Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGUST 2001 Skoðun x>v Spurning dagsins Telur þú ísland vera heillandi land? Daniel Brener: Það er ég viss um, hérna þekkjast allir svo vel og landiö er auövitaö ótrúlega fallegt. Oliver Brener: Já, náttúran er ótrúleg og það er mikiö af mismunandi náttúruperlum hérna. Barbara Carachini: Já, mér finnst ísland vera ótrúlega heillandi og fallegt land. Það er rosa- lega gaman að ferðast um það og skoöa alla fegurðina í náttúrunni. Paolo Rubechilei: ísland er ótrúlega fagurt land og hér er mjög mikið af stöðum sem vert er að skoða og því verður þaö aö telj- ast mjóg heillandi. Halldór Feerch: Já, náttúran er mjög falleg og landið kemur á óvart. Kirsten Högberg: Þetta er fullkomið land til þess aö komast í nálægð viö náttúruna. ís- land er eitthvað svo ósnortiö. Að efla lýðræöiö Helgi Jónsson skrifar: Mikilvægur þáttur í jafnrétti fólks gagnvart lögum er sjálfstæði þingmanna. Þingmaður sem er háð- ur hagsmunum eða áhugasviðum í þjóðfélaginu getur ekki með sama hætti verið þingmaður allra þegna þjóðfélagsins, eins og ef hann væri engu háður nema eigin sannfær- ingu. í 48. grein stjómarskrárinnar er kveðið á um sjálfstæði alþingis- manna: Alþingismenn eru einungis bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósend- um sínum. Algengt er að þingmenn vitni í flokksþing eins og þau séu jafnvel æðri stofnanir en Alþingi. Slíkt er fráleitt og í algerri mótsögn við stjórnarskrána. 1 kosningum af- henda kjósendur vald sitt í hendur þeirra sem þeir kjósa til ákveðins kjörtímabils. Segja má að þeim sé falið að hafa vit fyrir kjósendum og að hafa yfirlit yfir málefni þjóðfé- lagsins sem almennir kjósendur geta tæpast haft. Að sjálfsögðu verð- ur að ætlast til að þeir gegni þeirri skyldu. Alþingi er hópur fólks, sem kjós- endur hafa falið löggjafarvald þjóð- arinnar, saman kominn á fundi í Al- þingishúsinu eða á öðrum stað sem Alþingi ákveður. Þingnefndir sem Alþingi kýs með lýðræðislegum hætti eru hluti af Alþingi og starfa í umboði þess. Þingflokkar eru klíkur þingmanna úr sama fiokki og eiga engan rétt á sér samkvæmt stjórn- arskránni. Þeir eru reglur kjósenda eins og flokkarnir og önnur hags- munasamtök. Alþingismenn sem móta afstöðu sína á slíkum fundum eru þvi ekki með óbundna sannfær- Frá Alþingi Segja má að alþingismönnum sé falið að hafa vit fyrir kjósendum og að hafa yfirlit yfir málefni þjóðfélagsins sem almennir kjósendur geta tæpast haft. kæmu frá þéttbýlustu svæðunum. Ef hagkvæmnissjónarmið væru lát- in ráða í þeim mæli sem nú er al- gengast yrði hætt við minni skiln- ingi þingmanna á stöðu og þörfum dreifðari byggða landsins. En að sjálfsögðu ætti Alþingi helst að vera eitt kjördæmi. Þess vegna verða bæði kjósendur og alþingismenn að venja sig af þeirri hugsun að þeir séu fulltrúar ákveðinna hópa í þjóðfélaginu, hvort sem eru félög og flokkar eða landshlutar. Sama gildir að sjálf- sögðu um kjósendur. Fyrir- greiðslupólitík er ekki lýðræðisleg en eykur á misrétti manna gagnvart lögunum. Hún var skiljanleg á með- an samgöngur voru frumstæðar en á engan rétt á sér við þær aðstæður sem nú eru. Segja má að þeim sé falið að hafa vit fyrir kjósendum og að hafa yfirlit yfir mál- efni þjóðfélagsins sem al- mennir kjósendur geta tœp- ast haft. Að sjálfsögðu verð- ur að œtlast til að þeir gegni þeirri skyldu. ingu þegar þeir mæta á Alþingi. Ef þingmenn mætast á fundi, óbundnir af samþykktum utan þingsins, getur þá greint á um ýmsa hluti en það er ágreiningur einstaklinga sem þeir leysa eins og eðlilegt er. Ef landið væri eitt kjördæmi er líklegt að flestir alþingismenn Unaðssemdir tóbaksins Emii B. Karlsson, áhugamaður um tóbak, skrifar: Tóbak getur veitt ánægju og unað. Þess vegna er full ástæða til að ríkið standi að sölu á því. Ný lög um tó- baksvarnir hafa sætt mikilli gagn- rýni fyrir þá sök að ekki verður unnt að framfylgja lögunum nema með her eftirlitsmanna í verslunum, á veit- ingahúsum, í opinberum stofnunum, í fyrirtækjum og til að fylgjast með umfjöllun fjölmiðla um málefni tengd tóbaki. Ég tel ærna ástæðu til að setja á stofn embætti tóbakslögreglu því að þótt tóbaksneysla sé í flestum tilvikum til þess fallin að veita mönn- um sælustundir má öllu ofgera og þá er rétt að hið opinbera grípi i taumana. Þeim sem ekki fara að sett- um reglum, sem Alþingi hefur sam- þykkt, ber að fylgjast með og sjá til að þeir misnoti ekki tóbakið. Ég hef hér í örfáum orðum reynt að rökstyðja það að tó- bak sé gott og því er eðlilegt að ríkið selji það. Það er því áleit- in spurning hvort Alþingi ætti ekki að setja lög sem banna mönnum að mœla á móti ágæti tóbaks í fjölmiðlum. Sjálfur tók ég upp á því fyrir nokkrum árum að fá mér vindil stöku sinnum á góðum stundum og hef haldið þeim ágæta sið. Til dæmis jafnast ekkert á við góðan vindil að lokinni vel heppnaðri máltíð, að mínu mati. Bestir eru ekta Havana- vindlar frá Kúbu en mildir svokallað- ir dömuvindlar gera líka sitt gagn. Á slíkum stundum er ég þakklátur rík- inu fyrir að selja tóbak. Mér hefur alltaf þótt áhugaverð röksemdafærslan um að þvl að meiri sem tóbaksneyslan er þeim mun meira gagn gerum við komandi kyn- slóðum. Mannskepnan, líkt og önnur dýr jarðarinnar, getur aðlagast breyttum aðstæðum og jafnvel nýtt sér í næringarskyni í dag það sem var aðskotaefni fyrir 1000 árum. Kenningin er sú að ef nokkrar kyn- slóðir reykja hver fram af annarri í sem mestum mæli muni mannslík- aminn smám saman aðlagast nikótín- inu og fari jafnvel að nærast á þvi síöar meir. Ég hef hér í örfáum orðum reynt að rökstyðja það að tóbak sé gott og því er eðlilegt að ríkið selji það. Það er þvi áleitin spurning hvort Alþingi ætti ekki að setja lög sem banna mönnum að mæla á móti ágæti tó- baks í fjölmiðlum. Ofurmennið Garri á ekki til eitt einasta orð yfir yfirgang embættismanna á íslandi. Á stundum mætti halda aö hér rfkti ekki lýðræði heldur gamal- dags embættismannaveldi, þar sem grámyglaðir embættismenn sem eru úr tengslum við allt og alla fara sínu fram algerlega óháð þjóðarvilja. Sjálfstæðisbarátta þjóðarirmar gekk ekki út á slíkt og ekki heldur skipulagning þess þjóðfélags sem afi Garra og amma börðust fyrir í ung- mennafélagshreyfingunni á fyrstu áratugum síð- ustu aldar. Þvert á móti snerist baráttan um að losna undan geðþóttavaldi hins danska embættis- mannaaðals sem legið hafði og lifað á þjóðinni sem sníkjudýr um aldir. Þegar síðan hugurinn hvarflar til ótrúlegs yfirgangs embættismanna í nútimanum óttast Garri að þurfa að svara neit- andi spurningu þjóðskáldsins um það hvort viö höfum gengið til góðs götuna fram eftir veg. Frá Selfossi, ekki Krypton En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Sem betur fer fyrir íslenskt samfélag og hinn ís- lenska alþýðumann er til íslensk útgáfa af Súperman. Hann er þór hvorki í bláum sokka- buxum né með rauða skikkju. Hann kann ekki að fljúga og kemur frá Selfossi en ekki Krypton. En hann er ofurmenni engu að síður. Davíð Oddsson er einfaldlega hrokk- inhærður og í jakkafötum og fólkinu dugar sú ásýnd til að fyllast öryggis- tilfinningu. Davíð stendur vörð um lýðréttindi okkar og verndar okkur frá öllu illu, hvort heldur sem það er ásælni erlendra efhahagsbandalaga eða efnahagskreppa sem kemur meö vindinum. Já, hann passar hinn litla fót alþýðumannsins og gætir þess að heimsins grjót svo hart og og sárt sé honum fjarri enn, ekki síður en heimsins ráð sem brugga vondir emb- ættismenn. Eina viðspyrnan Og því er Davíð einmitt viðspyrna okkar gegn yfirgangi embættismanna eins og sást nú síðast þegar „einhver embættismaður á kontor úti í bæ", eins og Davíð orðaði það svo vel, ætlaði að fara að svipta þjóðina þeirri lífsbjörg sem felst í Kárahnjúkavirkjun. Þá segir okkar maður: Hing- að og ekki lengra! Og nú veit skipulagsstjóri hvar Davíð keypti ölið og ætti að hafa sig hægan í framhaldinu! Garri hefur legið á meltunni alla verslunarmannahelgina og velt fyrir sér hvar við stæðum ef við hefðum ekki landsfeður eins og hann Davíð. Eflaust væri þjóðin villuráfandi í hópi fátækustu þróunarlanda, berskjölduð fyrir hamförum af völdun náttúru og embættismanna. En Davíð kann tökin á tækninni, hann lætur embættismenn fmna hver ræður, hvað menn gera og hvað menn gera ekki. Davíð er hetja Garra, Davíð er íslenska ofurmennið. GcUTI Karl Ormsson deildarfulltrúi skrifar: Bryndís Hlöoversdóttir Óverðskuldað lof Brynjólfur Brynjólfsson skrifar: Ég heyrði I útvarpi að íslending- ar hefðu fengið lof i einhverjum rannsóknarlista yfir stjórnmála- spillingu, þar sem spilling var talin minnst á íslandi. Ég held að einhver yfirsjón hafi orðið hjá þeim sem unnu þessa rannsókn því taka hefði átt lífeyrissjóð stjórnmálamanna og kvótann sem þeir skömmtuðu sér með í reikninginn. Spilling er því fyrir hendi i íslenskri pólitík ekki síður en annars staðar. Srjórnmála- menn hafa verið ósínkir á fjármuni ríkisins til þess að útbúa skrifstofur og aðstöðu fyrir sig. Ég álít aö kostnaðurinn við stjórnsýsluna sé spilling út af fyrir sig. Þingmenn þurfa að berjast við öryrkjana um fjárniuni rikisins til þess að hafa nóg í sinn hlut. Opið bréf til Bryndísar Hlöðversdóttur í tilefni af um- fjöllun og dylgjum þínum um samtal forsætisráðherra við DV 27. júlí síð- astliðinn vil ég gera eftirfarandi athugasemd: For- sætisráðherra fór vissulega mjúk- um höndum um stjórnarandstöð- una en hann gerði ekki mál Árna Johnsens að stjórn- málaumræðu, það höfðu aðrir gert. En því miður láðist forsætisráðherra að geta þess þegar Samfylkingin sendi út áróöursbréf, stimpluð fyrir tugi þúsunda króna á kostnað Alþingis. Mér vitanlega hefur Samfylkingin aldrei greitt þessa skuld. Vantar þykkar sokkabuxur Ingibjörg hringdi: Ég sakna þess mjög að geta ekki lengur fengið þykkar sokkabuxur í verslunum. Ég var vön að kaupa sokkabuxur sem voru 120 den að þykkt en nú fást þær hvergi þykkari en 80 den. Getur einhver sagt mér hvort hætt sé að framleiða þessa gerð, eða hvar ég get nálgast þær? Það er mjög bagalegt að geta ekki keypt þessa gerö lengur og ég veit um margar konur sem er sammála mér. Eilífar hækkanir á leikskóla- gjöldum Hulda hringdi: Leikskólagjöld Reykjavíkurborg- ar hafa hækkað í tvígang á þessu ári. Mér finnst óréttlátt af háifu borgaryfirvalda að velta kostnað- inum af hærri launum leik- skólakennara yfir á okkur for- eldra. Það kemur mér á óvart að Reykjavíkurlistinn skuli haga málum með þessum hætti. Leikskólagjöldin eru orðin svo há að það varla borgar sig fyrir báða foreldra að vinna úti. Hvaða skilaboð er verið að senda foreldr- um, eigum við bara að vera heima? Er ekki þörf fyrir okkur á vinnu- markaði eins og aðra? [DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverhoiti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.