Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Page 20
20 Helgarblað FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 I>V Saga Eiða í stuttu máli: Frá Margréti ríku til Sigurjóns Sighvatssonar Sigurjón Sighvatsson, bókmennta- fræðingur, fyrrum bassaleikari og kvikmyndaframleiðandi, vill ekkert segja um tilgang sinn með því að eignast Eiðastað. Sigurður Gísli Pálmason er meðeigandi Sigurjóns og svili. Það er sögulegt samhengi í því að Eiöar skuli aftur vera komnir í hendur ríkustu fjölskyldu á íslandi. Eiðar í Eiðaþinghá Merkur sögustaður frá landnámi komst nýlega í hendur eins af ríkustUlHTinnWTrÍSfSnOþ. Einn sögufrægasti ábúandi, og raunar eigandi Eiða, er Eiða-Margrét sem svo var kölluö, en hún fékk einnig viöurnefniö „hin ríka“ og segir það nokkuð um hvernig henni búnaðist. Hún var upþi á fyrri hluta 16. aldar, sonardóttir Hákarla-Bjarna sem frægur var fyrir harðfylgi við hákarlaveiöar. I hinum fornu sögum, eins og Droplaugarsonasögu og Fljótsdælu, er fyrst getið um bæinn Eiða en ekki í Landnámu. Það þótti tíðind- um sæta að Helgi Ásbjarnarson, sem var sonarsonur Hrafnkels Freysgoða, keypti Eiðaland og flutti þangað búferlum frá Mjóanesi í Skógum. Þórdísi húsfreyju hans furðaði þessi ákvörðun hans þar sem Eiðaland var skógi vaxið mjög og gátu óvinir leynst í skóginum heima við bæjardyr. Það fór líka svo að Grímur Droplaugarson nýtti sér þessar aðstæður er hann myrti Helga þennan að nóttu til og komst í braut óséöur. Helgi Ásbjarnarson var goði og auðugur vel og er það kannski upphafið að hinum fræga Eiðaauði, sem annálaður var um langar aldir, þótt stundum gengi hann saman en yxi stundum. Árið 1410 giftist heimasætan á Eiðum Lofti ríka á Mööruvöllum í Eyjafirði og sameinaðist þá geysi- mikill auður í jarðeignum og hlunn- indum víða um land. Áttu þau hjón t.d. Ketilsstaði á Völlum og Njarð- vík (eystri) ásamt Möðruvöllum og mörgum stórjörðum viða um land. Einn sögufrægasti ábúandi, og raunar eigandi Eiða, er Eiða-Mar- grét sem svo var kölluð, en hún fékk einnig viðumefnið „hin ríka“ og segir það nokkuð um hvernig henni búnaðist. Hún var uppi á fyrri hluta 16. aldar, sonardóttir Hákarla- Bjarna sem frægur var fyrir harð- fylgi við hákarlaveiðar. Eftir daga Margrétar ríku fer að draga úr auðsæld staðarins. Bæði höfðu næstu eigendur barnalán mikið svo efnin skiptust og dreifð- ust á fleiri og fleiri hendur og svo hafði einokunarverslunin, sem lög- fest var 1602, sín áhrif. Eftir það fór allur efnahagur rýmandi um allt land; öllum virðist bera saman um það. Eiðaauðurinn fór einnig minnkandi nokkuö jafnt og þétt þar til árið 1749 að yfir lauk. Þá er Eiða- staður seldur Hans Wíum, sýslu- manni á Skriðuklaustri, en seljend- ur fluttu til Vopnafjarðar og bjuggu þar við lítinn orðstír það sem eftir var ævinnar. Þar með lauk ættar- veldi sem verið hafði á Eiðum allt frá Helga Ásbjamarsyni í kringum árið 1000, eða i full 750 ár. Þótt Hans þessi Wíum hafi verið litríkur mað- ur í meira lagi þá er þó frægð stað- arins á enda - í bili. Búnaðarskóli Árið 1875 hófst eldgos i öskju sem spúði ösku og eimyrju yfir byggðir Austurlands. Bændur urðu fyrir verulegum búsifjum þar sem afrétt- arlönd spilltust og jafnvel slægjur svo vandræði hlutust af. Þá var efnt til fjársöfnunar í útlöndum, aðallega í Bretlandi, og safnaðist allmikið fé sem varið var til stuðnings viðkom- andi bændum. Um tveim árum síð- ar kom svo bréf frá landshöfðingja um að enn væri óráðstafað um 15.000 kr. sem skyldi vera stofnfé sjóðs, væntanlega eins konar „viö- lagasjóðs". Sýslunefndir Suður- og Norður-Múlasýslu gripu tækifærið og lögðu til að sjóðurinn skyldi vera búnaðarskólasjóður og vextirnir af honum notaöir til styrktar búnaðar- fræðslu sem raunar hafði lengi ver- ið unnið við að koma á fót. Þannig hafði verið lagt á bændur sérstakt búnaðarskólagjald. Það var svo á sameiginlegum sýslufundi beggja sýslnanna árið 1881 að ákveðið var að stofna slíkan skóla fyrir Austur- land. Jafnframt var skipuð nefnd til að semja um kaup á jörð í þessu skyni og undirbúa stofnun skólans aö öðru leyti. Skólinn tók svo til starfa vorið 1883 með aðeins einum nemanda fyrsta árið, sem var kannski eins gott því skólinn byrj- aði í slíkri fjárþröng að varla varð við unað. Jörðin Eiðar hafði kostað 11.000 kr. og auk þess var keyptur bústofn og verkfæri o.þ.h. fyrir 7500 kr. Með vinnulaunum nefndar- manna og öðrum smærri útgjöldum hefur stofnkostnaðurinn verið yfir 20.000 kr. Skólinn komst þó af stað og starfaði óslitið til ársins 1918. Á ýmsu gekk í rekstri hans vegna fjár- skorts og lá við sjálft að hann logn- aðist út af stundum en svo fór þó eigi fyrr en árið 1918, eftir 35 ára göngu. Menntasetur Þaö tókst að fá ríkið til að kaupa Eiðastað af sýslufélögunum og setja á stofn alþýðuskóla, enda fundu menn jafnvel enn meira knýjandi þörf fyrir alþýðufræðslu en búnað- arfræðslu þegar hér var komið sögu. Þá höfðu líka verið stofnaðir bændaskólar bæði á Hvanneyri og Hólum. Alþýðuskólinn á Eiðum var fyrsti framhaldsskólinn sem ríkið setti á fót og rak alfarið á sínum vegum. Fyrsti skólastjóri hans var ungur guðfræðingur aö nafni Ás- mundur Guðmundsson er síðar varð biskup yfir íslandi. Skólinn starfaði óslitið til ársins 1998, er hann var sameinaöur Menntaskól- anum á Egilsstöðum, sem nýtti hann aðeins í tvo vetur, og lauk þar meö þeim kafla í sögu Eiða sem menntaseturs. Útvarp og óperur Á Eiðum var einnig byggður grunnskóli á árunum í kringum 1960 fyrir Eiðaþinghá og Hjalta- staðaþinghá. Hann er að vísu ekki með í þeim viöskiptum sem nú fara fram en eykur þó enn frekar gildi staðarins i heild. Sama má segja um íþróttaaðstöðu þá sem Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands kom sér upp á Eiðum. Heldur það íþróttamót þar á hverju ári sem jafnan hefur verið fjölsótt og margir iþróttamenn hafa keppt þar í fyrsta sinn. Ríkisútvarpið setti upp endur- varpsstöð á Eiöum þegar í upphafi sem enn er notuð og hefur nýlega verið endurbætt. Lengi framan af var kallmerki hennar „Útvarp Reykjavík - og Eiðar“. Sveitarfélagið Eiðaþinghá eignað- ist aldrei samkomuhús eins og flest önnur sveitarfélög en notaðist við skólahúsnæðið til skemmtanahalds og fundarhalda o.þ.h. Sumarhótel hefur jafnan verið starfrækt í húskynnum Alþýðuskól- ans og hafa fjölmargir skólanemar fengið þar sumarvinnu og dýrmæta reynslu og þjálfun. Að vissu leyti er það líka skóli... Rúsínan í pylsuendanum má segja að sé svo Óperustúdíó Austur- lands sem stofnað var fyrir fáum árum og hefur þegar sett á svið nokkrar sígildar óperur, nú síðast Brúðkaup Fígarós eftir Mozart. Kirkjan Kirkja var byggð á Eiðum snemma á öldum. Sumir fræðimenn telja að Helgi Ásbjarnarson hafi lát- ið byggja þar kirkju fljótlega eftir kristnitökuna en um það finnast ekki glöggar heimildir. Kirkjan náði ekki eignarhaldi á staðnum þrátt fyrir baráttu Staða-Árna biskups fyrir og eftir aldamótin 1300, enda var jörðinni ráðstafað eins og annarri einkaeign, stundum við sölu og stundum við erfðaskipti eða giftingu, án þess að leyfi biskups þyrfti til þess. Kirkjan hafði, að sjálfsögðu, sín áhrif á það að staður- inn varð sá „miðbær" sveitanna í kring sem hann var. Sigurjón og Siguröur mæta Þessi upptalning á því sem gert hefur verið á Eiðum sýnir hið gifur- lega mikilvægi staöarins, ekki að- eins fyrir sveitirnar i kring heldur fyrir allt Austurland á mörgum sviðum. Ótal margir eiga sínar bestu minningar frá skólalífi, íþrótt- um og skemmtunum á Eiðum svo að ekki er við því að búast að fólki sé sama um hver örlög staðarins verða. Nú hafa eignir Alþýðuskólans verið seldar ungum manni og vel- viljuðum sem skilur þýöingu hans fyrir fólkið og landið. Hann er ákveðinn í því að halda uppi virð- ingu þessa staðar í hvívetna, í sam- ráði við fólkið og stjórnvöldin. Ef til vill hefst nú nýr kafli í sögu þessa staðar. Kannski fær hann nýtt hlut- verk á nýjum tímum; ef til vill enn mikilvægara hlutverk en fyrr, og vonandi verður hann enn glæsilegri en áður. Horfum ekki reið um öxl heldur vonglöð fram á veginn! Hvað ætla þeir að gera? Sigurjón Sighvatsson kvikmynda- framleiðandi, sem nú hefur keypt Eiða, er meðal ríkustu Islendinga núlifandi. Meðeigandi hans i Eiðum er Sigurður Gisli Pálmason, leiðtogi Hagkaupssystkinanna og svili Sig- urjóns. Hvað nákvæmlega vakir fyrir nýjum eigendum hefur ekki verið látið uppi en freistandi er að tengja kaupin á Eiðum við kaup Sigurjóns á eyöijörðihni Hellisfirði við Norð- fjarðarflóa, þar sem hann eignast heilan eyöifjörð meö gögnum og gæðum, en Sigurjón mun hafa keypt fleiri jarðir annars staðar á landinu. Ekki verður þó séð í fljótu bragði að stórkostleg gróöatækifæri leynist í slíkum kaupum en miðað við þann tíma sem samningar hafa tekið er ljóst að staðfastur ásetningur lá aö baki. Það hlýtur að benda til vand- aðra og vel úthugsaðra áætlana. Pétur Guðvarðsson Söguleg heimild: Eiöasaga 1958 eftir Benedikt Gíslason frá Hofteigi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.