Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 3. AGUS Helgarblað Með hreinan skjöld v - Davíd Oddsson nefndi nafn þitt í vió- tali við DV um síöustu helgi og sakaöi þig um spillingu. Hverju svararöu því? „Viðtalið minnir á að það er tilefni til að óska Davíð Oddssyni til hamingju með að hafa setið samfellt í áratug á stóli forsætisráðherra sem er ekki heigl- um hent í hretviðrum íslenskra stjórn- mála. Ég hefði getað komið í veg fyrir það en kaus að gera það ekki. Hitt kom mér á óvart að minn gamli samstarfs- maður notaði tækifærið á þessari gleði- stundu til þess að skipa mér á saka- mannabekk með helstu afreksmönnum sjálfstæðismanna í fyrirgreiðslupoti. Þeir sem mig þekkja vita að ég er ein- hver hundónýtasti fyrirgreiðslupotari sem nokkurn tíma hefur setíð á Alþingi islendinga. Reyndar var rauði þráður- inn í minni pólitík vörn og sókn gegn fyrirgreiðslupoturum sem satt að segja höfðu á mér litlar mætur, samanber ræður Eggerts frá Bergþórshvoli sem gjarnan talaði eins og Kató gamli: „Að lokum legg ég til að Jón Baldvin segi af sér." Ég trúi því ekki að forsætisráðherra hafi sakað mig um spillingu í trausti þess að ég gæti ekki borið hönd fyrir höfuð mér þar sem það er ekki til siðs að sendiherrar munnhöggvist við ráð- herra. Mér leyfist samt vonandi að bera af mér sakir. Ég gerði mig sekan um að láta einhverjar léttvínsflöskur af risnukostnaði ráð- herra í fertugsafmæli ritstjóra Alþýðublaðs- ins sem samkvæmt flokkslögum Alþýðu- flokksins var í þing- flokki Alþýðuflokks- ins. Hann var ekki maður úti í bæ. Um líkt leyti kom fram opinberlega að sam- ráðherra minn, Friðrik Sophusson, kvartaði undan því að fundið væri að því að hann gæfi gömlum bekkjarbræð- um í glas. Um sama leyti kom einnig fram að formaður Alþýðubandalagsins hafði haldið fyrrverandi þingflokksfor- manni, Lúðvik Jósepssyni, samsæti. Oft hafa ráðherrar nýtt risnu sína til að heiðra menn af minna tilefni en Lúðvik; þeim er uppálagt að heiðra jafnt fegurð- ardrottningar sem sigursæla briddsspil- ara. Ef ég hefði haldið samstarfsmanni mínum i þingflokki veislu í tilefni af af- mælinu hefði enginn fundið neitt að neinu." - Hugleiddirðu hvort þú cettir að segja afþér afvegna þessa máls? „Já, en ég komst að þeirri niðurstöðu að yfirsjónin væri of smá á mælikvarða þeirra verka sem ég vann. Reyndar er það svo að hefði ég gert það þá hefðu all- ir ráðherrar Islandssögunnar frá Hann- esi Hafstein til Davíðs Oddssonar orðið að segja af sér. Samanburður við mál Árna Johnsens kallar allavega á fjörugt ímyndunarafl. Þetta gefur mér tilefhi til að rifja upp annað mál sem var mér sýnu erfiðara. Málið snerist um málaferli, kennd við Magnús Thoroddsen. Verjandi hans, Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar- lögmaður, - maður úr innsta hring for- sætisráðherra - beitti þvi í málsvörn sinni fyrir Magnús að víða væri pottur brotinn, spurðist fyrir um dularfulla reikninga úr fjármálaráðherratíð minni og dróttaði því að mér að ég hefði mis- notað aðstöðu mína til að kosta afmæl- isveislu konu minnar. Fjölmiðlar tóku málið upp og þessar grunsemdir, að- dróttanir og brigsl stóðu mánuðum sam- an. Með eftirgangsmunum féllst Ríkis- endurskoðun loksins á að rannsaka málið og komst að þeirri niðurstöðu að þessar aðdróttanir væru með öllu tilefn- islausar. Ég var með öðrum orðum hafð- ur fyrir rangri sök. Hæstaréttarlögmaö- urinn baðst aldrei afsökunar. Fjölmiðlar með Stöð 2 í fararbroddi báðust aldrei afsökunar. En skaðinn var skeður. Stöð 2 efhdi til skoðanakönnunar þar sem spurt var: Hver er spilltasti stjórnmála- maður íslands? Og ég vann með miklum yfirburðum. Þetta er dæmi um að fjöl- miðlar hafa ekki alltaf rétt fyrir sér og biðja sjaldnast afsökunar. En þeir eiga lika að bera ábyrgð, ekki satt? Ekki síst þegar þeim er fjarstýrt." „ Viðtalið minnir á að það er tilefni til að óska Davíð Oddssyni til hamingju með að hafa setið samfellt í áratug á stóli forsætisráöherra sem er ekki he hent í hretviðrum íslenskra stjórnmála. Ég hefði getað komið í veg fyrir það en kaus að gera það ekki. Hitt kom mér á óvart að minn gamli samstarfsi notaði tækifærið á þessari gleðistundu til þess að skiþa mér á sakamannabekk með helstu afreksmönnum sjálfstæðismanna í fyrirgreiðslupoti. Þeir s þekkja vita að ég er einhver hundónýtasti fyrirgreiðslupotari sem nokkurn tíma hefur setið á Alþingi íslendinga." í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur ræðir Jón Baldvin Hannibalsson um stjórnmálaferilinn og íslenska pólitík og svarar orðum Davíðs Oddssonar sem á dögun- um sakaði hann um spillingu. Straumar fyrirgreiðslunnar - Helduróu að það þrífist mikil spill- ing í stjórnmálum á tslandi? „Það er ekkert land til þar sem ekki þrífst einhver spilling. Það er vegna breyskleika mannsins. En hvar er spill- inguna einkum að finna 1 pólitík? Hana er að finna hjá stjórnmálamönnum sem hafa aðstöðu til að úthluta almannafé, skammta, mismuna, hygla og kaupa sér atkvæði i kjördæmum. Stjórnmálamenn á íslandi hafa setið í bankaráðum, jafn- vél verið bankasrjórar, þeir hafa setið í stjórn sjóða sem hafa það hlutverk að úthluta fé. Þeir hafa verið settir í þá stöðu að vera beggja vegna borðs þar sem þeir eru leiddir í freistni. Sagði ekki frelsarinn: „Eigi leið þú oss í freistni heldur frelsa oss frá illu." Spilling viðgengst líka í samskiptum fjárhagslega öflugra aðila við stjórnmála- menn og -flokka í valdabaráttunni. Við erum komin í þá stöðu að kostnaður við prófkjör og kosn- ingar er orðinn mikill og menn verða að leita til fjársterkra aö- ila til að bera uppi þann kostaað. Þetta býður hættunni heim og er alvarlegt mál fyrir lýðræði í landinu. Kastljósi fjölmiðla hér á landi hefur lítið verið að þessu beint. Þeir hafa meira lagt sig eft- ir upplýsingum um risnu og dagpeninga sem líklega eru smáaurar samanborið við hina stóru strauma fyrirgreiðslunn- ar. En það er vinnusparandi fyrir fjöl- miðla. Það má segja að mín pólitík og minna samstarfsmanna hafi fyrst og fremst beinst gegn þessu spillingarkerfi. Al- þýðuflokkurinn skipaði til dæmis ekki þingmenn í bankaráð. Gagnrýni okkar á landbúnaðarkeríið byggðist ekki síst á því að það væri spillt. Sömuleiðis þegar kom að Byggðastofnun og fjöldamörgum öðrum úthlutunar- og skömmtunar- ité stofnunum. Barátta fyrir upptöku auð- lindagjalds var barátta gegn mismunun gagnvart atvinnufrelsi fólks og krafa um að allir sætu við sama borð þegar kom að kvótaúthlutun - aðgengi að auð- lindinni. Ef menn líta á þau stóru mál sem við jafhaðarmenn beittum okkur fyrir und- ir minni forystu eiga þau það flest sam- eiginlegt að við vorum að reyna að opna þjóðfélagið, draga úr einokun á flestum sviðum, afnema höft og bönn, innleiða almennar leikreglur og gera þjóðfélagið sýnilegra og réttlátara. Okkur tókst það til dæmis í EES-málinu sem hafði gíftir- leg áhrif til bóta að þvi er varðar stjórn- sýslu og réttarfar. Eg tel mig því hafa hreinan skjöld eftir margar fólkorrustur um umdeild mál í íslenskri pólitik. Ég er sáttur við þann árangur sem við náð- um. Hann var mun meiri en kjörfylgið eitt gaf tilefni til." - Telurðu þá að þaö hafi ekki verið mistök að mynda Vióeyjarstjórnina? „Það voru ekki mistök. Ég tel hins vegar að það hafi verið mistök Stein- grims Hermannssonar og Ólafs Ragnars að hafa snúið kosningabarátfunni 1991 upp í áróðursherferð gegn Evrópusam- bandinu. Viö Steingrímur unnum sam- an að EES-samningnum og í stjórnar- samstarfi með Alþýðubandalaginu. Þessir flokkar hrukku síðan frá fyrir kosningar og það með svo hatrömmum hætti að ég hafði fyrir því full rök að þeim væri ekki treystandi til að koma EES-samningnum í gegn. Ég átti því ekki annan kost en að mynda Viðeyjar- stjórnina. í því máli tók ég enga áhættu. Ég mat það mikilvægara en forsætisráð- herratign í vinstri stjórn sem hefði orð- ið skammlíf." Gamalt tukthús heillar ekki - Nú hefur ekki tekist að sameina vinstrimenn í einn stóran jafnaðarmanna- flokk - eru þaö ekki vonbrigði fyrir þig? „Ég dreg enga dul á það að ég er jafh- aðarmaður en hins vegar er ég ekki V lengur stjórnmálamaður. Ég virði stjórnmálin bara fyrir mér eins og hver annar óbreyttur borgari. Mér sýnist það vera staðreynd að upphaflega hugmynd- in um að sameina ólík stjórnmálaöfl vinstra megin við miðju hafi ekki tekist í þessari lotu." - Hvað á Samfylkingin aó gera? „Það þýðir ekki að spyrja sendiherra í Washington að þvi. Spyrðu formann- inn." - Saknarðu þess að hafa ekki orðiðforsœt- isráðherra? „Það getur verið grafalvarlegt mál að gera að gamni sínu. Mér varð það á ein- hverju sinni að segja í gamni að ég heföi lært til forsætisráð- herra. Það var að vísu ekki út í hött en þau orð hafa fylgt mér síðan. Fáir fara út í stjórnmál án þess að hafa persónulegan metnað í farteskinu. Hitt er jafnsatt að þegar þeir hafa gegnt forystuhlutverki þá er þeim metnaði út af fyrir sig sval- að. Einhvern tíma sagði ég að utanrikis- ráðuneytið væri yfirráðuneyti á íslandi. Þáttur alþjóðamála, alþjóðasamninga, væri orðinn svo yfirgripsmikill að hann tæki yfir öll málasvið. Sá sem hefur ver- ið utanrikisráðherra í mörg ár á sér engan sérstakan draum um að færa sig ofan af Rauðarárstíg niður í gamla tukt- húsið við Lækjartorg. Hverju breytir það?" - Hittiróu ekki fólk sem segir að þú eigir að koma heim og í pólitíkina? „Jú, það er eitthvað um það. Það eru ýmsar skýringar á því. Ein er sú að góð- ur er hver genginn. Menn eru fljótir að gleyma því að ég var i langan tíma trú- lega umdeildasti stjórnmálamaður landsins. Alþýðuflokkurinn undir minni forystu klofnaði undir lokin. Ég stóð í mjög harkalegum deili sem komu við kaun margra í r málum, EES-samningnum, lan armálum og fleiri málum. Ég sannarlega ekki á friðarstóli. ekki lognmolla i kringum mig. situr eftir minning um mann ótvílráður og afdráttarlaus. Eig að sakna þeirra tíma?" - Ég hefheyrt sögur um aó þ fara íframboð á Reykjanesi fyn kosningar. „Hvaðan heyrir þú það? Ég i heyrt það." - Ertu tilbúinn til þess? „Ég segi eins og forsætisráC tíu ára starfsaftnælinu: Engir m jafn óþolandi og þeir sem halda séu ómissandi. Ég hef eng komplexa. En það má kannski l við að sumir þessara manna mi íasarkomplexinn geta verið mjö erandi. De Gaulle var þa Thoroddsen var það." - Þú ert sjarmerandi „Það eru þín orð en ekki mír er ekki viss um að þú sért me manneskja." - Ætlar þú ekki aðfara ípólit gjör á prenti, líkt og Steingrin mannsson? „Jú, mér finnst að ég eigi að j Mér finnst ég skulda sjálfum m starfsmönnum minum og frai að leggja eirthvað í það púkk. skemmtileg saga - og verður þa andi skemmtileg lesning og hc kynslóðum. Það er bara ekki ti ég hef enn svo mikið að gera. Þ bók Steingrims. Ég tel hana he afar gagnlega og vel unnið ver undarins hálfu, Dags Egger Gagnrýnin snerist aðallega urr Steingrimur væri að segja sii Hvaða aðra sögu átti hann að s< leyfi?" - Eitthvaó sem þérfinnst ásta takafram að iokum? „Ég vil taka undir þau orð ráðherra að ekki sé hægt að kvj an landkostum á íslandi og ég ( sáttur við mannkosti konu min
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.