Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 Helgarblað jl>v Greifinn sem seldi peningavélar - og sveik alla sem hann átti viðskipti við Victor Lustig greifi er einn mesti svikahrappur sem sögur fara af. Afrek hans eru margbrotin og hann komst upp með ótrúlegustu brellur. Hann fann upp vél sem framleiddi peninga og seldi dýrum dómum því margir vildu eiga slíka gullgæs. Eitt frægasta bragð hans var að selja Eiffeltuminn í París, sem aðrir hafa raunar leikið líka, en greifinn seldi turninn tvisvar með nokkurra vikna millibili. Hann stóð að umsvifamikilli peningafölsun og honum tókst meira að segja að fá Al Capone, glæpahöfðingjann í Chicago, til að gefa sér 5 þúsund dollara sem viðurkenningu fyrir heiðarleika. Hrappurinn var fæddur árið 1890 í Austurríki eða Tékkóslóvakíu. Eftir því sem næst verður komist var hann skírður Robert Miller og var af alþýðu- fólki kominn en hann gaf sjálfum sér Sérstæð sakamál greifatitilinn þegar hann var farinn að svikja og pretta fyrir alvöru. Lítið er vitað um uppvaxtarár hans en víst er að hann hélt snemma út á glæpabraut- ina, fyrst sem smákrimmi en óx síðar fiskur um hrygg. Hann lærði snemma að falsa vegabréf og skjöl og svo lærði hann á mannlega náttúru og var lag- inn að græða á græðgi annarra. Piltur- inn var vel gefmn og tamdi sér snemma siðprúða framkomu og hætti heldri manna. Fátt er betra veganesti á glæpa- brautinni en háttvíst og heiðarlegt yf- irbragð og snyrtimennska í hvívetna. Þegar svo nafninu er breytt og greifatitli skeytt við það verður leiðin greið. Sæmdi sjálfan sig greifatitli Lustig greifl var gðður málamaður, talaði fimm tungumál og var hinn trú- verðugasti í fiesta staði. 21 árs að aldri flutti hann til Parísar. Þá hafði hann setið inni í Austurríki og lært af félaga sínum þar að falsa skjöl og svíkja fólk. Eftir að hann var látinn laus hafði hann ofan af fyrir sér með fjárhættu- Bellevue Stratford-hóteliö þar sem Billie ruddist inn til elskhuga síns meö skammbyssu í hendi og hótaöi að mála veggina meö heila hans ef hann endurgreiddi ekkl upphæöina sem hann sveik út úr henni. spilamennsku og komu klækir hans þar í góðar þarfir. En þótt pilturinn væri vart af æsku- skeiði var hann orðin þekktur svika- hrappur og myndir af honum og fingrafór voru í fórum lögregluyfir- valda í mörgum Evrópulöndum. Hann hélt því til Bandaríkjanna og kom þangað 1916. Hann hélt beint á Astor- hótelið og var nú orðinn Victor Lustig greifi sem var eitt af 23 nöfhum sem hann notaði. Fyrir fáu snobba Bandaríkjamenn eins ástriðufullt og evrópskum að- alstitlum. Lustig greifa var því tekið vel af yfirstétt New York-borgar og var hann hrókur alls fagnaðar í sam- kvæmislíflnu þar sem hann var þekkt- ur sem hámenntaður listunnandi. Peningavélin markaðssett Þarna kynnti hann fyrst peningavél sína. Aldrei fæst nein vitneskja um hve margar vélar hann seldi því kaup- endurnir voru ekki í neinni aðstöðu til að kæra svikin. Þá hefðu þeir orðið að 1 II HSv' « t *:^^; ¦b TfÞ tfferil p v Ý^z^ ^Í ¦ w %\ l§i 1 í- „aJjÉB $ jPyMH^PI %M ipgjl H\- f f««T^felHÍ Teikning af greifanum þegar hann sýnir athafnakonunni Billie May hvernig peningavélin hans virkar. viðurkenna að hafa ætlað sér að búa til peninga fram hjá myntsláttu ríkisins. Svona hugsaði greifinn fyrir öllu. Lustig var þegar orðinn vellrikur á sölu peningavéla þegar hann hitti Billie May árið 1923. Hann var þá á ferð í Pittsburgh og brá sér i hóruhús af betri sortinni. Ekki leist honum nógu vel á dömurnar sem til boða voru en þeim mun betur á eiganda fyrirtæk- isins sem var aðeins 30 ára gömul en orðinn stöndug athafnakona. Hún sagði þvert nei og leist ekkert á þenn- an lágvaxna en siðprúða greifa. En þegar þau fóru að tala saman féll hún fyrir persónutöfrunum og sinnti þörf- um hans um nóttina. Að morgni var hún orðin alvarlega ástfangin í fyrsta sinn á ævinni. Nokkrum dögum síðar upplýsti Lu- stig greifi á hverju hann lifði og það vel. Hann sýndi mellumömmunni ein- tak af peningavélinni. Hann opnaði tösku sem í var svartur málmkassi, af- langur, um 70 sentímetra langur. Utan á honum voru hjól og stillingar og mælar. Rafmagnssnúra stóð út úr apparatinu. Greifinn útskýrði fyrir Billie hvernig vélin virkaði. 100 doll- ara seðli var stungið inn um rifu á öðr- um endanum en pappirsmiða um aðra Fyrirfáu snobba Banda- ríkjamenn eins ástríðu- fullt og evrópskum að- alstitlum. Lustig greifa var því tékið vél af yfir- stétt New York-borgar og var hann hrókur alls fagnaðar í sam- kvæmislífinu þar sem hann var þekktur sem hámenntaður listunn- andi. rifu á miðjum kassa. Snerlum var snú- ið og rafmagn sett á og var bara að biða í 30 klukkustundir og viti menn þá kom 100 dollara seðill út um hinn endann en pappírsmiðinn var horfinn í miðbik undratækisins. Upphafiegi seðillinn kom aftur út um rifuna sem honum var stungið inn í. Þetta bauð Lustig vinkonu sinni fyr- ir 20 þúsund dollara en hún fékk af- slátt því verðið var annars 50 þúsund doliarar. Vert er að hafa í huga að þetta var árið 1923 og þá var hver dollari mikils virði miðað við nútímaverðgildi. Ekta falsanir En Biilie var veraldarvön og ekki auðvelt að plata hana. Hún sá að svik voru í tafli. En greifinn átti svar við grunsemdunum. Hann lét væntanleg- an kaupanda sjálfan setja 100 dollara seðil í vélina og blankan pappírsmiða á sinn stað og stiila svo og snúa eftir kúnstarinnar reglum og setja í gang eftir að hann var farinn út úr húsinu. Billie beið í 30 kiukkustundir og þá kom gling-gló í maskínunni og nýr 100 dollara seöiil kom út um annan end- ann og sá upprunalegi var á sínum staö. Nokkrum klukkustundum síðar kom Lustig í heimsókn og nú efaðist athafnakonan ekki lengur um ágæti peningavélarinnar. Lustig fór með hana og seðilinn sem vélin framleiddi út í banka og bað gjaldkera að skipta honum í 10 dollara Lustig greifi var lágvaxinn og ekki mikill fyrir mann að sjá. En hann hafði persónutöfra sem konur stóðust ekki og bjó yfir sannfæringarkrafti og kunni þá list að hagnast á græðgi annarra. seðla. Jafnframt bað hann um að at- hugað væri vandlega hvort peningur- inn væri ekki örugglega ekta. Gjald- kerinn skoðaði hann í krók og kring og sagði að ekkert væri athugavert við seðilinn. Billie var nú sannfærð og keypti peningavélina og borgaði út í hönd. Greifinn yfirgaf nú borgiha í skyndi og hélt til Philadelphia og fékk sér her- bergi í Bellevue Statfordhótelinu. En Billie beið i 30 klukkustundir eftir að vélin spýtti úr sér næsta 100 dollara seðli. Þegar vélin brást ætlaði hún að hafa samband við Lustig og komst brátt að þvi að hann var flúinn úr borginni. Peningana eða Ihlð Billie varð ævareið og þótti hart að eini maðurinn sem hún elskaði hafði haft hana að fífli og mölbraut peninga- vélina, sem var ekki annað en ódýrt blikkdót og einskis virði. Hún hafði góð sambönd í undirheimunum og komst fljótlega að því hvar greifinn var til húsa. Hún ruddist með stíl inn i hótelher- bergi fyrrverandi elskhuga síns og miðaði á hann skammbyssu. Hún heimtaði 20 þúsund dollara sína til baka og 10 þúsund til viðbótar í vexti. Ef hann borgaði ekki strax yrði heili hans skotinn upp um alla veggi. En Lustig var viðbúinn svona uppá- komu og brosti sínu blíðasta og sagði vinkonu sinni að hann elskaði hana svo mikið að hann væri að kenna henni þarfa lexíu. Greifmn bað kon- una að opna tösku sina og þar myndi hún finna peningana og bréf. Mikið rétt, í töskunni voru 20 þúsund dollar- ar og bréf stílað á Billie May. í því stóð að hann hefði orðið að yfirgefa hana um tíma til að komast að því hvort hann elskaði hana eins heitt og hann hélt sig gera. Og gerði hann það? Já, hann var bú- inn að ákveða sig og var á leiðinni til Pittsburgh til sinnar heittelskuðu. Engin kona stenst svona rök og falski greifmn og hóruhúseigandinn féllust í faðma. Af hjartans lyst Næstu ár ferðuðust þau víða um Bandaríkin og seldu peningavélar. Þau Snemma á ferli sínum setti Victor Lustig greífi sér 10 gullnar reglur fyrir árangursríkan svikahrapp: 1. Láttu fórnarlambiö útskýra stjórnmálaskoðanir sínar og vertu svo sammála. 2. Bregstu á sama hátt við trúarbrögðum þess. 3. Vertu góður hiustandi. 4. Sýndu aldrei á þér merki leiðinda. 5. Ekki klæmast nema fórnar- lambið hefji slíka umræðu. 6. Ekki ræða heilsufar nema hinn byrji. 7. Reyndu ekki að hnýsast (einkamálin. 8. Vertu alltaf hreinn og snyrtilegur. 9. Aldrei að monta sig. 10. Vertu alltaf ódrukkinn. bjuggu í dýrustu hótelum og bárust á. Annað slagið fór Billie til Pittsburgh til að fylgjast með rekstri fyrirtækis síns þar, sem blómstraði sem aldrei fyrr, en greifmn tók þátt í sam- kvæmislíftnu hvar sem hann sló sér niður, spilaði og falsaði og sveik hvern sem hann kærði sig um að hafa pen- inga út úr. Sala peningavélanna gekk alltaf jafnvel. Talið er að hvert eintak hafi kostað um 15 dollara en söluverðið var frá 25-50 þúsund dollarar. Dálagleg álagning það. I næstu viku Á þessu tímabilifór Lustig nokkrar ferðir til Evrópu ogprett- aöi menn þar af hjartans lyst. Þá var þaö sem hann setti upp sínar frœgustu svikamyllur og veröur nánar sagtfrá þeim i „Sérstœóum sakamálum" um nœstu helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.