Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 Helgarblað E>V Þar sem álfkon- urnar striplast - DV í magnaðri gönguferð frá Laka í Núpsstaðarskóga og tekst á við beljandi jökulfljót, leirsvelgi, brött fjöll og veðraham Það voru eftirvæntingarfullir feröa- langar sem lögöu upp frá Kirkjubæjar- klaustri að morgni föstudags 27. júlí, áleiöis í Laka. Þangað var ekið með áætlunarbíl Austurleiða, þar sem leið- söguhjal glumdi á ensku í hátölurum bOsins en bílstjórinn benti til vinstri og hægri eftir þvi sem enska röddin lýsti umhverfinu. Nokkrum sinnum var stoppað og fólk fékk að fara út úr bílnum til að skoða og mynda. Samkvæmt veðurspá átti að þykkna upp og fara að rigna og hvessa. Á ferð okkar inn í Laka, sem tók á fjórða tíma, sáum við sem haldin vorum mikilli ferðaspennu óveðurs- skýin hrannast upp, spáin ætlaði að rætast. Aðeins ýrði úr lofti upp við Laka og komin var þoka í ofanálag. Sáum ekki neitt Við létum veðr- ið ekki breyta ferðaáætlun, geng- um á eldfjallið og reyndum að rýna í landslagið, eldgíg- ana sem eru þarna í langri röð, klæddir gulum mosa og gjalli. Veðrið var orðið svo slæmt þarna uppi að ekkert sást, það eina sem við nutum var frásögn landvarðar um eldana árið 1783 og móðuharðindin sem þeim fylgdu. Þegar þarna var komið var það næsta að koma sér nið- ur, það var farið að rigna hressilega. Klukkan var farin að ganga þrjú og ekkert annað að gera en bíta á jaxlinn og setja stefnuna á fyrsta náttstað í fimm daga ferð sem Skokkhópur ÍR var að hefja. Barist var á móti vindi og regni, undir fæti var hraun eða sandur, og Kynl'rf Músareyra Allt á hvolfi í þurrknum Eftir slagveðursrigningu og rok fyrsta göngudags, þar sem allt blotnaöi sem blotnað gat, voru ferðalangar fegnir að vakna /' sól og breiddu allir sinn blauta búnað til þerris. Tjaldstæði næturinnar var í Eldhrauni. ekki laust við að kvíða setti að fólki að fara að tjalda i þessu veðri. Þetta var ekki það sem fólk óskaði sér. Varla var þurr þráður á nokkrum manni þegar náttstað var náð. Grjót á stögin Tjaldað var í jaðri Eldhrauns á mosaþembum og reynt að leita skjóls fyrir veðrinu sem var orðið að algjöru Gullbrá slagviðri. Grjót var sett á tjaldstög- in til að tryggja að tjöldin fykju ekki ofan af okkur - þrátt fyrir það losnuðu festurnar og þurfti að fara út í veðrið til að lagfæra stögin af og til meðan á óveðrinu stóð. Leiðangurs- stjórar frá íslenskum fjallaleiðsögu- mönnum, þeir Guðjón Marteinsson og Víðir Pétursson, stóðu í ströngu við að elda ofan í ferðalangana og gerðu gott betur, það var heimsendingarþjónusta, þeir hlupu á milli tjalda með mat, eft- irmat, kaffi og köku i lokin í alls tutt- ugu og átta manns. Eftir viðburðaríka nótt, þar sem veðrið var í aðalhlutverki, vaknaði fólk í mikilli kyrrð og sólin var að koma upp - þetta voru ótrúleg um- skipti. Fólk dreif sig á fætur og hófst í hörðum straumí Eitt erfiðasta en skemmtilegasta verkefni leiðangursins var að vaða Hverfisfljótið skammt neðan Síðu- jökuls. Fljótið var strítt og breitt eftir rigningar næturinnar og þrjá tíma tók að vasla yfir ála og sandbleytur í organdi straumi. handa við að breiða blautan búnaðinn á hraunið, fá sér morgunkaffið og fara yfir næturlífið í slagviðrinu. Tjald- stæðið var eins og maður sér í sjón- varpinu úr flóttamannabúðum - allt á rúi og stúi. Svona er ísland og islensk veðrátta - það verður að búast við hinu versta ef á að komst í gegnum þær hindranir sem veðrið getur verið ferðafólki. Vaoio í þrjá tíma Lagt var af stað með tiltölulega þurran búnað í næstu þraut ferð- arinar sem var að vaða Hverfisfljót, sunnan Síðujök- uls. Mikið var í vötnunum eftir úr- komu síðasta sólarhrings og áhyggjur fararstjóranna leyndu sér ekki. Þeir hlupu um sandana og reyndu að meta vöðin í kolmórauðum kvíslunum á sandinum. Það var mikil spenna i lofti, fólk skipti um fótabúnað, fór úr göngu- skónum í vaðsokka og vaðskó, klæddi sig vel að ofan og fór auk þess í gömlu góðu ullarbuxurnar og vatnsheldar buxur þar utan yfir. Síðan var farið yfir leikreglur sem gilda við þessar að- stæður; að vaða jökulvötn. Fjórir og fjórir læstu sig saman á höndum og æft var göngusporið sem stíga átti í Fjalldalafífill Blýantar og símastaurar Ragnheiöur Eiríksdóttir skrifar um kyrtiíf Mér virðist sem þetta liggi af- skaplega þungt á karlmönnum. Sér- staklega auðvitað þeim sem telja sig vera með of lítið tippi því málið er auðvitað að hafa það nógu andskoti stórt. Þaö hrúgast að minnsta kosti inn í tölvuna mína (gegnum per- sona.is) spurningar frá karlmönn- um sem er mikið í mun að fá að vita nákvæmar sentímetratölur fyrir ummál og lengd meðaltippisins. Konur eru nú gjarnan með brjósta- stærð á heilanum en þó hef ég aldrei fengið álíka fyrirspurn um rúmtak meðalbrjóstsins... Athyglis- vert! Svo kom vinur minn í heim- sókn um daginn og fór í óspurðum fréttum að segja mér frá holdlegri ástarnótt sem hann hafði átt skömmu áður með spænskri túristastelpu með dökk augu, flaksandi hár og liðugar lappir. Hann hafði haft af því áhyggjur lengi vel að limur hans væri eitt- hvað styttri en hann ætti að vera og hafði meira að segja keypt sig inn á tippastækkunarvef á Netinu (svo- leiðis vefir eru í það minnsta hund- rað). Þar fékk hann leiðbeiningar um alls kyns teygjur og tog sem hann stundaöi svo á hverju kvöldi eins og samviskusamur lítill skáti. Hann hitti spænsku fimleikadrottn- inguna viku eftir að æfingar hófust en var þá ekki farinn að sjá árang- ur erfiðisins (enda mælt með þriggja mánaða prógrammi í það minnsta). Allt var þetta heitt og æst, það sauö upp úr víkingnum ís- lenska þegar hann sökk á bólakaf í ólgandi suðrænuna. Ástkonan var allt annað en þögul og tjáði sig óspart á meðan leikur stóð yfir (að sjálfsögðu á ensku með fallegum hreim utan í fullnæging- um þegar hún öskraði „VENGO! VENGO!"). Vinur minn gladdist mjög þegar Dolores, en það hét hún, kraup á kné fyrir framan hann og tók til við að tigna tól hans með orð- um og athöfnum. „Oooooh you are sooo BIIIIG! I want you inside me... mmmnnnnmmmm aaaaaaa mmmmm" voru meðal orða sem hún lét falla milli þess sem hún lék með tungu og vörum við tólið stífa án þess að missa augnkontakt í svo mikið sem 10 sekúndur samfleytt. Eftir hamfarir, handavinnu og munnleg atlot í um það bil sjö stundarfjórðunga (að sögn vinar míns) rann islenski atgeirinn ljúf- lega inn í spænska hunangspottinn og ætlaði þá allt um koll að keyra. Aftur fór hún að hrópa upp yfir sig alls kyns setningar um stærð og stinningu, stundi líka óskaplega og lét öllum illum látum. Ekki var vin- ur minn að kvarta eða kveina yfir að hafa lent í þessu en það sem gerði hann undrandi voru síendur- teknar athugasemdir konunnar um hans dýrasta djásn sem honum hafði þó alla tíð fundist heldur stutt. Ég spurði hann nokkurra spurninga til að fylla upp í eyður. Hafði hann einhvern tíma áður fengið tippaein- kunn frá ástkonu? Nei. Hvaðan hafði hann hugmyndina um að tipp- ið væri í styttra lagi? Strákarnir i World Class voru flestir mun lengri í sturtunni og klámmyndaleikararn- ir allir miklu lengri. Hafði hann mælt það? Já, að sjálfsögðu. Hér stóð hann upp frá eldhúsborðinu og byrjaöi að hneppa gallabuxunum frá: „ég er bara orðinn haröur af þessu tali," sagði hann, „ég skal bara sýna þér." Neeeiiii, æpti ég, skipaði honum hvössum rómi að setjast aftur i stólinn og gefa mér heldur tölurnar í sentímetrum. Síð- asta mæling var sem hér segir: Lengd i stinningu frá rót við lífbein: 13,5 sm. Ummál í stinningu um mitt skaftið: 15,2 sm. Breiðasta ummál í stinningu (brún kóngsins): 15,8 sm. Það var nefnilega það! Nú gat ég upplýst drenginn um að þrátt fyrir að limur hans væri ívið styttri en flest meðaltöl gefa til kynna væri ummálið vel yfir meðallagi. Svo gaf ég honum annan kaffibolla og tvo súkkulaðimola og notaði svo næsta hálftímann í dulitla eldhúskyn- fræðslu. Hér eru nokkrir fræðslumolar sem hrutu þá af vörum mínum: Kannanir sýna að stinnt meðal- tippi er einhvers staðar á bilinu 14-16 sm á lengd og 12-13,5 sm að ummáli. Nokkrar kannanir hafa verið gerðar á Netinu og eiga þær allar sameiginlegt að gefa dulítið rúmlegri niðurstöður en þær sem eru gerðar með hlutlausum mæling- um rannsakenda. Fyrir langflestar konur er breidd- in mun mikilvægari en lengdin. Ef lengdin væri aðalmálið væru gulir blýantar nr. 2 eflaust vinsælustu kynlífsleikföng í heimi. Margar kon- ur eru lika á þerri skoðun að stærð og lögun sé aukaatriði ef vinurinn er nógu glerharður. Leggöngin eru afskaplega teygjan- legt rými og hafa þann eiginleika að laga sig að því sem er sett inn í þau. Svo er það á ábyrgð konunnar að þjálfa sína grindarbotnsvöðva ef hún vill njóta þess enn betur að fá eitthvað inn i sig með því að geta gripið um það með vöðvunum góðu. Efst í leggöngunum er leghálsinn, neðsti hluti legsins, sem er hjá mórgum konum viðkvæmur fyrir snertingu. Þess vegna finnst sumum konum beinlínis óþægilegt að fá óralangan lim upp í leggöngin. Persónuleikinn býr ekki í tipp- inu. Ekki heldur bólfimi, tillitssemi eða kynþokki. Þó svo að karlmenn með tól á stærð við símastaura æsi margar konur hef ég ekki enn heyrt um neina sem hefur þróað langvar- andi samband við mann einungis vegna tippastærðarinnar. Ragnheiöur Eiríksdóttir er hjúkrunarfrœöingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.