Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Qupperneq 15
14 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Piötugerð: Isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Afþví bara Ferli Kárahnjúkamálsins er aðeins formsatriði í augum Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Eftir 280 blað- síðna vandaða úttekt og eindreginn úrskurð Skipulags- stofnunar lýsti hann yfir, að það hefði verið og væri enn stefna ríkisstjórnarinnar að reisa þessa virkjun. Davíð Oddsson skýrði þetta viðhorf enn betur. í hans augum er ferli Kárahnjúkamálsins þykjustuleikur til að fullnægja formsatriðum, sem tíðkast í útlöndum. Hér á landi eiga opinberar stofnanir hins vegar að þóknast rík- isstjórninni. Annars gefur hann þeim á kjaftinn. Norsk Hydro er sama sinnis, enda er það fyrirtæki eini aðilinn, sem hagnast á vitleysunni. Henrik Andenæs, blaðafulltrúi fyrirtækisins, segir efnislega, að ferlið haldi áfram, ef Halldór og Davíð vilja láta það halda áfram. Mál- efnaleg bakslög skipta Norsk Hydro litlu. Öðru máli er að gegna um íslenzku lífeyrissjóðina, sem áttu að verða dráttardýr Norsk Hydro. Forstjóri stærsta sjóðsins segir: „Það er ljóst, að ein af grunnforsendum fyr- ir aðkomu lífeyrissjóðanna að verkefninu var, að bæði ál- ver og virkjun stæðust skoðun skipulagsyfirvalda.“ Úrskurður Skipulagsstofnunar er ítarlegri og eindregn- ari en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona. Þar er um- hverfismat Landsvirkjunar á Kárahnjúkavirkjun hakkað svo rækilega í spað, að ekki stendur lengur steinn yfir steini í röksemdafærslu virkjunarsinna. Mikilvægasta afleiðing úrskurðarins er, að hann kemur til með að sameina fólk gegn Kárahnjúkavirkjun eins og fólk sameinaðist gegn Eyjabakkavirkjun. Þá sameinuðust þeir, sem voru beinlínis andvígir Eyjabakkavirkjun og hinir, sem vildu fyrst umhverfismat. Nú geta þeir sameinast í andstöðunni við Kárahnjúka- virkjun, sem hafa verið andvígir henni og hinir, sem vildu bíða eftir faglegri niðurstöðu, sem nú hefur verið fengin með úrskurði Skipulagsstofnunar. Endurvakinn hefur verið meirihlutinn gegn áformum stjómvalda. Sif Friðleifsdóttir mun sameina þjóðina gegn sér, þegar hún ákveður að hafna niðurstöðu Skipulagsstofnunar „af því bara“. Eina leiðin til að keyra málið áfram málefna- lega væri að gera viðamikla úttekt á öllum þáttum úr- skurðar Skipulagsstofnunar með ólikri niðurstöðu. Umhverfisráðuneytið getur ekki framleitt slíka úttekt og þvi mun ráðherrann hafna niðurstöðu Skipulagsstofn- unar „af því bara“. Ekki þýðir síðan að treysta kærumál- um fyrir dómstólum, því að þeir hafa hefðbundið þá skoð- un, að æðstu stjórnvöld hafi alltaf rétt fyrir sér. Andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar munu hins vegar fá mikinn stuðning að utan, þegar kemur í ljós, að stjórn- völd ætla að hunza niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Norsk stjórnvöld og Norsk Hydro verða beitt miklum þrýstingi, sem mun valda þeim töluverðum áhyggjum. Ekkert hindrar þó, að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson reisi Kárahnjúkavirkjun „af því bara“, annað en eindregin samstaða meirihluta þjóðarinnar um aðgerðir til að stöðva málið. Mál Kárahnjúka er því komið í svip- aða stöðu og mál Eyjabakka var á sínum tíma. Þá sameinaðist fólk um að heimta umhverfismat og felldi málið með mikilli fyrirhöfn. Nú getur fólk samein- ast um að heimta, að tekið verði mark á umhverfisúr- skurði Skipulagsstofnunar, og fellt málið, en aðeins með mikilli fyrirhöfn. Annars valtar ríkisstjórnin yfir alla. Það er út í hött að halda, að Kárahnjúkavirkjun sé sjálf- dauð. Landið okkar verður aðeins varið með markvissu og flölbreyttu átaki meirihluta þjóðarinnar. •;: i j ; * < * - ■ 1 Jónas Kristjánsson ______________________________________________ÞRIDJUDAGUR 7. ÁGÚST 2001_ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2001 I>V Skoðun 55 Ekki benda á mig... cc Kjallarf Þess misskilnings virðist gæta hjá meirihluta borgar- stjórnar Reykjavíkur að það sé annarra að leysa vanda miðborgarinnar en borgar- yfirvalda. Þannig hefur lög- regla, dómsmálaráðherra og reyndar ríkisstjórnin og Alþingi í heild sinni verið kölluð til ábyrgðar, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Þegar svo er komið málum vaknar óhjákvæmilega upp sú spuming hvaða augum meirihlutinn líti tilgang sinn. Hann hljóti að felast í öðru en að veita borgarstjórninni forsæti. Öðrum um kennt Þannig hefur lögreglan að sögn meirihlutans brugðist skyldu sinni, með því að neita að skrifa upp á til- lögur sérstaks vinnuhóps um skríls- vanda miðborgarinnar. Dómsmála- ráðherra axli ekki sinn hluta ábyrgð- arinnar með því að úthluta ekki tarfarlaust borginni stjóm yfir hluta lögregluliðsins. En verst hafi þó brugðist meirihluti Alþingis, þar Helga Guðrún Jónasdóttir, 1. varaþingmaOur Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi. sem nauðsynlegar laga- breytingar voru ekki samþykktar fyrr en seint og um síðir, sem gert gátu borgaryfir- völdum kleift að beita sér gegn súlustöðunum margumræddu. Vinsælustu blórabögglarnir Þetta eru því miður ekki einu dæmin um það hvernig meirihluti borgarstj órnarinnar skirrist ekki við að kenna öðrum um allt sem aílaga fer. Landssíminn og Landsvirkj- un eru ásamt fjármálaráöherra nokkur dæmi um afar vinsæla blóraböggla R-listans. Af mörg- um sorglega góðum dæmum finnst mér þó sárast hvernig R- listinn hefur beint spjótum sín- um að dómsmálaráðherra. Til- gangurinn virðist vera sá að telja almenningi trú um að með meintri afturhaldssemi og skiln- ingsleysi sé Sólveig Pétursdóttir að koma í veg fyrir að endurreisa Af mörgum sorglegum dæmum finnst mér þó sárast hvemig R-listinn hefur beint spjótum sínum að dómsmálaráðherra. megi miðbæinn á sínu mesta niðurlægingarskeiði. Pólitískur hráskinnsleikur Við blasir því að í stað þess að fást við stórfelidan vanda mið- borgarinnar á málefnalegum grunni hefur R-listinn kosið að snúa þessu vandmeðfarna og við- kvæma máli upp í pólitískan hráskinnsleik. Þessar ásakanir í garð Sólveigar Pétursdóttur eru settar fram, þótt m.a.s. talsmenn lögreglunnar hafi ítrekað bent á að aukinn sýnileiki hennar í miðborginni leysi engan vanda. Fleiri og markvissari aðgerða sé þörf. Dómsmálaráðherrann hlýt- ur því að setja varann á tillögur sem líklegar eru til að skapa mun fleiri vandamál en þær leysa. Þegar lýðskrum stjórn- málaflokks er komið á það stig sem „pöpulismi" R-listans virðist vera kominn á þarf bæði hug- rekki og þor til að standa gegn því og það hefur Sólveig Péturs- dóttir sýnt svo um munar að hún býr yfir. Helga Guðrún Jónasdóttir Lífsreynslusaga I fyrri viku komu hingað til lands þrír grískir sjónvarpsmenn til að gera fræðsluþátt um erfðarannsókn- ir á íslandi. Höfðu þeir áður gert svipaða þætti í Bandrikjunum og Bretlandi; sömuleiðis kynnt starf- semi nýstofnaðrar erfðarannsókna- stofnunar á Krit. Þeir þremenningar höfðu undirbúið heimsóknina af mikilli kostgæfni, voru búnir að hafa samband við aðila sem þeir hugðust hitta að máli og negla niður stranga dagskrá dagana tvo sem þeir höfðu hér viðdvöl. Meðþví ég var á lausum kjala og hafði til umráða bíl, bauðst ég til að flytja þá milli staða, enda töldu þeir sig eiga mjög erfltt með að rata um borgina án leiðsagnar. Torfundinn forstjóri Síðdegis fyrri daginn var íslensk erfðagreining á verkefnalistanum. Ókum við sem leið lá uppá Lyngháls og skoðuðum ný og' glæsileg húsa- kynni stofnunarinnar. Vorum síðan leiddir niðrá Krókháls og skoðuðum enn glæsilegri húsa- og tækjakost á þeim stað. Gert hafði verið ráð fyrir að sjónvarpsmennirnir hittu for- stjórann, Kára Stefánsson, þar efra, en nú kom á daginn að hann var staddur í höfuðstöðvum Islenskrar erfðagreiningar við Hlíðasmára í Kópavogi og lagði svo fyrir að Grikkimir hittu hann þar. Ókum við þangað undir leiðsögn ungs líffræð- ings sem sá um almannatengsl í for- fóllum Páls Magnússonar, sem var í sumarleyfi. Var hann allur af vilja gerður að greiða götu okkar og kom fram við okkur af stakri kurteisi. Þegar kom að stórhýsinu við Hlíðasmára flutti hraðskreið lyfta okkur og tækjabúnaðinn uppí það allrahelgasta á fimmtu hæð. Þar gengum við inní almenning sem um- kringdur var skrifstofum á allar hliðar, ásamt kaffistofu og svölum sem vissu i suður. Þar fengum við velþeginn kafHsopa og máttum reykja undir berum himni. Við töldum okkur hafa komið á tilsettum tíma, en forstjórinn var greinilega miklum önnum kafinn, því við vorum látnir bíða ríflega klukkustund. Greinilegt var að ýmsum undirmönnum hans þótti miður að töfln varð svo löng: mér þótti sem þeir væru allir á nálum eða rétt- ara sagt: einsog þeir gengju berfættir á glerbrotum. Sigurður A. Magnússon rithöfundur Um síðir opnuðust dymar á skrífstofu forstjórans og hann steigfram í öllu sínu veldi. Fyrst kom hann auga á tækin og varpaði fram einhveríum gam- anyrðum um þau, en leit síðan upp og skipti samstundis litum. „Eg hef ekk- ert við þessa menn að tala!“ mœlti hann snjöllum rómi. „Menn sem eru í slagtogi við Sigurð A. Magnússon eiga ekkert eríndi við mig!“ ;ster? síðir opnuðust dyrnar á skrif- stofú forstjórans og hann steig fram í öllu sínu veldi. Fyrst kom hann auga á tækin og varpaði fram ein- hverjum gamanyrðum um þau, en leit siðan upp og skipti samstundis litum. „Ég hef ekkert við þessa menn að tala!“ mælti hann snjöllum rómi. „Menn sem eru 1 slagtogi við Sigurð A. Magnús- son eiga ekkert er- indi við mig!“ Hvarf að svo mæltu inntil sín og skellti aftur hurð- inni. Grísku gest- imir vissu að sjálf- sögðu ekki hvaðan á sig stóð veðrið og litu ráðvilltir hver á annan. Við vor- um í þann veginn að tína saman tæk- in og hverfa á brott, þegar Kári birtist aftur í dyrunum og benti fyrirliða Grikkjanna að koma inná skrifstofuna. Við bjuggumst satt að segja við að hann mundi biðjast afsökunar á fram- komunni og sættast á að eiga viðtal við sjónvarps- mennina. En þar skjátl- aðist okkur hrapallega. Erindið sem hann átti við Grikkjann var einfald- lega það, að við skyldum án tafar hypja okkur úr byggingunni, meðþví í hópnum væri íslendingur sem reynt hefði með öll- um tiltækum ráðum að eyðileggja hann!! Við hlýddum að sjálfsögðu boði húsráðanda og höfðum okkur á brott. Grikkirnir kváðust víða hafa farið og i ýmsu misjöfnu lent, en framkoma íslenska forstjórans tæki útyflr allan þjófabálk. Fyrirliðinn, Gíorgos Argýrópoulos, sagði orðrétt: „Enginn ábyrgur forstjóri stórs fyr- irtækis mundi leyfa sér að koma þannig fram við aðvífandi gesti, hvernig sem' í málinu lægi. Þessi maður er greinilega gangster." Hann sagði þessi orð á grísku en notaði enska orðið „gangster" til að leggja áherslu á hneykslunina. Svo qinkennilega vill til, að í gamla daga vorum við Kári góð- kunningjar, en ég hef í hans augum unniö mér það til óhelgi að gagnrýna fráleita löggjöf Alþingis um gagna- grunn á heilbrigðissviði, löggjöf sem gert hefur ísland að viðundri um viða veröld. Sigurður A. Magnússon Ekki bara vinnubúöir „Nú er svo komið að gamfir Fáskrúðs- firðingar og fleiri flykkjast á Franska daga á hverju sumri og taka þátt í bráð- skemmtUegri gleði og menningarvöku. Lik- lega var ekki seinna vænna að heimamenn færu að huga að menn- ingararflnum sínum því margar minjar og heimildir hefðu ella glatast ... Fjölmörg önnur bæjarfélög hafa farið svipaða leið og Fáskrúðsfirðing- ar og skynjað mikilvægi þess að leggja áherslu á menninguna, söguna og sérkennin. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. í stað þess að þorp- in og bæirnir séu bara eins og vinnu- búðir í kringum frystihúsin fá þau yfirbragð samfélags þar sem þrífst blómlegt og fjölbreytilegt mannlíf. Það höfum við, sem slitum barns- skónum í dreifbýli, alltaf vitað en það var kominn tími til að borgar- börnin fengju að vita það líka.“ Kristján Þorvaldsson í leiöara Séö og heyrt. Undanskotin kerfis- bundin „Á undanfömum árum hafa starfs- menn Skattrannsóknarstjóra orðið meira varir við gróf brot en áður, þar sem undanskot eru stunduð með kerf- isbundnari hætti en hingað til hefur þekkst. Greinilegt er að leitast er við að viila um fyrir skattayfirvöldum með skipulögðum hætti og oft á tíð- um virðist ásetningur brotamanna vera sterkari en áður. Leyndin er nú meiri og ýmsar æfingar settar á svið sem sýnilega eru ekki til neins ann- ars en að blekkja skattayfirvöld." Skúli Eggert Þóröarson skattrannsóknar- stjóri í Tíund, blaöi Ríkisskattstjóra. Spurt og svarað Er Skipulagsstofnun falið óeðlilega mikið váld í hendur? Kólfinna Jóhannesdóttir, formaður Náttúruvemdarráðs. Lögin skýr og verkefnin ákveðin „Skipulagsstofnun eru falin ákveðin verkefhi, skýr lög eru um hennar verksvið og ég sé ekki annað en stofnun sé að fara eftir lögunum. Mér finnst það vera forsætisráðherra að rökstyðja sín sjónarmið um að stofnuninni sé falið óeðlilega mik- ið, t.d. með úrskurðinum um Kárahnjúka. Það er eðlilegt að náttúruverndarsinnar fagni úrskurðin- um, á sama átt og Austfirðingar og aðrir þeir sem hafa byggt upp væntingar, verði fyrir vonbrigðum. Náttúruverndarráð gerir ráð fyrir að koma að þessu máli á kærustiginu en við höfðum gert ráð fyrir að niðurstaðan yrði kærð til umhverfisráðherra á hvorn veginn sem úrskurður Skipulagsstofnunar færi, þar sem framkvæmdin er viðamikil." T Alfreð Þorsteinsson, formaður Orkuveitu Reykjavikur. Ríkisstjómin í erfiðri stöðu „Það er umhugsunarefni hve Alþingi hefur verið að færa mikil völd til einstakra stofnana og úrskurðarnefnda. Ágætt dæmi um það er úr- skurðarnefnd um skipulags- og byggingamál, sem valdið hefur Reykjavíkurborg og einstak- lingum stórtjóni með geðþóttaákvörðunum sín- um. Sama er upp á teningunum varðandi úr- skurðarnefnd um opinber innkaup. Varðandi Skipulagsstofnun hljóta stjórnvöld að endur- skoða lög um hana. Að vísu hefur umhverfisráð- herra lokaorðið um Kárahnjúkavirkjun en allur aðdragandi málsins gerir það að verkum að ráð- herra er settur i mjög erfiða stöðu og raunar rík- isstjórnin öll.“ Þorváldur Jóhannsson, framkvstj. svfél. á Austurlandi. Aðeins einn hluti matsferlis „Niðurstaða Skipulagsstofn- unar er aðeins einn hluti af matsferlinu og ég minni á að hægt er að kæra þetta til umhverfisráðherra sem ævinlega á lokaorðið í þessu ferli. Niður- staða stofnunarinnar kemur mér á óvart, til að mynda það að í matsskýrsluna vanti mikilsverð- ar upplýsingar og mörgum spurningum sé ósvarað. Samt sem áður er þetta það svæði á landinu sem náttúrufræðingar hafa athugað sem best. Vitaskuld er niðurstaða Skipulags- stofnunar til þess fallin að rugga bátnum og skapar ekki æskilega stöðu en engu að síður tel ég að Reyðarálsverkið sé það áhugavert - að það muni ekki rugla fjárfesta í riminu.“ Sálmaskáldiö bannfært Sigurjón Benediktsson, bœjarfulltrúi á Húsavik. Burt með stofn- anafíklana „Að skammta öðrum fátækt og atvinnuleysi af sínu ríki- dæmi eru mikil völd. Engin stofnun á að hafa slíkt vald. I kjölfar þessarar niðurstöðu trúi ég því að tekið verði á öllum þessum umhverfisgeira. Ég vil minna á að núna kemur fyrrverandi talsmaður Samfylkingarinn- ar og blæs eins og hvalur þótt forsætisráðherra tali um völd Skipulagsstofnunar. En ég vil hins vegar benda á að betri helming- ur þessa fyrrverandi talsmanns stýrir Náttúru- fræðistofnun sem kom með fjölda athugasemda við meðal annars Kárahnjúka. Þetta setur stöðu þessa talsmanns í sérkennilegt ljós. Burt með stofnanafiklana." m < S * * * f f T M » í » f t I , Davíð Oddsson forsætlsráðsheri ra' léVað þessu liggja eftlr úrskurð stofnunarihnbr um Kárahnjúka. itfiiil rr 4- Nú hefur Alþingi tekist að banna tóbaksvísur séra Hallgríms Péturs- sonar. Þar sem lögin um tóbaksvarn- ir eru ekki afturvirk fá vísur skálds- ins að standa í þeim útgáfum sem þegar er búið að prenta en það varð- ar við lög að viðlögðum refsingum að gefa ljóðið út eftir að lagabálkur- inn um tóbaksvarnir gekk í gildi. Það er vegna þess að trúarskáldið telur í visum sínum að tóbakið hressi og bæti skap. Fyrir það skal hann nú bannfærður. Heildarútgáfa á verkum hans er ólögleg samkvæmt ákvörðun Alþingis. Það er harðbann- að að mæla tóbaki bót á opinberum vettvangi. Skítt með tjáningarfrelsið. Tóbaksvarnalögin eru óskapnaður sem hnoðað er saman af fólki sem þarf að skapa sér verkefni og jafnvel réttlæta launatekjur sínar, sem ríkiö greiðir í þeim tilgangi að koma í veg fyrir tóbaksneyslu. Sama ríki tekur sér einkarétt á dreifingu tóbaks og okrar svo ofboðslega á því með álagningu sem hver eiturefna- sali annar getur verið full- sæmdur af. Tóbakssala er ríkinu drjúg tekjulind og fiklarnir auka hagvöxt með þvi að greiða rík- inu tóbaksskattinn og svo missa þeir gjarnan heilsuna og auka þar með umsvif heil- brigðisstétta. Síðan er minni hætta á að þeir verði hagkerf- inu byrði á efri árum, þar sem þeir verða sjaldan langlífir. Samt er reykingafólki út- skúfað úr þjóðfélaginu rétt eins líkþráir urðu að þola fyrr á tið. Aðskilnaðarstefna Aðskilnaðarstefna í Banda- ríkjunum var afnumin á sjö- unda áratugnum. Þá fengu blökkumenn aðgang að veit- ingasölum, farartækjum og klúbbum hinna kákasísku, eins og þeim þóknast að kalla sig þar vestra. Síðan var tekin upp öðruvísi aðskilnaðar- stefna. Reykingaminnihlutinn verður að sæta afarkostum meirihlutans. Eftirhermurnar á íslandi hljóta að feta í fótspor hinnar miklu fyrirmyndar. Farið var að þrengja að minnihlutanum með ýmsum hætti og nú hefur löggjafinn sett lög um að- skilnaðarstefhu meiri- og minnihluta og jafnframt hafið ritskoðun og bann við að borgararnir fái að láta tilteknar skoðanir í Ijósi. ísland er komið I hóp hreintrúarríkja, þar sem bókstafurinn er óumdeilanlegur. Umsvifamesti fíkni- efnasali landsins, fjár- málaráðuneytið fyrir hönd ríkisins, er kominn í sömu aðstöðu og þeir ~ sem selja ólöglegu efnin. Tóbakið má ekki sýna að viðlögðum refsingum, heldur selja í laumi og ekki má tala um það nema með sértökum hætti. Og þeir sem neyta þess verða að gera það laumulega, eða í eins konar eit- urfíklagrenjum, sem veitingamönn- um er gert að koma upp í sínum fyr- irtækjum. Oddur Olafsson skrifar: Hallgrímur Pétursson. Hann orti um ágœti tóbaksins sem hressti og bœtti skap. Ef löggjafninn væri sjálfum sér samkvæmur mundi hann einfaldlega banna innflutning og sölu á tóbaki og láta hinum eiturefnasölunum eftir að smygla sígarettum og annast dreifingu þeirra. Heimska gegn heimsku Aðskilnaðarstefnan í veit- ingahúsum, þar sem svörtu sauðirnir eiga að híma í að- skildum króm, er illfram- kvæmanleg að mati margra “““ þeirra sem reka slíka staði. En það kemur löggjafanum ekki við. Tilgangur laganna um tóbaksvarnir er sá einn að gera reykingafólki lífið leitt, ráðskast með það og fram- kvæma aðskilnaðarstefnu. Ef til er eitthvað sem kallað er al- menn skynsemi mundi enginn viti borinn maður brúka tóbak. En svo vill til að drjúgur hluti þjóðarinnar er háður tóbaksfikn og hlýtur að sinna þeim þörfum sínum hvað sem tautar og raular. Nú leggur framkvæmdavaldið til atlögu við þennan stóra minni- hlutahóp með heimskulegum og vanhugsuðum dólgshætti, sem ættaður er úr Alþingi. Markmiðið er að knýja minni- hlutann til hlýðni með vald- boði, ritskoðun og leynisölu. Fáum blandast hugur um að það er heimskulegt að reykja. Þar með er ekki sagt að það sé vænlegt til árangurs að setja heimskuleg lög til að fá fólk til að láta af fikninni. En það er greinilega ætlan lög- gjafans. Nýju tóbaksvarnalögin sýna aðeins vanmátt og hugmynda- fátækt þeirra sem að þeim standa. Allt það batterí hefur ekki hugmynd um hvernig begðast á við tóbaksfikninni en telur að betra sé illt að gera en ekki neitt. Þannig verða til lokleysur sem einkum eru til þess fallnar að egna saman meiri- og minnihluta og ala á aðskilnaði. En hvort nokkur fíkill hætt- ir að reykja vegna nýju lag- anna er vafasamt og nú verður fyrst spennandi fyrir krakk- ana að prakka út töbaki af leynisölum ríkisvaldsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.