Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 Helgarblað E>V Staða Goða er byggðarleg neyð: Bændur hvattir til að eiga ekki viðskipti við fyrirtækið - landbúnaðarráðuneytið hefur engar bakábyrgðir til að tryggja greiðslu til bænda Haustið 1999 stóð fyrir dyrum sameining fimm fyrirtækja í slátr- un og vinnslu sem myndi um ára- mótin þar á eftir verða langstærsti einstaki aðilinn í þeirri starfsemi hérlendis. Að því ætluðu að standa Norðvesturbandalagið á Hvamms- tanga með 36% hlut, Kaupfélag Hér- aðsbúa á Egilsstöðum með 16%, kjötiðnaðardeild Kaupfélags Eyfirð- inga með 26%, Kjótiðjan á Húsavík með 20% og Kjötumboðið í Reykja- vlk með 2% hlut. Menn voru stór- huga því á síðari stigum var rætt um að fyrirtækin á Blönduósi, Sauð- árkróki og Borgarnesi kæmu inn í þennan „kjötrisa". Þessi áform reyndust loftbóla en í ágústbyrjun árið 2000 var nýtt fyrir- tæki í kjötiðnaði og sláturhúsa- rekstri stofhað, Goði, við samein- ingu fimm fyrirtækja og varð það stærsti sláturleyfishafi landsins með 40% markaðshlutdeild og 4 milljarða króna veltu á árinu 2001. Þetta voru Borgarnes-kjötvörur, Kjötumboðið í Reykjavík, sláturhús og kjötvinnsla Kaupfélags Héraðs- búa, Norðvesturbandalagið og Þrí- hyrningur, en þrjú siðastnefndu fyr- irtækin urðu stærsti eignaraðilinn. Áformað var að slátra á 10 stöðum: Hvammstanga, Búðardal, Hólma- vík, Egilsstöðum, Fossvöllum, Breiðdalsvík, Hornafirði, Hellu, Þykkvabæ og Reykjavík. Fram- kvæmdastjóri var Valdimar Gríms- son. Þetta haust var alls slátrað 551 þúsund fjár 1 landinu. Mikill skriður á Goða í árs- byrjun Þrátt fyrir þetta var þungt hljóð í bændum þetta haust á aðalfundi Landssambands sauðfjárbænda. Af- koman hafði verið slæm árið 1999 og þeir komu ekki auga á það góð- æri sem ríkti í hugum stjórnmála- manna en þó ríkti bjartsýni um að hægt yrði að greiða bændum fyrir gærur eftir markaðshrun i Austur- Asíu. Það var mikill skriöur á Goða. í ársbyrjun 2001 keypti fyrirtækið kjötvinnslu Nóatúns í Faxafeni, kjötvinnslu Hafnar á Selfossi og Borgarnes-kjötvörur og í febrúar- mánuði sótti Goði um hundruð milljóna króna lán til Byggðastofn- unar vegna uppbyggingar á starf- semi félagins og var stefnt að þvi að fyrirtækið yrði byggt upp í Borgar- nesi. Framkvæmdastjóri var þá orð- inn Kristinn Þór Geirsson. Hann sagði þá að um áramótin hefði ver- ið stefnt að því að byggja fyrirtækið upp í Mosfellsbæ, síðan hefði Borg- arnes komið sem möguleiki og loks Selfoss. Kristinn H. Gunnarsson, formaðúr Byggðastofnunar, sagði þá aö ef fyrirtækið vildi byggja upp starfsemi sína á landsbyggðinni yrði reynt að stuðla að því. Á stjórn- arfundi Byggðastofnunar í marslok sagði formaðurinn að Byggðastofn- un væri tilbúin með svar en ákveð- ið var að bíða meðan Goði væri að vinna úr eigin málum og ákveða hvar framtíðaruppbygging fyrirtæk- isins yrði. Síðan hefur Byggðastofn- un ekki fjallað um umsókn Goða. Og þá fóru ýmsar neikvæðar fréttir að leka út þar sem Goði fékk ekki fyrirgreiðslu í bankakerfmu. Samkomulag var gert milli Kaupfé- lags Héraðsbúa og Goöa um ákveðið greiðsluflæði. KHB gerði alfarið upp við bændur en ekki fengust afurða- lán gegnum Goða vegna almennrar vantrúar á veðsetningu á kindakjöti í bönkunum en ekki vantrú á starf- semi eða greiðslustöðu Goða eins og Ingi Már Aðalsteinsson, kaupfélags- stjóri KHB, fullyrti þá. Þá fóru í gang sameiningarviðræður Goða og Norðlenska matborðsins en það fyr- irtæki varð til við samruna kjöt- vinnslu KEA og Kjötiðjunnar á Húsavík og hefði það fyrirtæki yfir að ráða um 45% allrar sauðfjárslátr- unar. Þá höfðu staðið yflr samning- ar milli Goða við íslenska aðalverk- taka um að byggja yfir kjötvinnsl- una í Mosfellsbæ, þar sem aðal- stöðvarnar áttu að vera á þeim timapunkti, en skammtímafjár- mögnun vantaði inn í lausafjár- stöðu Goða. Hún fékkst ekki þannig að ekkert varð af því. Afar slæm skuldastaða í byrjun júnímánaðar var ljóst að ekkert yrði af sameiningu Goða og Norðlenska. Skuldastaða Goða var mun erfiðari en forráðamenn KEA höfðu gert ráð fyrir, auk þess sem Goði hafði ákveðið að leggja niður starfsemi sláturhúsanna á Hólma- vík, í Þykkvabæ, á Breiðdalsvík og í Búðardal, án þess að ráðfæra sig við Norðlenska. KEA-menn sögðu þá ákvörðun mjög „klaufalega". í samræmi við tillögur sem unnar voru af VSÓ-Ráðgjöf kom fram að hagkvæmast væri að byggja upp sauðfjárslátrun á Hvammstanga, Fossvöllum á Jökuldal, Höfn í Afar slæm skuldastaða Skuldastaða Goöa var mun erfiðarí en forráðamenn KEA höfðu gert ráð fyrír, auk þess sem Goði hafði ákveðið að leggja niður starfsemi sláturhúsanna á Hólmavík, í Þykkvabæ, á Breiðdalsvík og i Búðardal, án þess að ráðfæra sig við Norðlenska. Guðni Ágústsson landbúnaöar- ráðherra. Aöalsteinn Jónsson, formaður Landssambands sauðfjárbænda. Kristinn Guönason, bóndi á Skarði í Landsveit. Þórólfur Gísla- son, kaupfélags- stjóri og formao- ur nefndar ríkis- stjórnar um vanda sauðfjár- bænda. Hornafirði og í Borgarnesi, hrossa- slátrun á Hvammstanga, svinaslátr- un í Grísabæ og nautgripaslátrun í Borgarnesi og á Egilsstöðum. Stór- gripaslátrun á Hellu yrði aflögð. Sparnaður við hagræðingu var tal- inn 62 milljónir á ársgrundvelli í sauðfjárslátrun og 18 milljónir í stórgripaslátrun. Alls sparast því 80 milljónir í rekstrarkostnaði á árs- grundvelli og mundi það nást þegar 2002. Til breytinganna verður kost- að 175 milljónum og eru nauðsyn- legar endurbætur innifaldar í því, auk viðbygginga og nýs tækjabún- aðar. Að öllu óbreyttu hefði þurft að ráðast í lagfæringar og endurbætur upp á 278 milljónir á næstu fimm árum. Marglr rægðu samrunatilraun Þegar ljóst var í júlíbyrjun að ekkert yrði af sameiningu Goða og Norðlenska og bændur horfðu fram á mjög krítíska stöðu sagði Kristinn Guðnason á Skaröi.í Landsveit m.a.: „Þegar sameining Goða og Norð- lenska fór af stað héldu flestir að menn ætluðu að ganga heilir til þess verkefhis og reyna að ná sterku og öflugu fyrirtæki. En ótrú- lega margir hófu að rægja þetta á alla vegu, menn sem síst skyldi, bæði utan og innan beggja þessara fyrirtækja. Þeir voru á fullu að eyði- leggja þennan möguleika og tókst það." í kjölfarið ákvað svo Goöi að slátra í verktöku í fjórum sláturhús- um, þ.e. kaupa ekki lambakjöt af bændum. í kjölfarið keypti svo Norðlenska kjötvinnslur og vörumerki Goöa, innlent ftéttaljós Geir A. Guðsteinsson blaðamaður 1.500 milljón króna veltu og 140 starfsmenn. Við kaupin varð til eitt stærsta kjötvinnslufyrirtæki lands- ins með um 3 milljarða króna veltu. Starfsgreinasambandi Islands barst bréf sem Goði hafði afhent starfs- fólki sínu víðs vegar um landið. í bréfinu segir að Goði hafi ákveðið aö grípa til víðtækra breytinga og endurskipulagningar í rekstri fé- lagsins. Ein af þeim aðgerðum sem Goði hafi ákveðið að grípa til sé að segja upp 80 starfsmönnum víðs vegar um landið. Uppsagnirnar munu hafa mest áhrif í Búðardal, þar sem 13 félagsmenn missa vinn- una, og 15 á Hvammstanga. Goði hefur fengið greiðslustöðvun til 20. ágúst en fullyrt er að fyrirtækið sé ekki að verða gjaldþrota. Unnið aö stofnum sláturhúss Aðalsteinn Jónsson á Klaustur- seli á Jökuldal, formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda, segir að bændur muni aldrei sætta sig við það að fá greitt mun lægra verð hjá Goða en t.d. hjá Norðlenska eða SS. Fjölmennir bændafundir á Egils- stöðum og I Búðardal hafa verið fullir spennu yfir ástandinu og reiði yfir því að loka eigi sláturhúsunum. Á fundi sem haldinn var í Búðardal á miðvikudag, í nafni hagsmunaað- ila um sláturhúsið í Búðardal, voru bændur hvattir til að eiga ekki við- skipti við Goða ef fyrirtækið væri ekki tilbúið að leigja húseignir sín- ar í Búðardal, en bændur óttast að Goði leiti leiða til þess að úrelda sláturhúsið. Á fundinum var skipuð nefnd til að vinna að stofnun nýs sláturfélags sem hefði það að mark- miði að standa fyrir sauðfjárslátrun í Búðardal I haust. Itrekuð var sú áskorun til Goða að fyrirtækið gengi til samninga um leigu á slát- urhúsinu i Búðardal. Þá var skorað á bændur að eiga ekki viðskipti við Goða yrði fyrirtækið ekki við ósk- um um leigu á húsinu. Byggðarleg neyð Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir að það hafi legið fyr- ir við gerð síðasta sauðfjársamnings aö milliliðurinn, sláturhúsin, hafi ekki verið tekin með né heldur nein hagræðing I þeim. Þaö hafi verið gert í töluverðum mæli árið 1995 svo landbúnaðarráðuneytið hefur enga peninga í dag til úreldingar eða bakábyrgð til að tryggja sauð- fjárbændum verð fyrir sínar afurð- ir. Landbúnaðarráðherra segir að þrátt fyrir það kunni ýmsar leiðir að vera færar. T.d. séu Goðamenn líklega að bakka aftur til kaupfélag- anna sem ætli sér að taka á með Goða hvað varðar sauðfjárslátrun og tryggja stöðu bændanna, enda fyrirtækið þeirra eign. „Sá vandi sem er kominn upp vegna rekstrarerfiðleika sumra slát- urleyfishafa var ræddur á ríkis- stjórnarfundi á þriðjudag og þar samþykkt að ég skipaði starfshóp I málið vegna þess vanda sem sauð- fjárframleiöslan stendur frammi fyrir. Auðvitað höfum við áhyggjur af því að ekki takist aö slátra og þetta fari allt á versta veg byggðar- lega. Nefhdin er til þess að fara yfir framtíðarskipulag þessara slátur- húsamála allra, bæði út frá byggðar- legu sjónarmiði og hagkvæmnis- sjónarmiði. Auk þéss vil ég láta kanna hvernig hægt er að ná af- urðalánum og lægri vöxtum. í nefndinni sitja Ari Teitsson, for- maður Bændasamtakanna, Theodór Bjarnason, forstjóri Byggðastofnun- ar, Þórólfur Gíslason, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Skagfirðinga, sem jafnframt verður formaður, Ingi Már Aðalsteinsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa og formaður sambands sláturleyfishafa, Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suð- urlands og varaformaður sambands sláturleyfishafa, Jón Magnússon, viðskiptafræðingur í fjármálaráðu- neytinu, og Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðu- neytinu. Menn sjá þarna fram und- an mikla byggðarlega neyð því heilu landsvæðin eru að verða án sláturhúsa sem þýðir langa flutn- inga á dýrum sem jafnvel eru brot á dýravernd. Það er því ábyrgðarleysi að setjast ekki nú þegar yfir málin," segir Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra. Verkefni nefndarinnar er að greina stöðu og horfur í búfjárslátr- un og móta tillögur að framtíðar- skipulagi þar sem fyllstu hag- kvæmni er gætt. Einnig að gera til- lögur um fjármögnun birgða og lækkun vaxtakostnaðar og tryggja öllum sauðfjárbændum slátrun fyr- ir sitt fé og leita leiða til flutnings- jöfnunar til þeirra framleiðenda sem þurfa að sækja slátrun um langan veg. „Það hefur verið griðarleg þróun í þessum sláturhúsamálum hérlend- is. Fyrir um 15 árum voru um 50 sláturhús í landinu. Nú eru þau 19 og menn telja að þau séu um 10 of mörg vegna of lítilla verkefna. Goði mun fækka sínum húsum um 7. Vandinn er líka vegna þess að fé hefur fækkað, samgöngur hafa batn- að, reksturinn orðið dýrari og slát- urtími stuttur. Það þarf að koma til móts við neytendur með því að standast markaðinn og vera í sam- keppni við aðrar kjötvörur með því að lengja sláturtímann. Aðalslátur- tíðin gæti verið í 3 til 4 mánuði, eða frá miðjum ágústmánuði og fram í byrjun desembermánaðar. Nú stendur hún aðeins í 3 til 4 vikur sem er allt of stuttur tími." -GG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.