Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Síða 29
37 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 DV____________________________________________________________________________________________________Helgarblað DV-MYND GVA Eiríkur Sigurösson, kaupmaður og skattakóngur Þessi mynd er tekin um þaö ieyti sem hann var kominn með verslunarkeðj- una 10-11 á góðan skrið. Keðjan sú gekk kaupum og sölum á tæplega 40 milljónir 1993 en seldist á 1,5 milljarða 1998. frá 7 milljónunum sem Hagkaup var tilbúið til að borga nokkrum árum áður til þess að losna við Ei- rík af markaðnum. Ekki er ná- kvæmlega vitað hve hátt verð Ei- ríkur fékk fyrir hlut sinn en það mun hafa verið nálægt milljarði. Sú saga er á margra vitorði í við- skiptalífinu að Eiríkur hafi verið búinn að handsala sölu á 10-11 keðj- unni til KEA-Nettó fyrir tæplega einn milljarð nokkrum dögum áður en Baugsmenn hafi komið að við- skiptunum. Eiríkur Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA, talaði um það opinberlega á þessum tíma að samningar væru nánast í höfn. Augljóslega var Baugur að kaupa upp samkeppnisaðila og KEA hefur löngum verið þeirra harðasti and- stæðingur. Þetta hefur orðið til þess að Eiríkur hefur fengið á sig það orð í viðskiptalífinu að margir gjalda varhug við honum og telja hann of ósvifinn. „Eiríkur er maður sem tekur sín- ar ákvarðanir sjálfur og þarf enga hjálp við það,“ sagði Júlíus Jóns- son, framkvæmdastjóri BÚR, sem lengi var í harðri samkeppni við 10- 11 keðjuna. Þannig er skattbyrði Eiríks í ár ekki komin til vegna þess að hann hafi staðið í stórkostlegum viðskipt- um árið 2000 heldur mun hann hafa nýtt sér rétt í skattalögum til þess að fresta skattlagningu söluhagnað- arins. „Þegar maður lendir í svona erfiðleikum verður maður að taka ákvörðun, annað hvort ncer maður sér af stað aftur eða situr eftir. Ég ákvað að horfa fram á við og var svo lánsamur að ná mér aft- ur á flug ... Ég átti reynsluna - það var það eina sem ég átti. “ Fer meö veggjum í viö- skiptum „Eiríkur er að minu viti besti kaupmaður á íslandi því hann hugsar eins og húsmóðir. Hann hefur einstakt lag á að vera starfs- fólki góð fyrirmynd og skapar góð- an anda i kringum sig. Hann er af- skaplega jarðbundinn maður sem lítur ekki stórt á sig,“ segir Eyþór Eðvarðsson, góður vinur Eiríks til margra ára. Eiríkur rekur lítið eignarhalds- fyrirtæki sem heitir Veltan ehf. og er til húsa á Skúlagötu 17. Sjálfur býr hann á Valhúsabraut á Sel- tjarnarnesi og berst lítt á þrátt fyr- ir góð efni. Þó hefur sést til hans á þetta upp af miklum dugnaði og ósérhlifni," sagði Grétar Haralds- son, lögfræðingur Vöruveltunnar, i samtali við DV. „Eiríkur er að mínu mati óvæg- inn og harður í viðskiptum en hann er ekki ósanngjarn." Það er ekki ofmælt að markað- urinn hafi tekið vel við 10-11 því verslununum íjölgaði hratt og þær urðu tíu talsins áður en yfir lauk. Litli þybbni maðurinn í auglýsing- unum sem sagöi: „Ég versla alltaf í 10 -11 og er snöggur að því“ náði einhvern veginn til fólks og allir versla í 10-11. Líklega hefur mark- aðshlutdeild 10-11 verið í kringum 10% á höfuðborgarsvæðinu þegar best lét. Helsti samstarfsmaður Eiríks í kringum 10-11 var Þórarinn Ragn- arsson, veitingamaður og athafna- maður sem oft er kenndur við Staldrið. Þórarinn átti mikið af því húsnæði sem 10-11 verslanir voru í og sá jafnframt um innrétt- ingarnar. Hver má kaupa hvern? Samstarf Eiríks við Jóhannes Jónsson varði hins vegar ekki mjög lengi því tveimur árum eftir að það hófst seldi Jóhannes Hag- kaupsíjölskyldunni helmingshlut í Bónusi og þá varð risinn Baugur til. Við þetta komst helmingurinn af 50% eignarhlut Jóhannesar í hendur Hagkaupsbræðra. Eiríkur haföi fram til þess treyst Jóhann- esi en honum lynti síður við Hag- kaupsmenn og hófst nú mjög sér- stætt ferli. Bónusmenn settu það að skil- yrði að Hagkaup eignaðist 50% í Vöruveltunni og Eiríkur gekk að þvi svo hann átti þegar upp var staðið aðeins 25% í fyrirtækinu. Fljótlega vildi hann losna úr öllu samstarfi við Hagkaup og sagði starfi sínu í Vöruveltunni lausu. Til var samningur milli Eiríks og Jóhannesar í Bónusi um að hvor mætti kaupa hinn út með 20% álagi. Þetta ákvæði hugðust Hagkaupsmenn nú nota sér og losna við Eirík út úr dæminu og eignast þannig hina nýstofnuðu verslunarkeðju og buðu honum 7 milljónir fyrir hans hlut í Vöru- veltunni. Öllum að óvörum dró Ei- ríkur upp tékkheftið og jafnaði kaupverðið og keypti 75% hlut Hagkaupsmanna og Jóhannesar fyrir 21 milljón, bætti 20% við og varð þannig einn eigandi sinna verslana. Þetta kom mönnum í opna skjöldu enda stutt síðan Vöruveltan var stofnuð og mun Hagkaupsmönnum hafa líkað þetta stórilla en fengu ekki að gert. Þótt ýmsar ágiskanir hafi verið settar fram veit enginn hvort Ei- ríkur átti þetta í handraðanum eða hvort einhver styrkti hann til þess að losna undan uppkaupsá- kvæðinu sem Hagkaupsmenn hugðust nýta sér til að eignast 10- 11 fyrir lítið. Eiríkur vill selja Það var síðan á vordögum 1998 sem það flaug fyrir að Eiríkur vildi selja hlut sinn í 10-11 verslunarkeðj- unni sem þá var að 70% í eigu hans og Helgu konu hans en íslands- banki og Kaupþing skiptu með sér 30%. Eiríkur seldi hlut sinn félagi sem fór lítið fyrir en Sigfús Sigfús- son í Heklu og Árni Samúelsson bíókóngur fóru þar fyrir kaupend- um. Það félag seldi síðan hlutinn í Vöruveltunni áfram til Baugs fyrir 1.480 milljónir sem er langur vegur Hér var grunnurinn lagður / þessu húsi við Fjölnisveg keypti Sigurður Matthíasson sér verslun árið 1951 og nefndi Víöi en hún hafði áður heitið Vísir. DV-MYNDIR BRINK Fyrsta nýja Víðisverslunin / þessu húsi við Starmýri, sem Sig- urður faðir Eiríks byggöi, var lagöur grunnurinn að veldinu sem átti eftir að brotlenda í lok níunda áratugarins. sérlega vönduðum svörtum BMW. Einnig hefur hann sótt sumarnám- skeið viðHarvard-háskóla sem sér- staklega eru haldin fyrir athafna- menn án hefðbundinnar menntun- ar og hefur hann lokið setu á nokkrum slíkum. Að sögn nokkurra heimildar- manna DV í viðskiptalífinu verður lítt eða ekki vart við Eirík í fjár- málalegu tilliti. Hann mun eiga nokkurn hlut í Baugi eftir söluna á 10-11 sem var að hluta greidd með bréfum en annarra fjárfest- inga hans verður ekki vart þótt hann sjáist oft og iðulega á fund- um þar sem fjárfestar mæta. Ekki er vitað til þess að hann eða full- trúar hans sitji í stjórn neins fyr- irtækis. Eiríkur er einfari í við- skiptalifinu í þeim skilningi að hann hefur aldrei ráðið sér fram- kvæmdastjóra eða fjármálastjóra heldur reitt sig á eigin dómgreind y og Helgu konu sinnar. Sagt er að bestu vinir hans og ráðgjafar í fjármálum séu Eyþór Eðvarðsson, kaupmaður og fjárfostir með meiru, og lögfræðingurinn Grétar Haraldsson sem annast öll • lögfræðileg mál og samninga fyrir Eirík. Að öðru leyti fer hann með veggjum í athafnalífinu enn sem komið er. PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.