Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2001 Fréttir DV OV-MYND: EIRÍKUR JÓNSSON Kynbótahross Baldvin Ari Guölaugsson og Birgir Árnason meö fjögur afkvæmi Galsa frá Sauöárkóki sem voru í veröiaunasætum á kynbótasýningunni á Vindheimamelum. Vindheimamelar: Galsaafkvæmi atkvæðamikil Afkvæmi Galsa frá Sauðárkróki voru atkvæðamikil á kynbóta- hrossasýningunni á Vindheima- melum i síðustu viku. Glampi og Sleipnir frá Efri-Rauðalæk stóðu efstir í 5 og 4 vetra flokki stóðhesta og Sól og Dimma frá Efri-Rauða- læk voru í 1. og 2. sæti í flokki 5 vetra hryssna. Einnig voru sýnd athyglisverð hross undan Gusti frá Hóli. Kynbótahrossin voru óvenju mörg og fengu mörg hrossanna góðar einkunnir. Ágúst Sigurðsson landshrossaráðunautur var ánægð- ur með hrossin, sérstaklega 5 og 6 vetra hryssur. ! flokki 6 vetra stóðhesta stóö efstur Sólon frá Ytri-Tjörnum, und- an Gusti frá Hóli, og Ósk frá Hösk- uldsstöðum með 8,24 fyrir bygg- ingu, 7,87 fyrir hæflleika og 8,02 í aðaleinkunn. Fengur frá Sauðár- króki fékk 7,91. í 5 vetra flokki stóðhesta stóö efstur Glampi frá Efri-Rauðalæk, undan Galsa frá Sauðárkróki og Brynju frá Kvíarhóli, með 7,93 fyr- ir byggingu, 8,25 fyrir hæflleika og 8,12 í aðaleinkunn. Andri frá Haf- steinsstöðum fékk 7,98. í 4 vetra flokki stóðhesta stóð efstur Sleipnir frá Efri-Rauðalæk, undan Galsa frá Sauðárkróki og Hreyfingu frá Húsey, með 7,88 fyr- ir byggingu, 8,10 fyrir hæfileika og 8,02 í aðaleinkunn. Húmi frá Haf- steinsstöðum fékk 7,88 og Nökkvi frá Efri-Rauðalæk 7,84. Gola frá Kommu stóð efst 7 vetra hryssna með 8,10 í aðaleinkunn. Gola er undan Gusti frá Hóli og Helgu frá Sauðárkróki og fékk 7,94 fyrir byggingu og 8,20 fyrir hæfi- leika. Von frá Keldulandi fékk 8,03 og Prinsessa frá Litla-Dunhaga I fékk 8,03. í 6 vetra flokknum stóð efst Hrima frá Hofi, undan Kolfinni frá Kjarnholtum I og Hlökk frá Hólum, með 8,16 fyrir byggingu, 8,08 fyrir hæfileika og 8,11 í aðaleinkunn. Ugla frá Kommu fékk 8,07 og Iðja frá Blesa- stöðum 1A fékk 8,03. í 5 vetra flokki stóð efst Sól frá Efri-Rauða- læk, undan Galsa frá Sauðárkróki og Sögu frá Þverá, með 7,99 fyrir byggingum, 8,36 fyrir hæfileika og 8,21 í aðaleinkunn. Dimma frá Efri- Rauðalæk fékk 8,19 og Gunnvör frá Miðsitju 8,16. í 4 vetra flokki stóð efst Þruma frá Hvoli með 7,84. íslandsmet dugöi ekki til sigurs Með Fákagleði 2001 hafa Vind- heimamelar öðlast aftur þann sess sem þeir áttu í hugum manna milli 1980 og 1990 er stórmót voru haldin þar um verslunarmanna- helgar. Nú kom þangað fjöldi knapa með marga af bestu hestum landsins og um leið fjölgaði í áhorfendabrekkunni. Keppt var í helstu greinum hestamennskunn- ar en auk þess var kynbótasýning hrossa fyrir allt Norðurland. Dómar hrossa voru nokkuð frjálslegir. Tveir dómarar dæmdu í hverjum flokki og gáfu eina ein- kunn. Ekki var sýnt fet og stökk í A- og B-flokki gæðinga. Einkunnir voru háar. Sextándi hæst dæmdi B-flokks hesturinn fékk 8,70 og í A-flokki fékk Sif frá Flugumýri, sem Páll B. Pálsson sýndi í for- keppni, hæstu einkunn sem A- flokks hestur hefur fengið, 9,28, en það nægði ekki til sigur því Skuggabaldur frá Litla-Dal stóð efstur eftir úrslit með 9,13 en knapi hans var Sigurður Sigurð- arson. Fyrra metið í A-flokki átti Sif með íslandsmet Sif frá Flugumýri setti Islandsmet er hún fékk 9,28 í aöaleinkunn í forkeppni A-flokks á Vindheimamelum. Knapi er Páll B. Pálsson. Svartur frá Högnastöðum, 9,27, sett á landsmótinu á Vindheima- melum 1990. Sigurður Sigurðar- son sýndi einnig hæst dæmda B- flokks hrossið, Fífu frá Brún, sem fékk 9,02. í tölti sigraði Eyjólfur ís- ólfsson á Rás frá Ragnheiðarstöð- um. Edda H. Hinriksdóttir sigraði i pollaflokki á Rúmi frá Bjama- stöðum og Eyrún Ýr Pálsdóttir í barnaflokki á Þór frá Neðra-Ási með 9,09. Freyja A. Gísladóttir sigraði í unglingaflokki á Muggi frá Stangarholti með 8,92 í ein- kunn. Aníta Aradóttir sigraði í ungmennaflokki á Sunnu frá Reykjum með 8,84 í einkunn. Baldvin A. Guölaugsson stýrði Eldjámi frá Efri-Rauðalæk til sig- urs í 100 metra skeiði meö fljúg- andi starti og fóru þeir félagar á 7,90 sek. Logi Laxdal heldur áfram að einoka gullverðlaunasæti í skeiðinu því hann sigraði í 150 metra skeiði á Neyslu frá Gili á 14,80 sek. og 250 metra skeiði á Hnoss frá Ytra-Dalsgerði á 24,01 sek. Hestamolar Það stóð glöggt að Sigurbjörn Bárö- arson fengi Gordon frá Stóru-Ásgeirsá til titilvarnar á heimsmeistaramót- inu í hestaíþróttum því þegar landsliðið var kynnt mánudag- inn 30. júlí var hann ekki í liðinu og sama dag kl. 22 rann frestur út að tilkynna landsliðið. Skömmu áður en fresturinn rann út sagði Bernd Schlikermann, eigandi hestsins, að Diddi mætti reyna sig í þriðju heimsmeistarakeppninni í röð á Gordon. Sigurbjörn er að fara á tólfta heimsmeistaramót sitt, hefur farið á níu síðustu mótin. Hugrún Jóhannsdóttir bættist við landsliðshópinn með Súlu frá Bjarnastöðum en þær stöllur hafa farið mikinn á undanförnum mót- um. Árangur þeirra á íslandsmót- inu varð þess valdandi að augu Sig- urðar Sæmundssonar landsliðsein- valds beindust að þeim en þær voru í 2. sæti í meistaraflokki í fimm- gangi, 3. sæti í slaktaumatölti í meistaraflokki og þriðja sæti í 250 metra skeiöi, svo eitthvað sé tínt til. Atli Gudmundsson fer ekki með Breka frá Hjalla á heimsmeistara- mótið. Eigendur hestsins, María Höskuldsdóttir og Jón G. Þorkels- son, vildu ekki taka þá áhættu að fara með hestinn út óseldan og þeg- ar það lá ljóst fyrir að ekki var búið að selja hann skömmu fyrir loka- frest skráningar ákváðu þau að draga hann úr landsliðinu. Óvenju margir nýliðar eru í landsliðinu í hestaíþróttum. Ein- ungis þrír knapanna, Hafliði Hall- dórsson (1 sinni) Sigurbjörn Bárö- arson (12 sinnum) og Styrmir Árnason (3 sinnum), hafa keppt áð- ur á heimsmeistaramóti en Sveinn Ragnarsson, Þórarinn H. Arnar- son, Reynir Aöalsteinsson yngri, Vignir Jónasson og Hugrún Jó- hannsdóttir eru nýliðar. Margar hryssur voru sýndar í A- flokki gæðinga á Vindheimamelum. Af 65 skráðum hrossum í A-flokks- keppnina voru hvorki fleiri né færri en 27 hryssur, þar af margar fyrstu verðlauna hryssur. Baldvin Ari Guölaugsson kom með flota hrossa úr Eyjafirði sem hann og Birgir Árnason sýndu. Ræktun fjölskyldu Baldvins að Efri- Rauðalæk er að skila sér og voru mörg verðlaunahross þaðan en einnig kom hann með nokkur ágæt- is hross frá Kommu í Eyjafirði. Landslið Hollands hefur verið valið fyrir heimsleikana í Austur- ríki. Þar er að ftnna: Juliet ten Bokum á Gróttu frá Litlu-Tungu, Sigurö Marinusson á Sóley frá Aldenghoor, Marjolein Strikkers á Erró frá Vallanesi, Mark Timmerman á Ljúf frá Fremri-Hvestu, Jaap Groven á Gimsteini frá Skáney, Odette Nijs- sen á Indíu frá Aldenghoor og Els v.d. Tas á Vöku frá Stóru-Ásgeirsá, Liðsstjóri er Inge Frieling. Athyglisvert er að Hollendingar senda aðeins eitt klárhross á mótið. Aörir í liðinu eru váldir fyrir árang- ur í gæðingaskeiöi, fimmgangi eða slaktaumatölti. Smáauglýsingar DV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.