Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Side 43
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001_ DV_______________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson r' 51 Islendingaþættir Föstudagurinn 3. ágúst 80 ára____________________ Guörún Guömundsdóttir, Hlíðargötu 62, Fáskrúðsfirði. 75 ára_________________ Pétur Valdimarsson, Strýtuseli 15, Reykjavík. 70 ára Jakobína Sigurös frá Æðey, Norðurbrún 1, Reykjavík. Hún dvelur á Heilsustofnun NLFÍ í Hverageröi. Gisela Guömundsson, Silfurbraut 10, Höfn. Gísli Jónsson, Stangarholti 5, Reykjavík. Helgi Victorsson, Drápuhlíð 37, Reykjavík. Ingunn Ragna Sæmundsdóttir, Snæbýli 2, Kirkjubæjarklaustri. Skúli Magnússon, Lækjarási 2, Reykjavík. Þórarinn Guðlaugsson, Greniteigi 11, Keflavík. 60 ára_________________________ Díana Sjófn Helgadóttir, Furulundi 15g, Akureyri. Rúnar G. Sigmarsson, Brekkuseli 30, Reykjavík. Sigríður Helgadóttir, Stillholti 12, Akranesi. Sigrún Sigfúsdóttir, Múlavegi 12, Seyöisfirði. Þórdís Sigurðsson, Litlu-Drageyri, Borgarfjarðars. FimTTrtugur Sigurður Halldórsson lækmr á Kópaskeri Sigurður Halldórsson, yfirlæknir heilsugæslu í Norður-Þingeyjar- sýslu, að Vin á Kópaskeri, verður fimmtugur á sunnudaginn. Starfsferill Sigurður fæddist á Kópaskeri en ólst upp á Valþjófsstöðum í Núpa- sveit í Öxarflrði. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1971, kandidats- prófi í læknisfræði við HÍ 1978, stundaði framhaldsnám i heimilis- lækningum í Svíþjóð og á íslandi, öðlaðist sérfræðileyfi i heimilis- lækningum i Sviþjóð 1984 og á Is- landi 1985. Sigurður hefur verið starfandi heilsugæslulæknir í Norður-Þing- eyjarsýslu frá 1984, að undanskildu einu ári, 1992-93, er hann starfaði í Mariestad í Svíþjóð. Hann hefur verið yfirlæknir heilsugæslu í Norð- ur-Þingeyjarsýslu frá 1996. Sigurður hefur birt greinar í Læknablaðinu, byggðar á eigin rannsóknEirverkefnum úr heilsu- gæslunni. Fjölskylda Sigurður kvæntist 6.4. 1974 Ing- unni S. Svavarsdóttur, f. 23.1. 1951, myndlistarnema og sálfræðingi. Hún er dóttir Svavars Stefánssonar, fyrrv. mjólkurbússtjóra á Egilsstöð- um, og Kristbjargar Sigurbjörns- dóttur húsmóður en þau eru nú bú- sett í Reykjavík. Böm Sigurðar og Ingunnar eru Kristbjörg, f. 11.10.1974, læknanemi; Kristveig, f. 19.5. 1976, en hún lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík sl. vor; Halldór Svavar, f. 23.10. 1982, nemi við MA. Systkini Sigurðar eru Björn, f. 24.3. 1954, bóndi á Valþjófsstöðum í Öxarfirði; Halldór Gunnar, f. 8.3. 1958, tannlæknir á Akureyri; Krist- ján Þórhallur, f. 22.2. 1961, fram- kvæmdastjóri á Kópaskeri; Guðrún, f. 9.8. 1962, hjúkrunarfræðingur í Kópavogi; Rannveig, f. 21.5. 1964, hárskeri á Kópaskeri. Foreldrar Sigurðar; Halldór Sig- urðsson, f. 11.2. 1925, bóndi á Val- þjófsstöðum, og Kristveig Björns- dóttir, f. 2.1. 1927, húsfreyja. Ætt Halldór er sonur Sigurðar, b. á Valþjófsstöðum, Halldórssonar og Ingunnar Árnadóttur. Kristveig er dóttir Björns, b. á Víkingavatni og kaupfélagsstjóra og alþm. á Kópaskeri, Kristjánssonar, b. á Víkingavatni, Kristjánssonar. Móðir Björns var Jónína Aðalbjörg, systir Björns, föður Þórarins skólameistara. Systir Jónínu var Sigríður, langamma Sæ- mundar, fyrrv. framkvæmda- stjóra Stéttar- sambands bænda, og Barða Friðrikssona. Jónina var dótt- ir Þórarins, b. á Víkingavatni, bróður Ólafar, langömmu Guð- mundar Bene- diktssonar, fyrrv. ráðuneyt- isstjóra. Ólöf var einnig amma Benedikts Sveinssonar alþingisfor- seta, föður Bjarna forsætisráðherra, foður Bjöms menntamálaráðherra, en systir Bjarna var Kristjana, móð- ir Halldórs Blöndals alþingisforseta. Þórarinn var sonur Björns, b. á Vík- ingavatni, bróður Þórarins, afa Jóns Sveinssonar, Nonna, og langafa Áma Óla, blaðamanns og sagnfræð- ings. Annar bróðir Björns var Grím- ur, langafi séra Sveins Víkings og Sveins Þórarinssonar listmálara. Móðir Kristveigar var Rannveig Gunnarsdóttir, b. og smiðs í Skóg- um í Öxarfirði og síðar á Kópaskeri, og Kristveigar Björnsdóttur, b. í Skógum, Gunnlaugssonar og Arn- þrúðar Jónsdóttur. Þau Sigurður og Ingunn héldu sameiginlega afmælisveislu þann 14.7. sl. 50 ára____________________________ Axel Björnsson, Lindarhvammi 2, Hafnarfirði. Bjarki Tryggvason, Furuhlíð 8, Sauöárkróki. Guöríöur Gyöa Halldórsdóttir, Fannafold 5, Reykjavík. Guörún Katrín Konráösdóttir, Böggvisbraut 11, Dalvík. 40 ára_____________________________ Bjarni H. Ingibergsson, Kaldaseli 2, Reykjavík. Brynjólfur Tómasson, Kríuhólum 2, Reykjavík. Einar Steinþórsson, Hraunsvegi 2, Njarðvík. Gunnar Hólm, Vesturbergi 96, Reykjavík. Heimir Jónsson, Melabraut 15, Seltjarnarnesi. :;í'. Helgi Garöar Skjaldarson, Drekagili 19, Akureyri. Hjörtur Sigurösson, Ásklifi 16, Stykkishólmi. Jóhannes G. Friöriksson, Lindargötu 44, Reykjavík. Kári Vigfússon, Boöaslóö 16, Vestmannaeyjum. Kristín B. Eyjólfsdóttir, Holtaseli 39, Reykjavík. Óöinn Einisson, Haöalandi 14, Reykjavík. Sigríöur G. Rögnvaldsdóttir, Rauðageröi 6, Reykjavík. Siguröur Jón Guöfinnsson, Jöklaseli 3, Reykjavík. Stefanía Geröur Jónsdóttir, Fannafold 243, Reykjavík. Sverrir Þór Sverrisson, Ásgaröi 117, Reykjavík. Þuríður Bryndís Guömundsdóttir, Suöurási 12, Reykjavík. 7------------------------ jjrval - gott í hægindastólinn Sj'iituguir Magnús Pétursson smiður í Norðurbæ I, Gunnarsholti Magnús Pétursson smiður, Norð- urbæ I, Hellu, verður sjötugur á sunnudaginn. Starfsferill Magnús fæddist í Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann stundaði búskap í Vest- mannaeyjum. Eftir gos, 1973, flutti hann á Rangárvelli og hefur búið þar síðan, fyrst að Geldingalæk en síðar í Norðurbæ í Gunnarsholti. Magnús hefur starfað hjá Land- græðslunni frá 1973, einkum við smíðar. Magnús hefur starfað mikið á vegum Sjálfstæðisflokksins um ára- bil. Hann hefur setið í stjórn Fróða sl. ár, á setu í fulltrúaráðinu og í kjördæmisráði sjálfstæðisfélaganna i Rangárvallasýslu. Fjölskylda Magnús kvæntist 25.12. 1955 Þór- dísi Guðmundsdóttur, f. 27.8. 1931, húsmóður. Hún er dóttir Guðmund- ar Jóelssonar, sjómanns í Vest- mannaeyjum, og Laufeyjar Sigurð- ardóttur húsmóður þar. Synir Þórdísar frá því áður eru Guðmundur Rafn Gunnarsson, f. 28.1. 1952, sjómaður, en kona hans er Guðrún Björnsdóttir og eiga þau eitt barn og eitt barnabarn; Jóel Eyjólfsson Gunnarsson, f. 7.1. 1954, sjómaður, en kona hans er Inga Steinunn Ágústsdóttir og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. Börn Magnúsar og Þórdísar eru Guðrún Bára Magnúsdóttir, f. 13.4. 1955, skrifstofumaður í Vestmanna- eyjum, en maður hennar er Stein- dór Ámason og eiga þau tvö börn og þrjú barnabörn; Pétur Magnússon, f. 10.12. 1956, bifreiðarstjóri á Hellu, en kona hans er Guðfinna Sigríður Antonsdóttir og eiga þau fiögur börn; Þorbjörn Helgi Magnús- son, f. 11.1. 1958, verka- maður á Hellu, en kona hans er Erna Adolfsdóttir og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn; Einar Magn- ússon, f. 14.12. 1962, vélamaður á Hellu, en kona hans er Snæbjört Ýr Einarsdóttir og eiga þau þrjú börn; Laufey Magnúsdóttir, f. 19.3. 1964, skrifstofumaður, en maður hennar er Snorri Gíslason og eiga þau tvö börn. Systkini Magnúsar eru Jónína Ósk Pétursdóttir, f. 12.11. 1926, hús- móðir á Raufarhöfn; Guðlaug Pét- ursdóttir, f. 25.9. 1928, verslunar- maður á Þórshöfn; Jóna Halldóra Pétursdóttir, f. 18.8.1933, húsmóðir í Reykjavík; Guðjón Pétursson, f. 31.7. 1935, d. 25.1. 1985, bifreiðar- stjóri á Selfossi. Hálfsystkini Magnúsar, samfeðra, eru Guðrún Rannveig Pétursdóttir, f. 10.12. 1939, póstfulltrúi í Garði; Árni Pétursson, f. 4.2. 1941, d. 9.10. 1996, aðstoðarskólastjóri í Garðabæ; Brynja Pétursdóttir, f. 16.8. 1946, bréfberi í Garði; Herbjört Péturs- dóttir, f. 26.2.1951, d. 2.5. 1999, prest- frú að Melstað i Miðfirði. Foreldrar Magnúsar voru Pétur Guðjónsson, f. 12.7. 1902, d. 21.8. 1982, sjómaður í Vestmannaeyjum, og Guðrún Rannveig Guðjónsdóttir, f. 17.4. 1905, d. 18.10. 1938, húsmóðir. Seinni kona Péturs var Lilja Sigfúsdóttir, f. 11.10. 1917, d. 15.10. 1990, húsmóðir. Þórdís, eiginkona Magnúsar, verður sjötug 27. þ.m. í tilefni af- mælanna taka þau á móti ættingj- um og vinum í starfsmannahúsi Landgræðslunnar í Gunnarholti laugard. 11.8. kl. 17.00. Sjötujg Þórdís Guðmundsdóttir húsmóðir í Norðurbæ I, Gunnarsholti Þórdís Guðmundsdótt- ir húsmóðir, Norðurbæ I, Hellu, verður sjötug þann 27.8. nk. Starfsferill Þórdís fæddist í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp til tveggja ára aldurs. Þá flutti hún með foreldr- um sínum að Skálavík við Fáskrúðsfiörð þar sem hún átti heima til fiórtán ára aldurs. Hún flutti þá aftur til Vestmannaeyja og var þar búsett fram að gosi, 1973. Þá flutti hún með fiölskyldu sinni á Rangárvelli þar sem hún átti fyrst heima á Geldingalæk en síðan í Norðurbæ í Gunnarsholti. Þórdís stundaði fiskvinnslustörf á sínum yngri árum. Húsmóður- störf hafa þó lengst af verið hennar aðalstörf. Þá starfaði hún í tólf ár við vistheimilið Akurhól í Gunnars- holti. Fjölskylda Þórdís giftist 25.12. 1955 Magnúsi Péturssyni, f. 5.8. 1931, smið. Hann er sonur Péturs Gunnarssonar, sjó- manns í Vestmannaeyjum, og Guð- rúnar Rannveigar Guðjónsdóttur, húsmóður þar. Synir Þórdísar frá því áður eru Guðmundur Rafn Gunnarsson, f. 28.1. 1952, sjómaður, en kona hans er Guðrún Björnsdóttir og eiga þau eitt barn og eitt barnabarn; Jóel Eyjólfsson Gunnarsson, f. 7.1. 1954, sjómaður, en kona hans er Inga Steinunn Ágústsdóttir og eiga þau þrjú börn og eitt bamabarn. Börn Þórdísar og Magnúsar eru Guðrún Bára Magnúsdóttir, f. 13.4. 1955, skrifstofumaöur í Vestmanna- eyjum, en maður hennar er Stein- dór Árnason og eiga þau tvö börn og þrjú barnabörn; Pétur Magnússon, f. 10.12. 1956, bifreiðarstjóri á Heilu, en kona hans er Guðfinna Sigríður Antonsdóttir og eiga þau fiögur börn; Þor- björn Helgi Magnússon, f. 11.1. 1958, verkamaður á Hellu, en kona hans er Erna Adolfsdóttir og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn; Einar Magnússon, f. 14.12. 1962, vélamaður á Hellu, en kona hans er Snæbjört Ýr Einars- dóttir og eiga þau þrjú börn; Laufey Magnúsdóttir, f. 19.3. 1964, skrif- stofumaður, en maður hennar er Snorri Gíslason og eiga þau tvö börn. Systkini Þórdísar: Sigurbjörg Bára Guðmundsdóttir, f. 25.10. 1929, d. 28.2. 1948; Jóel Guðmundsson, f. 1.7. 1936, d. 4.3. 1981, sjómaður í Garði; Bjarni Guðmundsson, f. 10.8. 1938, d. 4.3. 1981, sjómaður í Garði; óskírður Guðmundsson, f. 17.6.1941, d. í september 1941; Þorgeir Guð- mundsson, f. 10.9.1944, sjómaöur og rafvirki i Garði; Sigurbjörn Unnar Guðmundsson, f. 22.7. 1947, sjómað- ur í Garði; Ómar Guðmundsson, f. 30.6.1953, sjómaður i Vestmannaeyj- um; Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 15.1. 1958, d. 21.11. 1960. Foreldrar Þórdísar voru Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, f. 5.1. 1907, d. 14.9. 1965, sjómaður í Vestmannaeyjum, og Laufey Sigurðardóttir, f. 19.10. 1910, d. 15.7. 1995, húsmóðir þar. Magnús, maður Þórdísar, veröur sjötugur á sunnudaginn. í tilefni afmælanna taka þau á móti ættingjum og vinum í starfsmannahúsi Landgræðslunnar í Gunnarsholti, laugard. 11.8. kl. 17.00. Umboðsmaður Akranesi Kristbjörg Antóníusdóttir Stekkjarholti 17 sími 431 2913

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.