Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Síða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2001 DV Menning Heimspeki litanna Urnsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Naumhyggjan er langt í frá einsleit eins og innvígðir vita gjörla. Til er sú naumhyggja sem snýst alfarið um eigindir sínar og verst öllum tilraunum áhorfenda til að skynja hana á öðr- um forsendum en nákvæmlega þeim sem lista- maðurinn leggur upp með. Slík naumhyggja er gömul í hettunni og er nú farin að þreytast. Síð- an er sú naumhyggja sem einfaldar og þéttir allt myndmál í því augnamiði að gera það virkara og tjáningarríkara, sem sagt opnara fyrir því sem áhorfendur hafa til málanna að leggja. Slík naumhyggja virðist nú ganga í end- urnýjun lífdaganna ef marka má nýjustu tíð- indi af evrópskum listaverkamarkaði. ■HBi: iiiliWm Myndiist Lærdómsrík dæmi um hið síðarnefnda er nú að fmna bæði á jarðhæð og kjallara gallerís i8 við Klapparstig. Á jarðhæð eru akrýlmálverk á striga eftir bandaríska listakonu, Max Cole að nafni, en í kjallara er að finna myndröð eftir einn af mörgum ágætum tengdasonum íslands, Thomas Ruppel frá Þýskalandi. . Cole er gömul í hettunni, fædd 1937, en átti lengi við ramman reip að draga sem var fjand- samlegt myndlistarumhverfið í heimalandi hennar á sjöunda og áttunda áratugnum þar sem virtist einungis pláss fyrir eina konu á naumhyggjuvæng málaralistarinnar, Agnesi Martin. í seinni tíð hafa verk Cole hins vegar verið í miklum metum meðal evrópskra galleri- eigenda, eins og sést á fefilskrá sem liggur frammi í gallerínu. Myndbirting aldanna Við fyrstu sýn virðist Cole vera einn af mörg- um óbilgjörnum „strípumálurum" með ein- kunnarorð Franks Stella að leiðarljósi: „What you see is what you see“. Raunin er samt sú að verk hennar eru langt í frá öll þar sem þau eru séð. Grunneiningar þeirra, breiðar láréttar linur, hafa ekki sjálf- stætt gildi, heldur eru þær eins og umgjörð utan um - og um leið hluti af - myndlistar- pælingum sem einna helst verður lýst sem tilvistarlegum. Þær segja okkur af víðerninu sem listakonan ólst upp við, endalausum himni og ósnortn- um sjóndeildarhring, þar sem maðurinn og verk hans mynda eina lóðrétta mótvægið í heild- armyndinni. Þær eru einnig eins konar myndbirting ald- anna, eininganna sem við not- um til að mæla hinn „stóra“ tíma þar sem þær streyma fram eins og óstöðvandi fljót. Innan hverrar láréttrar (tíma)einingar er síðan að finna eins konar skráningu mannlegrar vitundar, hárfínar lóðréttar línur sem listakonan hefur dregið með pentskúfl sín- um, og er hver þeirra álíka löng og andardrátturinn. í sumum tilfellum dregur Cole einnig lárétta, örmjóa línu, hvita eða svarta, fríhendis ofan á lóðréttar „þéttilínur" sínar og upp í hugann kemur annar mælikvarði tímans, hjartalínuritið. Hvert málverk listakonunnar verður því eins og „æðasláttur lífsins sjálfs", svo vitnað sé í að- faraorð Michaels Húbls i sýningarskrá, æða- sláttur sem bæði dáleiðir og heillar. Ef til vill hljómar þetta eins og fremur kaldrifjuð að- riií unji i>,ígMM . >■„ „*;5 -» j.-u nt-.i.r.- ít'bWffdiMafagi DV-MYNDIR BRINK Cirrus eftir Max Cole Við fyrstu sýn virðist Cole vera einn af mörgum óbiigjömum „strípumálurum“ meö einkunnarorö Franks Stella aö leiöarljósi: „ What you see is what you see“. Raunin er samt sú aö verk hennar eru langt í frá öll þar sem þau eru séö. litir óháðir umhverfi sínu, þeir hafa enga sér- staka „vídd“ þótt hægt sé að bregða mælistiku á umfang þeirra á tiltekn- um fleti og þeir haga sér ekki eftir neinum reglum sem hægt er að negla nið- ur. Og eins og lykt eða bragð er ekki nokkur leið að yfirfæra þá eða tákn- gera. Það eina sem lista- maðurinn getur gert er að bregða upp litnum sjálf- um, eins og hann kemur af skepnunni. Það sem Ruppel gerir í framhaldinu er að skapa liti og litasamstæður sem við eigum erfltt með að nafngreina. Sem er sér- staklega pirrandi vegna þess hve aðlaðandi þær eru. Flötur sem við fyrstu sýn virðist vera blátónn tekur á sig annað yílr- bragð við nánari skoðun, verður blágrænn? blá- svartur? blágrár? Eða sambland af öllu þrennu? _________________ Þriggja lita samstæður hans flækja málið enn frekar því þær gera okkur býsna erfltt fyrir að beita viðteknum leikregl- um um samstæða og andstæða liti - sem er í rauninni spurning um orðfæri. Og tilvist lit- anna utan við endimörk tungumálsins á yfir- ráðasvæði augans. Aðalsteinn Ingólfsson Verk Thomasar Ruppels Viöfangsefni hans er liturinn; jú, liturinn sem endurspeglun hins náttúrulega, en fyrst og fremst liturinn sem staðreynd. Og þá á hann viö aö í sjálfu sér eru litir óháðir umhverfi sínu, þeir hafa enga sé'rstaka „vídd“ þótt hægt sé aö bregöa mælistiku á umfang þeirra á tilteknum fleti og þeir haga sér ekki eftir neinum reglum sem hægt er að negla niöur. ferðafræði, en er það alls ekki, þökk sé ofur- næmi og fágun listakonunnar. Lykt, bragð, litur Thomas Ruppel er öllu meira á aðferðafræði- legu línunni en Cole en skapar áhorfendum sín- um engu að síður drjúgt svigrúm til skynjunar og útleggingar verka sinna. Viðfangsefni hans er liturinn; jú, liturinn sem endurspeglun hins náttúrulega en fyrst og fremst liturinn sem staðreynd. Og þá á hann við að í sjálfu sér eru Sýningar á verkum Max Cole og Thomasar Ruppels í Gallerí i8 standa til 15. september. Sýningarrými er opið frá 13 til 17 alla daga nema sunnudaga og mánudaga. mannsgaman / Gamli maðurinn og Lenín Var einhverju sinni beðinn um að að taka viðtal við skrýtinn mann sem bjó í ofboðlitlu húsi í Skuggahverfinu í Reykjavík. Þar lifði hann sínu lífi einn og laus við meiningar ann- arra. Varla að húsið stæði undir nafni og reyndar búið að rífa það núna, enda í upphafi ekki ætlað að standa margar aldir. Þetta var upp úr 1980 og það var fremur hryssingslegt þegar ég skundaði yfir Hverfls- götuna og hentist oní hverflð sem kennt er við skugga manns. Hinkraði eilitla stund framan við útihurðina eins og maður gerir þegar viss- an er ekki full. Hann kom til dyranna jafn ein- kennilega og hann var klæddur; i eldrauðum t j mimí' kínverskum baðslopp yfir gamalli lopapeysu sem hafði einhverju sinni verið hneppt að framan en var nú bundin um bumbuna með trosnuðu belti. Ég hafði hitt þennan mann í fornbókabúð niðri í bæ og tók eftir honum þar sem hann sat hokinn á stólgarmi inn í horni og las þessi líka verkin hans Leníns á þýsku. Það fannst mér langsótt - og ekki var það styttra þegar ég sá að önnur útgáfa á verkum Leníns var í kjöltu hans - á sænsku. Til þess að meðfædd forvitni mín dræpi mig ekki spurði ég kallinn hvað í ósköpunum hann væri að gera með svona marga Lenína í klofinu á sér. Hann horfði á mig eins og menn gera sem eygja fávita. Kvaðst vera að safna Lenín og hefði gert lengi, ætti líklega mesta safn af verk- um hans á íslandi og svo glotti hann gisnum gómi. Það var gaman að heimsækja kallinn. Hill- urnar svignuðu af Lenín og hann bauð mér upp á kafli sem var soðið með korginum i potti. Eitt stóð upp úr, svar hans við því hvort hann væri ekki gallharður kommi: „Nei,“ sagöi hann, „ég er nú bara eins og hver annar framsóknarmað- ur. Lenín er bara dútl.“ -SER l.lí l í P>£3. fJbii ifli) ! j.tí.) tuili Mynd á hvolfi Því miður var mynd af vegg með gler- gluggum Gerðar Helgadóttur, sem birtist með rýni Aðalsteins Ingólfssonar á menn- ingarsiðu á mánudaginn í síðustu viku, á hvolfi. Mannleg mistök ollu því, en hér birtist myndin eins og hún á að vera. Eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á mistök- unum. Sýning á verkum Gerðar Helgadóttur stendur yfir í Listasafni Kópavogs, en henni lýkur á sunnudaginn. Edda kaupir iár bókabúðir (d1 d d < miölun útgáfa Edda - miðlun og útgáfa hf. hef- ur fest kaup á þremur bóka- verslunum á höf- uðborgarsvæðinu og fjölgar verslun- um fyrirtækisins þar með um helm- ing. Verslanimar sem um ræðir eru í Mjódd, við Hlemm og í Hamraborg í Kópa- vogi. Það er Egg ehf. sem átti og rak um- ræddar verslanir en samningar hafa nú tekist milli Eddu og eigenda félagsins um að Edda kaupi öll hlutabréf í félaginu og yf- irtaki rekstur búðanna frá og með 1. ágúst. Rekstri þeirra allra verður haldið áfram á sömu stöðum og þær eru og starfsfólki Eggs býðst að vinna áfram hjá Eddu. Edda - miðlun og útgáfa, sem varð til upp úr sameiningu Vöku-Helgafells og Máls og menningar í fyrra, rekur fyrir þrjár bókaverslanir; á Laugavegi, í Síðumúla og í Bankastræti. Bókaverslun er einn af lykil- þáttum í starfsemi Eddu, sem félagið hyggst efla enn frekar með fjölgun búðanna úr þremur í sex. Búðimar sem Egg ehf. hef- ur rekið munu starfa áfram á svipuðum grundvelli og áður og bjóða upp á tímarit, ritföng og gjafavöru en jafnframt er stefnt að því að auka hlut bóka i þessum verslun- um, enda verða þær reknar undir nafni Bókabúða Máls og menningar. Bókaverslanimar þrjár sem Edda hefur nú keypt veltu tæplega 200 milljónum króna á síðasta ári. Forsvarsmenn þeirra munu starfa áfram við rekstur verslananna hjá Eddu. Aðilar hafa komið sér saman um að kaupverðið sé trúnaðarmál. Tvö ný hjá Borgarleikhúsinu Stjórn Leikfélags Reykjavíkur - Borgarleik- húss hefur ráðið Magnús Árna Skúlason fram- kvæmdastjóra félagsins. Magnús Ámi hefur lokið meistaragráðu í viðskipt- um (MBA) frá Cambridge University í Englandi og meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla ís- lands. Undanfarið ár hefur Magnús verið framkvæmdastjóri og einn eigenda Re- searchGrappen ApS í Kaupmannahöfn. Frá árinu 1998 til 2000 lagði hann stund á fram- haldsnám og starfaði sem ráðgjafi í Englandi. Magnús var framkvæmdastjóri íslenska dansfiokksins frá árinu 1996-1998. Hann hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum og rannsóknarstörfum, starfað sem blaða- maður og sem stundakennari í hagfræði bæði við Viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla íslands og við Menntaskólann í Reykjavík. Sigrún Valbergsdóttir hefur verið ráðin kynning- arstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleik- húsinu. Sigrún er menntað- ur leikari og stundaði nám í leikhúsfræðum við Köln- arháskóla. Sigrún var fram- kvæmdastjóri erlendra verkefna hjá Reykjavík Menningarborg. Hún hefur starf- að sem deildarsérfræðingur í menntamála- ráðuneytinu, var framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga og leikhús- stjóri Alþýðuleikhússins. Sigrún hefur gegnt Qölda trúnaðarstarfa fyrir leiklistar- samtök innlend og alþjóðleg. Sigrún hefur leikstýrt yfir 40 leiksýningum, kennt við leiklistarstofnanir og unnið við þýðingar og þáttagerð fyrir útvarp og sjónvarp. ii . litU icitsi ; 3 :.jf ru tmf (I >»•

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.