Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 4
MIDVIKUDAGUR 8. AGUST 2001 Fréttir E>V Stígamótakonur á Eldborg: Osáttar við liósleysi „Við erum auðvitað ósáttar við helgina. Þetta var algjört áfall að svona mörg mál komu upp og við skulum vona að þau séu ekki fleiri. Því miður eru mál að skila sér inn til okkar vikum, mánuðum og árum eftir að nauðgun á sér stað. Maður veit aldrei hversu mörg málin eru," segir Þórunn Þórarins- dóttir sem stóð vaktina fyrir Stíga- mót á Eldborgarhátíðinni á Kaldár- melum alla verslunarmannahelg- ina. Alls komu tíu mál til kasta Stígamóta á hátíðinni, átta nauðg- anir og tvær nauðgunartilraunir. Fórnarlömbin voru ungar konur í öllum tilvikum. Þórunn segir mest álag hafi verið yfir nóttina. „Myrk- ur var á milli klukkan tvö og sex og óþokkarnir virtust nota tímann þá. Það var algjört myrkur á svæð- inu á þeim tima og hefði verið heppilegra að hafa góða lýsingu." Henni virðist fólskan í nauðgunar- Algjört myrkur „Þab var algjört myrkur á milli klukkan tvö og sex og heföi veriö heppilegra ab hafa góða lýsingu," segir Þórunn Þórarinsdóttir frá Stígamótum. málunum meiri en vant er. í tveim- ur þeirra voru árásarmenn fleiri en einn, í einu kom smjörsýra við sögu og í flestum tilvikanna voru árásarmenn ókunnugir fórnar- lömbunum. „Maður veit ekki hvort öll þessi klámvæðing hafi áhrif. Krakkarnir eru orðnir svo vanir að sjá gróft klám á Netinu og annars staðar. Mörkin hafa kannski færst. En maður getur ekki fullyrt um það," segir Þórunn um liklegar skýringar á aukinni hörku. Hún segir umræðuna um nauðganir fyr- ir helgina af hinu góða og segir mótsgesti hafa verið sér nokkuð meðvitandi um viðveru Stígamóta og starfsmanns neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi. „Ég verð aldrei vör við annað en að hinu al- menna ungmenni finnist ágætt að hafa okkur á svæðinu. Krakkarnir koma gjarnan til okkar og ræða málin og vilja taka ábyrgð hvert á öðru og við heyrðum af því að hálf- gerðri tjaldborg hefði verið slegið upp í kringum skúrinn okkar sem var vel merktur." -ES Flugvallarsvæðið: Landsbjörg með bát til reiðu Slysavarnafélagið Landsbjörg hef- ur sent flugmálastjóra erindi þess efnis að félagið sé tilbúið til sam- starfs varðandi björgunarstörf við fiugvallarsvæðið og það sé tilbúiö að leggja fram fullkominn björgun- arbát í því sambandi. Umræðan um ófullnægjandi björgunarbát, sem notaður var við björgunarstörf er flugslysiö varð í Skerjafirði í fyrra, varð kveikjan að því að Landsbjörg lætur til sín taka í þessu máli, að sögn Árna Sigurðs- sonar, upplýsingafulltrúa Lands- bjargar. „Þungamiðja umræðunnar hefur verið að þarna sé vöntun á björgunartæki, í þessu tilfelli báti, og þar sem við erum með slíka báta víða um land, m.a. þrjá báta á höf- uðborgarsvæðinu, fannst okkur rétt að benda á þennan tækjabúnað og vilja til að koma að málinu," segir Árni. Hann segir aö hér sé í rauninni um að ræða viljayfirlýsingu um samstarf. Báturinn gæti hugsanlega veriö á flugvallarsvæðinu og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tæki hann til notkunar ef slys yrðu en Landsbjargarmenn gætu komið að björgunarstörfum á síðari stig- um. Árni segir að óformlegar við- ræður hafi farið fram milli forsvars- manna Landsbjargar og flugmála- stjóra um þetta mál og hafi tónninn í þeim verið jákvæður. gk Byggt á bjargi Þessa dagana er veriö aö taka grunn fyrir viöbyggingu Amtsbókasafnsins á Akureyri. Miklar klappir eru í grunninum og hefur þurft ab sprengja þær. Vegna sprenginganna kom upp ótti í nálægu húsi um ab titringurinn hefði valdib sprungum í veggjum og var málib kannab með vísindalegum hætti, ab sögn Hólmkels Hreinssonar amtsbókavarbar. Ekki reyndist hægt ab rekja sprungurnar til sprenginganna en vel er fylgst meb framvindunni. Helgin: Aldrei fleiri um Vesturlandsveg Metumferð var um Vesturlands- veg um nýliðna helgi en á tímabil- inu frá föstudagsmorgni til mið- nættis á mánudagskvöld fóru 27.806 bílar um veginn. Til samanburðar fóru 22.163 bílar um veginn á sama tima, þannig að munurinn er um- talsverður. Sigurður Helgason hjá Umferðar- ráöi sagði í gær að þar væru menn að ljúka samantekt á umferðinni um verslunarmannahelgina og ýms- um tólum í þvi sambandi. „Þegar upp er staöið sýnist mér sem þetta hafi verið í þokkalegu lagi og rúm- lega það," sagði Sigurður um út- komuna. -gk Agætis kolmunnaveiði Ágætis kolmunnaveiði hefur verið að undanförnu og eykst afli og þar með veiðireynsla með hverjum degi. í gær var heildar- veiði islensku skipanna á árinu orðin tæp 160 þúsund tonn, sam- kvæmt upplýsingum frá Samtök- um fiskvinnslustöðva. Langmestum hluta aflans hefur verið landað á Austfjörðum og þegar teknar eru með landanir er- lendra skipa, sem eru allnokkrar, hefur mestu verið landað á Eski- firði, eða 50 þúsund tonnum, I Nes- kaupstað 40.500 tonnum, á Seyðis- firði 33.540 tonnum, á Fáskrúðs- firði 32 þúsund tonnum og á Vopnafirði 13.776 tonnum. -gk Keikó: Týndist í nærri sóBarhring Aðlögun háhyrningsins Keikós er enn í fullum gangi og eru „göngutúrarnir" sífellt að verða lengri. Jeff Foster, yfirmaöur verk- efnisins í Eyjum, er mjög ánægður með framfarir Keikós sem týndist í tæpan sólarhring um daginn. Segir Jeff þaö vlsbendingu um að verkefn- ið, að koma Keikó til náttúrlegra heimkynna, ætli að takast. -ÓG Veðriö í kvoid 3& <t ^ o <? . Norölæg eöa breytiieg átt Norðvestan 5 til 8 m/s og dálítil súld af og tíl við noröausturströndina. Annars veröur fremur hæg norölæg eða breytileg átt og skýjað meö köflum á Norðurlandi en léttskýjaö sunnan og vestan til í dag. Hiti 7 til 18 stig aö deginum, hlýjast á Suðurlandi. Solargangur og sjávarfölI | Veorid á morgun REYKJAVIK AKUREYRI Sólartag í kvóld 22.08 22.09 Sólarupprás á morgun 05.00 04.29 Síodeglsnöo 21.02 01.35 Árdegisflóö á morgun 09.21 13.54 Skýringar á veouriáknum .VINDATT 10° & ~NVINDSTYRKUR Vconcr HBOSKÍBT í mstrum á Mkúndu "V-KUSI LÉTTSKYJAO HÁLF- SKÝJAO SKÚRIR ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR SKVJAÐ ALSKVJAÐ SNJÓK0MA SKAF- POKA RENNINGUR Vegir landsins Upplýsingar um ástand og færð fjallvega, lokanir á vegum, vegaframkvæmdir og allt annaö er tengist vegum landsins má fá hjá Vegageröinni á heimsíöu hennar eöa í gegn um upplýsingasíma. 4ýíi20- Víöa léttskýjað á landinu Norövestan 8 til 13 m/s, skýjað og lítils háttar súld með köflum á norðausturhorninu en hægari norðvestanátt og léttskýjaö annars staðar. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Suöurlandi. Vindur: %v 3-5m/. ' Hiti 9° til 17° Hæg breytileg átt og pykknar upp vestan tll en annars vloa léttskýjao. Hltl 9 «117 stlg, hlyjast á Suoausturiandl. fgsssm^ BVGGT A UPPLYSINCUM FR4 VEGAGERÐ RIKISINS Vindur: ^v 3-5 m/.'-J Hitil0°till5° Fremur hæg suftaustlœg átt og rignlng sunnan og vestan tll en skýjaft noroaustanlands. Hlti 10 til 15 stlg. wamm VinduiT^^ 5-8 m/« Hiti 10° tii 16° 4V/»Í Austan 5 til 8 m/s og rigning á Suburtandl en skýjao aö mestu norban tll. Hitl 10 tll 16 stlg. Veorid W. 6 ¦ AKUREYRI BERGSSTAÐIR alskýjaö 7 þoka 6 BOLUNGARVÍK hálfskýjað 6 EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK léttskýjaö 6 léttskýjaö 7 alskýjaö 5 léttskýjaö 6 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 9 11 BERGEN HELSINKI léttskýjaö hálfskýjaö 16 KAUPMANNAHÖFN rigning 17 ÓSLÓ skýjaö 13 STOKKHÓLMUR 15 10 ÞORSHÖFN alskýjao ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö léttskýjaö 10 23 ALGARVE AMSTERDAM skúrir 15 24 BARCELONA þokumóöa BERLÍN rigning heiöskírt 16 27 11 CHICAGO DUBUN þoka HAUFAX léttskýjað 17 FRANKFURT rigning 18 HAMBORG rigning 16 JAN MAYEN þokumóöa 5 LONDON skúrir 15 LÚXEMBORG skýjaö 14 MALL0RCA þokumóða 22 MONTREAL NARSSARSSUAQ heiðskírt 21 alskýjaö 16 NEW YORK léttskýjað 30 ORUNDO PARÍS hálfskýjaö 25 15 skýjaö VÍN hálfskýjað 21 WASHINGTON mistur 23 WINNIPEG heiösktrt 24 I^Y'l'tMlliJilWI.W li:l:»'JJ.III:H(.hllL-'H:i.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.