Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Blaðsíða 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. AGUST 2001 Islendingaþættir I>V Uinsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Storafmæh 1 Sextugur 85 ára Guörún Hafberg, Réttarholtsvegi 77, Reykjavík. Hún er að heiman. Helga Jónsdóttir, Smyrilsvegi 31, Reykjavík. Runóifur G. Kristjánsson, Hraunbæ 103, Reykjavík. 75 ára Aöalheiöur Helgadóttir, Hjaltabakka 8, Reykjavlk. Jóhann Indriöason, Ljósheimum 5, Reykjavík. Jóhannes G. Jóhannesson, Framnesvegi 15, Keflavík. Júlía Kristjánsdóttir, Brautarhóli, Akureyri. 70 ára Ragnar Agúst Bjarnason, Fálkagötu 15, Reykjavík. Sigurborg Sigurgeirsdóttir, Traöarstíg 8, Bolungarvík. Þorleifur Matthíasson, Móhúsum, Garöi. 60 ára Erla Georgsdóttir, Berjahlíð 1, Hafnarfiröi. Siguröur Arinbjörnsson, Fannafold 166, Reykjavík. 50 ára Einar Jónsson, Reynigrund 31, Akranesi. Guöjón Björnsson, Blikaási 15, Hafnarfirði. Guðlaug Pálsdóttir, Álfheimum 15, Reykjavík. Guomundur Stefán Einarsson, Hásteinsvegi 62, Vestmannaeyjar. Guðrún Björnsdóttir, Herjólfsgötu 2, Vestmannaeyjar. Hafdis Engilbertsdóttir, Vesturási 52, Reykjavík. Hilmar Sigursteinsson, Asparfelli 8, Reykjavík. Jón Bjarni Jónsson, Leifsgötu 17, Reykjavík. Jón Eyjólfur Jónsson, Skipholti 56, Reykjavík. Jónas Ragnarsson, Sæviðarsundi 46, Reykjavík. Þórarinn Baldursson, Hófgerði 18, Kópavogur. 40 ára Bjarni Eiríksson, Vesturgötu 56, Reykjavík. Daði Daðason, Jörfabakka 20, Reykjavík. Elín Ingibjörg Jacobsen, Bakkavör 36, Seltjarnarnes. Guðrún Gígja Karlsdóttir, Hraunbæ 54, Reykjavík. Kolbrún Davíðsdóttir, Stekkjarhvammi 24, Hafnarfirði. Margrét J. Kristjánsdóttir, Sigluvogi 5, Reykjavík. Rósa Rútsdóttir, Logafold 21, Reykjavík. Sigriður S. Vemharðsdóttir, Meistaravöllum 13, Reykjavík. Sigrún Jósefsdóttir, Leiðhömrum 6, Reykjavík. Svanhvít Gísladóttir, Lindarholti, Búðardal. Jóhannes Jónsson skipstjóri og útgerðarmaður í Hafnarfirði Jóhannes Jónsson, skipstjóri og útgerðarmaður, Klapparholti 10, Hafnarfirði, verður sextugur á morgun. Starfsferill Jóhannes fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann var í Lækjar- skóla, lauk unglingaprófi frá Reykjaskóla í Hrútafirði 1955 og prófl frá Stýrimannaskólanum í Reykjavik 1971. Jóhannes byrjaði sextán ára til sjós á Jóhannesi Einarssyni frá Hafnarfirði. Hann var á togurunum Akurey AK, Surprise GK, og slðan á bátum frá Hafnarfirði og Grinda- vík. Jóhannes var skipstjóri á Sigfúsi Bergmann GK-38 1971, skipstjóri og meðeigandi á Þorsteini Gíslasyni GK-2 1973, skipstjóri og útgerðar- maður á Kóp GK-175 frá 1974, með Guðmundi Þorsteinssyni og var aflakóngur á vertíðunum 1977,1978 og 1985. Fjölskyfda Jóhannes kvæntist 31.12. 1965 Margréti Þorláksdóttur f. 20.12.1940, d. 18.1. 1990, húsmóður. Foreldrar hennar voru Þorlákur Gíslason vörubílstjóri og Valgerður Jóns- dóttir frá í Vík i Grindavík Börn Jóhannesar og Margrétar eru Kristjana, f. 15.5. 1964, bókari í Hafnarfirði en maður hennar er Sig- valdi Jónssyni húsasmíðameistari og eru börn þeirra Jóhannes, Skúli og Elsa; Valgerður, f. 6.7. 1965, hús- móöir í Reykjavík og eru börn hennar Kristín Gyða, Matthías, og Sverrir; Jón Ingi, f. 1.8. 1970, stýri- Fertugur maður í Reykjavík, kvæntur Krist- ínu Jóhönnu Valsdóttur liffræðingi og er sonur þeirra Ólafur Ingi. Stjúpsonur Jóhannesar, sonur Margrétar, er Þorlákur Guðmunds- son, f. 12.9. 1961, matsveinn í Grindavík, kvæntur Álfhildi Jóns- dóttur húsmóður en dóttir þeirra er Margrét. Kona Jóhannesar er Þórunn Gísladóttir, f. 6.2.1941 í Reykjavík. Systkini Jóhannesar eru Pálmi Birgir Jónsson, f. 26.12. 1936, skip- stjori og útgerðarmaður í Garði; Steinunn Jónsdóttir, f. 27.3. 1951, hjúkrunarfræðingur í Mosfellsbæ. Foreldrar Jóhannesar voru Jón Ingi Jóhannesson, f. 21.5. 1912, d. 28.9. 1995, húsasmiður i Hafnar- firði, og k.h., Kristjana Elíasdóttir, f. 26.7. 1914, d. 15.6. 1999, sundlaug- arvörður og húsfreyja i Hafnarfirði. Ætt Jón Ingi var sonur Jóhannesar W.P. Hansen, sjómanns og hafnar- varðar í Hafnarfirði Einarssonar Hansen, hreppstjóra og útvegsb. í Hafnarfirði Jóhannessonar W. Han- sen, hreppstjóra og útvegsbónda i Hafnarfirði, sonar J. Peter Hansen, verslunarmanns og beykis í Reykja- vik, sonar Hendrik Hansen kaup- manns. Móðir Peters var Sigríður Sigurðardóttir, i Götuhúsum í Reykjavík Erlendssonar. Móðir Sig- ríðar var Hallgerður Guðmunds- dóttir. Móðir Einars var Kristín Jónsdóttir, bátasmiðs í Hraunprýði i Hafnarfirði. Móðir Jóhannesar Hansen var Jensína Árnadóttir Mathiesen, verslunarmanns í Hafh- arfirði Jónssonar, pr. í Arnarbæli í Sigurður H. Helgason aöstoöarframkvæmdastjóri Norræna ráðherraráðsins Sigurður H. Helgason, aðstoðar- framkvæmdastjóri Norræna ráð- herraráðsins í Kaupmannahöfn, Gentoftegade 112, Gentofte, er fertug- ur í dag. Starfsferlll Sigurður er fæddur og uppalinn í Kefiavík og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1980. Hann lauk B.A.-prófi í félagsfræði frá Háskóla íslands 1986 og meistara- gráðu í stjórnsýslu frá Roskilde Uni- versitetscenter í Danmörku 1990. Sigurður starfaði í fjármálaráðu- neytinu 1990-95, einkum að nýskipan og hagræðingu í ríkisrekstri, var sér- fræðingur í stjórnun hins opinbera og endurbótum í opinberum rekstri hjá OECD í París 1995-99, var sjálfstæður stjórnsýsluráðgjafl og veitti ráðgjöf til ráðuneyta, stofnana, sveitarfélaga og stjórnvalda i Argentínu og Jamaica 1999-2001 og var jafnframt formaður stjórnar Sjúkrahúsapóteksins ehf. 1999-2001. Sigurður var ráðinn yfirmaður fjár- mála og stjórnsýslu Norræna ráð- herraráðsins í Kaupmannahöfn í febr- úar sl. og í júní sl. var hann skipaður aðstoðarframkvæmdastjóri (Stedfor- trædende Generalsekretær). Hann hefur umsjón með gerð og fram- kvæmd norrænu fjárlaganna og gegn- ir jafnframt timabundið starfi yfir- manns velferðar-, atvinnu- og Evrópu- mála. Sigurður hefur farið í embættiser- indum til tuga landa og veitt stjórn- völdum í þeim og alþjóðastofnunum ráðgjöf. Hann hefur haldið fjólmarga fyrirlestra á alþjóðavettvangi um stjórnun og nýskipan ríkisins. Hann er höfundur 26 skýrslna og rita sem m.a. hafa verið gefln út af stjórnvöld- um hér á landi og OECD í París. Þá hefur hann setið í fjölda nefnda og starfshópa á vegum ýmissa ráðu- neyta. Hann situr í ritnefnd the International Journal of Public Sector Management og er meðlimur í the International Public Management Network. Sigurður var formaður Nemendafé- lags FJölbrautaskóla Suðurnesja 1979-80, sat i Stúdentaráði HÍ 1984-86 og var formaður Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, árið 2000. Ölfusi Mathiesen, sonar Matthí- asar stúdents í Vigur Þórðar- sonar, á Eyri í Seyðisfirði við Djúp, bróður- sonar Ingi- bjargar, ömmu Jóns Sigurðssonar forseta, af Eyrarætt. Móð- ir Jensínu var Agnes Stein- dórsdóttir Waage, skip- herra, stjúp- sonar Bjarna riddara og son- ar Rannveigar, kaupkonu í Hafnarfirði Fil- ippusdóttur, pr. í Kálfholti Gunn- arssonar. Móðir Agnesar var Anna Kristjánsdóttir Velding, kaupmanns í Hafnarfirði, og Kristinar Guð- mundsdóttur. Móðir Jóns Inga var Steinunn Pálmadóttir, kennara í Reykjavík Pálmasonar, b. á Miðgili í Langadal Jónssonar, b. á Syðra-Hvoli Jóns- sonar. Móðir Pálma var Maria Guð- mundsdóttir, frá Móbergi í Langa- dal Sigurðssonar, frá Akri og Elínar Helgadóttir. Kristjana var dóttir Elíasar, b. á Vaðli á Barðaströnd Bjarnasonar, á Siglunesi Einarssonar, sterka Jóns- sonar, frá Eyrarhúsum á Tálkna- firði. Móðir Elíasar var Sigríður Jónsdóttir, b. á Vaðli Helgasonar, frá Haukabergi. Móðir Sigríðar var Ástríður Jónsdóttir, útvegsb. á Siglunesi Gíslasonar, og Margrétar Jónsdóttur Móðir Kristjönu var Elín Kristín Einarsdóttir, sjómanns í Önundar- firði Jónssonar, skipstjóra i Önund- arfirði Einarsson, b. Jónssonar, á Kollarfjarðarnesi. Móðir Einars var Þóra Sigurðardóttir, sýslumanns í Vigur Guðlaugssonar og Elínar Kristínar, í Otradal Erlendssonar, pr. í Þæfusteini Vigfússonar. Jóhannes og Þórunn taka á móti ættingum og vinum veitingarhús- inu Turninum við Strandgötu í Hafnarfirði, miðvikudaginn 8.8. kl. 19.00-21.00. FJölskylda Sigurður kvæntist 6.6. 1987 Drífu Leonsdóttur, f. 20.2. 1962, hjúkrunar- fræðingi. Þau hófu sambúð 1982. Hún er dóttir Lilju Jakobsdóttur, fyrrv. umdæmisfulltrúa og Leons Carlsson stýrimanns sem nú er látinn. Börn Sigurðar og Drífu eru Guð- bjórg Lilja, f. 24.4. 1985, menntaskóla- nemi; Arnaldur, f. 14.10. 1987, nemi; Nökkvi Steinn, f. 7.2. 1991, nemi; Álf- rún, f. 31.5.1993, nemi. Systkini Sigurðar eru Lára Jóna, f. 18.11.1958, verkakona í Njarðvík; Dag- ný, f. 11.11. 1964, starfsmaður á leik- skóla í Njarðvík. Hálfbróðir Sigurðar, samfeðra, er Hrafn, f. 15.8. 1983, sjómaður í Njarð- vík. Foreldrar Sigurðar: Helgi Lárus- son, f. 25.6. 1936, d. 10.9. 1997, sjómað- ur og verkamaður, og Lilja Soffia Jón- asdóttir, f. 6.5.1937, verkakona, búsett í Reykjanesbæ. Ætt Foreldrar Helga voru Lárus Guð- mundsson útvegsbóndi og Sigurlaug Skarphéðinsdóttir, húsfreyja i Kross- nesi i Eyrarsveit. Foreldrar Lárusar voru Guðmund- ur Skúlason, útvegsbóndi í Krossnesi, og k.h., Guðrún Kristín Jóhannesdótt- ir. Guðmundur var sonur Skúla Jóns- sonar, b. á Suðurbár í Eyrarsveit Jónssonar. Lilja er dóttir Jónasar, b. á Læk á Skógarströnd Guðmundssonar, b. í Hnappadals- og Snæfellsnessýslu Jón- assonar, óðalsb. á Bíldhóli Guðmunds- sonar. Móöir Jónasar á Læk var Her- dis Kristjánsdóttir, hreppstjóra á Þverá Jörundssonar. Móðir Lilju var Lára Jóelsdóttir, húsfreyja á Læk á Skógarströnd. Persónuleg, alhliöa útfararþjónusta. Áralöngreynsla. Sverrir Elnareson útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóltir útfararstjóri Útfararstofa íslands Suöurhlið35- Sími 581 3300 allan sólarhringlnn. www.UTforin.is imiTTITl Merkir Islendingar Vilmundur Gylfason, alþingismaður og ráðherra, fæddist Reykjavík 7. ágúst 1948. Hann var sonur Gylfa Þ. Gislason- ar, alþm., ráðherra, formanns Alþýðuflokksins og hagfræði prófessors, og k.h., Guðrúnar Vilmundardóttur húsmóður. Bræður Vilmundar eru Þorsteinn, prófessor í heimspeki og Þorvaldur, prófessor í hagfræði. Bróðir Gylfa var Vilhjálmur Gíslason, skólastjóri VÍ og síðar útvarpsstjóri. Faðir þeirra var Þorsteinn Gíslason, skáld og ritstjóri i Reykjavík, en afi Vilmundar í móðurætt var Vilmundur Jónsson, landlæknir og alþm. Vilmundur lauk stúdentsprófi frá MR 1968, BA-prófi í sagnfræði frá Manchester-háskóla á Englandi 1971 og MA- prófi í Exeter-háskóla 1973. Vilmundur var sögukennari við MR 1972-78. Hann varð þjóðkunnur fyrir óvæga gagnrýni sína á íslenska stjórn- málaspillingu eins og fram kom í pistlum hans í Vísi og Dag- blaðinu 1975-80 og sjónvarpsþáttum hans, var ritstjóri Alþýðu- blaðins í afleysingum 1976, 1977 og 1978 og hafði mikil áhrif á rannsóknarblaðamennsku ungra blaðamanna á seinni helmingi átt unda áratugarins. Vilmundur Gylfason Vilmundur hóf snemma afskipti af stjórnmálum í Alþýðuflokkn- um, sat í flokkstjórn flokksins 1974-1983, var þingmaður flokksins 1978-83 og dóms-, kirkju- og menntamálaráðherra í minnihluta stjórn Benedikts Gröndals 1979-1980. Hann var frjálslyndur og gagnrýninn jafnaðarmaður, hafði á tíma áhuga á nýrri Við- reisnarstjórn, var einn af upphafsmönnum vinnustaðafunda stjórnmálamanna hér á landi og átti öðrum fremur heiður- inn af glæsilegasta kosningasigri Alþýðuflokksins 1978. Þá var hann ágætt skáld og gaf út tvær ljóðabækur. í árslok 1982 sagði Vilmundur skilið við Alþýðuflokkinn og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna sem stefndi að rót- tækum stjórnskipunarbreytingum, s.s. skýrari aðskilnaði löggjafar- og framkvæmdavalds og að beinni kosningu forsætisráðherra. Bandalagið fékk fjóra menn kjörna í al- þingiskosningunum 1983. Úrslitin urðu Vilmundi mikil vonbrigði og skömmu síöar varð hann þjóöinni mikill harmdauði er hann lést langt fyrir aldur fram 18. júní 1983. Bókin Við í Vesíurbœnum, eftir ónefndan höfund, fjallar um bernskuár og bernskustöðvar Vilmundar. Þá skrifaði Jón Ormur Halldórsson bók um Vilmund sem nefnist Löglegt en siðlaust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.