Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Page 28
Heilsudýnur í sérjlokki! M ^efn&heil 'k ★ ★ ★ sa^ ^^heiusunnar Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150 Framganga Árna Johnsens, fyrr- um alþingismanns, á þjóðhátíð í Eyjum vakti mikla athygli enda hef- ur umræða um hann snúist um aðra hluti að undanfornu. Hann var potturinn og pannan í þjóðhátíðar- haldinu sem að þessu sinni fór fram án þess að pusaði yfir mannskapinn eins og stundum hefur viljað ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2001 / / / Rútubíll frá Austurleið-SBS meö um 40 farþega, aðallega út- lendinga og þar af 25 Frakka, valt þegar hann ók út af vegi við -*• gangnamannahúsiö Hólaskjól við Syðri-Ófæru, sunnan við Eldgjá á Fjallabaksleið nyrðri, rétt fyrir klukkan 18 í gær. Nokkrir farþeg- anna slösuðust en enginn lífs- hættulega. Rútan kom frá gangnamannahúsinu og ók upp á upphækkaðan veg en bílstjórinn ók út af veginum vinstra megin i stað þess að beygja til hægri. Hún valt á hliðina og brotnuðu allar rúður vinstra megin í henni og gekk hryggur inn í bílinn endi- langan. Jörðin þarna er "* hraunkargi með mosa en fallið var talsvert á annan metra. Nokkrir farþegar slösuðust við byltuna og var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar sem sótti tvær konur og flutti á Land- spítala - háskólasjúkrahús í Foss- Austurleið SBS: Beltin hefðu bjargað „Við eigum erfitt með að fá far- þega til að nota beltin í rútunum okkar. Þeir eru ekki viljugir að nota þau. Þarna hefðu þau komið að góð- um notum og enginn slasast ef belt- in hefðu verið notuð,“ sagði Tryggvi Árnason, yfirmaður áætlana og hóp- feröa hjá Austurleið-SBS, um rútu- slysið í gærkvöld. Fyrirtækið er með belti í 24 rútum af 34 enda þótt það sé enn ekki skylda. Hann segir að bílstjórinn hafi verið í góðu formi, var búinn að aka 4 klukku- tima eftir 10 daga frí. Ofþreyta hrjáði því ekki bílstjórann. Tryggvi sagði enn fremur að farþegum hætti til aö taka með sér of mikið af lausu dóti inn í bílana, það gæti skapað hættu eins og hér gerðist. „Við ökum 6.800 kílómetra i áætl- unarkerfinu á hverjum degi og þetta er fyrsta tjónið okkar af þessu tagi í nijög langan tíma,“ sagöi Tryggvi Árnason. -JBP Þyrlan bjargar dv-mvnd sigurður k. hjálmarsson Hér er þyrla Gæslunnar komin í loftiö meö tvo sjúklinga sem fluttir voru til Reykjavíkur. vogi. Mun önnur þeirra hafa mjaðmagrindarbrotnað en hin særðist á bringu en virtist þó ekki mikið meidd, hún hafði feng- ið tösku ofan á sig. Enn ein kona kvartaði undan verk í mjöðmum en hana átti að flytja með sjúkra- bíl til Reykjavíkur ásamt þrem öðrum farþegum sem þurftu aö komast undir læknishendur. Björgunarsveitir í nærliggjandi byggðarlögum fengu rautt útkall með SMS-skilaboðum kl. 18.16. Það voru sveitirnar í Vík, á Kirkjubæjarklaustri og í Skaftár- tungu. Aðkoman á staðnum var ófögur en meiðsl reyndust minni en upphaflega var óttast en mikil angist og ringulreið var í rút- unni. Fólkinu var komið fyrir í húsinu að Hólaskjóli til umönn- unar, nema þeim tveim sem þyrl- an síðar flutti. Hlúð var að þeim við rútuna. Farþegar voru á leið til Kirkju- bæjarklausturs í gærkvöld þaðan sem ferðinni var heitið í Skafta- fell. En ferðin tók óvænta stefnu, ekið var til Klausturs með 35 manns sem áttu að fá áfallahjálp hjá 10 manna hjálparhópi í félags- heimilinu Kirkjuhvoli en hann vinnur eftir neyðaráætlun Rauða krossins. Ólafia Davíðsdóttir var í gærkvöld að undirbúa hjálpina. Hún sagði að farþegar sem von var á væru ekki slasaðir en í sjokki eftir atburðinn. Ekki var vitað hvort hópurinn gisti á Kirkjubæjarklaustri. -JBP/kip Sjómenn á kajann í morgun: Mótmæla komu Panamaskips Sjómenn ætluðu nú í morgunsár- ið að mótmæla við Reykjavíkurhöfn komu skipsins Clipper Adventurer hingað til lands. Ástæða mótmæl- anna er sú að þetta er það eina af fjörutíu og einu skemmtiferðaskipi sem kemur hingað til lands í sumar þar sem áhöfnin starfar ekki sam- kvæmt kjarasamningum sem ITF, Alþjóða flutningaverkamannasam- bandið, viðurkennir. Áhafnir allra annarra skemmtiferðaskipa sem og fragtskipa starfa hins vegar eftir þessu samningum. „Við verðum með mótmælaað- gerðir á kajanum. Það er sam- Borgþór Kjærnested. kvæmt stjórnar- skránni ekki hægt að banna friðsöm funda- höld,“ segir Borg- þór Kjæmested, starfsmaður Al- þjóða flutninga- verkamannasam- bandsins, í sam- tali við DV í gær- kvöld. Hann lýsir jafnframt furðu sinni á því að Sam- vinnuferðir-Landsýn, umboðsfyrir- tæki skipsins hér á landi, skuli hafa daufheyrst við óskum um að sjá til þess að áhöfn skipsins, sem er skráö I Panama, fái laun samkvæmt við- urkenndum kjarasamningum. Sjómannasamtökin óskuðu á fyrri stigum eftir því að lögbann yrði sett á skipið en bæði Sýslumað- urinn í Reykjavík og Héraðsdómur höfnuðu því. „Það er merkilegt að um stórhelgi skuli þurfa að berja upp bæði hjá sýslumanni og dómara til þess að koma í veg fyrir mót- mælaaðgerðir og að fáeinir túristar komist 1 bíltúr að Gullfossi og Geysi,“ sagði Borgþór - sem ætlaði baráttuglaður á kajann í bráðabítið. -sbs Hér er Árni Johnsen aö hita upp mannskapinn meö söng og gitarspili. Stemningin var mikil og vel tekiö undir með Árna. Bálið brennur í Eyjum brenna við. Veður var þvert á móti afar hagstætt og allur bragur á mannfólkinu til fyrirmyndar. Árni náði upp mikilli stemningu við brekkusönginn sem hann stýrði nú eins og um margra ára skeið. Hér er Árni á sviðinu og baka til má sjá bálið brenna. Sjá nánar á bls. 4 áfallahjálp - angist og ringulreið í rútunni I KARTOFLUGARÐINUMl HEIMA...C® DV-MYND ÓMAR GARÐARSSON Árni við eldinn FRETTASKOTI0 SÍMiNN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Sex slösuðust í rútuslysi á Fjallabaksleið nyrðri í gærkvöld: 35 manns í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.