Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2001, Blaðsíða 5
MIDVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 I>V Fréttir Þekki ekki til fíkniefnanotenda sem nýtra þjóofélagsþegna - segir formaður heilbrigðisnefndar Alþingis - er ósammála aðstoðarlandlækni „Ég gerist seint talsmaður fyrir því að lögleyfa fíkniefni hér á landi, það er hin veikari eins og aðstoðarland- læknir skilgrein- ir þau," segir Jónína Bjart- marz, þingmaður Framsóknar- flokksins og for- maður heilbrigð- isnefhdar Alþing- Jónína BJartmarz. Rkniefnavandinn félagslegt vandamál. Jakob Guðmundsson, hvetur landsmenn til aö nota alltaf sætisbelti í bílum. 20 metra fall blasti við rútu: Beltin komu í veg fyrir Jakob Guðmundsson, eigandi vinnuvélafyrirtækis í Borgarnesi, segist hvetja landsmenn til að nota alltaf sætisbelti í bílum. Hann hefur sögu að segja frá síðustu helgi en þá björguðu bílbelti án efa miklum lim- lestingum á ungum knattspyrnu- mönnum frá Borgarnesi sem voru á leið til Bolungarvíkur í keppni. „Það sem ég vildi vekja athygli á er að allir voru í sætisbeltum þegar áreksturinn varð því ökumaðurinn tilkynnti í upphafi ferðar að ekki yrði lagt af stað fyrr en allir væru búnir að spenna sætisólamar. Mér finnst að hann eigi lof skilið fyrir það og ég veit að sérleyfishafinn, Sæmundur Sigmundsson, er mjög harður á því að þeirri reglu sé fylgt í bifreiðum hans," sagði Jakob. Drengirnir úr 4., 5. og 6. flokki Skallagríms voru á leið á Shellmót- ið í Bolungarvík þegar það óvænta gerðist. „Á blindhæð skammt frá Djúpmannabúð birtist skyndilega í regnúðanum stór vöruflutningabif- reið sem kom úr gagnstæðri átt á einbreiðum veginum," sagði Jakob sem var einn fylgdarmanna knatt- spyrnudrengjanna. „Áreksturinn varð ekkí umflúinn, aðeins spurn- ing um hversu harður hann yrði, þvi leirkenndur vegurinn var flug- háll. Ökumennirnir brugðust rétt við að mínu mati og nauðhemluðu og reyndu að halda bílunum á veg- inum. Að öðrum kosti blasti við 20 metra fall með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum," sagði Jakob. Bifreiðirnar skullu saman á lítilli ferð, en nóg til þess að báðar voru óökufærar á eftir. Skallagrimshóp- urinn varð að bíða í 3 klukkustund- ir eftir fólksbifreiðum sem fiuttu drengina áfram á áfangastaðinn, Bolungarvík. „Auövitað brá okkur við árekst- urinn en vorum fljót að jafna okkur, ekki síst strákarnir, sem stóðu sig síðan vel í mótinu," sagði Jakob og ítrekar þau hollráð til ökumanna og farþega að aka alltaf í belti. -emm is. Hún kveðst vel geta tekið undir þau sjónarmið að stefna og vinnulag i fiknimálum - sem og öðru - þurfl að vera í stöðugri endurskoðun. Þá sé jafnframt þörf á samstarfi allra aðila sem koma að þessu málum. „Þegar Matthías Halldórsson tal- ar um að fikniefnavandinn sé fyrst og fremst heilbrigðisvandamál þá er ég þvi ósammála. Þetta er einnig fé- lagslegt vandamál," segir Jónína og segist ekki geta skilið orð aðstoðar- læknis öðruvísi en svo að hann sé að opna í að minnsta kosti hálfa gátt fyrir þvl að lögleyfa hin veikari fíkniefni. Jónína Bjartmarz segir enn frem- ur að sjónarmið Matthíasar fyrir því að leyfa fikniefni lögum sam- kvæmt séu að sínu mati hreint ekki á rókum byggð; til að mynda að i að- eins undantekníngartilvikum fari þeir sem noti hin veiku fíkniefni í þau hörðu. „Ég þekki heldur ekki til notenda veikari fikniefna sem sér- lega nýtra þjóðfélagsþegna. Þetta viðhorf aðstoðarlándlæknis kemur mér satt að segja verulega á óvart - og það er senn bæði í bága við stefnumörkun ríkisstjórnar í áfeng- is- og fíkniefhamálum, svo og heil- brigðisáætlun til ársins 2010 sem er nýlega samþykkt á Alþingi. Og þess utan í andstöðu við sjónarmið við löggæslu og réttargæslu í landinu," segir þingmaðurinn. -sbs AEG AEG AEG 167/46 L. T50 Barkalaus; Þvottavél 1400sn þurrkari 56.900 79.900 SHARR XL30 SHARR R212 örbylgjuofn Vinsælu leirvörurnar -25% I ,o I I 12.900 56.000 v5* Packard Bell 14.900 AEG CE 220 10.900 7. -18. ágúst Sparidagar Heimilisleg og kraftmikil tilboð á úrvals vörum i-Connect 119.900 AEG 4231-u Uppþvottavél SHARR j \ MDMT80 51.900 44.500 AEGAT 250 CLASSIC OLYMPUS C-1 Stafræn myndavél MiniDisk ferðaspilari 24.900 SHARR 34.900 GAMEBOT Got. R Leikir á verði frá kr. 990 ROVO ROVOECO 1045 Brauðrist-stál 4.490 Myndbandstæki 28.900 AEG CC101 Kaffivél 4.990 Skrifsofustóll ATH armar á mynd ekki innifaldir I verði. 14.900 Líttu við - þvíþetta er aðeins sýnishom afþvísem íboði er. BRÆÐURNIR OKMSSON SPAR NAÐ U R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 OG ÞÚ GERIR ÞÉR GLAÐAN DAG FYRIR MISMUNINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.