Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2001 DV 9 Fréttir Drífa Hjartardóttir orðin fyrsti þingmaður Sunnlendinga: Dapurlegt að taka við undir þessum kringumstæðum - segir Drífa Hjartardóttir DV, SELFOSSI:_________________________ „Ég er afskaplega döpur yílr því hvernig þetta er til komið en ég mun auðvitað gera mitt besta til að standa undir því sem því fylgir að vera fyrsti þingmaður Sunnlend- inga,“ sagði Drífa Hjartardóttir við DV þegar ljóst var að hún var orðin fyrsti þingmaður Sunnlendinga eft- ir að Árni Johnsen afhenti forseta Alþingis afsagnarbréf sitt. Drífa hef- ur setið á Alþingi fyrir Sunnlend- inga frá þingkosningum 1999, þar áður var hún varaþingmaður flokksins frá árinu 1991. Drífa segir að mikil eftir- sjá sé í Áma. „Hann var bæði góður félagi og skemmtilegur og afskaplega duglegur og starfssamur þingmaður." Á hann aftur- kvæmt í stjórnmálin? „Það verður tíminn að leiða í ljós, nú em hans mál í vinnslu og ég vil ekki dæma neitt í þeim málum. Hann verður bara að fá að vera í friði. Ég vissi af afsögninni, hann haíði samband við mig áður en bréflð var aíhent," sagði Drífa Hjartardóttir Tekur viö sem fyrsti þingmaöur Sunnlendinga. Drífa. Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri Steypu- stöövarinnar á Selfossi, tek- ur sæti á Alþingi á hausti komanda og Ólafur Björns- son, lögmaður á Selfossi, verður fyrsti varaþingmað- ur og Óli Rúnar Ástþórsson, framkvæmdastjóri KÁ, ann- ar varaþingmaður. Drífa segir að þegar hún sé orðin fyrsti þingmaður kjördæmisins sé meðal ann- ars orðið hennar verk að kalla saman þingmenn þess þegar á þarf að halda. „Mitt hlutverk er líka að halda þingmannahópnum saman um þau verkefni sem við erum öll að vinna að,“ sagði Drifa. Ámi Johnsen sat f fjölda nefnda og veitti samgöngunefnd Alþingis for- mennsku. Ætlar Drífa að setja fram kröfu um formannssæti Áma? „Ég er ekki tilbúin að tjá mig neitt um þau mál, það er allt unnið innan þing- flokksins hvemig skipað er í nefndir og ég vil bara koma mínum óskum á framfæri innan þingflokksins en ekki opinberlega," sagði Drífa. -NH Höfnin í Hrísey. Fær skaða- bætur frá Hríseyjarhreppi Hríseyjarhreppur hefur í Héraðs- ■ dómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að greiða Birgi Rafni Sigurjónssyni kr. 350.000 með drátt- arvöxtum frá júní 1997 í skaðabætur fyrir að hafa ekki staðið við samn- ing sem gerður hafði verið við hann um flutning á gamalli verbúð af hafnarsvæðinu í Hrísey. Auk þess greiði hreppurinn málskostnað. ; Málavextir voru þeir að hreppurinn auglýsti eftir aðila til að rífa ver- 1 búðina og fékk Birgir verkið. Tilboð | hans hljóðaði upp á að flytja húsið j burt innan tiltekins tíma endur- | gjaldslaust ef hann fengi að eiga húsið og setja það niður á reit sem í deiliskipulagi var kallaður reitur II, sunnan við Fiskverkun Rifs, svo framarlega sem slík staðsetning bryti ekki i bága við skipulag. Þeg- ar síðan til kom hafnaði hreppurinn því að húsið yrði reist á þessum j stað og hafði Birgir þá lagt í kostn- að vegna verkefnis sem ekki nýttist : eins og skyldi og krefur hann því hreppinn um skaðabætur. Dómur- inn verður ekki við því að dæma Birgi þær 1,5 milljónir sem aðal- 1 krafa hans gerði ráð fyrir en stað- : festir hins vegar að hreppurinn hafi í brotið á honum. -GG Meö sjálfum sér Gott er aö láta hugann reika á bekk I miöborginni - alltaf eitthvaö aö sjá og þegar upp er staöiö á ný er lífsviöhorfíö ef til vill ekki þaö sama og var þegar sest var niöur. Breytingar á sveitarstjórn Skagafjarðar: Fráfarandi sveitarstjóri með 16 mánaða biðlaun Breytingar hafa orðið í sveitar- stjórn Skagafjarðar. Sigurður Frið- riksson, ferðaþjónustubóndi að Bakkaflöt við Varmahlíð og sveitar- stjórnarfulltrúi Framsóknarflokks- ins í sveitarstjórn Skagafjarðar, hef- ur sagt sig úr sveitarstjóm það sem eftir er af kjörtímabilinu vegna anna við önnur störf. Einar Gisla- son, tæknifræðingur hjá Vegagerð- inni á Sauðárkróki, tekur sæti Sig- urðar í sveitarstjórn. Grunur leikur á að Sigurður hafi ekki verið sáttur við það að Fram- sóknarflokkurinn sleit meirihluta- Jón Gauti Jóns- Snorri Björn Sig- son, sveitarstjóri urösson, fráfar- Skagafjaröar. andi sveitarstjóri Skagafjaröar. samstarfmu við Sjálfstæðisflokkinn í sumar og tók upp meirihlutasam- starf við Skagafjarðarlistann. Varla er það vegna aukinna anna í ferða- þjónustunni því ferðamannastraum- urinn til Skagafjarðar er minni í ár en í fyrra. Það að hann velur þenn- an tima styrkir þá tilgátu. Nýr sveitarstjóri, Jón Gauti Jóns- son, hefur tekið við af Snorra Birni Sigurðssyni, en hann á að koma bágum fjárhag sveitarfélagsins í betra horf. Það vekur athygli að Snorri Björn hefur biðlaun í 16 mánuði, þ.e. út kjörtímabilið og til nóvemberloka 2002. -GG Meira af ungfiski í kolmunnaleiðangri en áður hefur sést: Mun hærra hlutfall stofnsins nú innan íslensku lögsögunnar Ekki eru allir fiskistofnar á niður- leið í íslenskri fiskveiðilögsögu. Rann- sóknarskipið Ámi Friðriksson er ný- komið úr kolmunnaleiðangri og niður- stöður leiðangursins benda til að inn- an íslensku fiskveiðilögsögunnar séu um 1,9 milljón tonn af kolmunna. Sveinn Sveinbjömsson fiskifræðing- ur var leiðangursstjóri. Hann segir að heildarkolmunnastofhinn hafi farið hraðminnkandi enda sé sóknin í hann í dag miklu meiri en stofninn geti staö- ið undir. Því var búist við að hlutfalls- legur samdráttur yrði f þeim hluta stofnsins sem væri innan íslensku lög- sögunnar en það hefur ekki gerst. Auk- ið hlutfall stofnsins gengur því hingað. „Við mældum nú 1,9 milljónir tonna en á sama tíma í fyrra mældum við 1.260 þúsund tonn, árið 1999 var stofn- inn um 1,8 milljónir tonna og árið 1998 um 1,5 milljónir tonna. Ég átti von á lægri tölu á stofnstærð kolmunna f ár en í fyrra. Kolmunnann fundum við fyrir suðaustan land, þar sem íslensku kolmunnaskipin era að veiðum og þar sem lóðningamar vora langþéttastar, en einnig lóðaði á nokkuð mikið magn með suðurströndinni. Enn er allt of mikil sókn i kolmunn- ann og það kom í ljós að mjög mikið var af ungfiski, meira en ég hef séð í fyrri leiðöngrum, meira en t.d. árið 1999, en þá var mjög mikið af honum. Nýliðun í sto&iinum er mjög mikil en það dugar engan veginn til þegar svona hart er sótt við veiðamar eins og í dag. Árgangamir endast því lítið. T.d. sáum við sáralítið af árgöngunum 1995 og 1996, sem vora mjög stórir, og það er verulegt áhyggjuefni," segir Sveinn Sveinbjömsson. Segið það okkur ekki aó timabœrt sé orðiö að ákveóa kvóta á kolmunnaveið- ar eins og flestar aðrar veiðar? „Kolmunninn verður ekki kvótasett- ur nema samkomulag náist um það hvað hver og ein þjóð má veiða úr stofhinum. Þar stendur hnífurinn í kúnni og þar næst engin niðurstaða nema meiri skynsemi verði í viðræð- um þeirra þjóða sem veiða kolmunna en til þessa. Nú reyna allir að veiða sem mest til þess að skapa sér veiðirétt þegar samkomulag næst um þessar veiðar. Auk þess hafa veiðar úr öðrum fiskistofnum ekki gengið vel og þá bæta menn sér það upp með veiðum á ókvótasettum fiski.“ Toyota Nissan Range Rover Ford Chevrolet Suzuki Cherokee JeepWiliys Land Rover Musso Isuzu mmmmm mm hðimasi&a: Km www.simnetis/apiast ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 Framleiðum brettakanta, sóöcyggni og txxtóWu# á flestar gefðir jeppa, einnig bodcSiluS i vöubéa og vanMa. Sásmö og viogerðir. ..það sem fagmaðurinn notar! ■ ■ ■ ■ ■ HLEÐS LUjr BORUEL festo f sysfEftjTöskur. ..fyrir öll uerkfæri og þú kemur reglu á hlutina! Öruggur staður fyrir FEST0 verkfærin og alla fylgihluti -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.