Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 Helgarblað I>V Kjötsúpa og kúltúr fyrir ferðamenn - DV í heimsókn á Rangárvöllum þar sem allir vildu Njálu kveðið hafa Húsnæðið þar sem Njálusetrið er til' húsa felur í sér skemmtilegar sögur um tilraunir til að blása lífi i atvinnu- lífið á landsbyggðinni. Þar var einu sinni saumastofa eða prjónastofa, lakk- rísgerð og þar var sýning til minning- ar um kaupfélögin. Nú hefur menning- arferðamennska i liki Njálusöngleika og sögualdarveislna lagt undir sig stað- inn. Það er Arthúr Björgvin Bollason sem veitir sögusetrinu forstöðu, leið- segir fólki á mörgum tungumálum í senn, leikur höfund Njálu og er allt i öllu í rekstri þessa sérstæöa söguset- urs. I ljósi þess að árum saman var öll- um upplýsingum um söguslóðir Njálu haldið vandlega leyndum fyrir ferða- mönnum er freistandi að spyrja hverj- um hafi eiginlega dottið þetta í hug: „Þetta er ein af þessum hugmyndum sem var búin að vera mjög lengi á kreiki meðal sveitarstjórnar- manna og fljótlega var leitað til mín. Ég benti á Björn Björnsson sem ég þekkti úr sam- starii um ferða- mál til margra ára. Það var síðan formlega opnuð sýning hér í fyrstu um Njálu en hingað flutti sögusetrið 1998," segir Arthúr sem má varla vera að því að skrafa við blaðamenn því þar er í mörg horn að líta. Mikill straumur ferðamanna er að Njálusetrinu þar sem menningarþyrst- ir ferðamenn reika um sýningarsalina og skoða fróðlega uppsetning Björn Björnssonar þar sem ægir saman upp- lýsingum um víkingana og lifnaðar- hætti þeirra í bland við leikmuni og eftirlíkingar af vopnum og verjum og gínur með vírnetshausa standa stjarfar, íklæddar sögualdarbúningum. Er Njáll í fýlu? Tveir gripir hafa þá sérstöðu á sýn- ingunni að vera því sem næst upp- runalegir eða raunverulegir. Annars vegar er það marmarastytta Nínu Sæ- mundsson af Njáli sjálfum, sem sýnist vera hálfdapur á svip, og hins vegar er það serkur einn góður í fornum stíl sem ein gínan klæðist en serkurinn sá var notaður sem búningur á sögulegri leiksýningu á Alþingishátíðinni 1930. Þegar okkur ber að garði eru vask- legar rangæskar húsmæður að leggja siðustu hönd á matargerð. Þær eru komnar í griðkonubúningana sem þær nota við að ganga um og leggja á ráðin um uppröðun í matsal með Arthúri. Gestir dagsins eru hópur amerískra fræðimanna á eftirlaunum. Þeir eru flestir hvithærðir og hafa ákveðið að strigaskór séu rétti skóbúnaðurinn fyrir íslenskar aðstæður. Þeir þyrpast inn í matsalinn sem er innréttaður eins og á söguöld nema með rafmagni. Þar fá þeir kjötsúpu og með kaffinu á eftir flytur Arthúr léttan fyrirlestur um söguöld og Njáluslóðir fyrir þá. Hverjum datt þetta í hug? Það vekur vægt þjóðarstolt í hjarta blaðamanns að heyra hve gestirnir eru hrifnir af öllu sem fyrir augu ber. Gamla lakkrísgerðin hefur greinilega ekki verið endurbyggð til einskis því Njáll og félagar eiga, ásamt íslenska fjallalambinu í súpuformi, greiða leið að amerískum hjörtum. - En hverjar eru fyrirmyndir að þessu Njálusetri þar sem kjötsúpa er borin fram undir dynjandi söng um Gunnar á Hlíðarenda? „Fyrirmyndirnar eru fáar eða eng- ar. Ég hef stuðst í þessu starii við þekkingu mína á íslendingasógu og þeirri reynslu sem ég hef aflað mér af ferðamennsku í aldarfjórðung. Ég hef hannað ferðir fyrir ferðaskrifstofur, skrifað leiðsögubók um ísland fyrir Þjóðverja og verið leiðsögumaður ferðamanna, auk þess að búa erlendis í lOár. Öll þessi reynsla hefttr nýst mér með einum eða öðrum hætti. Reynsla Björns hefur einnig reynst dýrmæt og fjölþætt og við höfum unnið mikið og Arthúr Björgvin Boliason skrafar viö feröamenn. Arthúr veitir Njálusetrinu á Hvolsvelli forstööu og hefur meöal annars komiö á laggirnar geysivinsælum söngleik um Gunnar á Hlíðarenda. vel saman," segir Arthúr sem notar einnig tækifærið og lýkur alveg sér- stöku lofsorði á þá alúð og samvisku- semi sem allir starfsmenn söguseturs- ins sýna í starfi. „Menn eru ekki bara í vinnunni. Þeir eru líka að bera uppi hróður síns héraðs og það skilar sér. Fólkið okkar lítur ekki aðeins á sig sem þjónustu- fólk eða starfsfólk heldur sem fulltrúa héraðsins. Þannig hefur þetta starf orðið til þess að draga úr því hvað landsbyggð- arfólk er stundum hnípið eftir þá þró- un sem orðið hefur undanfarin ár." Arthúr hitti fljótlega Halldór kór- stjóra sem reyndist einnig hafa verið að velta fyrir sér hvernig mætti nýta lagaflokk Jóns Laxdals um Gunnar á Hlíðarenda. Saman eiga þeir heiður- inn af þvi að semja og velja efnið í söngleiMnn. Hér er gaman að geta þess að Jón Laxdal var afi Ragnars Arn- alds, þingmanns og leikskálds. Gunnar fér til útlanda Smátt og smátt fylltust söguveisl- urnar með sinni söngdagskrá og litlum leikþætti um Hallgerði langbrók og Arthúr segir að augljóslega verði vin- sældir söngleiksins um Gunnar á Hlíð- arenda ekki minni. „Þetta féll ekki í frjóa jörð hjá öllum því sumum fannst þetta bölvuð vit- leysa. Staðreyndin er sú að efni af þessu tagi hefur sárlega vantað í ferða- þjónustunni." Arthúr segir okkur frá merku sam- starfi sem hann er kominn í við amer- íska fræðimenn sem vilja nota Njálu- sýningarnar sem dæmi um vel heppn- aða framsetningu á menningararfi þjóðar fyrir ferðamenn. „Það hillir undir utanlandsferð með söngleikinn um Gunnar á Hlíðarenda. Það lítur út fyrir að hann verði útflutn- ingsvara til Ameríku á vegum Landa- fundanefndar. Ég held að mér sé engin vorkunn þótt ég hafi stundum rétt fyrir mér í sambandi við ferðamál eftir 25 ára starf og ég er eini maðurinn hér á svæðinu sem hefur eitthvað kynnst ferðamálum og hef þess vegna verið dálítið brattur því ég er enn í stöðugu sambandi við ferðaskrifstofur og full- trúa." Hvaö er menningarlandslag? Samstarfið við Ameríkanana felur meðal annars i sér að hingað til lands er væntanlegur bandarískur sérfræð- ingur, Elisabeth Wort að nafni, sem hefur sérhæft sig í því sem kallað er menning í landslagi eða „cultural landscape" og starfar hjá Smithsonian- safninu í New York. Hún ætlar að skrifa kafla í bók sem verður gefin út í Bandarikjunum þar sem fjallað verður um Sögusetrið sem dæmi um fram- setningu menningararfs fyrir ferða- menn. „Þessi kona hefur skrifað doktorsrit- gerðir um þetta efni og hún telur að Is- land sé gersamlega einstakt í sinni röð Islensk kjötsúpa og kúltúr. Þaö er skemmtilegur sambræöingur leikmuna og listmuna sem sjá má á Njálusafninu. Þarna stendur Arthúr meö atgeir í hendi við ginu sem er prýdd gömlum leikbúningi frá Alþingishátíðinni 1930. að þessu leyti þvi önnur eins saga sé ekki til í neinu landslagi og hvergi í heiminum sé til eins söguþrungið landslag. Hún ætlar meðal annars að reyna að kynna sér stefnu srjórnvalda hvað varðar varðveislu og kynningu á því sem kallað er menningarlandslag. Yfir þessu er ég i svolitlum vandræðum því ég satt að segja efast um að íslensk stjórnvöld hafi einhverja stefnu í þess- um efnum." Hollt es heima hvat Islendingar hafa verið afar duglegir að sækja Sögusetrið heim og ekki síst sækja þangað sveitarstjórnarmenn og ferðamálafrömuðir úr öðrum héruðum sem fýsir að vita hvernig best verði staðið að því að kynna ferðamönnum þann menningararf sem leynist í þeirra eigin heimahéraði. „Hingað hafa komið Borgfirðingar sem ætla að setja upp Egilsstofu til minningar um Egil Skallagrímsson og Austfirðingar sem vilja merkja sögu- svið Hrafnkels sögu Freysgoða hafa leitað hingað. Gjöríð svo vel. Það eru rangæskar húsmæður sem elda matinn í söguveislunum og hér bera þær fornan mat á borð fyrir hóp ameriskra fræðimanna á eftirlaunum sem komnir eru í pílagrímsferð austur á Rangárþakka. Við megum ekki gleyma því í þessu sambandi að íslendingasógurnar hafa laðað erlenda gesti til sín öldum sam- an. Þekktir fræðimenn, eins og Willi- am Morris og Collingwood sem komu hingað á nítjándu öldinni, voru fyrst og fremst að heimsækja söguslóðir ís- lendingarsagna. Þetta var Njálut- úrismi og menn komu í pílagrímsferð- ir til að skoða þann hól úti í mýri sem Bergþórshvoll var. Við höfum trassað þetta í nútimanum. Þegar ég var að skrifa um ferða- mennsku af þessu tagi fyrir 10 árum man ég að framámenn í ferðaþjónustu sögðu að ég skyldi ekki halda að nokk- ur maður nennti að koma hingað til þess að fræðast um islendingasögurn- ar. Raunin hefur orðið önnur." Er Snæfellsnes toppurínn? Arthúr lætur i ljós það sérfræðiálit að Snæfellsnes sé það svæði á íslandi þar sem mikið starf mætti vinna við að tengja menningararfinn við landslag. „Þótt Njála beri auðvitað höfuð og herðar yfir aðrar sögur þá er Snæfells- nes sögusvið þriggja sagna og hefur hina stórbrotnu náttúru að auki." Fjársjóður í hættu Á sama tíma og íbúar Rangárþings eru að taka gleði sina á ný með aukn- um menningartúrisma sitja fulltrúar og starfsmenn Landsvirkjunar sveittir yfir þvi að kynna nýjar rennslisvirkj- anir í Þjórsá á tveimur stöðum, auk þess sem fyrirhuguð virkjun við Norð- lingaóldu er þegar farin að vekja deil- ur. Þessum tveimur atvinnuvegum, ferðamennsku og stóriðju sem styðst við virkjanir og orkuframleiðslu, er stundum stiUt upp eins og andstæðum. Á það einnig við um ferðamennsku, tengda íslendingasögunum? „Þetta er framtiöin í okkar ferða- mennsku. Við eigum mikla möguleika á þessu sviði. Það er erfitt að verðmeta landslag en um leið og mannvirki setja svip á landslag þá fær það annan svip og fellur í verði. í þessum efnum get- um við ekki bæði átt kökuna og étið hana. Útlendingar sjá betur en við hve ein- stakt íslenskt landslag er í öllum heim- inum og þetta er fjársjóður sem er í hættu og við verðum að fara afskap- lega varlega með." -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.