Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Síða 6
ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2001 Fréttir DV Deilur í Skagafiröi um hvort virkja skuli í Villinganesi: Flúöasiglingu fórnað - að mati ferðaþjónustuaðila. Eins og að hella steypu í Geysi „Að offra jökulánum hér I Skaga firði fyrir virkjun væri í mínum huga eins og að hella steypu ofan í Geysi. Jökulsá austari og vestri eru í heimsklassa fyrir flúðasiglingar og mikil verðmæti í þeim fólgin. Ég vil fá umræðu um þá valkosti sem menn standa nú frammi fyrir, hvort virkja skuli eða nýta þessar ár til ferðaþjónustu," segir Magnús Sig- mundsson, framkvæmdastjóri Æv- intýraferða ehf. í Skagafirði. 60 metra há stífla Ævintýraferðir efndu fyrir helg- ina til kynningarfundar í Varma- hlíð i Skagafirði þar sem reifuð voru áform Norðlenskrar orku, sem að standa Rarik, Kaupfélag Skag- firðinga og sveitarfélögin í Skaga- firði, um byggingu Villinganesvirkj- unar og hagsmuni ferðaþjónustunn- ar i því sambandi. Virkjunin er á teikniborðinu og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar er hjá skipulagsstjóra. Frestur til að gera athugasemdir við skýrsluna rennur út á morgun, 8. ágúst. í matsskýrsl- unni kemur fram að áætlaður bygg- ingartími virkjunar 1 Villinganesi, sem áætlað er að geti framleitt 33 megavött, yrði fjögur ár og áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Áætlaður fram- kvæmdakostnaður er íjórir mUlj- arðar. Sá þáttur við byggingu Villinga- nesvirkjunar sem hefur væntanlega hvað mest umhverfisáhrif er bygg- ing 60 metrar hárrar og 900 metra langrar stíílu í Héraðsvötnum við Villinganesi, gegnt Tyrfmgsstöðum á Kjálka. Um þetta segir svo í skýrslunni; „Með tilkomu virkjunarinnar fara gljúfur Héraðsvatnanna á um 2 km kafla neðan við ármót Austari- og Vestari-Jökulsár undir vatn auk þess sem vatnsborðshækkunar mun gæta 4-5 km upp eftir gljúfrum jök- ulsánna. Gljúfrin og lögun lands þykja hafa sérstöðu hérlendis sem gefur þeim nokkurt gildi.“ Að Merkigili og Goðdölum Yfirborðshækkana af völdum stíflunnar mun í Austari-Jökulsá gæta upp að Merkigili í Austurdal og í Vestari-Jökulsá upp undir kirkjustaðinn Goðdali. í matsskýrsl- unni er heldur engin dul dregin á hvað þetta þýðir. „Fljótasiglingar sem stundaðar hafa verið á undanförnum árum ... munu breytast frá þeirri mynd sem þær eru stundaðar í dag þar sem hluti árfarvegarins fer undir lónið. Áfram verður þó hægt að bjóða upp á fljótasiglingar í jökulánum ofan lónsins. Einnig er vert að athuga frekar hvort siglingar á lóninu og upp eftir gljúfrum lónsins geti ekki komið í stað fljótasiglinganna en slíkt myndi þó höfða til annars markhóps. Verði dregið úr fljóta- siglingunum getur það haft áhrif á ferðamennsku á svæðinu þar sem talið er að þær dragi til sín ferða- menn sem nýti sér einnig aðra þjón- ustu sem í boði er í Skagafírði,“ seg- ir í skýrslunni, þar sem tíundaðir eru reyndar fleiri þættir sem virkj- un og mannvirkjagerð samfara henni gæti haft áhrif á, svo sem fuglalíf, fornleifar, gróður og fiskar. Sem og á ferðaþjónustu, en á fund- inum í Varmahlíð var gagnrýnt hve hagsmunum hennar væru lítil skil gerð f matsskýrslunni. Tveimur prósentum minni vöxtur En hvort á að vemda eða virkja? Fela verndunarsjónarmiðin ef til vill í sér meiri hagsmuni, það er að segja ef mæla á allt út frá beinum peninga- legum hagsmunum. „Hér er gengið út frá þvl að annar möguleikinn úti- loki hinn,“ sagði Þorleifur Þór Jóns- son, hagfræðingur Samtaka ferða- þjónustunnar, á fundinum og reifaði málið í ljósi tölulegra staðreynda og DV-MYNDIR SBS A Varmahlíðarfundinum Meöal fundarmanna voru samgönguráöherra og ýmsir framámenn á sviöi feröaþjónustu og í héraði. Siglt niður fljótið Sigling niöur Austarí-Jökulsá þykir ævintýri líkust. Reiknaö er meö aö hálft sjötta þúsund farþega fari í þessar feröir í ár og hefur fjöldinn þá aukist um þúsund frá því í fyrra. Fyrir brottför Fundarmenn í Varmahlíð áttu þess kost aö sigla niöur skagfirsku jökuiárnar til þess aö sjá og kynnast um hvaö máliö raunverulega snerist. Þeir uröu ekki fyrir vonbrigðum. Sigurður Bogi Sævarsson blaöamaður vísbendinga. Nefndi hann meðal annars þann mikla vöxt sem orðið heföi í flúðasiglingum niður jökul- ámar í Skagaflrði á síðustu árum á vegum fyrirtækjanna Ævintýraferða og Bátafólksins. Þær hófust fyrir al- vöru árið 1994 og það ár sigldu um 300 manns niður árnar. I fyrra sigldu hins vegar um 4.500 farþegar niður úfnar flúðirnar - og verða væntan- lega þúsundinu fleiri I ár. Þá eru hin hagrænu áhrif ótalin, þ.e. að 25 manns hafa yfír sumar- tímann atvinnu af þessari starf- semi. Veltan er um 25 milljónir og að teknu tilliti til margfeldisáhrifa má tvöfalda þá tölu. Þorleifur kvaðst áætla að velta ferðamanna- þjónustunnar í Skagafirði væri á ári hverju'um-250-milljónir króna- og reikna mætti með um 8% vexti hennar á ári. Það er að segja að ekki yrði virkjað og fljótasiglingar um Jökulsá héldu áfram. Yrði virkjað við Villinganes mætti reikna með að vöxturinn í þessari atvinnugrein I Skagaflrði yrði tveimur prósent- um minni sem myndi hafa það í för með sér að velta greinarinnar í hér- aðinu yrði rétt tæpur milljarður eft- ir svo sem aldarfjórðung. Hins veg- ar sjö hundruð milljónum meiri á sama tímapunkti yrði vikið frá virkjunaráformum og haldið áfram að sigla niður árnar. Stóriðja og fortíðarhyggja Um 70 prósent þeirra sem hafa farið í fljótasiglingar niður jökulsár Skagafjarðar eru íslendingar. Það telja menn að sé að nokkru leyti til marks um breyttan lífsstil og ferða- venjur landans. Fólksins sem áður kaus sumarfri ljúfra letidaga en vel- ur nú frekar spennu - og - áreynslu: Magnús Þórarinn Sigmundsson. Magnússon. Kyrrsetufólkið kallar á nýja mögu- leika í ferðaþjónustunni sem eru einmitt af þessum toga, sagði Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur í stuttri hugvekju á fundinum. Hún sagði landsbyggðina að þessu leyti vera í tísku, þangað sækti fólk tiðum til að upplifa eitt- hvað nýtt sem endurnærði sálina. Við þessum nýju þörfum yrði ferða- þjónustan að bregðast og starfa sam- kvæmt því. Hún talaði einnig um stóriðjustefnuna sem fortíðarhyggju manna í valdastöðum. Höfnun kæmi ekki á óvart Þórarinn Magnússon, bóndi á Frostastöðum í Akrahreppi I Skaga- firði, er stjórnarformaður Norð- lenskrar orku. Hann sagði eftir fund- inn við DV að til skamms tima hefðu í héraði hvergi verið mótbárur gegn Villinganesi en hugmyndir um virkj- un á þessum stað hefðu fyrst verið reifaðar sem mótleikur þegar hart var deilt um Blönduvirkjun fyrir um tveimur áratugum. Nú á seinni stig- um heföi það síðan fyrst verið fyrir fáum mánuðum sem vakið hefði ver- ið máls á hagsmunum ferðaþjónust- unnar í sambandi við virkjunarmál- in; að siglingar niður gljúfrin væru atvinnugrein í miklum vexti. „Þau sjónarmið sem voru sett fram á þess- um fundi eru mér vissulega kær. Það kæmi mér heldur ekki vitundarögn á óvart þótt Skipulagsstofnun myndi hafna Villinganesvirkjun. Því væri ég í sjálfu sér feginn i aðra röndina og það myndi ekki hvarfla að mér að fara í nein slagsmál út af því,“ sagði Þórarinn. Hann tók þó fram að í öllu falli væri mikilvægt fyrir RARIK að hefja eigin orkuöflun. Það væri ekki síst vegna óhagstæðra kjara Lands- virkjunar sem nú væri farin að greiða eigendum sínum arð upp á röskan milljarð kr. á ári hverju og þeirra fjármuna væri aflað með háu orkuverði. „Því verður RARIK að leita ráða til að komast úr viðskiptum við Landsvirkjun en hitt ber þó að taka fram að á þessum tímapunkti er framtíð fyrirtækisins óljós vegna þeirra breytinga sem nú eru að -verða á raforkumarkaði.‘‘........ Umsjón: Birgir Guðmundsson Speki um lygina í heita pottinum hafa menn verið að skoða vefritin um verslunar- mannahelgina og bar mörgum sam- an um að reyk- vískir framsókn-1 armenn á hriflu.is væru nú í þann veginn að komast í flokk spekinga | sem skrifa spak- mælabækur. í I grein sem Gestur Kr. Gestsson, einn 1 ritstjóra vefsiðunnar, skrifar er m.a. að finna eftirfarandi spakmæli sem dregin eru af Árna málum John- sens: „Það er eitt með lygina, að hana þarf maður alltaf að muna og þeim mun meira sem maður lýgur þeim mun meira þarf maður að muna. Og lygin kemur alltaf aftur í heimsókn á versta tíma. Árni Johnsen reyndi að breiða yfir þjófnað sinn með lyginni og fékk meðal annars leigutaka Þjóðleik- húskjallarans í lið með sér. Allt þetta hrundi eins og spilaborg og höföu báðir skömm af.“ ... Almustafa Þessi speki um lygina, sem vissu- lega gæti verið komin frá Lao-tse eða Konfúsíusi, minnir pottverja á annað tilfelli þar sem speki af j þessu tagi varð f umræðuefni sem tengdist Fram- sóknarflokknum. Á dögum NT, blaðsins sem Framsókn gaf út um skeið snemma á níunda áratugnum, skrifaði séra Baldur Kristjánsson, sem þá var á blaðinu, stundum leiðara. Einhverju sinni mun lítið hafa verið að gerast svo Baldur skrifaði „gæsalappaleið- ara“ sem hét „Almustafa" og var til- vitnun í bókina Spámanninn. í þess- ari tilvitnun kom oft fyrir orðalagið að spámaðurinn Almustafa segði hitt og Almustafa segði þetta. Varð þessi leiðari tilefni til mikilla um- ræðna i þjóðfélaginu um efnahags- mál og efnahagsstjórn Steingríms Hermannssonar, sem þá var for- sætisráðherra, og hvort leiðarinn fæli í sér einhver djúpvitur skilaboð frá NT um þau mál!... Björn minnir á sig Eftir nokkurt hlé hefur Bjöm Bjamason nú á ný tekið upp bar- áttu gegn stjórn Reykjavíkurlistans á heimasíðu, sinni. Björn fjall- ar um miðbæjar- málin og notar I það bragð að beita Bubba Morthens I á R-listann. Um I þetta segir Björn: I „Eftirminnilegt var I að hlusta á Bubba 1 Morthens lýsa ástandinu í miðborg Reykjavíkur undir stjórn R-listans i Kastljósi föstudaginn 20. júlí. Mælti hann þar fyrir munn margra, sem eiga erfltt með að sætta sig við þá ömurlegu þróun, sem orðið hefur i hjarta Reykjavíkur undanfarin misserL" I pottinum telja margir að Bjöm sé nú á ný að minna á sig og sé alls ekki hættur við þátttöku í slagnum um forustu fyrir borgar- stjómarflokki Sjálfstæðisflokksins Hvar er Össur? í pottinum hafa menn velt fyrir sér ástæðum þess hve lítið áber- andi Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylk- i ingarinnar, hefur verið upp á síðkastið. I hverju málinu á fætur öðru hefur Bryn- dís Hlöðversdótt- ir komið fram sem talsmaður flokksins en Bryn- dís er sem kunnugt er þingflokks- formaður. Skýringarnar sem heyr- ast eru alla vega, en sú sennileg- asta að Össur hefur verið mikið í . burtu í sumar ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.