Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 38
-> 46 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 Tilvera I>V Kaffihúsapistill Oddukaffi í Hellisgerði Gengilbeinan í Oddukafíi segist vera búin að reka litla kaffihúsið í Hellisgerði undanfarin fjögur sumur. „Það hefur yfirleitt verið nóg að gera þar til í sumar. Ég held að það sé vegna þess að það er verið að laga göt- una og það fælir fólk frá. Karlarnir eru búnir að lofa þvi að vera búnir að þessu fyrir verslunarmannahelgina og vonandi aukast viðskiptin þá." Oddukaffi, sem upprunalega var íbúðarhús, er minnsta kaffihús sem ég hef komið inn á. Ég sá ekki betur en það væru einungis tvö lítil borð inn- andyra. Fyrir utan eru aftur á móti bekkir sem gaman er að sitja við á góðviðrisdögum. Andrúmsloftið á Oddukaffi er svo heimilislegt að mér leið eins og það væri sunnudagur og ég hefði brugðið mér í heimsókn til ömmu. Kaffið var ljómandi gott og vaffian með jarðarberjasultu og rjóma ekki siðri. Verðið er eins og gengur og gerist, kaffi með ábót kostar tvö hundruð krónur og vafflan tvö hundr- uð og fimmtíu. Vinalegt kaffihús í skemmtilegu umhverfi sem gaman er að heimsækja á góðviðrisdögum. Súfistinn Andrúmsloftið á Sufistanum er í anda dulhyggjunnar sem staðurinn er nefndur eftir. Súfistinn er eina kaffi- húsið á landinu svo ég viti sem er í * bókabúð. Gestum er boðið að taka með sér bækur og blöð úr búðinni til að skoða á meðan þeir drekka kaffið sitt og eru því iðulega með nefið ofan í bók eða slúðurblaði. Súfar sem sækja. staðinn eiga erfitt með að standast ljúffengar veitingarnar sem eru í boði, kaffið er ágætt og kökurnar góðar. Einu sinni heyrði ég að Sufistinn væri algengur stefnumótastaður fólks sem kynntist á Netinu. Ég ætla ekki að ábyrgjast að svo sé en ég verð að viðurkenna að ég velti því oft fyrir mér hvað fólk er að gera þegar það kemur inn og lítur rannsakandi yfir salinn. -Kip KaffiList Á Laugaveginum er að finna fjölda kaffihúsa og er eitt þeirra Kaffi List. Þar er yfirbragðið spænskt og hægt að gæða sér á margs konar réttum sem eiga ættir að rekja til Spánar. Um- hverfiö er frekar einfalt og hrátt og þjónustan ágæt. Meðal þess sem hægt er að'fá sér á Kaffi List er bagetta með kjúklingi og beikoni en hana er hægt að fá með tvenns konar sósum. Sósan á bagett- unni sjálfri var frekar lítil en ekkert mál reyndist að fá meiri sósu i skál til. að bæta á hana. Fyrir þá sem eru ^ hrimir af flski má benda á saltfisksal- at sem bragðaðist ágætlega að mati sessunautar míns. Þeir sem ekki eru mjög svangir geta aftur á móti fengið sér að tapas-smárétti. Eftir matinn var café au lait smakkað sem reyndist mjög gott og var það borið fram í glasi. Þess má þó geta að fólk getur valið sjálft hvor það vúl fá kaffið í glasi eða •** bolla. -MA Vatnsmelóna Talið er að fyrstu vatnsmelónurnar hafi orðið til í Kalaharieyðimörkinni i Afríku og fyrstu heimildir um vatnsmelónuuppskeru voru i Egyptalandi fyrir fimm þúsund árum. Vatnsmelónur voru oft settar í grafhýsi konunga til að næra þá í framhaldslifmu. Frá Egyptalandi fóru þær síðan um allan heim um Miðjarðarhaf- ið með kaupskipum. Kínverjar eru aðalframleið- andi vatnsmelóna í heiminum en byrjað var að rækta vatnsmelónur þar á tíundu öld. í dag er hægt að fá vatnsmelónur allan ái'sins hring enda fjölgar þeim lönd- um sífellt þar sem hún er ræktuð. Þegar kemur að því að velja melónur er best að velja melónu sem er stinn, regluleg i laginu og laus við alla skemmdir, holur og annað slíkt. Einnig á hún að vera þung og á botninum á að vera rjóma- gulur blettur þar sem melónan hefur legið á jörðinni og þroskast i sólinni. Vatnsmelóna er ekki bara góður og safaríkur ávöxtur því það er líka hægt að búa til úr henni skál undir ávaxtasalat. Allt til þessa árs hefur eingöngu verið hægt að fá kringlóttar vatnsmelónur en nú hafa Japanar sett á markað ferhyrndar vatnsmelón- Ingl Rafn Hauksson „ Vatnsmelónan er mjög safamikil og hentar því vel í ferska drykki." Sumardrykkur með vatnsmelónu: Ferskur og svalandi „Vatnsmelónan er mjög safa- mikil og hentar þvi vel í ferska drykki," segir Ingi Rafh Hauksson, veitingastjóri á Brasserie Borg, á meðan hann sker niður melónu í svalandi sumardrykk. Hann segir að í þennan drykk dugi einn fjórði hluti vatnsmelónunnar í fjögur glös en hún er meginuppistaða hans. Vatnsmelónan er síðan maukuð í matvinnsluvél eða mix- ara með ísmolum. „Best er að hafa varnsmelónuna vel þroskaða því annars er hætta á að hún maukist illa," segir Ingi Rafh. ísmolar eru nauðsynlegir til að gera drykkinn kaldan og ferskan. Þeg- ar búið er að mauka vatnsmelón- una er jarðar- berjabragðefhi bætt út í og segir Ingi Rafn að það sé bara eitt af mörgum bragðefnum í drykki sem til eru og gott sé að eiga við höndina. Sitrónusafi er það næsta sem fer I drykkinn og þegar búið er að blanda öllu vel sam- an í vélinni eða mixaran^ um er drykknum hellt í glös. Það síðasta er að bæta við ísmolum skreyta glasið til að mynda með með jarðarberjum og appelsínum. „Þessi vatnsmelónu- drykkur hentar vel sem fordrykkur fyrir grill- matinn eða einfald- lega til að svala þorst- anum þegar maður sit- ur út á svöl- um í sólinni þegar heitt er í veðri." Hann segir að ef menn vilji bragðbæta drykkinn, til dæmis þegar hann er not- aður sem for- drykkur í grill- veislunni, geti verið sniðugt að setja romm út í eöa jafhvel ein- hvern líkjör, til dæmis appelsínulíkjör eða i melónulíkjór. „Þótt vatnsmelónan henti vel i sumardrykki er vel hægt ,^ að nota hvaða ávexti sem er í sllka drykki, svo ffamarlega sem þeir eru fersk- ir," segir Ingi Rafn sem hvetur landsmenn til að reyna sig við drykkjargerð- ina enda eigi flestir þau tæki og tól sem til þarf. Hér fylgir svo uppskriftin að sumardrykknum og þess má geta að heil melóna dugar í 12 glös. 1/4 vatnsmelóna 5 cl jarðarberjabragðefhi (strawberry mix) 3 cl sítrónusafi ísmolar jarðarber og appelsínusneiðar til skrauts. Vatnsmelónu barbecuesósa Safa úr vatnsmelónu má nota þegar kemur að því að laga bar- becuesósu og hér er uppskrift að einni slíkri. 1/2 bolll af vatnsmelónusafa, 1/2 bolli af balsamic vtnediki, 1/4 bolli púðursykur, 1/4 bolli ; sojasósa, 2 msk. grænmetisolía, 2 msk. dijonsinnep, 2 livítlauks- rif og 2 tsk. af rauðum pipar. Þessu öllu er blandað vel sainan og nota má sósuna á grænmeti, kjúkling, svinakjöt og fisk til að marinera. Best er að láta kjötið marinerast í nokkra tima eða yfír nótt. Einnig er hægt að pensla matinn rétt áður en hann er grillaður. ur. Engum sögum fer , þð af því hvernig gengur að selja m þær en verðið á i einni slíkri er um 1 10 þúsund ís- lenskar krónur. Vatnsmelónumolar Vatnsmelónu- baka Vatnsmelónur er hægt að nota í margs konar rétti, til að mynda sem fyllingu í böku. í vatnsmelónufyUingu þarf 2 bolla af niðurskorinni melónu, 1 bolla af sykri, 2 tsk. hveiti, 1 tsk. kanil, 1/4 tsk. múskat, 1/8 tsk. salt, 3 msk. vínedik, 1/2 bolla af rúsínum og 1/2 bolla af valhnet- um. Vatnsmelónan er sett í sósu- pott svo vatn fljóti yfir. Þegar suðan er komin upp er hitinn lækkaður og melónan látin krauma í 15 til 20 mínútur. Því næst er pottttrinn tekinn af og sigtað og hinum hráefhunum blandað saman við og öllu hrært vel saman. FyUingin er sett í bökudeig sem búiö er að setja í form og afgangurinn af bökudeiginu sett- ur oian á. Bakan er bökuð í 45 til 50 mínútur í 180 gráða heit- um ofni. Þegar hún er búin að vera 25 mínútur i ofhinum er málmpappír látinn ofan á. Best er að láta bökuna standa á borði svolitla stund eftir að hún er tekin úr ofninum. Ávaxtasalat í melónukörfu Þegar gestum er boðið upp á ávaxtasalat er upplagt að bera það fram í vatnsmelónukörfu. Til að hægt sé að búa til körfu úr vatnsmelónu þarf hún að vera ilöng. 1 salal iö er best að nota 1 cantaloupe-melónu, 1 hunangsmelónu, 1 ferskan an- anas, 2 ferskar perur eða nektarínur, 2 bolla af ferskum bláberjum og myntulauf til skrauts. Efsti hlutinii er skorinn af vatnsmelónunni (geymdur þang- að til seinna) og síðan eru búnar til kúlur úr innhaldinu með sér- stökum kúluskera. Kúlurnar eru síðan hreinsaðar og geymdar í ísskáp. Best er að skera síðan þunnan sneið af melónunni að neðan þannig að hún geti staðið. Kúlur eru einnig búnar til úr hinum melónunum og ananas- inn skorinn niður og það sett í ísskáp. Rétt áður en salatið er borið fram er öllum ávöxtunum blandað saman og perunum og bláberjunum bætt út í. Að lok- um er það sett í vatnsmelónu- körfuna og skreytt með myntu- laufum og körfuhald búið til úr efsta hlutanum af vatnsmelón- unni. Með ávaxtasalatinu er svo hægt að hafa hungangslimesósu en í hana þarf aðeins 2 msk. limesafa, 3 msk. hunang og 1/2 bolla hvítvín eða ginger ale. Þessu er einfaldlega blandað vel saman og þá er sósan tilbúin. Næringargildi Vatnsmelónur eru mjög heilsusamlegar og þær innihalda efni sem varna því að menn fái krabbamein og aöra slfka sjúkdóma. Einnig er í þeim mikil orka og _______________svo eru þær eru líka algjörlega fitulausar._______________ 280 grömm af vatnsmelónu innihalda: Kaloríur 90 Prótín 1 g FitaOg Kolvetni 23 g l -\
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.