án sýnilegs árangurs að því er virðist. Svo harkalega er barist að skýrslu heilbrigðisstofnunnar Sam- einuðu þjóðanna, sem sýndi fram á að kannabis væri skaðminna en áfengi og tóbak, var stungið undir stól. Það er kannski kominn timi fyr- ir nýja hugsun. Byggt á greinum frá The Economist og BBC.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.