Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Síða 24
28 Tilvera ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2001 DV Listasafni Sigurjóns þar sem Berglind Maria Tómasdóttir, ilautuleikari og Arne Jorgen Fæo pianóleikari koma fram. Á efnisskránni eru meðal annars Le merle noir fyrir flautu og píanó eftir Oliver Messiaen og Þrjár músík-mínútur fyrir flautu eftir Atla Heimi Sveinsson. Síöustu forvör SPANVERJI I SEUNU Svningu spænsku listakonunnar Marijo Murillo í Selinu, Gallerí Reykja- vík, Skólavörðustíg 16, Óðinsgötu- megin, lýkur í dag. Myndlist HREFNA HARDARDÓTTIR Á AKUREYRI Um helgina var opnuð sýning Hrefnu Haröardóttur leirlistarkonu í glugga Samlagsins Listhúss í Listagilinu á Akureyri. Verkin eru öll unnin á síð- ustu vikum og eru mestmegnis vas- ar af ýmsum stæröum og formum. Hægt er að skoða verkin dag og nótt fram til 19.8. SIGURÐUR EINARS í PAKKHÚSINU A HOFN Alþýðulistamaðurinn Siguröur Einars- son opnaöi sýningu í Pakkhúsinu á Höfn um síöustu helgi. Siguröur er búsettur á Selfossi en ættaöur af Mýrum í Hornafirði. Hann hefur hald- ið nokkrar einkasýningar, meöal annars í Hornafirði. Syning Siguröar stendur til 17. ágúst. Pakkhúsið er opiö kl. 14-21. KIRKEBY OG HEKLA DÖGG LISTASAFNINU A AKUREYRI Um síöustu helgi var opnuð sýning á verkum danska listamannsins Pers Kirkebys í Listasafninu á Akureyri sem samanstendur af málverkum, einþrykkjum, teikningum og skúlpt- úrum frá árunum 1983-1999 en. sýningunni lýkur 16. september. Á sama tíma var opnuð sýning í vest- ursal safnsins á innsetningu eftir Heklu Dögg Jónsdóttur sem nýverið hlaut verölaun úr Listasjóöi Penn- ans. Kirkeby (f. 1938) er án efa þekktasti núlifandi myndlistarmaöur Noröurlanda og er þetta fyrsta einkasýning hans á íslandi. MAX COLE ÍI8 Myndlistarkonan Max Cole sýnir verk sínu í i8 gallerí. Max Cole (fædd 1937) stundaöi nám við há- skólann í Arizona og við Ft.-Hays State-háskólann í Bandarikjunum. Hún er löngu orðin heimsþekkt fyrir verk sín sem byggjast á láréttum lín- um sem myndaðar eru meö smá- gerðum lóðréttum hreyfingum. Sam- spil láréttra forma og einsleitra litaflata mynda taktfastan samhljóm sem er einkennandi fyrir verk henn- ar t gegnum tíöina, aö því er fram kemur í fréttatilkynningu. Sýningin stendur til 15. september. THOMAS RUPPEL í 18 Nú stendur yfir sýning á verkum Thomas Ruppel í Neöra rými iSgallerí. Thomas er fæddur í Ebingen, Baden-Wúrttemberg árið 1960. Hann stundaði nám í málun og grafík við Staatliche Akademie der Bildende Kunste. Thomas hlaut Felix Hollenberg-verölaunin áriö 1997. Hann hefur haldiö einksýningar o| tekiö þátt í samsýningum i Þýskalandi sem öörum löndum frá árinu 1999. Auk þess hefur hann unniö viö kennslu og rekiö grafíkverkstæði í Stuttgart þar sem hann býr. SJá nánar: Lífið eftir vinnu á VísLis 11 .í I< I: iifi i,' i 1141E>c j DV-MYNDIR EINAR J. OG INGÓ Fríður flokkur Það er augljóst aö þessi hópur var kominn til Eldborgar til aö rokka feitt. Gamii góöi kassagítarinn var skilinn eftir heima og þess í staö var mætt á svæöiö meö forláta rafmagnsgítar til aö leika fyrir lýöinn. Islenskar blómarósir Þessar kátu og skemmtilegu stúlkur voru aö búa sig undir kvöldiö þegar blaöamann bar aö garöi. Fjölmenni á Eldborg Elsta unglingahljómsveit Islands Elsta starfandi unglingahljómsveit íslands, Lúdó og Stefán, hóf leikinn eftir hlé á laugardagskvöldiö og var ekki annaö aö sjá en aö ungdómur- inn kynni vel aö meta gömlu brýnin. Fjölmenni var á Eldborgarhátíð- inni á Snæfellsnesi um verslunar- mannahelgina og er talið að um og yfir átta þúsund manns hafi verið á svæðinu þegar mest var. Margar fremstu hljómsveitir landsins komu fram á hátíðinni og má þar nefna Lúdó og Stefán, Buttercup, Stuð- menn, í svörtum fótum og XXX Rottweilerhunda. Þá kom rokksveit- in góðkunna, Jet Black Joe, fram í fyrsta skipti í sjö ár og var liðs- mönnum hennar að vonum fagnað sem hetjum af áhorfendum. Handhægir hægindastólar Félagarnir Ari Sverrisson, Þór Magnússon og Daníel Ólafsson hugsuöu fyrir öllu og mættu meö uppblásna hægindastóla í sveitina. Einar B. í góðum félagsskap Stuömenn gerðu mikla lukku á Eldborg eins og þeirra er von og visa. Hér sjást stuðmennin Ragnhildur Gísla- dóttir og Jakob Frímann Magnússon ásamt Einari Báröarsyni, skipuleggjanda hátiöarinnar. Jet Black Joe saman á ný hfaþunktur laugardagskvöldsins var endurkoma hljóm- sveitarinnar Jet Black Joe. Háskólabíó/Sam-bíóin/Laugarásbíó - Jurassic Park III: ★ ★ Á flótta undan risaeðlum Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Það lá alltaf ljóst fyrir að þriðja Jurassic Park-myndin yrði gerð. Þaö tók samt lengri tíma en flestir áttu von á og eftir að hafa séð mynd- ina er greinilegt að ástæðan er ekki, eins og margir hafa haldið fram, að erfitt reyndist að fá Steven Spiel- berg til að leikstýra þriðja hlutan- um heldur er ástæðan fyrst og fremst skortur á bitastæðri sögu. Nú var enginn Michael Crichton til að koma með hugmyndir og því ákveðið vandamál í höfuðstöðvum Universal. Til voru kallaðir margir handritshöfundar en ekkert gekk og sagt er að þegar tökur hófust hafi ekki verið til fullklárað handrit. Sjálfsagt hefði átt að bíða aðeins lengur því eini galli Jurassic Park III er hugmyndaleysi og slakt hand- rit sem gefur ágætum leikurum lít- ið tækifæri til að komast í tæri við þær persónur sem þær leika. Þetta er stór og áberandi galli við annars skemmtilega útfærslu á risaeðlun- um sjálfum sem aldrei hafa veriö jafn ógnvekjandi. Það er nú samt svo á þeim vígstöðvum er fátt nýtt. T-Rex er mættur eina ferðina enn, nú í aukahlutverki, krameðlurnar eru famar að hugsa og tala saman og þar með orðnar mun hættulegri en áður og eina viðbótin, fljúgandi risaseölur, nálgast áhorfandann ekki á sama hátt og fyrrnefndu risa- eðlurnar. ..jcí i' n u niiiu' sj: Á það ráð hefur verið brugðiö að kalla aftur til leiks, dr. Alan Grant (Sam Neill) sem var aðalpersónan í fyrstu myndinn en var ekki í núm- er tvö. Grant lifir á fornri frægð auk þess sem hann er enn að rannsaka risaeðlur í formi steingervinga. Gegn loforði um stuðning við rann- sóknirnar er hann tældur til að fara til eyjunnar Sorna, sem er „Stöð B“ licl. í eyjaklasanum sem hýsir risaeðl- urnar. Saklaust útsýnisflug verður að martröð þegar flugvélin er lent og áhöfnin lendir í návígi við T-Rex, sem sparkar flugvélinni eins og fót- bolta á undan sér. Enn eina ferðina er Alan Grant kominn í návigi við risaeðlur sem hann vill helst aðeins umgangast sem löngu útdautt lífs- form. Eins og nærri má geta eru UMUÍlS Vni'.A.l • n-Uiív Í.V Í þær fáu manneskjur sem lifa flug- ævintýrið af aðeins fæða í augum risaeðlanna og hefst nú nánast end- urteknig á atriðum úr fyrstu mynd- inni þar sem krameðlumar nálgast mannskepnuna meðal annars á skipulagðan hátt. Augljóst er hvernig atburðarásin endar og ekkert í myndinni er nýtt. Alltaf þegar eitthvað á að koma á óvart er sæmilega viti borinn áhorf- andi löngu búinn að geta sér til hvað muni gerast. Myndin verður því flöt og tilþrifalítil þegar kemur að sögunni og ekki er ég viss um að sjálfur Steven Spielberg hefði getað gert betur en Joe Johnston gerir hér en hann leysir Spielberg af hólmi. Johnston er ekki með góða sögu en gerir sitt besta úr því sem hann hef- ur. Jurassic Park er samt aldrei leiðinleg þrátt fyrir augljósa galla. Það er viss ævintýraljómi, sem var í fyrri myndunum, sem enn er áþreifanlegur og það ber fyrst og fremst að þakka hönnuðum risaeðl- anna sem eru listilega vel gerðar og þau atriöi þar sem risaeðlurnar eru allsráðandi eru bestu atriðin. Leikstjóri: Joe Johnston. Handrit: Peter Buchman, Alexander Payne og Jim Taylor. Kvlkmyndataka: Shelly Johnson. Tónlist: Don Davis. Leikarar: Sam Neill. William H. Macy, Tea Leoni, Alessandro Nivola og Laura Dern. 15 tiiiu .)Ai'£M l i. M > I U ; . i*l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.