Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Qupperneq 45
53 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 X>V_______________________________________________________________________________________________íslendingaþættir Mánudagurinn 6. ágúst 90 ára__________________ Jóhanna Guðmundsdóttir, Snorrabraut 58, Reykjavík. 85 ára______________ Björgvin Ólafsson, Grænumörk 3, Selfoss. 80 ára_____________________________ Ágústa Árnadóttir, Kirkjulundi 8, Garðabæ. Þuríður Hermannsdótt'r, Fossvöllum 2, Húsavik. 75 ára_____________________________ Gunnar Karl Gunnarsson, Gullsmára 7, Kópavogi. Herluf Clausen, Gnoöarvogi 42, Reykjavík. Marheiður Viggósdóttir, Hverfisgötu 47, Hafnarfiröi. Sigurlaug Helga Leifsdóttir, Marklandi 16, Reykjavík. Þórarinn Jónsson, Skarðaborg, Húsavík. 70 ára_____________________________ Árni Þór Þorgrímsson, Kirkjuvegi 15, Keflavík. Ingunn Jónsdóttir, Neöri-Hjarðardal 3, Þingeyri. 60ára______________________________ Kristín Gestsdóttir, Melteigi 18, Keflavík. Rósa Ámundadóttir, Langholtsvegi 182, Reykjavík. Sigurjón Pálsson, Miövangi 105, Hafnarfirði. 50 ára_____________________________ Anna María Bjarnadóttir, Hrísmóum 3, Garöabæ. Gísli Pétursson, Álftageröi, Varmahlíð. Guðjón Rúnar Jónsson, Álfhólsvegi 133, Kópavogi. Helga Jónsdóttir, Hálsaseli 48, Reykjavík. Sigurður Helgi Jónsson, Reykjanesvegi 50, Njarðvík. 40 ára_____________________________ Anna Elín Svavarsdóttir, Sörlaskjóli 82, Reykjavík. Bryndís Bára Garðarsdóttir, Bakkavör 1, Seltjarnarnesi. Davíð Baldursson, Safamýri 53, Reykjavík. Friðmundur H. Helgason, Dynskógum 18, Hveragerði. Hafdís Hrönn Garðarsdóttir, Bakkavör 1, Seltjarnarnesi. Ingimundur Ingimundarson, Neshömrum 2, Reykjavík. Ingunn Jóna Björnsdóttir, Marargötu 2, Grindavík. Jónína Steinunn Jónsdóttir, Akurholti 18, Mosfellsbæ. Lárus Sighvatur Lárusson, Akurholti 19, Mosfellsbær. Oddgeir Kristjánsson, Lautasmára 25, Kópavogi. Þorgerður Sigurðardóttir, Hábæ 44, Reykjavík. IJrval - gott í hægindastólinn Níræður harðabónda í Mörk í Laxárdal Jóns- sonar. Móðir Þórðar var Steinunn Þórðardóttir, b. í Ljótshólum í Svínadal Þórðarsonar, b. á Kúfu- stöðum í Svartárdal Þóðarsonar, b. á Kúfustöðum Jónssonar, b. á Lækjamóti í Víðidal Hallssonar, b. á Þóreyjarnúpi Björnssonar, b. á Guð- laugsstöðum í Blöndudal Þorleifs- sonar, ættföður Guðlaugsstaðaætt- ar. Bróðir Halls var Ólafur á Svína- vatni, langafi Guðmundar Arnljóts- sonar, alþm. á Guðlaugsstöðum, afa Páls á Guðlaugsstöðum, föðir Björns á Löngumýri, afi Páls á Höllustöðum og langafi Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Ellen Johanne var dóttir Jens Ludvigs Joachims Kaaber, stór- kaupmanns og forstjóra í Kaup- mannahöfn, bróður Ludvigs Kaaber bankastjóra. Móðir Ellenar var Sara, f. í Fredericia í Suður-Jót- landi, af frönskum hugenottaættum. Úlfar Þórðarson augnlæknir í Reykjavík syni verslunarmanni. Úlfar sat í stjórn Sundfélagsins Ægis 1931-34, var formaður Knatt- spymufélagsins Vals 1946-50, sat í stjórn íþróttavallanna í Reykjavík um skeið, var borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1958-78, sat í sjúkrahúsnefnd Reykjavíkurborgar 1960-70, var stofnfélagi Fuglaverndunarfélags ís- lands 1963 og fyrsti formaður þess, formaður ÍBR 1967-82, fulltrúi í heil- brigðismálaráði Reykjavíkurborgar 1970-78 og formaður þess 1972-74, formaður stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar 1975-78, formað- ur byggingarnefndar Borgarspítal- ans 1973-78 og í bygginarnefnd aldr- aðra 1980-84. Úlfar hefur skrifað Qölda greina í innlend og erlend læknarit og sat i ritstjórn Acta Ophthalmologica 1958-78. Hann er heiðursfélagi Sundfélagsins Ægis og Knatt- spyrnufélagsins Vals. Fjölskylda Úifar kvæntist 31.7. 1938 Unni Jónsdóttur, f. 16.4. 1916, d. 8.6. 1994, BA í ensku og frönsku og kennara. Hún var dóttir Jóns Hjálmarssonar, f. 1.10. 1889, fórst með togaranum Ólafi 2.11. 1938, vélstjóra og togara- sjómanns, og k.h., Elísabetar Sigfús- dóttur, f. 20.6. 1891, d. 6.6. 1978, hús- móður. Börn Úlfars og Unnar: Þórður Jón, f. 14.6. 1939, fórst með flugvél- inni TF-AID 18.3. 1963, flugmaður hjá Loftleiðum, var kvæntur Guð- nýju Ingadóttur Árdal ritara; Ellen Elisabet, f. 13.10. 1942, húsmóðir í Reykjavík; Unnur, f. 4.6.1948, blaða- maður og fararstjóri í Reykjavík en maður hennar er Gunnar Gunnars- son, stjórnmálafræðingur og sendi- herra; Sveinn Egill, f. 2.2. 1950, hag- fræðingur og framkvæmdastjóri í Úlfar Þórðarson augnlæknir, Bárugötu 13, Reykjavík, varð níræð- ur í gær. Reykjavík, kvæntur Ágústu Sigur- birnu Björns- dóttur. Systkini Úlf- ars: Hörður, f. 11.12. 1909, d. 6.12. 1975, lög- fræðingur og sparisjóðs- stjóri SPRON í Reykjavík; Sveinn, f. 10.1. 1913, dr. rer.nat, skóla- meistari á Laugarvatni og síðar pró- fessor f Kanada; Nína Thyra, f. 27.1. 1915, húsmóðir í Reykjavík; Agnar Jóhannes, f. 11.9.1917, rithöf- undur og bókavörður í Reykjavík; Gunnlaugur Einar, f. 14.4. 1919, d. 20.5. 1998, hrl. í Reykjavík; Sverrir Friðþjófur, f. 29.3. 1922, blaðamaður í Reykjavík. Foreldrar Úlfars voru Þórður Sveinsson, f. 20.12. 1874, d. 21.11. 1946, yfirlæknir á Kleppsspítalanum í Reykjavík og prófessor, og k.h., Ellen Johanne Sveinsson, f. Kaaber 9.9. 1888, d. 24.12. 1974, húsfreyja. Ætt Þórður var sonur Sveins, b. á Geithömrum í Svínadal Pétursson- ar, b. á Refsstöðum, bróöur Krist- jáns, afa Jónasar Kristjánssonar læknis, afa Jónasar Kristjánssonar ritstjóra. Kristján var einnig langafi Sigurlaugar, móður Jónasar Jónas- sonar útvarpsmanns. Pétur var son- ur Jóns, b. á Snæringsstöðum Jóns- sonar, b. á Balaskarði Jónssonar Starfsferill i við Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1930, stundaði nám með Humbolt- námsstyrk við Albert-Universitát í Köningsberg í Þýskalandi 1933-34, lauk embættisprófi i læknisfræði við HÍ 1936, stundaði kandídatsnám við Kleppsspítalann í Reykjavík og á Universitát-Augenklinik í Berlín 1936-37, var kandídat við Landspít- alann 1937-38, stundaði sérfræði- nám á Rigshospitalet í Kaupmanna- höfn, augndeild, 1938^10, öðlaðist al- mennt lækningaleyfi 1938 og sér- fræðileyfi í augnlækningum 1940. Hann var við nám við Harvard Medical School 1958-59 og lauk það- an prófi í huglækningum 1959 og var við nám á Lovelace Clinic í Al- buquerqe í New Mexico 1963. Úlfar var aðstoðarlæknir við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn 1938-40, starfrækti eigin lækninga- stofu í Reykjavik frá 1940 og var jafnframt sérfræðingur við Landa- kotsspítala 1942-81. Þá fór hann augnlæknisferðir til Færeyja að ósk Færeyinga 1942, var læknir flug- björgunarsveitar Reykjavíkurflug- vallar 1950-84 og trúnaðarlæknir Flugmálastjórnar 1962-97. Úlfar fór fræga ferð heim til ís- lands frá Danmörku 1940 er stríðið hafði lokað fyrir allar ferðir milli landanna. Gísli Jónsson vélstjóri festi kaup á gömlum 32 tonna bát í Fredrikshavn sem þeir nefndu Frekjuna og sigldu þeir Úlfar á henni til íslands, ásamt Gunnari Guðjónssyni skipamiðlara, Lárusi Blöndal skipstjóra, Björgvin Frederiksen vélstjóra, Theodór Skúlasyni lækni og Konráð Jóns- Fimmtug_________________________________________ Ragnheiður Björg Sigurðardóttir bóndi í Efstadal í Laugardalshreppi Ragnheiður Björg Sigurðardóttir, bóndi í Efstadal í Laugardalshreppi, verður fimmtug á sunnudaginn. Starfsferill Ragnheiður fæddist á Selfossi og ólst þar upp. Hún stundaði nám i Gagnfræðaskólanum á Selfossi og við Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni. Ragnheiður starfaði á drengja- deild á Sólheimum í Grímsnesi og á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins í Reykjavík. Hún var búsett í Reykja- vík 1971-75. Þá flutti hún að Efsta- dal í Laugardal og hóf þar bústörf. Ragnheiður hefur starfað með Ungmennafélagi Laugdæla og I söngkór Miðdalskirkju auk þess sem hún situr nú í stjórn Kvenfé- lags Laugdæla. Fjölskylda Ragnheiður giftist 3.11.1973 Theo- dór Indriða Vilmundarsyni, f. 17.9. 1950, bónda. Hann er sonur Vil- mundar Indriðasonar, f. 13.4. 1916, d. 20.8. 1999, og Kristrúnar Sigur- finnsdóttur, f. 3.1. 1919, bænda i Efstadal. Börn Ragnheiðar og Theodórs Indriða eru Sigrún, f. 17.5. 1971, garðyrkjufræðingur, gift Bjarna Þór Sigurðssyni íslenskufræðingi og er dóttir þeirra Kristín Heiða, f. 13.12. 1999; Vilmundur, f. 23.7. 1973, vél- smiður, í sambúð með Guðrúnu Erlu Sigfúsdóttur hjúkrunarfræð- ingi og er sonur þeirra Óskar Fann- ar, f. 4.10. 1997; Rakel, f. 30.1. 1982, nemi í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Systkini Ragnheiðar eru Jóna Sigríður, f. 14.2.1948, leikskólakenn- ari í Reykjavík en maður hennar er Guðmundur V. Þorkelsson; Sigurð- ur Júníus, f. 19.5. 1954, mjólkurbíl- stjóri á Selfossi en kona hans er Hjördís Gunnlaugsdóttir. Foreldrar Ragnheiðar: Sigurður Óskar Sigurðsson, f. 18.6. 1922, d. 24.7. 1994, mjólkurbílstjóri á Sel- fossi, og Guðrún Guðjónsdóttir, f. 21.1.1922, húsmóðir á Selfossi. Ætt Sigurður var sonur Sigurðar Sig- urðssonar frá Ysta-Koti í Vestur- Landeyjum og Sigríðar Hannesdótt- ur frá Bollastaðakoti í Hraungerðis- hreppi. Uppeldisfaðir Sigurðar var Júníus Ingvarsson og bjuggu þau Sigríður í Kálfholti. Guðrún er dóttir Guðjóns Guð- mundssonar, b. á Voðmúlastaða- austurhjáleigu í Austur-Landeyjum, nú Búland, og k.h., Jónu Guð- mundsdóttur frá Fífustöðum í Arn- arfirði. Ragnheiður tekur á móti gestum í garðinum heima hjá sér 11.8. kl. 21.00. Hlýlegur klæðnaður æskileg- ur. Ætla að skemmta sér á Flateyri Þorlákshafnarbúarnir Ægir Hafberg útibússtjóri og Böövar Gíslason múrara- meistari eru mættir til Önundarfjarðar Verslunarmannahelgin í Önundarfirði: Lýður læknir og Óli popp messa og gifta á hátíðinni Mikið verður um dýrðir í Önund- arfirði um næstu helgi, verslunar- mannahelgina. Skemmtidagskrá verður afar íjölbreytt þar sem boðið verður upp á leiki fyrir börn, pilu- kastskeppni, kajakróður, hlöðuball og margt, margt fleira. Búast má við því að hápunktur hátíðarinnar verði eldmessa þar sem Lýður Árnason héraðslæknir og Ólafur Ragnarsson, poppari og skipstjóri, þjóna fyrir altari. Þeir félagar gerðu einmitt garðinn frægan í popp- messu sem haldin var í kirkjunni á Flateyri fyrir nokkrum árum og náðu að tvífylla kirkjuna á einu og sama kvöldinu. Að þessu sinni verð- ur messan utandyra, við menning- ar- og mannlífssetur Önfirðingafé- lagsins að Sólbakka. En það er Ön- firðingafélagið í Reykjavík og vina- félag Ingjaldssands sem gengst fyrir hátíðarhöldunum sem bera yfir- skriftina Sólbakka- og Sandshátíð enda hátíðarhöld á báðum stöðun- um. í eldmessunni verður brúð- kaup. Ekki fæst uppgefið hverjir hyggjast þar láta pússa sig saman. Lýður vill ekkert láta uppi um það eða hvort jafnvel verði endurnýjuð gömul og slitin hjónabönd. Helginni lýkur svo með hátíðardagskrá þar sem minnst verður þess að stærsta hvalstöð sem reist hefur verið í norðurhöfum og stóð á Sólbakka varð eldi að bráð fyrir réttum 100 árum. Verksmiðja þessi var rekin af Norðmanninum Hans Ellefsen. í til- efni þess kemur bæjarstjóri Stokkebæjar í heimsókn auk þess sem þessa atburðar verður minnst með viðeigandi hætti þar sem eldur og reykur skipa veglegan sess. -GS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.