Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2001 55 :o^r Tilvera Afmælisbörn Drottingarmóðirin 101 árs Elísabet drottningarmóðir verður hvorki meira né minna en 101 árs á morgun. Hún ólst upp í St Paul's Waldenbury í Hertfordshire og var skírð Elizabeth Angela Marguerite Bowes-Lyon. Þann 26. apríl 1923 gekk hún að eiga hertogann af York í Westminester Abbey og eignuðust þau tvær dætur, Elísabetu og Margréti. Þau voru krýnd konungshjón í Bretlandi vor- ið 1937. Elísabet drottingarmóðir nýtur enn mikilla vin- sælda í Bretlandi og hefur verið góð til heilsunnar þrátt fyrir háan aldur. Hún var reyndar lögð inn á sjúkrahús i síðustu viku vegna blóðskorts en stefnt var að því að hún fengi að fara heim fyrir afmælisdaginn. •«*»****«««« •••••• •••••••• Neil Armstrong Neil Alden Armstrong, sem var fyrsti maðurinn til að hljóta þann heiður að stíga á tunglið, verður 71 árs á sunnudaginn. Hann fæddist í Wapakoneta, Ohiofylki, og var hermaður í bandaríska hernum áður enn hann gekk til liðs við NASA. Armstrong flaug meðal annars í flughernum i Kóreustríðinu. Árið 1955 gerðist hann tilraunaflugmaður hjá NASA og sjö árum síðar var hann valinn til að taka þátt í geimleiðangri og tók þátt í nokkrum slíkum eftir það. Hann verður þó alltaf þekkastur sem maðurinn sem steig fyrst á tunglið. Armstrong hætti störfum hjá NASA árið 1971 og gerð- ist prófessor við Háskólann í Cincinnati. Stjörnuspa Gilclir fyrir laugardaglnn 4. ágúst og sunnudaginn 5. ágúst Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.): Sýndu tillitssemi í vinn- unni ef þú vilt fá sam- þykki fólks fyrir því sem þú ert að gera. Fjölskylduiifið geng- ur óvenjulega vel þessa dagana. Þú verður fyrir einhverri heppni og lifið virðist brosa við þér. Breytingar gætu orðið á búsetu þinni á næstunni. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): LH'fíH'iiiii'i'H'fiiia 'Ástvinir eiga saman einstaklega ánægjuleg- an dag. Þú nýtur þess vel að eiga rólegt kvöld í góðum félagsskap. Vinir þínir standa einkar vel sam- an um þessar mundir og gætu ver- ið að undirbúa ferðalag eða ein- hverja skemmtun. Tvíburarnlr (21. maí-21. iúníl: y^^Atvik sem á sér stað ^£/ snemma dags gæti sett ^^ þig út jafnvægi en þú færð fljótlega um annað að hugsa. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Einhver reynir að fá þig til að taka þátt í einhverju sem þú ert ekki viss um að þú viljir taka þátt í. Stattu fast á þínu. Ljónlð (23. iúlí- 22. ágúst): ' Vinnan gengur vel í dag og þú færð hrós fyrir vel unnið starf. Kvöldið verður liflegt og þú átt ef til vill von á gestum. Reyndu að eiga stund fyrir sjálfan þig, þú þarfnast hvíldar eftir erf- iðið undanfarið. Vinur þinn biður þig að gera sér greiða. Vogin (23. sept.-23. okt.l: f^^r Gættu þess að vera til- \^r litssamur við ættingja rp og vini í dag þó að það sé kannski eitthvað sem angrar þig persónulega þessa dagana. BjHgffiBa Sjálfstraust þitt sem venjulega er í góðu lagi er með minna móti þessa dagana. Taktu fagnandi á móti þeim sem eru vinsamlegir í þinn garð. Bogamaður (22. nóv.-21. des.l: EEMG "Forðastu að baktala ' samstarfsfólk þitt. Það er aldrei að vita á hvers bandi fólkið í kringum þig er. Rómantíkin blómstrar. Þú mátt vænta gagnlegrar niður- stöðu í máh sem lengi hefur beðið úrlausnar. Þú þarft að hvíla þig og góð leið til þess er að hitta góða vini. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: •Dagurinn gæti orðið annasamur, einkum ef þú skipuleggur þig ekki nógu vel. Farðu varlega í viðskiptúm. Ekki dæma fólk eftir fyrstu kynn- um, hvorki þvi sem það gerir eða segir. Athugaðu þess í stað hvern mann það hefur að geyma. Nautið (20. apríl-20. maí.): X r Þér líður best í dag ef þú ferð þér hægt og gætir hófs í hvivetna. Fjármálin lofa góðu og ástarmálin eru í miklum blóma. Þú syndir á móti straumnum um þess- ar mundir og ert fullur orku og finnst engin vandamál þér ofviða. Eitthvað skemmtilegt gerist í félagslífinu. Krabbinn (22. iúní-22. iúií): | Þú ert í rólegu skapi i dag og munt eiga góð- an og notalegan dag. Þér gefst nægur tími til að ljúka því sem þú þarft. Þér var farið að leiðast tilbreytíng- arleysi hversdagshfsins og eru þess- ir dagar því mjög til að kæta þig þar sem þeir eru harla óvenjulegir. Mevlan (23. áeúst-22. seot.): I2E ji* ^'F"-i,m?ffrr >^^^\ Ekki angra annaö i'ólk ^^W^lfcmeð því að vera ' stöðugt að rifja upp gömul mistök sem það gerði end- ur fyrir löngu. Þú ert yfirleitt mjög duglegur en núna er eins og yfir þér hangi eitt- hvert slen. Þetta gæti verið merki um það að þú þarfnist hvíldar. Sporðdrekl (24. okt.-21. nóv.): *\\ \ Enginn er fullkominn og \ ^ v^það gera alhr mistök, Uka þú. Einhver spenna Uggur ííoftinu á milli vina en það er þó ekkert til að hafa áhyggjur af. Velgengni þín í dag byggist á því hvernig þú kemur fram við aðra. Þar tekst þér sérlega vel upp. Happatölur þínar eru 9,18 og 33. Stelngeltin (22. des.-19. ian.l: •v . Fl-hH'lilíl'1-F^ia Iæm. Þú átt í erfiðleikum með *JT% a0 einbeita þér og verður yS^ að taka Þig á- Náinn vin- ur þarf á þér að halda og þú gætir hjálpað honum við að leysa vandamál. Ekki láta vorkenna þér og ekki leita eftír hjálp nema veruleg nauðsyn sé á. Þú munt eiga rólegt og gott kvöld. Sumarskóla Námsflokkanna slitið: Fjölþjóðleg lokahátíð Hægt er að segja að Austurbæjar- skóli í Reykjavík hafi iðað af lífi og fjöri síðasta þriðjudag þegar 340 nemendur frá 68 þjóðlóndum, sem stundað hafa íslenskunám í sumar- skóla Námsflokkanna í júlí, héldu þjóðahátið í tilefni af því að honum er að ljúka. Að sögn Ingibjargar Stefánsdótt- ur, kennara í sumarskólanum, voru það nemendur í morgunhópum skólans sem stóðu að lokahófinu þar sem íslensk og erlend menning blandaðist saman í mat og skemmt- un. Hún segir að nemendur hafi verið í íslenskutímum daglega, frá níu til tólf allan júlímánuð og tekið miklum framförum á þeim tima. „Við höfum lagt áherslu á að nota hið daglega mál í tímunum og það hefur gefið góða raun," segir Ingi- björg. Einnig hefur verið kennt í sumarskólanum þrjú kvöld í viku. Vertu til á íslensku, rúss- nesku og japönsku Nemendurnir i sumarskólanum koma víðs vegar að, til að mynda frá Danmörku, Palestínu, Banda- ríkjunum, Þýskalandi, Póllandi, Indlandi og Jórdaniu. Sumir þeirra voru klæddir þjóðbúningum heima- lands síns á lokahátíðinni og á boðstólum var matur frá ýmsum heimshornum. Ýmislegt var gert til skemmtunar, til að mynda voru taí- lenskir dansar og fjölþjóðlegur kór söng Vertu til, á íslensku, rúss- nesku og japönsku. Einnig var fjall- konan mætt á staðinn enda höfðu nemendumir velt þeirri spurningu fyrir sér hvernig hún væri á litinn. í hlutverki hennar var Melissa Munguia frá Hondúras og flutti hún kvæðið ísland eftir Hannes Péturs- son. Blaðamaður tók þrjár nemendur í skólanum tali og var greinlegt að þeir höfðu verið iðnir við námið. Lourdes Sánchez Contreras frá Mexíkó hefur búið á íslandi frá því í apríl og hún var bara ánægð með tímann í sumarskólanum. Hún seg- ir að íslenska sé mjög erfltt tungu- DV-MYNDIR BRINK Glæsilegir þjóðbúningar Nemendur sumarskólans koma frá ýmsum þjóðlöndum og hér eru nokkrir þeirra búnir ab stilla sér uþþ í glæsiiegum þjóðbúningum. mál en ætlar sér að læra það mjög vel. Spurð hvað hafi dregið hana alla leið frá Mexikó til íslands segir hún að ástæðan sé að eiginmaður hennar sé íslenskur en þau kynnt- ust í Rússlandi. „Það er gott að vera á íslandi en hér er mjög kalt," segir Lourdes. Munu sakna sumarskólans Vinkonumar Dagmar Ziemann frá Þýskalandi og Monika Kowa- lewska frá Póllandi voru báðar sam- mála um að það væri erfitt að læra Ætlar að læra íslenskuna vel Lourdes Sánchez Contreras, sem er frá Mexíkó, var ánægö meö tímann í sumarskólanum og er ákveöin í aö læra málið vel. Hrifnar af landslaginu Vinkonurnar Dagmar Ziemann frá Þýskalandi og Monika Kowalewska frá Póllandi sögðust báðar vera hrifnar af íslenska landslaginu. Gaman í sumarskóla Þessar hnátur voru meðal þeirra barna sem voru í sumarskólanum og þær biðu sþenntar eftir að fylgjast með skemmtidagskránni sem búið var að skiþuleggja í tilefni dagsins. íslensku en samt væri það auðveld- ara fyrir þær en til að mynda þá sem koma frá löndum eins og Taílandi og Filippseyjum. „Ég kom til íslands i maí síðastliðnum og er að fara að læra íslensku í háskólan- um í vetur," segir Dagmar. Monika segist vera búin að vera á íslandi frá því í október árið 1999 og þá hafi hún komið til að vinna. Þær Dag- mar og Monika eiga báðar íslenska maka og eru því ákveðnar að læra málið enn betur. „ísland er skemmtilegt og fallegt land en ég sakna þó trjánna mikið frá Pól- landi," segir Monika. Dagmar er einnig hrifin af íslenska landslag- inu og henni finnst ekkert of kalt " hérna. „Svo getur líka alveg verið kalt í Þýskalandi," segir Dagmar. Þær stöllur segjast koma til með að sakna sumarskólans enda hafi þeim líkað vel og fundist gaman að kynn- ast fólki frá ólíkum löndum. Það eru ekki bara fullorðnir sem stundað hafa nám í sumarskólanum þvi böm á öllum aldri hafa einnig verið þar að læra íslensku. Þegar blaðamaður heimsótti Austurbæjar- skóla voru þau saman komin í sal skólans til að flytja fjölbreytta skemmtidagskrá sem þau höfðu sjálf skipulagt. Þegar búið var að koma þögn á mannskapinn hófst síðan skemmtunin með því að yngstu börnin sungu Höfuð herðar hné og tær af líf og sál og síðan fylgdi hvert skemmtiatriði á fætur öðru. Að því loknu var haldin grill- veisla í portinu og heyrst hafði að jólasveinn hefði meira að segja boð-', að komu síha. -MA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.