Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 3. AGÚST 2001 57 I>V -EIR A FOSTUDEGI Kalla og karlarnir - topp-sex • Jakob Möller Ný og ómótstœöileg útgáfa af Marlboro- manninum. Kári Stefánsson Sá sem þarf 563 fer- metra hlýtur að vera stór annars staðar líka. Margelr Pétursson Góði drengurinn sem berst við ríku og vondu karlana. ,» - Siggi Hall Aldrei að elda mat inni í tjaldi. Tjaldréttur Siggi Hall gefur uppskrift að tjaldrétti í tilefni verslunar- mannahelgarinnar. Hann er svona: „Gerið 15 sentímetra rifu á forhlið tjaldsins með því að renna rennilásnum upp. Hafið * prímus með pönnu fyrir utan tjaldið og fýrið upp. Setjið vald- ar lambalundir, smátt skornar, á pönnuna og látið hoppa í hitan- um. Teygið hönd út um rifuna á fortjaldinu og hristið pönnuna ört. Notið rigninguna sem fellur á pönnuna sem sósu. Borðist hnífaparalaust eins og pylsur. Ef enginn er prímusinn er hægt að fylgja fordæmi Líbana sem borða lambakjötið hrátt. Betra er þó að steikja það. Gætið þess að elda aldrei mat inni í tjaldi, hvorki á prímus né heldur grilla." Winston vinsælast Winston er vinsælasta sígar- ettutegundin á Islandi ef marka skal niðurstöður könnunar sem gerð var 1. ágúst í tilefni af gild- j istöku nýrra tó- baksvarnarlaga. í öðru sæti er Marlboro. Könn- unin var gerð á 13 útsölustöðum tóbaks á höfuð- borgarsvæðinu og er niðurstað- an vegið meðaltal svara kaup- manna á öllum stöðunum. List- inn yfir 10 vinsælustu síga- rettuttegundirnar á Islandi litur svona út: 1. Winston 6. Viceroy 2. Marlboro 7. Gold Coast 3. Camel 8. Royal 4. Prince 9. Lucky Strike 5. Salem Light 10. Capri Læknir skrifar bók á ensku „Þessa sögu segir maður út- lendu fólki allt öðruvísi en ís- lensku," segir Valgarður Egils- son læknir um skáldsögu sem hann hefur skrifað á ensku en ekki ís- lensku. Sagan heitir Waiting for the South Wind og fjallar um mannleg örlög eins og flestar góðar sögur gera. „Sagan fjallar ———— um kúltúrinn þegar ég var að alast upp fyrir norðan. Ætli þetta sé ekki ein- hvers konar þroska- og uppeld- issaga," segir Valgarður. Leiðrétting Rangt er, sem haldið hefur verið fram, að Árni Johnsen ætli ekki að syngja Brekkusönginn á Þjóðhátíð í Eyjum. Hið rétta er að Árni á eftir að stela senunni því hann ætlar að syngja nótulaust í þetta skiptið. Valgarbur Egilsson Waiting for the south wind. Ánægð fyrir framan húsið í kúlunni ovmwd hilmar þór Geröur Jónasdóttir býr viö lengra sumar en aörir landsmenn og hjá henni er aldrei vetur. - Svona hús á aö byggja á íslandi. Húsið í kúlunni á Hellu: Hugmyndin kom að handan - þessu var hvíslað að mér, segir Gerður Jónasdóttir 4 Friðrik Sophusson p' *i-»* Sjarmerandi útgáfa af ihaldsmanni - næstum Dk_ breskur. c Robert Marshali Hressilegur eins og nafnið. 0 Litla löggan Lekur af henni kyn- þokkinn þegar hún rót- ar upp hneykslunum. Allir sem skipuöu síöasta lista féllu af honum i þess- ari viku; Davið Oddsson, Valdímar Kristjónsson, Örn Arnarson, Hrafh Jökulsson, Björn Bjarnason og meira aö segja Jón Baldvin Hannibalsson! Listinn byggir á greind, dtgeislun og andlegu menntunarstigi þeirra sem á honum eru. Nýr listi næsta lbstudag. „Fólk spurði mig hvort ég væri biluð en ég lít svo á að annaðhvort sé maður skrýtinn eða ekki," segir Gerður Jónasdóttir, fyrrum sveitar- stjórafrú á Hellu, sem byggði sér hús inni í kúlu. „Hugmyndinni var hvíslað að mér og það ekki af mennskum." Gerður lét ekki hvísla að sér tvisvar heldur réðst í framkvæmdir og flutti inn 1. janúar 1995. Fyrst reisti hún kúluhúsið og þegar það var komið upp hófust byggingar- framkvæmdir inni í kúlunni og fyrr en varði var þar kominn venjulegur húsgafi með gluggum og öllu. Hlið- arnar og bakhlið hússins eru hins vegar hluti af kúlunni: „Ég lít á þetta sem heild. Húsið er á tveimur hæðum, samtals 120 fer- metrar, og garðurinn 85 fermetrar. Hér er sumarið lengra en annars staðar og enginn vetur. Ég er stöðugt að höggva niður gróður því hann sprettur hér upp á örskömm- um tíma. Og ekki haggast húsið í jarðskjálftum. Fyrir því hef ég reynslu," segir Gerður og er sann- færð um að svona eigi að byggja hús á Islandi þar sem veðurfar er sem raun ber vitni. Alltaf gott veður, bæði inni og úti. Það var einmitt inntak þess sem hvislað var í eyra Gerðar hér um árið. Heimili Gerðar stendur við bakka Rangár og út um gluggann og kúl- una er útsýni yfir ána, brúna og Hellu þar sem Gerður bjó áður ásamt eiginmanni sinum, Jóni Þor- gilssyni sveitarstjóra, en hann er látinn fyrir 10 árum. Jón átti land handan Rangár og það nýtti Gerður fyrir byggingu sína sem er einstök í sinni röð. Gerður segist ekki vera ein um þá skoðun að góður andi sé i húsinu í kúlunni og því liður henni vel þar, svo og gestum henn- ar. Hún sér mest eftir því að hafa ekki látið sér detta þetta i hug fyrir. En allt hefur sinn tíma. Það er ekki hvíslað í eyru fólks að handan á hverjum degi. Skipti um nafn og lagði land undir fót: Eilífur ferðast - heiðraður og hylltur í Árbókinni Það var fyrir sjö árum. Emil Björnsson var óá- nægður með nafnið sitt og gerði sér þvi ferð niður í dómsmálaráðuneytið. Þar skipti hann um nafn. Nú heitir hann Eilífur Björns- son: „Mér fannst sem nafnið Emil bæri með sér ógæfu. Ég get ekki alveg útskýrt það en nafnið olli mér hug- arangri. Því ákvað ég að skipta um nafn og valdi Ei- lífur eftir nafnalista sem lá frammi í ráðuneytinu. Þetta kostaði ekki nema 4.400 krónur. Eftir nafna- breytinguna líður mér betur," segir Eilífur sem í kjölfarið gerðist ákaf- ur ferðalangur og hefur farið í flest- ar ferðir Ferðafélags Islands, sam- ferðamönnum sínum bæði til undr- unar og ánægju. Eilífur er alltaf fyrstur í rútuna og er orðinn jafn- sjálfsagður hluti af ferðum Ferðafé- lagsins og bilstjórinn. „Ég fór í allar vinnuferðir Ferða- félagsins þegar við vorum að byggja nýja salernisskálann í Landmanna- laugum fyrir tveimur árum," segir Eilífur sem fyrir bragðið var heiðr- Eilífur á gangi Feröast til aö skilja veröldinni. aður í Árbók Ferðafélagsins það árið fyrir ötula framgöngu, vinnu- semi og ekki síður ræktarsemi við starf félagsins. Hefur fáum öðrum óbreyttum hlotnast sá heiður. - Gerirðu ekkert annað? „Jú. Ég er líka farinn að ferðast með Útivist. Annars starfa ég sem mælingamaður hjá Reykjavikur- borg þótt ég sé ekki fullmenntaður mælingamaður." - Hvers vegna ferðastu? „Til að skilja veröldina," segir Ei- lífur og leggur í 'ann. Dion á Geysi allur - 40 fylgdu honum til grafar St. bernhards-hund- urinn Dion, sem verið hefur staðartákn á Geysi í Haukadal í fjöl- mörg ár, er allur, Hann lést á dýraspítala í Ölf- usi um síðustu helgi. „Ég á eftir að sakna hans mjög. Dion var mikil persóna og fór sinar eigin leiðir. En um leið var hann geð- góður," sagði Már Sig- urðsson á Geysi en hann var búinn að eiga Dion í 7 ár. Dion var hreinræktaður st. bernhards-hundur og kom erlendis frá. „Ég held að fáir aðrir hund- Dion á Geysi Einstakur karakter - jarðvistinni lokið. ar hafi verið meira myndaðir en Dion. Útlendingar kepptust við að taka myndir af honum hér fyrir framan húsið og hann átti það til að stilla sér sérstaklega upp fyrir þá," sagði Már. Dion var borinn til grafar í sér- stökum hundakirkjugarði í Haukadal þar sem fyrir hvila fjórir hundar. Smíðuð var sérstök kista utan um Dion og útförin var hátíðleg. Fjörutíu manns fylgdu Dion síðasta spölinn. Jónas Hauksson, þjónn á veitinga- staðnum á Geysi, var náinn vinur Dions. Hann lýsir honum þannig: „Dion var viljasterkur og þrjóskur en alveg einstakur karakter. Sá mesti sem ég hef kynnst og þá tel ég mann- fólkið með. Hann var vinur okkar allra og fastur punktur í tilverunni hér í Haukadalnum. Hans er sárt saknað." Rétta myndin Daviðsveöur dv-mynd brink Þaö er tilbreyting fyrir þau aö koma í kuldann á íslandi því aö heimaslóðunum er alltaf hlýtt. Eða eins og Davíð Oddsson orðarþað: „Þegar Guðni kom heim frá Kentucky, eftir að hafa verið í útreiðartúr með Jóni Baldvin í 40 stiga hita,m, sagði hann að ein mesta auðlind íslendinga væri kuldinn. Þá hugsaði ég: Alltaf hittir Guðni naglann á höfuðið. Kuldi og trekkur íslands, gulls ígildi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.