Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2001, Blaðsíða 56
SFRETTASKOTIÐ SÍMiNN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 3. AGUST 2001 ;i Þjóðhátíð: Arnisyngur ^,^ „Árni er búinn að vera | kynnir á þjóðhátíð og Ésyngja brekkusönginn i 20 ár. Það verður engin breyting þar á í ár," I segir Sigurður Þórar- insson sem situr í ' þjóðhátíðarnefnd í ' Vestmannaeyjum. ÁmiJohnsen. Nefndarmenn hafa rætt við Arna um hvernig málum verði fyrirkomið og Sigurður staðfesti i morgun að brekku- söngur Árna væri á dagskrá klukkan 23.00 á sunnudagskvöldið. -EIR Verslunarmannahelgin: Sól og blíða Veðrið um verslunarmannahelgina virðist ætla að verða með besta móti í á) fiestum landshlutum þetta sumarið. Það verður norðlæg átt fram á sunnudag en þá snýst í hæga norðaustlæga eða breytilega átt sem verður ríkjandi fram í miðja næstu viku. Á suðvesturhorni landsins verður bjart veður alla helgina og allt upp í 18 tU 20 stiga hiti. Næsta sólarhringinn gæti hins vegar orðið dálítil rigning á austanverðu landinu og þar verður ögn kaldara. Á sunnudag ætti að verða þurrt um allt land og hið ágætasta veður. -MA Norsk Hydro bíður Talsmenn álfyrirtækisins Norsk- Hydro í Noregi segjast ekki geta eða vilja segja neitt á þessu stigi um úr- skurð Skipulagsstofnunar um Kára- hnjúkavirkjun sem birtur var á mið- vikudag. „Viö erum enn að vinna eftir þeim yfirlýsingum og samþykktum sem gerðar hafa verið um Reyðarál í Reyð- arfirði og við verðum og munum bíða hinnar pólitísku ákvörðunar á ís- landi," segir Thomas Knutzen, fuUtrúi Norsk Hydro. -GG «e#" Smáauglýsingadeild DV er opin á fóstudag frá kl. 9-18. Lokað er laugardag og sunnudag, opið á mánudag, frídag verslunar- manna, frá kl. 16-22. Þjónustuver DV er opið föstudag frá kl. 9-20. Lokað laugardag. Opið þriðjudag frá kl. 8-20. Ritstjórn DV er lokuð laugardag og sunnudag, vakt verður á mánu- dag frá kl. 16-23. Sími fréttaskots er 550 5555. DV kemur næst út eldsnemma ,þriðjudaginn 7. ágúst. Góða helgi! KLETTURINN HAFINU! Einar Oddur Kristjánsson. Einar Oddur: Kannast ekki við forgangskröfur „Ég held ég fari örugglega með rétt mál þegar ég segi að það séu engar slíkar kröfur í Skelfisk, þær voru aUar greiddar," segir Ein- ar Oddur Kristjáns- son spurður um hvort Bragðefni ehf., arftaki Skelfisks á Flateyri sem varð gjaldþrota í fyrra, muni yfirtaka for- gangskrófur s.s. vegna lifeyrissjóðs starfsmanna. Bragðefni, sem keypt hefur mest af eignum Skelfisks úr þrotabúinu, hefur gert samning við Hraðfrystistöð Þórshafnar um sam- vinnu um kúfiskveiðar og er samstarf þegar hafið að sögn Einars Odds. „Verksmiðjan er komin tU Þórshafnar og menn eru að reyna að sameina þessa þekkingu sem tU er. Vitaskuld eru menn hræddir við miðin vegna þeirrar reynslu sem varð hér fyrir vestan og reyna að koma í veg fyrir slíkt gerist aftur. Við erum sannfærð- ir um að þetta sé heUmikU auðlind og okkur er það metnaðarmál að þetta verði klárað með bravör," segir Einar Oddur. -BG Sjá frétt á bls. 2 Samtakanú! dv-myndgva Jökulár landsins eru varasamar og aðeins á færi kunnáttumanna ab fara yfir þær. Síðast í fyrradag lá við stórslysi í einni þeirra, Skaftá. Þessi mynd var tekin af hópi ferðafólks um síðustu helgi. Hópurinn er hér á leið úr Laka í Núps- staðarskóg ogglímir hér við helstu hindrunina á leiöinni, einn álinn í Hverfisfljóti. Samtaka nú, segir fólkið og heldur út í flauminn, samtvinnað og einþeitt á svip. Nú, þegar verslunarmannahelgin, mesta ferðahelgi ársins, er að ganga í garð, má búast við ferðamannastraumi um land allt. Halldór Ásgrímsson segir undirbúning virkjunarleyfis í fullum gangi: Engin breyting á áformum um leyfi - stefna stjórnvalda að byggja virkjunina, segir utanríkisráðherra „Það er stefha stjórnvalda að þessi virkjun verði byggð og þessi úrskurð- ur Skipulagsstofnunar breytir engu þar um," segir HaUdór Ásgrímsson, formaður Framsóknarfiokksins og ut- anríkisráðherra. Hann telur að hér sé á ferðinni stærra mál en svo að úr- skurður einnar ríkisstofnunar eirm og sér ráði úrslitum um það. HaUdór telur að þjóðkjörnir fuUtrúar á Al- þingi hljóti að fjalla um og taka af- stöðu tU málsins. „Það er rétt að í undirbúningi hef- ur verið frumvarp að lögum um virkjunarleyfi Kárahnjúkavirkjunar og það er skoðun framsóknarmanna að ekkert tUefni sé tU annars en halda þeim undirbúningi áfram þó þessi úrskurður liggi nú fyrir," segir HaUdór. Það er Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráðherra sem gefur út virkjunarleyfið en þarf tU þess heimUd frá Alþingi. HaUdór minnti á að þingið kæmi sam- an í byrjun október og hann á von á að iðnaðarráðherra taki þetta mál upp í ríkisstjórninni á næstu dögum þegar hún kemur úr sínu sumarleyfi. Síðan muni ríkisstjórnin i heUd fara yfir málið óg meta það. Ljóst er að ef Alþingi á að fjaUa úm Kárahnjúkamálið, eins og HaUdór Ásgrímsson vUl, er aðkoma þess einmitt í gegnum þetta virkjunarleyfi, sem er gefið út sam- kvæmt raforkulögum og er óháð því hvað kemur út úr niðurstöðu um um- hverfismat. Aðspurður kvaðst HaU- dór ekki reikna með að umræður um virkjunarleyfið á Alþingi myndu fara fram áður en umhverfisráðherra Halldór Ásgrímsson feUdi sinn úrskurð og taldi eðlUegra að beðið yrði eftir honum og Alþingi hefði síðan siðasta orðið. Samkvæmt upplýsingum sem DV aflaði sér í iðnaðar- ráðuneytinu í gær er venjan sú að endanleg niðurstaða úr umhverfismati liggi fyrir áður en virkjunarleyfi er fengið, en þó er það ekki al- gUt. Þannig mun t.d. Vatns- feUsvirkjun enn hafa verið í umhverf- ismatsferlinu þegar virkjunarleyfið var gefið út. Hins vegar er sjaldgæft að þeir frestir sem gefhir eru tU að úrskurða vegna umhverfismats eða kærumála þeim að lútandi standist ekki og því væri ólíklegt að úrskurð- ur umhverfisráðherra um væntan- lega kæru á úrskurði Skipulagsstofn- unar mundi dragast fram yfir 1. nóv- ember. GUdir það jafnt þótt ráðherra óskaði eftir viðbótargögnum í mál- inu, sem fastlega er búist við að muni lögð fram af hálfu Landsvirkjunar, sem síðan þyrfti að skoða og leita um- sagnar Skipulagsstofnunar um. Eftir því sem næst verður komist yrði litið svo á í iðnaðarráðuneyti að ef um- hverfisráðherra staðfesti í einu og öUu úrskurð Skipulagsstofnunar myndu vera brostnar forsendur fyrir því að leita eftir virkjunarleyfi. Þegar DV spurði Halldór Ásgrímsson hvort hann teldi að þingið ætti að afgreiða frumvarp um virkjunarleyfi óháð því hver úrskurður umhverfisráðherra kynni að vera sagðist hann ekkert vUja um slíkt spá, hann vUji ræða um mál á grundveUi staðreynda þegar þær liggi fyrir. -BG Geir A. Gunnlaugsson um yfirlýsingar lífeyrissjóðanna: Meta þarf stöðuna - óttast ekki að grænir skattar skekki samkeppnisstöðu Reyðaráls „Ég veit ekki annað en að IíhksÉH?" I um ^™ aðkomu sjóðanna að lífeyrissjóðahópurinn ætli að Ijj By málinu hafi brostið með þess- hittast eftir verslunarmanna- IIHp | um úrskurði eins og fram helgina og ég tel nú rétt að bíða með að draga miklar ályktanir þar til sá fundur er afstaðinn," segir Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmda- stjóri Hæfis, aðspurður hvort fjármögnun álvers sé ekki að hrynja í kjölfar úrskurðar Skipulagsstofnunar. Þorgeir Eyjólfsson, sem fer fyrir hópi lífeyris sjóða, telur að ein af meginforsend Gelr A. Gunnlaugsson kom í DV í gær. „Það er nátt- úrlega ljóst að menn þurfa að skoða vel hvað þetta þýðir og hvaða leiðir eru færar í mál- inu. Þetta var niðurstaða sem menn áttu ekki von á en al- mennt held ég að menn ættu að leyfa rykinu að setjast svo menn sjái betur hvað þetta þýðir nákvæmlega," segir Geir. Aðspurður hvort það hafi verið rætt að hugsanlegir grænir skattar eða mengunarskattar á íslandi hefðu áhrif á fjármögnun sagði Geir svo ekki vera umfram það sem venjulegt gæti talist. Hann taldi að jafnvel þótt stjómar- skipti yrðu í landinu og sú stema yrðir ofan á að setja á græna skatta og beita Kyoto-ákvæðinu ekki sérstaklega gagn- vart stóriðju, þá væri mjög ólUdegt að jafnræðisreglu yrði ekki beitt þannig að samkeppnisstaða skekktist ekki gagnvart innlendum fyrirtækjum í greininni eða erlendum. -BG Rafkaup Heilsudýnur tsérfiokki! r«eiusuNNARve&T Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.