Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 42
50 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 Helgarblað__________________________________________________________________________________________________PV Sé með lokuðum augunum - Jón Rafnkelsson miðill leysir frá skjóðunni Það er margt milli himins og jarðar sem við skiljum ekki og oft er erfitt að við- urkenna að aðrir sjái heim- inn með öðrum augum en við. Jón Benedikt Rafnkels- son er einn þeirra sem sjá annað og meira en aðrir. Hann er landsþekktur vegna fyrirbæna og margir telja sig hafa hlotið lœkn- ingu með hans hjálp. Jón segist hafa fæðst skyggn og oft heyrt í og séð ýmislegt sem aðrir skynjuðu ekki þegar hann var bam. „Skyggnin hvarf um tíma á meðan ég var að flippa út,“ eins og hann kemst að orði. „Ég vissi stundum að það var einhver við hliðina á mér þó ég sæi hann ekki. Já, blessaður vertu, ég er eins viss um það og að þú situr á móti mér.“ Byrjaðl að lækna meri „Ég pældi ekkert í miðilshæfileik- unum á meðan ég var krakki en mamma ýjaði stundum að lækninga- hæfileikum mínum í sambandi við dýr. Þegar ég fór að eldast langaði mig að prófa mig áfram en þorði ekki að segja nokkrum manni frá því, af hræðslu við að gera mig að fífli. Að lokum gat ég ekki setið á mér og fór að gera til- raunir með skepnur, alveg eins og menn gera í læknisfræðinni, og gekk bara vel. Þetta byrjaði allt á meri sem Gutti bróðir átti. Dýralæknirinn var búinn að úrskurða að augað í henni væri ónýtt eftir slys en ég vorkendi henni svo mikið að ég ákvað að prófa. Smátt og smátt fór merinni að batna og eftir nokkrar vikur var hún orðin alheil. Þegar dýralæknirinn skoðaði augað í merinni aftur ætlaði hann ekki að trúa sínum eigin augum - hann hristi bara hausinn og gat engan veg- inn útskýrt hvað hafði gerst." Boð að handan Jón segir aö með árunum hafi hann sífellt orðið forvitnari um störf miðla. „Ég greip því tækifærið þegar einn slíkur kom til Hornafjarðar, fyrir tíu árum, og fór að hitta hann. Þótt ótrú- legt megi virðast komu boð að handan i gegnum hann um það sem var fram undan hjá mér. Handanheimaverun- um fannst líklega kominn tími til að hrista upp í mér. í framhaldi af því fór ég til fleiri miðla til að fá staðfestingu og viti menn, þetta voru alltaf sömu skilaboðin. Ég átti að fara og hjálpa fólki og jafnvel dýrum. Ég fór næst á námskeið sem felst i þvi að prófa næmi og getu manna á þessu sviði. Á námskeiðinu var til dæmis bundið fyr- ir augun á mér og ég beðinn að lýsa sjúkdómum fólks sem ég hafði aldrei séð. Það tók mig tíma að viðurkenna hæfileikana fyrir sjálfum mér og öðl- ast leikni í að stilla mig inn á rétta bylgjulengd." Jarðtengíng „Eftir að ég náði tökum á þessu fór ég að prófa lækningahæfileikana á kunningjunum og gera tilraunir. Það kann að hljóma lygilega en ótrúlegustu hlutir fóru að gerast og stundum á staðnum. Ég byrjaöi náttúrlega alltaf á að ná sambandi við leiðbeinendur mína og biðja um hjálp, ég get ekkert án þeirra. í raun og veru er ég ekkert annað en jarðtenging eða millistykki fyrir þá sem vilja vinna í gegnum mig og ná jarðsambandi en það þurfa ekki alltaf að vera sömu verumar." Konan hefur séð Indíánann „Mér var sagt að það væri gamall indíáni sem stjómaði öllum mínum málum þama hinum rnegin," segir Jón og bendir á teikningu af indíána uppi á vegg hjá sér, „og sæi um að ekkert færi úr böndunum eða að vitlausir að- ilar kæmust í gegn.“ DV-MVNDIR V. HANSEN Röntgenmiðill að sjá inn í líkama fólks og þá sé meiniö eins og svört slæöa eöa ský. Þó að ég taki enn þá á móti fólki geri ég mun minna af því en áður. Ég get ekkert skorast undan.“ Jón leggur áherslu á að fólk megi ekki hætta að fara til læknis þrátt fyr- ir að það sækist eftir aðstoð að hand- an. „Þegar jarðneskir læknar ráða við sjúkdóminn era hinir ekkert að skipta sér af honum." Endanlega genginn af göflunum „Einu sinni stóð ég hjá konu á með- an handanheimalæknamir voru að krukka í henni. Hún var veik í gall- blöðranni, það var eins og það væri gragg i henni. Meðan á aðgerðinni stóð var eins og það opnuðust varir á maganum á henni. Verumar stóðu yfir konunni og það láku snjóhvítir dropar úr höndun- um á þeim ofan í sárið og í gallblöðr- una. Þegar dropamir komu í graggið var eins og það spryngi, graggið hvarf og gallblaðran var orðin hrein. Síðan lokaðist sárið eins og rennilás. Konan sagði mér að hún hefði fundið fyrir að- gerðinni á meðan á henni stóð. Ég er reyndar ekki svo galinn að halda að þetta hafi gerst svona, verum- ar vora bara að sýna mér lækninguna á þann hátt að ég skildi. Mér fannst rosalega skrýtið að sjá svona inn í likamann og hélt að ég væri endanlega genginn af göflunum." Að sögn Jóns varð honum mjög létt þegar hann kynntist fólki sem sér eins og hann. „Þú trúir því ekki hvað ég varð feginn að vita til þess að ég væri ekki einn um að vera svona skrýtinn." -Kip Arnanes i Nesjum Þegar Jón keypti húsiö haföi þaö staöiö autt í nokkur ár. Hann segir aö fyrr- verandi áþúendur kíki stundum í heimsókn þrátt fyrir aö þeir hafí látist fyrir mörgun árum. Stoð og stytta Jón Benedikt Jónsson og Ásrún Svava Jónsdóttir. „Ás- rún hefur staöiö eins og klettur viö hliöina á mér frá því viö kynntumst. Ég var ótrúlega heþpinn aö hún skyldi vilja mig," segir Jón og blikkar til hennar. lýsa honum fyrir fólkinu. Það fer alveg eftir tilefninu við hvem ég fæ sam- band, það er ekkert verið að hleypa manni óþarflega langt yfir mörkin. Það virðast vera mismunandi þroska- og tilverastig þama hinum megin sem þeir tengja einhvem veginn saman, al- veg eins og við tengjum okkur við þennan heim. Áður en ég bið læknana um að koma til mín fer ég með bæn til að fá vemd.“ Jón segir að það séu til ill öfl sem reyni að hafa áhrif í gegnum hann og aðra miðla. „Ef það væri ekkert illt í heiminum þyrfti gott ekki að vera til. Sem sagt, maður biður vemdara sína um vernd og býður læknana vel- komna.“ Fæ að vita hvað er að „Þegar fólk kemur til mín sé ég hvað er að hjá þvi. Ég fæ að vita hvort meinið er líkamlegt eða tilfinningalegt og það þarf ekki einu sinni að segja mér það.“ Við þessi orð er ekki laust við að það fari léttur hrollur um viðmælanda Jóns og hann hugsar með sér: Hvað ætli sé að mér? „Undantekningarlít- ið finnur fólkið sem ég vinn með fyrir því þeg- ar verið er að með- höndla það og stundum hefur fólk meira að segja fundið fyrir því þegar ég tala við það í síma. Þegar ég bið lækna að heimsækja fólk þykir mér afskap- lega vænt um þegar það hefur samband við mig og segir mér hvemig fór.“ Þegar Jón er spurður um fólkið sem hann sér segir hann að þetta sé bara venjulegt fólk eins og við. „Fötin hafa reyndar breyst frá þvi að ég var krakki nema þegar maður hittir huldufólkið - það er svolitið á eftir í tískunni," segir hann og hlær með augunum. Á mína bamatrú í herberginu sem Jón vinnur í er mikið af helgimyndum og kristnum trúartáknum. Þegar hann er spurður hvort hann sé trúaður segist hann eiga sína bamatrú. „Hún hefur reynst mér vel og ef mér hefur fundist ég eiga bágt tala ég bara við vin minn,“ segir Jón um leið og hann bendir á mynd af Jesú. „Ég veit að það era til góð öfl en ég ábyrgist ekki að þau séu eins og kirkj- an boðar. Prestamir era mannlegir og við vitum að Biblían hefúr oft verið Verndarar aö handan Teikningarnar á veggnum sýna handan- heimaverur sem Jón segir aö verndi sig gegn vondum öflum sem sækjast eftir aö ná völdum yfir honum. Krossar, sálmabók og kristallar Barnatrúin hefur reynst mér vel. Jón segir að Ásrún konan sín hafi einu sinni séð indíánanum bregða fyr- ir. „Hún var að fara niður stigann eina nóttina þegar hún heyrði þrask, þegar hún leit upp stóð hann fyrir framan hana í fullum herklæðum. Henni brá hræðilega og öskraði upp en þá hvarf hann. Fólk verður að vera undir það búið að sjá svona lagað, annars bregð- ur því óþægilega. Ég held að það sé löngu ákveðið hverjir eiga að sjá og hverjir ekki og við höfum ekkert um það að segja. Manni er þetta ætlað.“ Eins og að stilla útvarp „Persónulega hef ég alltaf haft gam- an af þessu en í dag sé ég bara með lok- uðum augunum þannig að draugfólkið er ekkert að flækj- ast fyrir mér i tima og ótíma. Ég bið um samband og stilli mig inn, alveg eins og þegar fólk stillir útvarp." Jón segist ekki missa jarð- samband eða vera út úr heiminum þegar hann tengir sig inn á aðrar bylgjur. „Ég er meðvitaður um um- hverfið - þetta er svokallaður hálf- trans. Þeir sem falla i fullkominn trans vita ekkert í sinn haus og muna ekkert eftir atvikinu." Jón leggur áherslu á að hann sé ekki sambandsmiðill sem færi fólki fréttir frá afa og ömmu að handan. „Ég er lækningamiðill en stundum þvælist einhver með sem viðkomandi þekkir og það er bara bónus. Ég reyni þá að notuð í vondum tilgangi til að ná völd- um yfir lýðnum. Það er margt gott í henni en stundum er það misskilið eða hreinlega mistúlkað. Mér finnst að fólk eigi að reyna að sameina allt það góða sem býr í hjarta þess og lifa sam- kvæmt því.“ Orka og andorka „Hinir heimamir era allt í kringum okkur en ekki einhvers staðar úti á heimsenda eins og margir virðast halda. Mér finnst gott að líkja sam- bandinu við handanheimana við út- varp. Við erum stillt inn á eina stöð og verumar hinum megin inn á aðra og það er litið mál að skipta á milli ef maður er þannig gerður." Jón segir að verumar séu í öllum regnbogans litum þegar þær birtast honum og að þær noti einhvers konar ljós eða orku við lækningar. „Ég hef ekki hugmynd um eðlisfræðina á bak við þetta né hvemig orkan virkar en þetta era orkugeislar úr alheiminum sem veruma geta stýrt. Það er líka til vond orka eða andorka og ég hef séð hana sem grásvart ský og heyrt í henni eins og hvin „hviss“ eða árásar- hljóð. Ég fæ gæsahúð af að hugsa um hana og það líður öllum illa í návist hennar.“ Jón segir aö hann fái stundum Mikið álag „Orkan getur verið mismunandi á milli staða. Ég held að flestir kannist við að hús geta haft mismunandi anda en það stafar af því að orkan í þeim er misgóð." Jón segir að miðilsstarfið taki mikið á hann og að álagið geti verið hræði- legt. „Það getur enginn stimdað miðils- störf til lengdar án þess að brenna upp. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.