Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 1>V Helgarblað Skattakóngurinn sem vinnur einn - Eiríkur Sigurðsson, skattakóngur íslands, fæddist með silfurskeið í munni, tapaði fjölskylduveldinu í gjaldþrot en reif sig upp aftur af mikilli hörku. Arftakar Silla og Valda / Austurstræti 17, þar sem Silli og Valdi versluöu áöur, fóru Eiríkur og Matthí- as Sigurössynir út í verslunarrekstur meö fööur sínum árlö 1976. Faöir þeirra lést áriö eftir. Eiríkur Sigurðsson, skattakóng- ur íslands, vill vera fremstur í þvi sem hann tekur sér fyrir hendur. Honum er gert að greiða tæplega 100 milljónir króna í skatta vegna tekna ársins 2000 og hann skarar svo langt fram úr öðrum á þessu sviði að næsti maður á listanum er ekki að borga nema í kringum 20 milljónir sem er rétt um fimmti hlutinn af skattreikningi Eiríks. Eiríkur er ekki venjulegur mað- ur og hann er ekki kominn þangað sem hann er fyrir tilviljun heldur með þrotlausri vinnu, þrjósku og heppni en ekki síður með þeim hæfileikum sem hann fékk i vöggugjöf og mótuðust í uppeldi hans. Eirikur hefur upplifað fá- tækt og ríkidæmi með sterkari andstæðum en margir jafnaldrar hans og hefur unnið sig með harð- fylgi og atorku úr úr kringum- stæðum sem sennilega heföi beygt marga aðra. Sonur Sigurðar í Víðis Eiríkur er fæddur 26. október 1955 og er því 46 ára gamall. Hann er yngstur þriggja barna Sigurðar H. Matthíassonar kaupmanns og Vigdísar Eiríksdóttur konu hans. Elst var systirin Ásta Guðrún, en síðan komu bræðurnir Matthías og Eiríkur. Sigurður Hinrik, eins og faðir þeirra hét fullu nafni, var feikna- legar duglegur og drífandi maður sem markaði spor í verslunarsögu Reykjavíkur í nýlenduvöruverslun eins og þær hétu þá, ekki síður en Eiríkur sonur hans hefur gert. Sigurður fluttist til Reykjavíkur árið 1944 ofan af Akranesi og hóf störf í Kiddabúð í Austurstræti. Þá var fyrsta verslunarkeðjan í mat- vöru að verða til á íslandi undir handleiðslu Silla og Valda sem áttu búðir um allan bæ. Sigurður vann sig upp hægt og bítandi og Til vctr samningur milli Eiríks og Jóhannesar í Bónus um að hvor mcetti kaupa hinn út með 20% dlagi. Þetta ákvceði hugð- ust Hagkaupsmenn nú nota sér og losna við Ei- rík út úr dœminu og eignast þannig hina ný- stofnuðu verslunarkeðju og buðu honum 7 millj- ónir fyrir hans hlut í Vöruveltunni. Öllum að óvörum dró Eiríkur upp tékkheftið og jafnaði kaupverðið og keypti 75% hlut Hagkaups- manna ogjóhannesar fyrir 21 milljón, bœtti 20% við og varð þannig einn eigandi sinna versl- ana. Þetta kom mönnum í opna skjöldu enda stutt síðan Vöruvéltan var stofnuð og mun Hag- kaupsmönnum hafa lík- að þetta stórilla en fengu ekki að gert. keypti árið 1951 litla hverfisversl- un á Fjölnisvegi 2 af Sigurbirni Þorkelssyni og fleirum. Sú verslun hét Vísir en matvöruverslun með því nafni hefur verið rekin í Reykjavík næstum alla 20. öldina, meðal annars á Laugavegi 2, sem margir kannast við. Sigurður breytti nafni búðarinn- ar lítið því hann kallaði hana Víði og við hana var hann kenndur til dauðadags. Sigurði gekk vel að versla og 1963 réðst hann í það stórvirki að reisa litla verslunar- miðstöð í Starmýri 2 sem hann kallaði Víði og var opnuð 1965 en hverfið var þá að byggjast upp sem óðast og nægur markaður. Bræöur með svuntu Bræðurnir Matthías og Eiríkur fóru ungir að vinna í Víði og hafa eflaust böðlast með strigasvuntur við að vigta upp kartöflur og pakka kjötfarsi ef þeir voru ekki að svitna á níðþungum sendlareið- hjólum en þetta var meðal þess sem fólst í því að vera „innanbúð- ar í nýlenduvöruverslun“ eins og það var kallað á þessum tímum. Þeir voru líka kenndir við búðina eins og faðir þeirra og margir þekktu þá undir nafninu „Víðis- bræöurna". Þetta voru þeir tímar þegar all- ar húsmæður voru heima að gæta bús og barna, elda tvlréttað í há- deginu og drekka kaffi hverjar hjá annarri og reykja filterlausar Camel. Þeirra daglegi rúntur var I mjólkurbúð, í fiskbúð og nýlendu- vörubúð. Ef húsmæðurnar voru ánægðar gekk kaupmanninum vel og Sigurði í Víði gekk vel og ekki spillti að eiga tvo harðduglega syni sem augljóslega voru með kaupmennskuna í blóðinu eins og faðirinn. Kaffi í líkkistu Á þessum árum gekk oft á með miklum verkfallsátökum og þá var oft hart barist og kaupmenn lögðu á sig ómælt erfiði til þess að hús- mæðurnar yrðu ekki kaffilausar. Þannig lifir sú saga af Sigurði í Víði og Kristjáni kaupmanni í Krónunni á Vesturgötu að þeir hafi flutt fulla líkkistu af Braga- kaffi norðan af Akureyri fram hjá þungbrýnum verkfallsvörðum við Vesturlandsveg sem heilsuðu fán- anum í virðingarskyni. Árið 1976 færði Sigurður síðan út kvíarnar og keypti hina gríðar- stóru matvöruverslun Silla og Valda í Austurstræti 17 og nú í fé- lagi viö syni sína tvo sem voru rétt skriðnir yfir tvítugt þegar þetta gerðist. Þetta var stór biti að takast á við, nýlegt húsnæði í hjarta bæjarins og mikil umsvif og velta. Faðirinn fellur frá Það varð fjölskyldunni allri tals- vert reiðarslag þegar Sigurður varð bráðkvaddur á leið heim til sín úr vinnu á laugardagskvöldi 17. júli 1977 aöeins 52 ára að aldri. Þaö kom í hlut bræðranna að taka við rekstri fjölskyldufyrir- tækisins og var talsvert lagt á þeirra herðar en þótt þeir væru vanir verslunarrekstri hafði hvor- ugur þeirra aflað sér langskóla- menntunar á þvi sviði og höföu þegar þarna var komið sögu í flestu lotið forystu föður síns. Þeir bræður, einkum undir for- ystu Eiríks, ákváðu nokkrum árum seinna að feta i fótspor föður sins og færa út kvíarnar og hófu byggingu mikillar verslunarmiö- stöðvar í Mjódd sem reis af grunni á árunum eftir 1980 og þar var Víð- ir í Mjódd opnuð í desember 1984 á miklum erfiðleikatimum í ís- lensku atvinnulífi þegar verðbólga var mikil og vextir sligandi þung- ir. Móðirin missti húsið Eiríkur hefur seinna viðurkennt 1 viðtölum við fjölmiðla að hann hafl ekki haft reynslu og þroska til þess að takast á við þetta verkefni og þarna hafi þeir bræður reist sér og fjölskyldunum hurðarás um öxl. Reksturinn í Mjódd var þeim erfiður og eftir tveggja ára rekstur stóðu „Víðisbræður" frammi fyrir algeru gjaldþroti og töpuðu ekki aöeins aleigu sinni heldur eignum allrar fjölskyldunnar. Húseignir fjölskyldunnar voru seldar ofan af þeim og öldruð móðir systkinanna missti meðal annars húseign sína og allar eigur. Gjaldþrotameðferð- inni lauk 1989 og það var einkum Búnaðarbankinn sem gekk þar að skuldum sínum. Þetta varð mikið reiðarslag og álitshnekkir og á þessum tima gekk Eiríkur í gegnum mjög erfiða tíma og hafði um tíma enga at- vinnu né vilja til þess að leita sér að lifibrauði. Hann missti stjórn á áfengisneyslu sinni á þessum tíma og útlitið var sannarlega ekki gott. Hann hefur síðan til þessa dags sótt AA fundi vikulega. Eiríkur sagði í viðtali við Frjálsa verslun fyrir rúmum tveimur árum um þessa reynslu: „Þegar maður lendir í svona erf- iðleikum verður maður að taka ákvörðun, annað hvort nær maður sér af stað aftur eða situr eftir. Ég ákvað að horfa fram á við og var svo lánsamur aö ná mér aftur á flug...Ég átti reynsluna - það var það eina sem ég átti.“ Áður en gjaldþrotið varð átti Ei- ríkur risavaxið einbýlishús í Hól- unum og ók á dýrum jeppa. Eftir gjaldþrotið leigði hann kjallara í Breiðholti og skrölti á gömlum Fiat til vinnu sinnar. Hver vill ráöa gjaldþrota kaupmann? Þegar Eiríkur kom aftur út á vinnumarkaðinn fór hann að gera það sem hann kunni best, að vinna í matvöruverslun. Fyrst réðst hann til starfa hjá Kjötmiðstöðinni í Garðabæ en var ekki sérlega heppinn með næsta vinnuveitanda því hann gerðist starfsmaður Miklagarðs sem þá brölti áfram á brauðfótum inni við Sund en Sam- band íslenskra samvinnufélaga, eigandi hans, þá þegar illa haldið af þeirri uppdráttarsýki sem siðar lagði það í gröfina. Jafnframt þessu lagði Eirikur fé til hliðar en það var staðfastur ásetningur hans og eiginkonu hans, Helgu Gísladóttur, að hefja einhvern tímann aftur eigin at- vinnurekstur. Þeir Víðisbræður fóru þarna ólíkar leiðir því Matth- ías, bróðir Eiríks, hefur alltaf unn- ið hjá öðrum verslunum síðan gjaldþrotið varð og er i dag fram- kvæmdastjóri hjá Nóatúni. Mikligarður um koll Þegar Mikligarður valt um koll í lok árs 1990 stóð Eiríkur því aftur uppi atvinnulaus. Hann var þó kominn vel af stað við að leggja til hliðar í svolítinn sjóð svo staða hans var nokkuð betri en eftir gjaldþrot Víðis. Annað sem hafði breyst var að ekki voru lengur lagðar hömlur á opnunartima matvöruverslana en Eiríkur hafði lengi haft hugmynd- ir um að róa á þau mið með nýjum hætti og hann hafði lengi velt fyr- ir sér hugmyndum um að stofna verslunarkeðju sem legði áherslu á langan opnunartíma líkt og hin- ar frægur 7-11 í Bandaríkjunum. Eiríkur leitaði því til gamals kunningja síns úr matvörubrans- anum, Jóhannesar Jónssonar sem þá var að hasla sér völl í matvöru- verslun á ný eftir nokkur áföll og hafði nýlega opnað lágvöruversl- anir undir nafninu Bónus sem margir töldu að myndu spjara sig allvel. Jóhannes þekkti Eirík vel síðan á Víðisárunum og segist í samtali við DV hafa haft fulla trú á honum til góðra hluta. Það varð úr að þeir félagar stofnuðu helmingafélag um fyrirtækið Vöruveltuna ásamt Helgu, eiginkonu Eiríks og fyrsta 10-11 verslunin var opnuð viö Engihjalla í Kópavogi þann 10. 11. eða 10 nóvember 1991. Eiríkur seg- ist hafa lagt sparifé sitt allt á þeim tíma, 1,8 milljónir, í reksturinn. Hann hefur þetta í blóöinu „Eiríkur er öndvegis verslunar- maður og hefur þetta í blóðinu. Hann kann að hugsa eins og við- skiptavinur og getur þess vegna sett vöruna fram á þann hátt sem geðjast kúnnunum. Samstarf okk- ar var alla tíð afbragðsgott," sagði Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, þegar hann rifjaði upp þessa tíma í samtali við DV. Eiríkur sá um rekstur búðarinn- ar en Helga vann á skrifstofunni og saman lögöu þau nótt við dag en þau eiga þrjá syni fædda á ár- unum 1979 til 1987. Einu sinni meðan 10-11 var í þeirra eigu var ráðinn fjármálastjóri sem staldr- aði við i þrjá mánuði. Að öðru leyti var yfirstjórnin aðeins við skrifborð Helgu og Eiríks. „Eiríkur er ofboðslega mikill kaupmaður og þau hjónin unnu myrkranna á milli við að byggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.