Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 3. AGUST 2001 15 XXV Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðið v ''' A ~ Búnaðarbankinn spáir óbreyttu verði milli mánaða Greiningardeild Búnaðarbankans ger- ir ráð fyrir að vísitala neysluverös standi í stað á milli júlí og ágúst. Gangi spáin eftir maélist verðbólga frá áramótum 6,0% og 12 mánaða verðbólga 7,6%. I forsendum spárinnar er gert ráð fyr- ir að áhrif launahækkana á þjónustuliði ásamt verðhækkunum á matvöru komi til hækkunar á vísitölunni. Lækkun bensínverðs ásamt útsöluáhrifum koma hins vegar til lækkunar. Gert er ráð fyrir að útsöluáhrifm gangi til baka á næstu tveimur mánuðum. í ágúst í fyrra hækk- aði vísitalan um 0,5%. Fasteignaverð lækkar í spánni kemur einnig fram að grein- ingardeildin spáir því einnig að fasteigna- verð taki að lækka á næstu mánuðum. í verðbólguspánni er gert ráð fyrir lít- illegri hækkun á fasteignaverði í ágúst vegna nýlegrar hækkunar hámarkslána íbúðalánasjóðs og fjölgunar viðbótarlána. Hins vegar segir greiningardeild Búnað- arbankans að eftirspurn eftir húsnæði virðist vera að dragast saman, ef litiö er til fjólgun fasteigna á söluskrám fast- eignasala. Því gerir greiningardeildin ráð fyrir að aukin viðbótarlán og rýmkun tekju- og eignamarka muni einungis fresta en ekki koma í veg fyrir lækkun fasteignaverðs. Óvænt vaxtalækkun í Bretlandi Peninga- málanefhd breska seðlabank- ans lækkaði stýrivexti sína í gær og kom sú ákvörðun mjög óvænt. Bankinn lækkaði vexti um 25 punkta og eru stýrivextir bankans núna 5%. Þetta er fjórða vaxtalækkun bankans á þessu ári. Vextir í Bretlandi voru siðast 5% sumarið 1999 og þar áður haustið 1977. Evrópski seðlabankinn ákvaö einnig vexti sína í dag en hann hélt þeim óbreyttum í 4,5%. Langflestir sérfræðingar höfðu spáð því að bankinn myndi ekki hreyfa við vóxtum vegna ótta við að slíkt myndi auka neyslu almenn- ings sem síðan myndi skapa aukinn verðbólguþrýsting. K&UdU. 03.08.2001 M. 9.1S KAUP SALA iWPoltor 97,910 98,410 Í3EÍPund 140,030 140,750 K*ÍKan, dollar CBlDönskkr. QBNorakkr JJsænsk kr. 63,780 11,5800 10,8090 9,3930 64,170 11,6440 10,8680 9,4450 14,5923 r+H FI. mark 14,5051 ]Fra.rrankl 13,1477 13,2267 UJBelg. franki 2,1379 2,1508 57,4900 Sviss. franki 57,1800 OHoII. öllini 39,1355 39,3707 ^Þýskt mark 44,0955 44,3605 tt.Gr. 0,04454 0,04481 : QAust. sch. 6,2676 6,3052 : gjPort. escudo 0,4302 0,5183 0,79000 0,4328 : ~^]Spá. peseti | © jJap. yen 0,5214 : 0,79480 110,164 írskt pund 109,506 SDR 123,5000 124,2400 "fECU 86,2434 86,7616 | Slæm afkoma Útgerðarfélags Akureyringa: Rekstrartap 553 milljónir króna fýrstu 6 mánuðina Útgerðarfélag Akureyringa var rekið með 553 milljóna króna tapi fyrstu sex mánuði ársins 2001. Þetta er lakari af- koma en árið áður þegar tapið nam 203 miiljónum króna. Meginástæðuna fyrir lakari afkomu má rekja til mikils gengis- taps af skuldum félagsins en það nam hátt í einn milljarð á fyrstu sex mánuð- um ársins. Aftur á móti er vergur hagn- aður mun betri en árið áður og hið sama má segja um veltufé frá rekstri. Þannig er vergur hagnaður núna 765 milljónir, sam- anborið við 386 milljónir árið áður, eða 26% af tekjum. Veltufé frá rekstri nam 557 milljónum króna, samanborið við 353 milljónir árið áður. Heildarvelta samstæðunnar nam sam- tals rúmum 3,3 milljörðum króna og jókst um 171 milljón frá árinu áður. Rekstrar- tekjur, þ.e. heildarvelta að frádregnum eigin afia til vinnslu, voru samtals 2,9 milljarðar króna, samanborið við 2,7 milljarða árið áður. Rekstrargjöld námu samtals tæpum 2,2 miiljörðum króna, miðað við 2,3 miiljarða árið áður. Félagið hefur góða kvótastöðu, 24.611 þorskigildistonn, og getur því nýtt fram- leiðslutækin betur en áður. Loks keypti félagið snemma á árinu 50% hlut í GPG- fiskverkun á Húsavík en þau kaup auka veltu og framlegð samstæðunnar. Endur- skoðuð áætlun fyrir seinni hluta ársins gerir ráð fyrir að afkoman verði betri en fyrstu 6 mánuði ársins og að veltufé frá rekstri aukist. „Það er auðvitað ekki viðunandi að fé- lagið sé gert upp með tapi en ég vil benda á þá staðreynd að þetta er besta rekstrar- niðurstaða félagsins frá upphafi ef horft er til vergs hagnaðar og veltufjár frá rekstri. Það er hins vegar fyrst og fremst veiking íslensku krónunnar sem er að gera okkur, eins og flestum öðrum fyrir- tækjum sem skulda erlendis, þessa skrá- veifu. Á hinn bóginn má ekki gleyma þvi að veiking krónunnar mun skila félaginu auknum tekjum í framtiðinni. Ég er því bjartsýnn á betri tíð á seinni hluta árs- ins," segir Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA. -GG Flugleiðir opna fragtmiðstöð I gær opnuðu Flugleiðir nýja fragt- miðstöð á Keflavikurfiugvelli. Fragtmið- stöðin er 5000 fermetra bygging á þjón- ustusvæði Kefiavíkurfiugvallar, skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fragtmiðstöðin bætir úr brýnni þörf og mun gjörbreyta allri aðstöðu til vöru- flutninga með flugi. Gríðarleg umskipti hafa orðið í fragtflutaingum Flugleiða á síðasta áratug. Árið 1990 fluttu Flugleið- ir tæplega 11.500 tonh af fragt með vél- um félagsins. Árið 1995 var magnið komið í 14.560 tonn en á síðasta ári fluttu Flugleiðir-Frakt 33.650 tonn af vörum. Það er þrefalt meira magn en fyrir tíu árum og ríflega tvöfalt meira en fyrir fimm árum. Spár gera ráö fyrir mikilli aukningu Spár gera ráð fyrir að enn verði mik- il aukning á fragtfiutaingum íslendinga með flugi á næstu árum. Jafnframt aukast stöðugt kröfur viðskiptavina um nýja og fullkomnari þjónustu í tengslum við vöruflutainga. Við hönnun og byggingu hússins var því lögð áhersla á hagkvæmni, hraða og gæði sem ekki hafa þekkst fyrr í flug- fragt á íslandi. Öll þjónusta er undir einu þaki: vöruafgreiðsla, skrifstofur, tollafgreiðsla, fragtmiðlunarskrifstofur og fleira. Fragtmiðstöðin er 3500 fer- metra vöruhús ásamt 1500 fermetra skristofuhúsnæði. Reiknað er með að á fyrsta ári verði fiutaingur í gegnum húsið um 30 þúsund tonn en gert er ráð fyrir að húsið geti annað allt að 45 þús- und tonnum. Þá er gert ráð fyrir stækk- un um 4400 fermetra með viðbyggingu sem reisa má með skömmum fyrirvara. I húsinu verða Flugleiðir-Frakt með al- menna flutaingsþjónustu og verður boð- ið upp á alla þjónustu fyrir inn- og út- flytjendur nánast hvenær sem er sólar- hringsins. Þar verður einnig tollaf- greiðsla og fulikomin aðstaða fyrir af- greiðslu og meðhöndlun matvöru. F iskistofa verður með landamærastöð i húsinu og þar er útleigurými fyrir fluta- ingsmiðlara og aðra í fragttengdum rekstri. Kostnaður 456 milljónir Kostnaður við byggingu Fragtmið- stöðvarinnar var 456 milljónir króna og annaðist verktakafyrirtækið Höjgaard og Schultz á íslandi framkvæmdir eftir útboð. í byggingunni er einnig fullkom- ið færibandakerfi og kælar frá þýska framleiðandanum Schenk. Við opnun- arathöfnina í gær kynntu þeir Sigurður Helgason, forsrjóri Flugleiða, Einar Sig- urðsson, stjórnarformaður Flugþjónust- unnar á Keflavíkurvelli, og Pétur J. Ei- ríksson, framkvæmdasrjóri Flugleiða- Fraktar, bygginguna og starfsemina fyr- ir gestum. Dótturfyrirtæki Flugleiða, Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli, mun annast rekstur hússins. Breytt og betra Lottó. Nú verður 1. vinningur alítaf um eða yfir 3 milljónir í einföJdum potti. ÞaðköllumviðÞriJlþn! Þrilljón þýöir hæm' 1. vinningur í einföldum eða margföldurn potti, semsagt stæm' pottur, hærri Þrilljón! Þúgetut alis staöar unniö mi/ljónir en þaðer bara í Lottóinu sem þú getur unnið Þrilljónir! Kauptu þér miða fyrir kl. 18.40 á Jaugardaginn. Röðinkostar75krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.