Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Blaðsíða 10
10 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2001 DV Kúvending í alþjóöastefnu Mörgum þykir nóg um miklar stefnu- breytingar Bush í alþjóöamálum. Ósætti um tóbaksmál Formaður bandarísku sendi- nefndarinnar sem tekur þátt í við- ræðum á vegum Sameinuðu þjóð- anna um aðgerðir gegn tóbaksreyk- ingum sagði af sér fyrir stuttu, að sögn bandaríska dagblaðsins International Herald Tribune. Erindrekar innan rikisstjórnar George W. Bush, forseta Bandaríkj- anna, segja að Thomas Novotny hafi sagt af sér vegna persónulegra ástæðna ótengdra samningaviðræð- unum. Aftur á móti er haft eftir nánum vinum Novotny að hann hafi undanfarið kvartað undan stefnubreytingu í afstöðu Banda- ríkjanna gagnvart tóbaki. Sú stefnu- breyting þykir draga taum tóbaks- fyrirtækja og hefur verið gagnrýnd á alþjóðavettvangi. ísrael: Barinn til bana Talsmaður ísraelska hersins neit- aði í gær ásökunum um að ísraelsk- ir hermenn hefðu barið Palestinu- mann til bana á sunnudag. I yfirlýs- ingu frá hernum segir að maðurinn hafi verið skotinn í höfuðið og hann dáið samstundis þegar hann var gripinn við að koma fyrir sprengju. Tvö palestínsk vitni, sem meö manninum voru skömmu áður, segja aö hermennirnir hafi skotið á þá og sært manninn þegar þeir sátu. Því næst hafi þeir dregið hann að bíl sínum og barið til bana. Sam- kvæmt upplýsingum palestinskra lækna fundust engin ummerki um kúlusár á höfði mannsins. Hins veg- ar hafi hauskúpa hans verið möl- brotin og skurðir á líkama bent til að hann hafi verið dreginn. Jiang Zemin Sakaöur um aö menga flokk sinn. Deilur í kommún- istaflokknum Deilur hafa nú komið upp í for- ystu kínverska kommúnistaflokks- ins af sögn vefrits CNN. Deilurnar eru sagðar jafnast aðeins á við spennuna í flokknum í kringum fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar. Sagt er að eldri meðlimir foryst- unnar, vinstrisinnaðir blaðamenn og fleiri, gagnrýni Zemin fyrir að hleypa aðilum úr viðskiptalífinu í flokkinn og „menga“ hann þannig. Zemin hefur beitt þvingunum á gagnrýnendur sína. IRA með tillögur um afvopnun Nefnd alþjóðlegra eftirlitsmanna sagði frá því í gær aö írski lýðveld- isherinn, IRA, hefði lagt fram tillög- ur framkvæmd afvopnunar hryðju- verkasamtakanna. Tregða samtak- anna er búin að vera eitt af helstu bitbeinunum í samningaviðræðum stjórnmálamanna úr röðum kaþólikka og mótmælenda á Norð- ur-írlandi. Eftirlitsmennimir sögðu m.a. að eftir viðræður við forsvars- menn IRA teldu þeir að taka mætti mark á yfirlýsingunum. Viðbrögð stjórnmálamanna við yfirlýsingunni voru flest á jákvæðu nótunum. Gerry Adams, formaður Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, sagði yfirlýsinguna vera sögulega. Hann hvatti einnig stjórnmálamenn meðal mótmælenda sem og starfs- bræður þeirra í Englandi til að grípa tækifærið sem þessar fréttir hafa í for með sér. Hann segir að enn á ný hafi IRA sýnt vilja sinn til endanlegs friðar í verki, vilja sem Gerry Adams Segir tillögur IRA sýna enn einu sinni vilja samtakanna til aö koma á endanlegum friöi i Noröur-írlandi. aðrir deiluaðilar þurfa að sýna í sama mæli. Jeffrey Donaldson, harðlínumaður úr röðum Sam- bandsflokks Ulsters, stærsta stjórn- málaflokks mótmælenda, sagði að orð væru ekki nóg. IRA verður að fylgja þeim eftir að mati Donald- sons. Bertie Ahem, forsætisráð- herra írlands, sagði þessa fram- vindu mála vera stórt skref í átt til að leysa deilur um afvopnun. Forsvarsmenn deiluaðila á N-ír- landi hafa ekki svarað miðlunartil- lögum frá breskum og írskum stjórnvöldum. Þeir virtu ekki frest sem rann út á miðnætti í gær. Þeir fá aukinn frest. Deiluaðilar eru samt að renna út á tíma því á sunnudaginn þurfa bresk stjórnvöld að ákveða hvort halda eigi kosning- ar á N-Irlandi eða hvort þau eigi að taka stjórnina aftur. Sex vikur eru þá liðnar frá afsögn David Trimble og það gerir hana óafturkræfa og leysa verður upp heimstjórnina. Stjórnarháttum Kim Jong-il mótmælt „Lýöræði í Noröur-Kóreu“ stendur á munnkeflinu sem rússneskur mótmælandi hefur hér sett á sig. Mótmælandinn stóö mótmælavakt fyrir utan sendiráö Noröur-Kóreu í Moskvu ásamt fleiri skoöanabræörum sínum viö komu Kim Jong-il, leiötoga Norður-Kóreu, til Rússlands um helgina. Makedónía: Friðarviðræður í hættu Hringferðin gengur vel Bandaríski millj- ónamæringurinn Steve Fossett svífur nú i um 720 kíló- metra hæð yfir austurhluta Ástral- íu. Hann hefur nú ferðast hátt í 3000 kílómetra leið og stefnir á Tasmaníuhaf, milli Ástral- íu og Nýja-Sjálands. Hægt er að fylgjast með ferð hans á vefslóðinni www.solospirit.wustl.edu. Umferðaræði í Montreal Fimm manns meiddust lítillega þegar bílstjórar og farþegar tveggja bíla lentu í átökum í Montreal í Kanada. Atvikið átti sér stað þegar annar bíllinn svínaði fyrir hinn. Á næsta bílastæði tókust áhafnir bfl- anna á, m.a. með golfkylfum. Lög- regla í Montreal flokkar atvikið undir svokallað umferðaræði sem verður stöðugt algengara. Forseti í fríi George W. Bush, forseti Banda- rikjanna, dvelur nú á búgarði sín- um í Texas ásamt Lauru, konu sinni. Forsetinn mun dvelja þar út ágústmánuð í svokölluðu vinnufríi, þ.e. til afslöppunar auk smávinnu. Faraldur í Kasakstan Eimi maður hefur dáið úr svarta- dauða og einn úr kóleru í Kasakst- an. Talið er að þeir hafi sýkst af rottum. Ekki er vitað um fleiri tfl- fefli. Skrifar ævisöguna Útgáfufyrirtækið Alfred A. Knopf mun gefa út bók Bills Clintons, fyrr- verandi forseta Bandaríkjanna, þar sem hann opnar sig um ár sín sem for- seti og öll þau mál sem upp komu á þeim tíma, þ. á m. Moniku Lewinsky-málið. Talið er að Clinton fái yfir 800 milljónir króna fyrir útgáfuréttinn frá bókaútgáf- unni. Óeirðaseggur fær tvö ár 19 ára strákur fékk tveggja ára fangelsisdóm í Gautaborg um helg- ina vegna eyðileggingar á lögreglu- bíl og óspekta vegna leiðtogafundar Evrópusambandsins. Arafat í Marokkó Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, hitti í gær Mohammed konung í Marokkó. Arafat ferðast nú um arabaríki og reynir að afla stuðnings við leiðtogafund á vegum Arabasambandsins. Mo- hammed hefur gagnrýnt stefnu ísra- ela gagnvart Palestínumönnum. Eftir mikla bjartsýni um að frið- arsamningar tækjust á milli deilu- aðila í Makedóníu í gær hljóp snurða á þráðinn. Ástæðan eru nýj- ar kröfur fulltrúa slavneskra stjórn- málaflokka um afvopnun skæruliða Albana. James Pardew, sendifull- trúi Bandarikjanna, segir þessar fréttir áfall. Deiluaðilar hafa setið á samn- ingafundum undanfarna viku. Um helgina var nánast búið að ná sam- komulagi um mörg af baráttumál- um Albana, eins og þátttöku þeirra í löggæslu í landinu og viðurkenn- ingu tungumáls þeirra sem annars opinbers tungumáls Makedóníu. Svo langt voru viðræðurnar komn- ar að Javier Solana, yfirmaður ut- anrikismála hjá Evrópusamband- inu, sem sat fundina um helgina, sagði á sunnudag að aðeins væri eft- James Pardew Sendifulltrúi Bandaríkjanna segir kröfurnar vera áfall. ir að flnpússa orðalag áður en hægt væri að skrifa undir samkomulag. Erlendir erindrekar segja að nýj- ar kröfur fulltrúa Slava gangi út á tryggingu skjótrar afvopnunar skæruliða sem hersveitir NATO eiga að sjá um. Þeir vilja ekki biða eftir að samkomulagið verði sam- þykkt á makedónska þinginu áður afvopnun fer fram. Slíkt tekur um 45 daga. Aðildarríki NATO eru tilbúin með 3500 manna herlið til að hefja afvopnun. Heimildarmenn innan NATO segja hins vegar stjórnvöld nokkurra rikja vera áhyggjufull yfir ástandinu enda ríkir djúpstætt van- traust milli þjóðarbrotanna sem gerir erlenda íhlutun vandmeð- fama. Makedónskur embættismað- ur sagði kröfumar ekki eiga eftir að koma í veg fyrir samkomulag. Fimm látast í bruna Fimm létust og fjórir slösuðust þegar eldur kom upp í umferðar- göngum í austurrísku Ölpunum í gær. Eldurinn kom upp í miðjum göngunum sem eru 8 kílómetrar. Tengdur hryðjuverkum Indónesíska lögreglan ásakar Tommy Suharto, yngsta son Suhartos, fyrrverandi forseta, um að hafa skipulagt sprengjutilræði og morð á dómara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.