Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 Fréttir DV Skoðanakönnun DV um afstöðuna til Kárahnjúkavirkjunar: Naumur meirihluti fylgjandi virkjuninni - meirihluti stuðningsmanna stjórnarflokka og Samfylkingar fylgjandi Meirihluti kjósenda eða 53,5 pró- sent eru fylgjandi því að Kára- hnjúkavirkjun verði reist til að afla orku til álvers sem hugmyndir eru um að rísi í Reyðarfirði en 46,5% eru andvígir. Þetta eru helstu niður- stöður skoðanakönnunar DV sem framkvæmd var í gærkvöld. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) Kárahnjúkavirkjun? Afstöðu í könnuninni tóku 74,5 prósent. Ef litið er til alls úrtaksins reynd- ust 39,8 prósent fylgjandi Kárahnjúka- virkjun en 34,7 prósent andvíg. 22,2 prósent voru óákveðin meðan 3,3 prósent neituðu að svara. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jcifnt skipt milli höfuðborg- arsvæðis og landsbyggðar sem og milli kynja. Andstaða Vinstri grænna DV greindi svörin við spuming- unni um Kárahnjúkavirkjun eftir afstöðunni til stjómmálaflokkanna. Þegar afstaða fylgismanna stjóm- arflokkanna er skoöuð kemur í ljós að tæplega helmingur framsóknar- manna og sjálfstæðismanna er fylgj- andi Kárahnjúkavirkjun. Afstaða framsóknarmanna er sýnu ákveön- ari þar sem einungis 16,9 prósent vora óákveðin eða neituðu að svara. Athygli vekur að tæpur helming- ur samfylkingarmanna er fylgjandi virkjuninni en tæplega þriðjungur andvígur. Hins vegar er ríflega helmingur stuðningsmanna Vinstri- grænna andvígur Kárahnjúkavirkj- un. Stuðningsmenn þeirra eru ein- arðastir í afstöðu sinni en aöeins 15 ■ >* Lón eða gljúfur Virkjunarsvæöid viö Kárahnjúka er umdeilt sakir ægifeguröar svæöisins Myndin, sem sýnir Dimmugljúfur, er úr bókinni Hálendiö í náttúru íslands, eftir Guðmund Pál Ólafsson. prósent þeirra voru óákveðin eða tóku ekki afstöðu. Þegar afstaða óákveöna fylgisins er skoðuð, þ.e. þeirra sem sögðust óákveðnir í afstöðu til stjómmála- flokkanna eða neituðu að svara spurninu um stuðning við sjóm- málaflokkana, kemur í ljós að and- staöan við Kárahnjúkavirkjun er ei- lítið meiri en fylgnin en afstaða þessa hóps skiptist nokkuö jafnt milli þess að vera fylgjandi, andvíg- ur eða óákveðinn í afstöðu til Kára- hnjúkavirkjunar. -rt Kárahnjúkavirkjun c SKOÐANAKÖNNUN rm Svara ekki 3,3% Allt úrtakið ^ Skýringar á niðurstöðunni í skoðanakönnun DV: Otti við samdrátt „Ég fagna þessari niðurstöðu, en get þó ekki sagt að þetta komi mér mjög á óvart,“ sagði Valgerð- ur Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra um nið- urstöðu skoðana- könnunar DV. Hún Valgeröur segist hafa fundið fyr- Sverrisdóttlr. ir því að andrúmsloft- ið hefði mjög verið að breytast gagnvart þessum framkvæmd- um, enda geri sífellt fleiri sér grein fyr- ir því aö samband sé milli umsvifa af þessu tagi og velmeg- unar. Valgerður er ekki sú eina sem tel- ur að samdráttur og tal um minni hagvöxt séu aðalskýringamar | á þessari niðurstöðu. Smári Geirsson, for- seti bæjarstjómar Fjarðabyggðar, segist telja að fólk hljóti að skilja að ekki sé hægt að tryggja lífskjör tU framtíðar ef Smári Geirsson. Ólöf Guóný hvergi megi velta við steini. Hann telur þessa niðurstöðu ekki koma mjög á óvart enda hafi kann- anir áður sýnt að meirihluti lands- manna vflji nýta nátt- úruauðlindir lands- ins til atvinnuupp- Valdimarsdóttlr. byggingar. Þuriður Backman, þingmaður Vg á Austurlandi, kveðst ekki vUja gefa neitt út um skýringu á Þuríöur Backman. þessari niðurstöðu en telur ekki ólíklegt að ótti viö efnahagssam- drátt skipti einhverju máli. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, for- maður Landvemdar, segir þessa niður- stöðu vonbrigði sem komi þvert á umræð- una. Hún telur ein- sýnt að hræðsluáróð- Slapp vel úr bílveltu Bflvelta varð á Vestur- landsvegi nærri Skálatúnsheimfl- inu I gærkvöldi. SlökkvUiðið í Reykjavík fór á veth'ang með sjúkrabfl og tækjabfl. Ökumanninum, sem var einn á ferð, hafði sjálfum tekist að kom- ast út úr bifreiðinni þegar að var kom- ið. Hann reyndist lítið slasaður, var þó sennflega fótbrotinn og fluttur á slysa- defld en bifreiðin var mikið skemmd, ef ekki ónýt. Bát bjargað við Álftanes Vélarbilun kom upp 1 bát sem var við skemmtisiglingu við Álftanes í veö- urblíðunni í gærkvöldi. Bátsverjum tókst ekki að koma vélinni í gang að nýju og varð því að kafla eftir aðstoð. Hún kom fljótlerga og var báturinn dreginn til Hafnarijarðar. Engin hætta var á ferðum þótt slíkt sé aldrei hægt að útiloka þegar sjórinn er annars veg- ar eins og starfsmaður Tilkynningar- skyldunnar orðaði það í morgun. Ljósmyndabúnaöi stolið Talsverð brögð hafa verið að því að undanfórnu að farið hafi verið inn í bif- reiðir við golfvelli á höfuðborgarsvæð- inu og stolið úr þeim. Einn slíkur þjófnaður var við völl GR í Grafarholti í gær en þá var ljós- myndabúnaði að verðmæti um 600 þús- und króna stolið úr bifreið þar. Lands- mótið í golfi hefst i Grafarholti á morg- un, þar verður án efa fjölmenni og fulll ástæða til að benda þeim sem þar eiga leið um að skflja ekki eftir verðmæti á glámbekk í bílum sínum. Halldór hitti Powell Halldór ur stjómvalda hafi náð í gegn. -BG Ásgrims- son utanríkisráð- herra hitti i morgun Colin Powell, utan- ríkisráðherra Banda- ríkjanna, á fundi í Washington. Ráð- herramir hugðust fyrst og fremst ræða málefni NATO en önnur mál voru einnig á dagskránni. Viðurkenning Flugþjónustan ehf. á Reykjavíkur- flugvelli hefur verið veitt viðurkenning af bandariska tímaritinu „Aviation Intemational News“ eftir að hafa feng- ið mjög góða útkomu í skoðanakönnun varðandi þjónustu við flugmenn. Tafir á Kringlumýrarbraut Búast má við miklum töfum á um- ferð á Kringlumýrarbraut í dag. Þá standa yfir malbikunarframkvæmdir á annarri akrein brautarinnar, frá Lista- braut að Kópavogi og veröur allri um- ferð beint á aðra akrein brautarinnar á meðan. Nýr bátur keyptur Flugmálastjóm og Slökkvilið Reykjavikur ákváðu á fundi sínum í gær að nýr fullkominn björgunarbátur sem þjóna mun flugvaflarsvæðinu verði keyptur strax í upphafi nýs árs. Samþykktin er þó háð samþykki Al- þingis á flugmálaáætlun Eitrið er dýrt Samkvæmt könnun meðal sjúklinga á sjúkrastöð SÁÁ á Vogi mun verð á amfetamíni og e-pillum ekki hafa verið dýrara á árinu en nú og kann það að stafa af aukinni eftirspum vegna versl- unarmannahelgarinnar. Þá er verð á LSD talið í sögulegu hámarki hér á landi. Fréttablaðið skýrði frá. Leikskólagjöld hækka Leikskólagjöld hækkuðu í Reykjavík um mánaðamótin. Hjón og sambýlis- fólk greiða nú 25 þúsund kónur á mán- uði fyrir 8 tima vistun á einu bami en einstæöir foreldrar og námsfólk greiða 18.900 krónur. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.